Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 6
6 26 janúar 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hverjum er spáð forsetastóli Banda-ríkjanna í nýrri könnun tímaritsins Newsweek? 2Hvað heitir báturinn sem félagarnirSvanur Karl og Heimir Gunnar björguðust af eftir að hann hvolfdi í inn- siglingunni í Grindavík? 3Hversu mörg mörk skoraði ÓlafurStefánsson í fyrstu tveimur leikjum liðsins á Evrópumótinu. Svörin eru á bls. 30 Félagsmálaráðherra um mótmæli öryrkja: Við höldum okkar striki FÉLAGSMÁL „Mér þykir leitt að for- ystumenn öryrkja skuli ekki taka þátt í þessu með okkur. Það breytir ekki því að við höldum okkar striki,“ sagði Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra um mótmæli Öryrkjabandalagsins gegn fyrirhuguðu ráðstefnuhaldi ráðuneytisins undir merkjum Evrópuárs fatlaðra. Öryrkjabandalagið sendi 30 aðildarfélögum sínum bréf, þar sem fram kom að samkomulag heilbrigðisráðherra og öryrkja hefði verið algjör forsenda þess að gengið hefði verið til sam- starfs við stjórnvöld um Evrópu- ár fatlaðra. Ákveðið hefði verið að bíða með allt samstarf vegna „þeirra alvarlegu samnings- svika“ sem félagsmálaráðherra hefði tekið fullan þátt í, þar sem enn vantaði hálfan milljarð til að standa við samkomulagið. „Við lítum svo á að við séum með þessari ráðstefnu og mörg- um öðrum aðgerðum að vinna að framgangi þessa fólks og ég mun halda mínu striki með það,“ sagði félagsmálaráðherra. „Mér þykir leitt hvernig forsvarsmenn ör- yrkja hafa hagað sér á undanförn- um vikum. Þeir hafa gengið til baka frá ýmsum þeim viðburðum, sem við höfum verið að vinna að, lengst af í samvinnu við þá. Það breytir ekki því að ég mun halda áfram að vinna að málefnum fatl- aðra eins og ég hef gert. ■ Starfssvipting og eignaupptaka Dómsmálaráðherra vill herða eftirlit með störfum fasteignasala og styrkja öryggi í fasteignaviðskiptum. Eigandi Remax Þingholts segir starfs- grundvellinum kippt undan mörgum sem hafi unnið af heilindum. FRUMVARP „Það er löngu tímabært að taka lögin til endurskoðunar, ekki síst vegna mála sem hafa skað- að greinina. Mér líst vel á margt í frumvarpinu, en tel óeðlilegt að ekki skuli hafa verið leitað umsagn- ar og álits hjá mörgum sem hafa hagsmuna að gæta og búa yfir mik- illi reynslu,“ segir Geir Þorsteins- son, einn eigenda fasteignasölunn- ar Remax Þingholts, sem hefur starfað við fasteignasölu í 10 ár. Hann er ekki löggiltur fasteigna- sali, en samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður meiri- hlutaeign í fyrirtækjunum að vera á hendi löggiltra fasteignasala til að þau fái starfsleyfi. Einnig verður fasteignasölum gert að vera félag- ar í Félagi fasteignasala, en alls eru skráðir um 150 löggiltir fasteigna- salar og á þriðja hund- rað manns starfa við greinina. Félag fasteignasala óskaði eftir því að fast- eignasölulögin yrðu end- urskoðuð í ljósi mála sem komið hafa upp og varða misferli þeirra sem starfa í greininni. Í gildandi lögum eru eng- in ákvæði um eftirlit með störfum fasteigna- sala eða heimildir til að bregðast við brotum af þeirra hálfu. Við gerð frumvarpsins var meðal annars leitað umsagnar Félags fasteignasala, ASÍ og Neytendasamtakanna. „Markmiðið er að auka skyldur fasteignasala og styrkja öryggi þeirra sem eru í fasteignaviðskiptum, því oft snúast viðskiptin um aleigu viðkomandi,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Sér- stök eftirlitsnefnd verður sett á fót sem mun fylgjast með eignarhaldi á fast- eignasölum, meðferð fjármuna og varðveislu á fé viðskiptamanna. Nefndin hefur meðal ann- ars heimild til að kafa hvenær sem er ofan í bókhaldsskjöl fasteigna- sala og gera húsleit og getur beitt tímabundinni sviptingu löggildingar og lokað fasteignasölu. „Það er margt í frumvarpinu sem mun vafalítið skila faglegri og öruggari viðskiptaháttum, en eins og það lítur út þá þá tel ég að það leiði að óþörfu til starfssviptingar og eignaupptöku hjá mörgum sem hafa árum saman unnið af heilind- um við fyrirtæki sín,“ segir Geir. „Samkvæmt skilgreiningu dóms- málaráðuneytisins þá telst ég, sem og margir aðrir sem eru í svipaðri stöðu, ekki til hagsmunaaðila í þessu máli. Það er aftur á móti já- kvætt og skiptir vitaskuld mestu að með frumvarpinu verða hagsmunir þeirra sem eru í fasteignaviðskipt- um betur tryggðir.