Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 2
2 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Jú er það ekki? Ég hlusta bara á gömlu gufuna.“ Sverrir Agnarsson er auglýsingastjóri á Skjá Einum. Ríkissjónvarpið hefur neitað að birta auglýsingar Skjás Eins í sínum miðlum. Spurningdagsins Sverrir, er RÚV ekki þjóðareign í þína þágu? DÓMSMÁL Mál Bjarna Sigurðs- sonar, sem átti fasteignasöluna Holt, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Bjarni er ákærður fyrir fjársvik, skjala- fals, fjárdrátt og skattalagabrot. Samtals sveik Bjarni um 160 milljóna króna. Bjarni játaði öll brot ákæru skýlaust fyrir rétti, en brot varðandi fjársvik, skjalafals og fjárdrátt voru alls fjörutíu og fimm. Engar vitnaleiðslur verða fyrir dómi þar sem játning við öllum brotum liggur fyrir. Bótakrafa í ákæru hljóðar upp á rúm- lega 111 milljónir og gerði Bjarni at- hugasemd við hana. Hann segist ekki draga í efa bótaskyldu vegna háttsemi sinnar en segir bú sitt vera til gjaldþrota- skipta og því geti hann ekki sam- þykkt bótakröf- una. Þá gerði hann athugasemd við einn lið bótakröfunnar og segir einn lið bótakröfunnar tvítek- inn. Svo virðist sem bankastofn- un og tveir einstaklingar hafi ekki komið sér saman um hver væri tjónþoli í málinu. Fasteignasalinn hefur endur- greitt um 22,5 milljónir króna til baka til fólks sem hann sveik. Einnig hefur Íbúðalánasjóður greitt tjón vegna þrettán brota að verðmæti rúmlega 33 millj- ónir króna og fer fram á skaða- bætur vegna útlagðra bóta. Fréttablaðið ræddi við einn þeirra sem eru með bótakröfu í málinu. Sagðist hann ekki eiga von á að endurheimta þær milljónir sem hann tapaði vegna viðskipta við fasteigna- söluna og vera reiður vegna þessa. Hann hafi þó verið heppnari en margir sem urðu fyrir svikunum þar sem hann var að selja dýrari eign en hann keypti og því hafi hann mátt betur við að tapa fénu en marg- ir. Annar viðmælandi blaðsins fékk þær milljónir sínar sem voru í hættu endurgreiddar. Um leið og hann fékk lögfræð- ing í málið endurgreiddi Bjarni honum. Ekki voru allir svo heppnir og ekki ólíklegt að ein- hverjir fari verulega illa fjár- hagslega út úr viðskiptum sín- um við fasteignasöluna. hrs@frettabladid.is Blair í fótspor Bush: Fyrirskipaði líka rannsókn BRETLAND, AP Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, tilkynnti í gær að skipuð hefði verið sex manna nefnd undir forystu Butlers lávarðar, fyrr- um ráðuneytisstjóra í breska for- sætisráðuneytinu, til þess að rann- saka sannleiksgildi leynilegra gagna sem notuð voru til þess að réttlæta þátttöku Breta í stríðinu í Írak. Frjálslyndir neituðu að taka þátt í störfum nefndarinnar en aðrir í henni eru: Inge lávarður, fyrrum starfsmannastjóri breska varnar- málaráðuneytisins; sir John Chilcott, fyrrum opinber starfs- maður, Ann Taylor, þingmaður Verkamannaflokksins og formaður leyniþjónustu- og öryggismála- nefndar þingsins, og Michael Mates, þingmaður Íhaldsflokksins. Jack Straw utanríkisráðherra sagði á þingfundi í gær að rann- sóknin yrði með svipuðum hætti og sú sem fram fór eftir Falklands- eyjastríðið árið 1982, en það þýðir að nefndin mun koma saman á lok- uðum fundum. Henni er ætlað að skila skýrslu fyrir lok júlí, án þess þó að þar verði opinberuð viðkvæm leynileg gögn. Butler lávarður, sem er 66 ára, fór með ráðuneytisstjóraembætt- ið í tíð fimm forsætisráðherra, fyrst í stjórnartíð Heaths en síð- an Wilsons, Thatcher, Majors og síðast Blairs. ■ FRIÐARSKÁL Goh Kun, forsætisráðherra Suður-Kóreu (t.h.), skálar hér við Kim Ryong Song, en sá síðarnefndi leiðir sendinefnd Norður- Kóreumanna, sem kom til viðræðna í Seúl í gær. Kjarnorkudeilan: Samþykktu viðræður NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa loks samþykkt að taka þátt í sex landa framhalds- viðræðum í Kína vegna deilunnar við Bandaríkjamenn um kjarn- orkuáætlun norðanmanna. Við- ræðurnar munu væntanlega hefj- ast 25. febrúar en auk gestgjaf- anna og deiluaðila munu Japanar, Rússar og Suður-Kóreumenn taka þátt í viðræðunum. Fulltrúar þjóðanna sex hittust síðast í ágúst í fyrra, án þess að samkomulag næðist, en deilan hefur staðið síðan í október 2002 eftir að bandarískir embættis- menn