Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 16
16 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Andlát Leikarinn Edward G. Robinsonlést á þessum degi árið 1973. Hann fæddist í Búkarest í Rúmen- íu þann 12. desember árið 1893 og hét Emanuel Goldenberg þar til hann haslaði sér völl í Hollywood. Robinson var aðeins 10 ára þeg- ar hann flutti til New York en á námsárunum ákvað hann að leggja leiklistina fyrir sig og hætti við fyrri áform um að gerast rabbíni eða lögfræðingur. Hann byrjaði að vinna fyrir sér sem leikari með nýja nafninu sínu árið 1913 og tveimur árum síðar komst hann á fjalirnar á Broadway þar sem hann átti eftir að starfa í 15 ár. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var lítið aukahlutverk í þöglu myndinni Bright Shawl árið 1923 en með tilkomu talmyndanna fór vegur hans vaxandi. Hann er einna eftirminnilegastur sem glæponinn Rico Bandello í Little Ceasar frá árinu 1930. Robinson lék einnig í nokkrum mikilvægum myndum kenndum við film noir en þar standa Double Indemnity (1944), The Woman in the Window (1944) og Scarlet Street (1945) upp úr. Robinson var hreinsaður af ásökunum um tengsl við kommún- ista eftir að hafa borið vitni fyrir þingnefndinni sem stýrði norna- veiðunum í Hollywood. Hann hlaut síðan heiðursóskarinn, eftir andlát sitt, fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar árið 1973. ■ Jóhanna Sigurðardóttir, Nesvegi 115, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elísabet Kristjánsdóttir, Eyjahrauni 3, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 23. janúar. Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, Of- anleiti 29, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 23. janúar. Sigríður Daníelsdóttir, Skaftahlíð 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 15. janúar. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Oddur H. Björnsson, lést miðvikudag- inn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Guðmundsson vélstjóri, Hæð- argarði 20, Reykjavík, er látinn. Útför hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Frímann Jónsson húsasmíðameist- ari, Einibergi 17, Hafnafirði, lést á Land- spítala Hringbraut fimmtudaginn 15. janúar. Gísli Einarsson fréttamaður er 37 ára. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er 31 árs. 10.30 Sigrún Árnadóttir, Mýrarási 2, áður Laugarnesvegi 76, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Guðmundur Gíslason brúarsmið- ur, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju. 15.00 Þorsteinn Sveinsson, Jakaseli 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. ANDREW RIDGELEY Gítarleikari og aukamaður í dúetnum Wham fæddist á þessum degi 1963 og er því 41 árs í dag. 26. janúar ■ Þetta gerðist 1788 Fyrstu evrópsku landnemarnir koma til Ástralíu. 1837 Michigan verður 26 ríki Banda- ríkjanna. 1934 Apollo-leikhúsið opnar í New York. 1942 Bandarískir hermenn lenda á Norður-Írlandi til þess að tryggja varnir bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. 1979 Nelson A. Rockefeller, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, deyr í New York sjöturgur að aldri. 1998 Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, neitar því að hafa staðið í kynlífssambandi við Monicu Lewinsky með þessum ódauð- legu orðum: „ I did not have sexual relations with that wom- an ... Miss Lewinsky“. 