Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 2
2 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR „Nei, það þyrfti frekar að fækka þeim svo núverandi fjöldi lögfræð- inga ráði við þetta.“ Eiríkur Tómasson er forseti lagadeildar Háskóla Ís- lands. Hann segist hafa orðið vör við skort á lög- fræðingum á Íslandi og því þurfi að fjölga þeim. Spurningdagsins Eiríkur, þarf þá ekki að fjölga glæpa- mönnum líka? ■ Írak ■ Stéttarfélög Heimilin eyddu meira en 400 milljörðum Íslendingar fjárfesta minna en áður en neysla þeirra eykst samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjármunamyndun landsmanna á árinu 2002 nam alls 146 milljörðum, þar af 37 milljörðum vegna íbúðarhúsnæðis. Einkaneysla heimilanna hefur aukist um 25 milljarða á tveimur árum. EFNAHAGSMÁL Íslensk heimili vörðu vel yfir 400 milljörðum króna í einkaneyslu í hittiðfyrra. Þetta er átta milljörðum króna meira en árið áður og 25 milljörð- um krónum meira en árið 2000. Mestu var eytt í mat, drykki og tó- bak á þessum tíma, eða rúmum 95 milljörðum, og hefur neysla Ís- lendinga á þessum vörum þar með aukist um fimm milljarða frá árinu 2001 og um 13 milljarða frá árinu 2000. Tæplega 140 milljörðum var eytt í húsnæði og ýmislegt því teng- du árið 2002 og er það veruleg aukn- ing frá árinu á undan. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu útgjöld á veitingastöðum og gistihúsum 38 milljörðum árið 2002 og sama ár voru Íslendingar greinilega duglegir við að eyða peningum í útlöndum því útgjöld þeirra er- lendis hljóðuðu upp á 33 milljarða. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands minnkaði fjár- munamyndun Íslendinga milli ár- anna 2001 og 2002, en með fjár- munamyndun er átt við það sem fjárfest er til viðbótar á árinu. Þannig námu viðbótarfjárfesting- ar Íslendinga alls 146 milljörðum árið 2002, en 166 milljörðum árið áður. Tölur eru á verðlagi hvers árs og þegar þær eru skoðaðar verður að hafa í huga að þær snerta marga flokka og atvinnu- greinar, meðal annars fiskveiðar, samgöngur, fjármálastarfsemi og íbúðarhúsnæði. Í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að Íslendingar bættu við sig fjárfestingum í fiskveiðum fyrir þrjá milljarða árið 2002, en það er rúmlega helmingi minni viðbótar- fjárfesting en var í greininni árið 2001, þegar upphæðin nam 7,7 milljörðum. Í fjármálastarfsemi juku landsmenn fjárfestingar sín- ar um tvo milljarða í hittiðfyrra sem er töluvert minni upphæð en árið 2001 og þegar íbúðarhúsnæði er skoðað sést að fjármunamynd- unin eykst úr 33 milljörðum í 37 milljarða. Landsmenn bættu við sig fjárfestingum í verslunar- geiranum sem námu fjórum millj- örðum árið 2002, en árið á undan hljóðaði þessi upphæð upp á 5,5 milljarða og 3,6 milljarða árið 2000. Verðmæti allra eigna Íslend- inga, miðað við nýjustu tölur frá árinu 2000, nemur 2.000 milljörð- um króna, þar af eru húseignir landsmanna metnar á rúmlega 690 milljarða og eignir tengdar at- vinnuvegunum eru verðmetnar á alls 900 milljarða. bryndis@frettabladid.is Powell segir mörgum spurningum ósvarað: Óvíst að Írakar hafi átt gereyðingarvopn GEORGÍA Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort Írakar hafi átt gereyðingar- vopn þegar gerð var innrás í land- ið í mars á síðasta ári. Powell var spurður út í um- mæli Davids Kays, fyrrum yfir- manns bandarísku vopnaeftirlits- sveitanna í Írak, sem lýsti því yfir að hann teldi ólíklegt að stjórn Saddams Hussein hefði haft undir höndum efna- eða sýklavopn. „Svarið við þeirri spurningu er að við vitum það ekki ennþá,“ sagði Powell. Utanríkisráðherrann viður- kenndi að Bandaríkjastjórn hefði talið að írösk stjórnvöld ættu ger- eyðingarvopn. „Við urðum að fá svör við spurningum okkar,“ sagði Powell og ítrekaði að það væri hlutverk bandarísku vopnaleitar- sveitanna að komast að því hvort til væru efna- og sýklavopn í Írak. Fyrir tæpi ári kom Powell fyr- ir Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna til að reyna að réttlæta þá ákvörðun Bandaríkjamanna að fara í stríð gegn Írökum. Hann hélt því þá fram að Írakar hefðu brotið gegn alþjóðasamþykktum með því að framleiða gereyð- ingarvopn og sagðist telja að þeir ættu á bilinu 100 til 500 tonn af efnavopnum. ■ Halldór Ásgrímsson: Stríðið er réttmætt ÍRAK Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að