Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 6
6 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68,9 -0,71% Sterlingspund 126,61 0,12% Dönsk króna 11,62 0,10% Evra 86,53 0,09% Gengisvísitala krónu 119,20 0,00% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 415 Velta 2.358 milljónir ICEX-15 2.359 -0,58% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 191.860 Straumur Fjárfestingarbanki hf 153.032 Eimskipafélag Íslands Hf. 85.273 Mesta hækkun Vinnslustöðin hf. 6,25% Össur hf. 3,36% Jarðboranir hf. 2,61% Mesta lækkun Guðmundur Runólfsson hf. -8,45% Grandi hf. -3,57% Nýherji hf. -2,20% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.509,0 0,1% Nasdaq* 2.067,8 0,2% FTSE 4.388,9 0,2% DAX 4.055,6 -0,4% NK50 1.354,6 -0,4% S&P* 1.135,4 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver stýrði fundi ríkisráðs í fjarveruÓlafs Ragnars Grímssonar? 2Hvað heitir demókratinn sem líkleg-astur er til að hljóta útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? 3Hvað heitir liðið sem sigraði í leiknumum Ofurskálina (Super Bowl)? Svörin eru á bls. 30 LÖGFRÆÐI „Gamla starfið hentar mér betur,“ segir Vilhjálmur H. Viðhjálmsson lögmaður, sem sagt hefur starfi sínu sem borg- arlögmaður lausu eftir að hafa sinnt því í fjóra mánuði. Vilhjálmur hefur undanfarin ár verið áberandi í starfi sínu þar sem hann hefur sérhæft sig í skaðabótarétti. Hann hefur unnið þar stóra sigra eins og í svokölluðu Æsumáli þar sem Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja skipstjóra skelbátsins Æsu, var skjólstæðingur hans. Kolbrún og börn hennar fengu dæmdar milljónir í bætur. Mörgum þótti sjónarsviptir að Vilhjálmi þegar hann gerðist borgarlögmaður. Sjálfur hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að snúa aftur í almenn lögfræði- störf. „Ég hlakka til að byrja aftur í almennum málflutningi. Þessi tími hjá Reykjavíkurborg hefur verið lærdómsríkur og þar hef- ur mér verið tekið vel en hitt starfið hentar mér betur,“ segir Vilhjálmur. ■ STJÓRNMÁL „Einhverra hluta vegna var forsetinn ekki á boðslistanum. Fólk hér í bænum undrast það mjög,“ segir Bryndís Friðgeirsdótt- ir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, um hátíðarhöld sem haldin voru um miðjan janúar á Ísafirði til að fagna 100 ára af- mæli heima- stjórnar á Ís- landi. Þar var Ólafur Ragnar Gímsson, forseti Íslands, fjarri góðu gamni líkt og almenningur og bæjarfulltrú- ar Samfylkingar, sem þó var boðið til hátíðarkvöld- verðar en mættu ekki. Kvöldverð- urinn var haldinn í nafni menning- armálanefndar bæjarins en Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, skrifuðu undir boðskortin. „Ég saknaði þáttöku almenn- ings í hátíðar- höldunum og sá í því ljósi ekki ástæðu til að mæta sjálf. Þarna var stjórn- sýslan að skemmta sér,“ segir Bryndís. Lárus Valdi- marsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjarstjórnar, segir að ekki hafi verið samantekin ráð hans og Bryndísar að mæta ekki. „Á sín- um tíma var samþykkt að fela menningarmálanefnd að koma með tillögur um hátíðarhöld. Þegar allt hafði verið ákveðið fréttum við að haldinn yrði fínn kvöldverður,“ seg- ir Lárus. Hann segir að áætlað hafi verið að hlutdeild Ísafjarðarbæjar í hátíð- arhöldunum yrði 750 þúsund krón- ur. Til kvöldverðarins hafi verið boðið bæjarstjórn, menningarmála- nefnd og örfáum starfsmönnum, þingmönnum og ríkisstjórn en reyndin hafi verið sú að aðeins tveir ráðherrar mættu