2001 Rúmlega 2000 manns deyja í jarðskjálfta á Indlandi. Skjálftinn átti upptök sín í grennd við landamæri Pakistans og var 7,9 stig á Richter. EDWARD G. ROBINSON Setti nýja staðla í túlkun Hollywood á glæpamönnum með leik sínum í Little Ceasar árið 1930. Hann fékk heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndanna eftir að hann lést. SVARTHVÍTA HETJAN ■ Einn fyrsti skúrkur talmyndanna deyr. 26. janúar 1973 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% aukaafsláttur af öllum vörum 10-60% afsláttur af rúmfatnaði, barnasettum, sloppum, dúkum o.fl 10% afsláttur af öllum öðrum rúmfatnaði. T I L B O Ð S D A G A R hefjast þriðjudaginn 27. jan. til 7. feb. Glæsibæ, s. 552 0978 www.damask.is Sesar litli deyr ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Á meðan laufin sofa liggjaSpaðarnir andvaka,“ var ógleymanlegur frasi í ára- mótaskaupinu árið 1985. Það á ekkert sérstaklega við Spaðana því þar gerast hlutir hægt, þótt dugnaðurinn og metnaðurinn sé mikill. Nú hafa félagarnir átta gefið út tvöfaldan disk sem heitir Úr segulbandssafninu 1983–2003. „Já, hlutir gerast hægt,“ viður- kennir Guðmundur Ingólfsson bassaleikari. „Enda engin læti í okkur núna þar sem við erum ekki að gefa út á jólamarkaðinn. Það liggur ekkert á að fara auglýsa á fullu.“ Spaðarnir voru stofnaðir í jan- úar árið 1983 og hafa gefið út tvo geisladiska fyrir þann nýja. Fyrst kom Ær og kýr árið 1997 og svo Skipt um peru árið 2002. Sveitin byrjaði strax að taka upp á fyrsta starfsári sínu þó svo að afrakstur- inn hafi ekki skilað sér almenni- lega á markaðinn. „Í gamla daga þá fórum við stundum í hljóðver og tókum upp lög fyrir kasettur sem við dreifð- um svo til vina og kunningja. Það var því aldrei um beina útgáfu að ræða. Annar diskurinn er tekinn beint af þessum upptökum en á hinum er að finna lög sem við tók- um upp aftur þar sem uppruna- lega útgáfunnar voru of slæmar. Svo er eitthvað af nýjum lögum inn á milli.“ Platan, sem inniheldur 43 lög í heildina, er því bæði ný plata og uppgjör Spaðanna við fortíð sína. Guðmundur segir endurfund- ina við gömlu lögin hafa verið að mestu blíða. „Ég er reyndar þannig að ég á erfitt með hlusta á nýrri upptökurnar,“ útskýrir hann. „Maður er svo fjarlægur þessu gamla að það er alveg hægt að hlusta á það.“ Spaðarnir spila ekki oft en þegar þeir taka upp á því er ávallt spilað fyrir fullu húsi. „Það er mikið reynt að fá okkur til þess að spila en menn eru á fullu í öðrum verkefnum. Það er erfitt að ná öll- um saman,“ segir Guðmundur og segir að undirbúningur fyrir hið árlega Spaðaball sé í fullri vinnslu. Vandamálið sé að finna nægilega stóran stað. Síðustu tvö skipti hafa böllin verið haldin á Þjóðleikhúskjallaranum. „Staður- inn hefur bara fyllst og fólk kvart- að yfir því að dansgólfið sé of lít- ið. Það virðist vera að fólk hafi býsna gaman af því að hoppa eftir þessu,“ segir Guðmundur hógvær í lokin. ■ Spaðarnir tvöfaldir Stærsta útskrift allra tíma Tækniháskóli Íslands braut-skráði 199 nemendur á laugar- daginn við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Skólinn hefur aldrei áður útskrifað jafn marga nemendur og af því tilefni ávarp- aði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra nem- endur og gesti. Ráðherra óskaði nemendum og skólanum til ham- ingju með daginn og sagði tilurð og sögu skólans sína hve þörf atvinnulífsins er mikil fyrir það nám sem þar er í boði. Tæknideild brautskráði sam- tals 49 nemendur, 18 iðnfræðinga og 31 tæknifræðing með BS- gráðu. 118 nemendur útskrifuðust úr rekstrardeild. Af þeim voru 52 með diplomu í rekstrarfræði og 66 að ljúka BS-gráðu í viðskipta- fræði. Auk þess brautskráðust 32 nemendur úr frumgreinadeild með raungreinadeildarpróf en það jafngildir stúdentsprófi af raungreinasviði. ■ RISAÚTSKRIFT Tækniháskóli Íslands útskrifaði 199 nemendur á laugardaginn en slíkur fjöldi hefur aldrei áður útskrifast frá skólanum.Áfangi TÆKNIHÁSKÓLINN ■ hefur aldrei áður útskrifað jafn marga nemendur í einu. Tónlist SPAÐARNIR ■ Hljómsveitin Spaðarnir fagnar 21 árs afmæli sínu um þessar mundir. Út er komin tvöföld plata með áður óútgefnu efni. Nýjum lögum, eldri lögum í nýjum búningi og eldri lögum í gömlum búningi. SPAÐARNIR C.A. 1987 Spaðarnir voru stofnaðir árið 1983 og hófu þá strax að hljóðrita efni. Nú gefst aðdáendum þeirra færi á að eignast eldri upptökur í bland við nýjar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.