Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 26 janúar 2004 27 UNDARLEGT HEIMSMET Við höfum séð svona gert í teiknimyndum en nú hefur þetta verið gert í raunveruleikan- um. Bandaríkjamaðurinn Denny Higginbottom sést hér fagna því að hafa hoppað í þessa litlu uppblásnu plastsundlaug af 9 metra háum palli. Þetta glæfralega atriði var fram- kvæmt í beinni útsendingu á föstudag í sjónvarpssal í Köln fyrir þýska sjónvarpsþáttinn „Rosalegustu heimsmetin“. Fyrsti vorboðinn er kominn íhús, ný breiðskífa frá frönsku sérvitringasveitinni Air. Þetta er ferskt loft, og gott að anda því djúpt að sér. Strangt til tekið er Talkie Walkie þriðja plata sveitarinnar, ef við teljum ekki með kvik- myndatónlistina úr Virgin Suicides, og nær þrjú ár frá því að sveitin lét að sér kveða síðast. Þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin eru svo sem ekkert að skila frá sér neinni tímamóta- plötu í þetta skiptið en hér er vissulega vandað til verka. Nigel Godrich, upptökustjóri Radio- head, fær að snúa tökkunum og renna upp sleðunum. Platan er óvenju hnitmiðuð, skotheld og rennur unaðslega í gegn sem heild. Hún á eftir að endast vel og lengi í tækjunum ykkar og mun eflaust lifa vel út á árið. Air-menn eru ekkert að tapa sér í tækninni og einbeita sér að því áfram að smíða hugljúf lög. Þannig er mun bjartara yfir þess- ari plötu en 10.000 Hz Legend sem kom síðast. Piltarnir syngja heil- mikið sjálfir, og linur franskur enskuhreimur þeirra hentar tón- listinni mjög vel. Hér er lítið sem ekkert um loft- mengun og frekar mikið af tæru lofti. Munum eftir því að sýna Air þakklæti okkar, næst þegar við hittum þá, því ef við gætum ekki andað að okkur lofti, myndum við öll deyja! Birgir Örn Steinarsson Það var Rakel Pálsdóttir frá fé-lagsmiðstöðinni Arnadal á Akranesi sem kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Samfésar sem haldin var í Laugardalshöll á mánudag. Hún söng Celine Dion lagið „That’s the Way it Is“ fyrir framan 3.200 unglinga. „Þetta var alveg frábært. Mað- ur fékk smá hnút í magann þegar maður sá allt fólkið en þetta var bara gaman,“ segir Rakel með mjög hásri röddu áður en hún ræskir sig. „Ég er með hálsbólgu og kvef. Ég kveið svolítið fyrir því að syngja svona hás en þetta gekk samt allt vel.“ Rakel er að verða 16 ára gömul og segist hafa byrjað að syngja þegar hún var smákrakki. Celine Dion hefur verið í uppáhaldi frá 10 ára aldri. Rakel ætlar í fram- haldsskólann á Akranesi í haust og segist eiga sér þann draum um að fá að halda áfram að syngja. Með það sem veganesti að hafa verið hlutskörpust af 62 atriðum, hás með hálsbólgu, hlýtur að telj- ast líklegt að svo verði. Í öðru sæti var Katrina Mogen- sen úr Þróttheimum sem söng lag- ið Over með Portishead. Halldór Óli Gunnarsson úr félagsmiðstöð- inni Óðal, Borgarnesi, endaði í því þriðja með slagara frá Foo Fighters. Atriði félagsmiðstöðvarinnar Svítan frá Þorlákshöfn var verð- launað sem „besta atriðið“. Lagið Psychologically Mentally Hydrir sem Ari Bragi Kárason og Oddur Júlíusson úr Frostaskjóli sungu var verðlaunað sem „besta frum- samda lagið“. Áhorfendur kusu í gegnum SMS-kerfi og þar var það Árdís Rut Einarsdóttir úr Félagsmið- stöðinni Ózon, Hólmavík, sem þótti hlutskörpust. Hún söng lagið „Þú sem ert mér allt“ eftir Í svört- um fötum. ■ tónlist SÖNGVAKEPPNI SAMFÉS ■ Rakel Pálsdóttir úr félagsmiðstöðinni Arnadal, Borgarnesi, vann söngvakeppni Samfés á laugardag. AIR: Talkie Walkie Tært loft Umfjölluntónlist Sigraði með háls- bólgu og kvef RAKEL PÁLSDÓTTIR Kom, sá og sigraði í söngvakeppni Samfés. Í dómnefnd voru Páll Óskar, Magni söngvari, Á móti sól, og Kristinn úr stúdíó Geimstein en 10 söngvarar komast þangað fyrir upptöku á geisladisk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.