Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 4. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Það heldur áfram að gusta íkringum rokkhljómsveitina Mínus en nú hafa forráðamenn Samfés og Æskulýðsráðs Hafnar- fjarðar ákveðið að meina sveitinni að koma fram á fyrirhuguðum tónleikum í Laugardalshöllinni 27. febrúar og á Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar 19. febrúar. Skilyrði fyrir þátttöku sveitar- innar er að Mínusmenn undirriti yfirlýsingu um að þeir hafi aldrei neytt ólöglegra eiturlyfja. Þetta telja meðlimir hljómsveitarinnar með öllu óviðunandi og spara ekki stóru orðin þegar þeir svara fyrir sig. „Þetta telja þeir sem kalla sig forsprakka æskufólks nauðsyn- legt til að við getum talist hæfar fyrirmyndir til að spila fyrir ung- linga. Við í Mínus höfnum með öllu forræðishyggju sem þessari og teljum það vanvirðingu við okkur að vera beittir þvingunum með þessum hætti. Hljómsveitar- meðlimir eru frjálsir menn í frjálsu landi og við munum tjá okkur með þeim hætti sem við viljum þegar við viljum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mínus þar sem þess er jafn- framt getið að Mínusliðar ætli að skipuleggja tónleika fyrir alla ald- urshópa á eigin vegum eins fljótt og auðið er og hafi þetta að segja við aðdáendur sína: „Samtök fé- lagsmiðstöðva vilja augljóslega hugsa fyrir ykkur. Ef háleit mark- mið Samfés og annarra fanatíkusa eru farin að snúast um það að búa til eina skoðun og eina fyrirmynd sem æsku þjóðarinnar leyfist að njóta þá styttist í að „Hitlersæsk- an“ verði endurvakin í nýrri mynd hér á landi.“ ■ Deilur HLJÓMSVEITIN MÍNUS ■ virðist ekki talin æskileg fyrirmynd ungra Íslendinga og hefur verið úthýst af tónleikum Samfés. Rokkararnir sitja ekki þegjandi undir slíku og senda æskulýðsfulltrúum tóninn. ... fær Ólafur Ragnar Grímsson forseti fyrir að reyna ekki að leyna gremju sinni yfir því að hafa ekki verið boðaður í ríkis- ráðsfund vegna 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi. Samfés úthýsir Mínus í dag Dorrit og Ólafur á skíðum í Aspen Kærður fyrir innflutning á 56 klámmyndum Sigaði löggunni á Ásgeir Sigurvinsson Fréttiraf fólki MÍNUS Sveitin er komin í hart við Samfés og fleiri og liðsmenn sveitarinnar segjast aldrei munu taka ráðleggingum eða „láta kúga sig til að skrifa undir yfirlýsingu af hvaða tagi sem hún kann að vera frá fólki sem ber enga virðingu fyrir greind unglinga“. Magnús Þór Hafsteinsson,varaformaður Frjálslyndra, er ekki hættur að tjá sig á spjall- vefnum www.malefnin.com þó hann hafi valdið nokkrum usla á þeim vettvangi. Nú hefur hann upplýst að hann kæri sig ekki um að sitja veislu í boði Halldórs Blöndal þar sem hann „hefur tek- ið þátt í að lítilsvirða stjórnskipan og embætti forseta lýðveldisins með þeim hætti sem við nú höfum orðið vitni að“. Þetta er innlegg Magnúsar í ríkisráðsfundarmálið og hann mun því ekki „sitja árlega þingveislu sem haldin verður í Súlnasal Hótel Sögu þann 20. febr- úar næstkomandi“. Lárétt: 1 viðamikið kerfi, 5 tré, 6 já á rússnesku, 7 samhljóðar, 8 ambátt, 9 yfir- ráð, 10 átt, 12 eins um i, 13 illgjörn, 15 fer á sjó, 16 lengra frá, 18 hási. Lóðrétt: 1 bersvæði, 2 fljótið, 3 tónlistar- maður, 4 erfiðleikar, 6 milli fjalla, 8 feiti, 11 gott eðli, 14 forfeður, 17 slá. Lausn: Lárétt: 1bákn,5eik,6da,7rn,8man, 9völd,10na,12rir, 13grá, 15ræ,16 utar, 18rámi. Lóðrétt: 1 berangur, 2áin,3kk,4vand- ræði,6dalir, 8mör, 11art, 14áar,17rá. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Halldór Blöndal. John Kerry. New England Patriots. Þetta er ágætis félagsskapurog hingað kemur skemmtilegt fólk,“ segir Rut Pétursdóttir for- maður Félags einhleypra. „Hér er fólk úr öllum stéttum og allir ógiftir eru velkomnir.“ Tilgangurinn með þessum fé- lagsskap, sem verður fimmtán ára á árinu, er að fólk geti komið saman og haft félagskap hvert af öðru. „Einhleypt fólk er einhvern veginn ekki æskilegir félagar hjá öðru giftu vinafólki, án þess að ég geti skýrt nokkuð af hverju svo sé. Hérna hjá okkur komum við saman og reynum að hafa gaman af hlutunum.“ Það er ýmislegt gert í þessu félagi sér til dundurs. Hálfs- mánaðarlega er fundur haldinn að Laugavegi 105 og næsti fund- ur er einmitt haldin næstkom- andi laugardagskvöld klukkan níu. „Á laugardaginn stendur ekkert sérstakt til, við erum bara að hittast og ræða hvað verður gert næstu vikur. Á eftir fundi förum við svo oftast á ball saman.“ Þá er alltaf gengið frá Sprengisandi á mánudögum og fimmtudögum og stundum farið á söfn, í keilu, í bíó eða út að borða eftir því hvað hugurinn girnist og félagsskapurinn býð- ur upp á. Þá eru við sérstök tækifæri haldin jólahlaðborð, þorrablót eða haldið upp á af- mæli félagsins og á sumrin er reynt að fara í ferðalag út á land eða út fyrir landsteinana. Rut segir erfitt að henda reið- ur á hve margir séu í Félagi ein- hleypra þar sem ekki er haldin félagaskrá en kynjaskipting fé- lagsmanna sé nokkuð jöfn. Þar sem þetta er félagsskapur ein- hleypra segir Rut að eitthvað hafi verið um það að fólk sé að draga sig saman. Fólk kynnist þarna eins og annars staðar þó svo að það sé ekki tilgangurinn að standa í hjónabandsmiðlun, frekar sé ætlunin að reyna bara að hafa gaman af lífinu. Það er þó aldrei að vita hvenær augastein- arnir víkka og hjörtun fara að slá hraðar. ■ Fundur FÉLAG EINHLEYPRA ■ heldur hálfsmánaðarlegan fund á annari hæð Laugavegs 105, laugar- daginn 7. febrúar klukkan 21. Eftir fundinn verður skroppið á ball. Hittumst frekar en að sitja ein í sínu horni SPORIÐ TEKIÐ Á BRÚ Á LEIÐ Í SVARFAÐARDALINN Félag einhleypra á leið í sumarferð í Svarfaðardalinn. Til- gangurinn með félagsskapnum er að hitta fólk og hafa gaman af lífinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.