“ bryndis@frettabladid.is Björgunarsveitir: Leituðu vélsleðamanns LEIT Björgunarsveitarmenn héldu á eftir rúmlega fertugum vélsleða- manni honum til bjargar í fyrra- kvöld. Maðurinn, sem var á ferð í nágrenni Drangajökuls á Vestfjörð- um, ætlaði að láta vita af sér um há- degisbilið en þegar ekkert hafði heyrst frá honum um kvöldið var farið að óttast um hann. Vitað var að maðurinn ætlaði að gista í húsi við Kaldalón innst í Ísafjarðardjúpi og var því haldið þangað. Þegar þangað var komið var maðurinn þar fyrir við góða heilsu en farsími hans virkaði ekki og því gat hann ekki látið vita af sér. ■ Tólg- og kertafyrirtæki brann: Gífurlegt eignatjón BRUNI Gífurlegt eignatjón varð þeg- ar iðnaðarskemma og gömul útihús við bæinn Stóru-Velli í Bárðardal brunnu til kaldra kola í fyrrinótt. Engan sakaði. Lögreglu á Húsavík barst til- kynning um brunann á tólfta tíman- um. Slökkviliðið í Þingeyjarsveit ásamt slökkviliði Húsavíkur fór á staðinn og var þá kominn mikill eld- ur. Slökkvistarfi var lokið klukkan þrjú um nóttina en vakt var við hús- ið til klukkan tíu í gærmorgun. Skemmdir urðu mjög miklar. Fyrirtæki var starfrækt í skemm- unni sem meðal annars framleiddir tólg og kerti. Um mikið eignatjón er því að ræða. Þá urðu smávægilegar reykskemmdir í íbúðarhúsi sem stendur um fimmtán metra frá eldsupptökum. Einnig skemmdust bílar sem stóðu í nálægð við skemmuna. Eldsupptök eru ókunn. Lögregl- an á Húsavík segir börn hafa verið á leik við húsið í fyrrakvöld en ekki sé vitað hvort þau eigi þátt í brun- anum. ■ Útflöggun kaupskipa: Alþjóðlegt vandamál KAUPSKIP „Það fer í taugarnar á mér að menn skuli þurfa að skrá þau annars staðar,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra aðspurður á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll hvort bregðast þyrfti við því að öll kaupskip Íslendinga væru skráð er- lendis. Davíð sagði það alþjóðlegt vandamál að kaupskipum væri flaggað út og að víða væru fáir heimamenn eftir í áhöfnum skip- anna. Nokkur lönd, svo sem Dan- mörk, hefðu reynt að finna lausnir á þessu en með litlum árangri. ■ ENSKT PAR SLAPP MEÐ SKREKKINN Enskt par slapp með skrekkinn eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi, rétt austan við Hvolsvöll, á laugardag. Parið var á vesturleið í bíla- leigubíl þegar ökumaður missti stjórn á bílnum vegna hálku. Bíllinn hafnaði út af veginum vinstra megin við akstursleið, valt og hafnaði á hliðinni. Öku- maður var fluttur á heilsugæsl- una til frekari skoðunar. Að mati lögreglu er bíllinn ónýtur. Sjónvarpshappdrætti: Vinningshafi lést INDIANA, AP Maður sem vann sem svarar fjórum milljónum ís- lenskra króna í sjónvarpshapp- drætti lést af slysförum aðeins fá- einum klukkustundum eftir að vinningurinn var dreginn út, 73 ára að aldri. Sjónvarpsþátturinn var tekinn upp fyrirfram og að ósk fjöl- skyldu Atwoods var hann sýndur að honum látnum. „Ég er mjög þakklátur. Ég verð að viðurkenna að ég átti alls ekki von á því að fara héðan út með alla þessa pen- inga. Nú get ég keypt mér góðan bíl,“ sagði Atwood þegar hann tók við vinningnum. Nokkrum klukkustundum síðar varð hann fyrir bíl á leið út í matvörubúð skammt frá heimili sínu í Elwood í Indiana. ■ ■ Lögreglufréttir ■ Leiðrétting Af frétt blaðsins í gær um sjó- slysið við Grindavíkurhöfn mátti skilja að slöngubát björgunar- sveitarinnar Þorbjörns hefði hvolft eftir að skipverjarnir voru komnir um borð. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að björgunarbát Sigurvins GK, en ekki björgunar- sveitarinnar, hvolfdi áður en björgunarsveitarmenn komu á staðinn. ÁRNI MAGNÚSSON Leitt hvernig forsvarsmenn öryrkja hafa hagað sér. GEIR ÞORSTEINSSON Eigandi Remax Þingholts gagnrýnir að við gerð fast- eignafrumvarpsins skuli ekki hafa verið leitað um- sagnar hjá mörgum sem hafa hagsmuna að gæta og búa yfir mikilli reynslu í fasteignabransanum. REYKJAVÍK Félag fasteignasala óskaði eftir því að lögin yrðu endurskoðuð í ljósi mála sem komið hafa upp og varða misferli þeirra sem starfa í greininni. Í gildandi lögum eru engin ákvæði um eftirlit með störfum fasteignasala eða heimildir til að bregðast við brotum af þeirra hálfu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.