og alls hafi 50 manns setið veisluna. Hann segir að nær hefði verið að halda samsæti þar sem bæjarbúar hefðu fagnað af- mælinu með ráðamönnum. „Þarna voru valdastéttirnar saman komnar að nudda saman axlapúðum og láta glamra í skart- gripunum. Þetta var hirðin. Ég set spurningarmerki við það í niður- skurði á þjónustu við bæjarbúa hvort þetta hafi verið rétta aðferð- in,“ segir Lárus. ■ Guðjón A. Kristjánsson: Keimur af deilum RÍKISRÁÐSFUNDUR Guðjón A. Krist- jánsson, Frjálslynda flokknum, gagnrýndi það á Alþingi í gær að boðað hefði verið til ríkisráðsfundar án þess að forseti lýðveldisins væri látinn vita um fundinn fyrir fram. „Mér finnst umræðan sem ver- ið hefur um umræddan ríkisráðs- fund bera nokkurn keim af deilum milli forsætisráðherra og forseta lýðveldisins, kannski frá fyrri tíð, en um það get ég ekki sagt.“ ■ HALLDÓR HALLDÓRSSON Halldór segir að horft hafi verið til Alþingis þegar boðið hafi verið til hátíðarhalda vegna afmælis heimastjórnarinnar. Halldór Halldórsson: Afmæli heimastjórnar AFMÆLI „Við undirbúning afmælis- ins var fyrst og fremst horft til Al- þingis og ríkisstjórnarinnar vegna þess að verið var að minnast tíma- móta fyrsta ráðherra Íslands og heimastjórnarinnar en embætti forseta Íslands kemur til fjörutíu árum seinna,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, var ekki boðið að vera við hátíðarhöld vegna afmælis Heimastjórnarinnar sem haldin var á Ísafirði um miðjan janúar. ■ Játaði sekt sína: Flutti inn klámmyndir DÓMSMÁL Mál manns sem ákærð- ur hefur verið af ríkissaksókn- ara fyrir kynferðisbrot var tek- ið fyrir í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Manninum er gefið að sök að hafa flutt inn frá Bandaríkjun- um klámmyndir á 56 stafrænum myndadiskum í útbreiðsluskyni. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi í dag og er málinu lokið. Dómur verður kveðinn upp síð- ar. ■ 36/14,50 R 15 GROUND HAWG 28,900. - 38/15.50 R 15 GROUND HAWG 29,900. - 36/14,50 R 16,5 GROUND HAWG 32,900,- 38/15,50 R 16,5 GROUND HAWG 39,900,- 44/18,50 X 15 GROUND HAWG 45,000,- 44/18,50 X 16,5 GROUND HAWG 49,900,- STÁLFELGUR 12 TOMMU BREIÐAR 12,900,- STÁLFELGUR 14 TOMMU BREIÐAR 13,900,- HJÓLBARÐAHÖLLIN H/F FELLSMÚLA 24 SÍMI - 530 5700 Lækkað verð á GROUND HAWG jeppadekkjum Dollarinn lækkar og við lækkum líka. VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Snýr aftur til almennra starfa sem lögmaður. Fráfarandi borgarlögmaður: Gamla starfið hentar betur ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseta Íslands var ekki boðið til Ísafjarðar. Almenningur er sagður undrast það. HANNES HAFSTEIN Því var fagnað á Ísa- firði að 100 ár eru senn liðin frá því að heimastjórnin var sett á laggirnar. BRYNDÍS FRIÐGEIRSDÓTTIR Mætti ekki í afmæl- ið, sem einungis var ætlað útvöldum. Forsetanum ekki boðið til Ísafjarðar Oddvitar Ísafjarðarbæjar buðu forseta Íslands ekki til hátíðarhalda vegna 100 ára heimastjórnarafmælis. Bæjarfulltrúar Samfylkingar mættu ekki fremur en almenningur, sem er sagður undrandi. Reykjavík: Innbrot í Grafarvogi LÖGREGLAN Brotist var inn í heild- sölu í Grafarvogi í nótt. Gluggi hafði verið spenntur upp en engu stolið svo vitað sé. Á svipuðum slóðum var brotist inn í bíl og úr honum stolið hljómflutningstækj- um. Einn maður var handtekin skömmu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr bílnum og öðr- um innbrotum í bíl sínum. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.