gereyðingarvopn hafi verið til staðar í Írak og hann hafi ekki trú á því að Saddam Hussein hafi náð að eyða þeim öllum. „Það er hins vegar alvarlegt mál ef bestu leyniþjónustur heims, sú bandaríska og breska, hafa farið fram með rangar upplýsingar,“ segir Halldór. Hann segir að þótt gereyðingar- vopn hafi ekki fundist í Írak sé stríð- ið samt sem áður réttmætt. Hann segist alltaf hafa verið þeirrar skoð- unar að það þyrfti að koma Saddam Hussein frá vegna voðaverka hans sem sannanir hafi fengist fyrir. ■ BLAIR STENDUR FAST Á SÍNU Tony Blair, forsætisráðherra Breta, segist enn sannfærður um að þær upplýsingar sem bresk stjórnvöld lögðu fram um vopna- eign stjórnar Saddams Hussein hafi verið áreiðanlegar. Blair vill þó ekki tjá sig um það hvort hann telji að gereyðingarvopn eigi eft- ir að finnast í Írak. HERÞYRLA HRAPAÐI Í ÁNA TÍGRÍS Tveggja flugmanna er saknað eftir að bandarísk herþyrla hrap- aði í ána Tígris við borgina Mósúl. Þyrlan hafði verið kölluð út til að leita að bandarískum hermanni sem talinn var hafa fallið í ána þegar bát hvolfdi. Talið er að þyrlan hafi rekist á rafmagnslínu en ekki liggur fyrir hvort skotið hafði verið á hana áður. FIMMTÍU MANNS HANDTEKNIR Bandarískar hersveitir handtóku hátt í fimmtíu manns og lögðu hald á sprengjur og skotvopn í samstilltum aðgerðum víðs vegar í súnní-þríhyrningnum í gær. Þrír mannanna eru taldir hafa átt að- ild að árásum á bandaríska her- námsliðið en hinir voru hand- teknir fyrir ólöglega vopnaeign. FRESTAÐ VEGNA LANDSLEIKS Evrópumeistaramótið í handbolta hefur ýmis áhrif á íslenskt þjóð- félag. Til að mynda var stjórnar- fundi Verkalýðsfélags Húsavíkur sem vera átti klukkan fimm í gær frestað til klukkan átta svo stjórnarmenn gætu horft á leik- inn sem réði úrslitum um fram- hald Íslands í keppninni. Viðbrögð Landspítala við kröfum háskólamanna: Boðað til viðræðna HEILBRIGÐISMÁL „Við munum ræða við fulltrúa þeirra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna, sem und- irrituðu bréfið vegna fyrirhugaðra hópuppsagna, áður en við svörum þeim með bréfi,“ sagði Erna Einars- dóttir, sviðsstjóri starfsmannamála á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Á samráðsfundi fulltrúa BHM og Landspítala á föstudag settu fulltrú- ar háskólamanna fram formlegar athugasemdir um aðferðir við fyrir- hugaðar hópuppsagnir á spítalan- um. Kröfðust þeir þess, að einstak- lingsbundnar tilkynningar um áformaðar uppsagnir yrðu dregnar skriflega til baka, áður en lengra yrði haldið. Jafnframt tilkynntu fulltrúarnir að þeir hefðu hvatt sér til aðstoðar KPMG-ráðgjöf meðan á samráðinu stæði. Myndu þeir aðstoða aðildar- félög BHM við að gera sameiginleg- ar tillögur um rekstrarbreytingar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, meðal annars með flutningi verk- efna. Erna sagðist búast við að boðað yrði til viðræðnanna strax eftir helgina. Hún sagðist álíta, að erind- ið frá BHM væri athyglisvert og af hinu góða að þeir skyldu hafa leitað til KPMG-ráðgjafar. ■ POWELL EFAST Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, fór til Georgíu til að vera viðstaddur embættistöku Mikhails Saakashvili, nýkjörins forseta. VIÐRÆÐUR UM SPARNAÐ Fulltrúar Landspítala-háskólasjúkrahúss ætla að boða til viðræðna við BHM vegna fram- kominna athugasemda hinna síðarnefndu. ÓHÓFLEG NEYSLA ÍSLENDINGA? Íslendingar eyddu 95 milljörðum í mat, drykki og tóbak á árinu 2002. Einkaneysla heimilanna hefur aukist um 25 milljarða á tveimur árum. Sælgætisland í Kringlunni er ágætt dæmi um það sem blasir við neytendum. EINKANEYSLA ÍSLENDINGA (MILLJARÐAR KR.) 2000 2001 2002 Matur, drykkir og tóbak 82 90 95 Fatnaður 23 23 22 Húsnæði, ljós og hiti 65 70 74 Annað húsnæði 57 61 65 Heimilish. og heimilistæki 27 29 28 Húsgögn og húsbúnaður 18 19 18 Lyf og læknishjálp 9 11 12 Flutningatæki og samg. 56 51 52 Menntun og menningarm. 42 46 46 Ýmsar vörur og þjónusta 48 55 58 Útgj. á veitingah. og gistih. 30 35 38 Einkaneysla innanlands 356 379 390 Útgj. Íslendinga erlendis 37 36 33 Einkaneysla heimila 375 392400 Heimild: Hagstofa Íslands ■ Íslendingar voru greinilega duglegir við að eyða peningum í útlöndum árið 2002 því út- gjöld þeirra erlendis hljóð- uðu upp á 33 milljarða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.