sökuðu Norður-Kóreumenn um áætlanir um ólöglega þróun kjarnorkuvopna. Vopnaeftirlitsmenn Alþjóða kjarnorkumálastofnunina (IAEA) voru reknir frá Norður-Kóreu í árslok 2002. ■ KJÚKLINGABÓNDI Í INDÓNESÍU Skæðasta afbrigði fuglaflensunnar staðfest í Indónesíu. Fuglaflensan: Neyðarfund- ur í Róm ASÍA, AP Hópur sérfræðinga kom saman til neyðarfundar í Róm í gær til þess að finna hugsanlegar leiðir til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensunn- ar, sem smitast hefur til tíu Asíu- landa á undanförnum mánuðum. Á sama tíma tilkynntu taílensk heilbrigðisyfirvöld að sjö ára gamall drengur hefði látist úr flensunni og þar með eru fórnar- lömb flensunnar orðin þrettán, níu í Víetnam og fjögur í Taílandi. Stjórnvöld í Indónesíu stað- festu í gær að skæðasta tegund flensunnar, svokallað H5N1- afbrigði, hefði nú smitast til landsins en áður var talið að um vægara afbrigði væri að ræða. ■ Atlantsolía: Bensínsala hafin að nýju BENSÍN Atlantsolía hefur bensínsölu að nýju í dag á bensínstöð sinni við Kópavogsbraut. Fyrirtækið hóf bensínsölu í byrj- un janúar en birgðirnar kláruðust á viku. Nýr bensínfarmur kom til landsins um helgina og segist Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atl- antsolíu, vonast til þess að þær birgðir muni endast mun lengur. Hann segir að bensínverðið verði óbreytt. Lítrinn muni áfram kosta 92,50 krónur. Hugi segir að framkvæmdir við nýja bensínstöð í Hafnarfirði séu á undan áætlun. Gert sé ráð fyrir því að hún opni í apríl. ■ Í DÓMSAL Bjarni Sigurðsson mætti fyrir dóm ásamt verjanda sínum Gylfa Thorlacius. VIÐSKIPTI Útlit er fyrir að ekkert verði af kaupum Jóns Snorra Snorrasonar á bílaumboðunum Ingvari Helgasyni og Bílheimum. Búið var að undirrita samkomu- lag með fyrirvörum um áreiðan- leikakönnun, samkomulag við banka og samþykki umboðanna um eigendaskipti. Jón Snorri segir að ekki hafi náðst samkomulag á þeim nótum sem lagt var upp með. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um við- skiptin. Íslandsbanki hefur milligöngu um sölu fyrirtækisins. Örn Gunn- arsson hjá Íslandsbanka vildi ekk- ert tjá sig um stöðu mála, né hvort aðrir sætu við samningaborðið. „Það eru margir sem hafa áhuga,“ sagði Örn. Hann á von á að mál skýrist í þessum mánuði. Fleiri tilraunir hafa verið gerð- ar til þess að kaupa fyrirtækið. Meðal þeirra sem gerðu tilboð fyrir hönd fjárfesta var Helgi Ingvarsson, einn úr fjölskyldunni. Ekki varð af þeim viðskiptum. Samkvæmt þeim sem þekkja til eru miklar skuldir á fyrirtækinu og hefur eigið fé rýrnað undanfar- in misseri. Því er talið mikilvægt að niðurstaða fáist um framtíð fyrirtækisins. ■ Ingvar Helgason og Bílheimar: Ekkert varð af kaupum ÓSELT Bílaumboðin Ingvar Helgason og Bílheim- ar eru óseld. Fleiri en ein tilraun hefur ver- ið gerð til að selja fyrirtækin, en ekki hefur ennþá gengið saman. Fasteignasalinn játaði öll brotin Bjarni Sigurðsson, eigandi fasteignasölunnar Holts, játaði öll brot ákæru þegar mál gegn honum var þingfest í gær. Hann gerði athugasemd við bótakröfu en dregur ekki í efa bótaskyldu vegna brotanna. Svikin eru samtals upp á 160 milljónir. ■ Hann segist hafa verið heppnari en margir sem urðu fyrir svik- unum þar sem hann var að selja dýrari eign en hann keypti og því hafi hann mátt betur við að tapa fénu en margir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ný landstjórn: Eidesgaard lögmaður FÆREYJAR Ný samsteypustjórn Jafn- aðarflokksins, Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, undir forystu Jóannesar Eidesgaard, formanns Jafnaðarflokksins, hefur formlega tekið við völdum í Færeyjum. Ráðherraskipan nýrrar lands- stjórnar er: Jógvan á Lakjuni (FF), menntamálaráðherra, Bjarni Djur- holm (FF), atvinnumálaráðherra, Jógvan við Keldu (FF), innanlands- ráðherra, Bárður Nielsen (SF), fjár- málaráðherra, Jóhan Dahl, (SF) sjávarútvegsráðherra og Hans Pauli Strøm (JF), heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðherra. ■ BUTLER LÁVARÐUR Rannsóknarnefnd undir forystu Butlers lá- varðar mun rannsaka sannleiksgildi leyni- legra gagna sem notuð voru til þess að réttlæta þátttöku Breta í stríðinu í Írak.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.