Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2004, Blaðsíða 10
IÐNAÐUR Tæplega níu af hverjum tíu stjórnendum íslenskra iðnfyr- irtækja telja almennt mikilvægt að iðnfyrirtæki kynni starfsemi sína í grunn- og framhaldsskólum landsins. Einungis 5% stjórnenda telja kynninguna lítilvæga og rúm 8% hvorki né. Þetta kemur meðal annars fram í viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnað- arins. Tilgangurinn var að kanna þörf fyrir atvinnutengda menntun í iðnfyrirtækjum á komandi árum. Spurningalistar voru send- ir til 400 fyrirtækja og bárust svör frá 278 eða 71,3%. Forsvarsmenn yfir 86% iðnfyr- irtækja telja mikilvægt að iðnfyr- irtæki kynni starfsemi sína í grunn- og framhaldsskólum og er áherslan jöfn eftir iðngreinum. Ríflega 57% iðnfyrirtækja hafa átt samstarf við einhvern skóla, endurmenntunar- eða fræðslustofnun undanfarin þrjú ár. Því stærri sem iðnfyrirtækin eru, því líklegra er að þau eigi samstarf við menntastofnanir. Matvælaiðnaðurinn sker sig nokkuð úr að þessu leyti, en þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum í matvælaiðnaði hafa átt samstarf við menntastofnanir síðustu þrjú ár, langoftast grunn- og fram- haldsskóla. Sjö af hverjum tíu fyr- irtækjum í pappírs- og prentiðn- aði og upplýsingatæknifyrirtæki hafa átt samstarf við fræðslu- stofnanir síðastliðin þrjú ár, oftast við háskóla og endurmenntunar- eða fræðslustofnanir. Fyrirtæki í byggingariðnaði og jarðvinnustarfsemi skera sig úr að því leyti að þar virðist áhuginn minnstur fyrir samstarfi við menntastofnanir en einungis 40% fyrirtækjanna áttu samstarf við menntastofnanir undanfarin þrjú ár. Þá vekur athygli að tveir af hverjum þremur stjórnendum iðnfyrirtækja eru hlynntir því að starfsfólk geti fengið vottað nám á vinnustöðum sem gefi starfs- réttindi. ■ 10 26 janúar 2004 MÁNUDAGUR KALIFORNÍA, AP Geimreiðin Opportunity er þegar farin að senda myndir til jarðar af yfir- borði Mars. Opportunity, sem er í eigu bandarísku geimferðastofn- unarinnar, NASA, lenti á reiki- stjörnunni snemma í gærmorgun. Á myndunum má sjá flatt landslag þar sem skiptast á dökk- rauður jarðvegur og ljós berggrunnur. „Ég er orðlaus af undrun. Opportunity hefur lent á óþekktu og furðulegu landsvæði,“ sagði Steven Squyres, sem leiðir hóp vísindamanna hjá NASA. Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, var staddur í bækistöðvum NASA í Pasadena þegar myndirnar tóku að berast og óskaði hann vísindamönnunum innilega til hamingju. Opportunity var varpað niður á yfirborðið úr geimfari á sporbaug um Mars. Geimreiðin var búin fallhlífum og loftpúðum til að tryggja mjúka lendingu. Opportunity er á Meridiana- sléttunni en bandaríska geimreið- in Spirit, sem lenti á Mars 3. janú- ar, er hinumegin á hnettinum. ■ Peysur 50% afsláttur ÚTSALA áður: 5.990 nú: 2.990 Skortur á samspili skóla og iðnaðar Tæplega 90% stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að kynna starf- semi sína í grunn- og framhaldsskólum. Tæpur helmingur iðnfyrir- tækja hefur ekki átt samstarf við menntastofnanir síðustu þrjú ár. Byggingariðnaður sker sig úr að því leyti. SLÉTTA Á MARS Geimreiðin Opportunity hefur sent frá sér myndir af flötu, dökkrauðu landslagi Meridiani-sléttunnar. SAMSTARF MENNTASTOFNANA OG BYGGINGARIÐNAÐAR Einungis fjögur af hverjum tíu fyrirtækjum í byggingariðnaði og jarðvinnu hafa átt samstarf við menntastofnanir undanfarin þrjú ár. Fyrirtæki í byggingariðnaði eiga helst í samstarfi við framhaldsskóla. Mikilvægt 86,5% Lítilvægt 5,1% Hvorki né 8,4% Telur þú almennt að það sé mikilvægt að iðnfyrirtæki kynni starfsemi sína í grunn- og framhaldsskólum? Framhaldsskóla Grunnskóla Háskóla Nei Endurmenntunar- eða fræðistofnun 0% 10% 20% 30% 40% 34,2% 18,9% 17,7% 13,2% 42,8% Hefur fyrirtækið átt samstarf við skóla, endurmenntunar- eða fræðistofnun, undanfarin þrjú ár? (Einstök fyrirtæki áttu samstarf við fleiri en eina menntastofnun) Hlynntur 66,8% Andvígur 15,1% Hvorki né 18,1% Ertu hlynntur / andvígur því að starfsfólk geti fengið vottað nám á vinnustöðum sem gefi starfsréttindi? ÁRSMEÐALTAL LAUNAVÍSITÖLU 1994 132,9 1995 138,9 1996 147,8 1997 155,8 1998 170,4 1999 182,0 2000 194,1 2001 211,3 2002 226,4 2003 239,1 Heimild: Hagstofa Íslands Svonaerum við Forsætisráðherra: Þurfum aðra þyrlu BJÖRGUNARMÁL „Ég hef talað um að við þyrftum að festa fé í annarri stórri þyrlu eins og þeirri sem við höfum,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra á fundi sjálfstæðis- manna í Valhöll. Með því svaraði hann spurningu um hvort grafið væri undan öryggismálum þegar þyrlur varnarliðsins væru kallað- ar til verkefna erlendis. Davíð sagði að ein þyrla væri ekki nóg vegna þess hversu stóran hluta hún væri í viðhaldi. Úr því þyrfti að bæta en það væri ekki hægt að ætlast til þess að Bandaríkjamenn sinntu björgun- arstörfum fyrir Íslendinga. ■ Geimreiðin Opportunity lendir á Mars: Sendir myndir af furðulandslagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.