Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Einelti er ofbeldi Um miðbik síðustu aldar, og jafn-vel síðar, þótti yfirleitt ekki til- tökumál þótt þeir sem væru sterkir legðust á þá sem væru veikari, eða tækju þá fyrir, eins og það var yfir- leitt kallað. Það var nokkuð algengt í skólum að börn væru tekin fyrir með þessum hætti af öðrum börnum og hinir fullorðnu létu iðulega eins og þeim kæmi þetta ekki við. Þetta var flokkað sem stríðni, eða jafnvel ágreiningur sem eðlilegt þótti að börnin leystu sjálf innbyrðis. Stund- um kom fyrir að kennarar tækju fyr- ir einstaka nemendur, notuðu það jafnvel sem tæki til að halda aga, því enginn vill vera sá sem er tekinn fyrir af kennara. ÞESSI hegðun var svo sem ekki bara stunduð í skólum. Hún var stunduð á vinnustöðum líka og raun- ar í öllu samfélaginu. Jafnvel heyrð- ist af heilum fjölskyldum sem fluttu búferlum á flótta undan samfélagi sem lagðist á eitt gegn þeim. Þá voru börnin tekin fyrir í skólanum, hinir fullorðnu á vinnustöðum og þar fram eftir götunum. NÚ kallast það að taka einhvern fyr- ir að leggja í einelti. Með hugtakinu einelti má segja að ekki sé lengur viðurkennd hegðun að taka einhvern fyrir. Reyndar voru til skamms tíma uppi raddir um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu með þessu ein- eltistali en þær raddir hygg ég að séu nú að mestu þagnaðar. Aðrar kenningar gengu út á að þeir sem lagðir væru í einelti kölluðu það yfir sig með framkomu sinni. Nú er það hins vegar almennt viðurkennt að einelti er ekkert annað en ofbeldi og við því verður að bregðast á ná- kvæmlega sama hátt og brugðist er við öðru ofbeldi, með því að líða það ekki og vinna gegn því með öllum til- tækum ráðum. EINELTI er enn til og verður kann- ski alltaf. Hins vegar berast ánægju- leg tíðindi úr þeim grunnskólum landsins sem hafa tekið þátt í sér- stakri áætlun skólayfirvalda gegn einelti, Olweusaráætluninni. Í þeim skólum hefur dregið svo um munar úr einelti á því ári sem liðið er síðan farið var að vinna eftir áætluninni. Líklegt má telja að börn sem alast upp við að einelti sé ekki viðurkennd hegðun verði fullorðin með þá sýn og miðli henni til barna sinna. Það er nefnilega furðumargt sem batnar í þessum heimi. SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 HUGSAÐU LENGRA HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is TERNO: ENN MEIRI BÚNAÐ UR Skoda Octavia hefur alltaf staðist samanburð við mun dýrari bíla í sama stærðarflokki. Og nú er forskotið orðið enn meira því við höfum fengið sendingu af Octavia Terno til landsins! Terno er mun betur búin útgáfa af Octavia, þar sem gengið er skrefinu lengra í glæsilegu útliti og þægindum, með rafdrifnum rúðum og álfelgum. Orðið Terno þýðir raunar óvæntur fengur á tékknesku, sem undirstrikar að þú ættir að drífa þig í HEKLU og tryggja þér eintak. SkodaOctavia Terno kostar frá 1.745 þús. N Ý O G B E T R I Ú T G Á F A F R Á S K O D A OCTAVIA TERNO AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT AÐ FÁ MEIRA OG ÞIÐ SEM HÉLDUÐ ÁLFELGUR RAFMAGN Í RÚÐUM 4 LOFTPÚÐAR FJARSTÝRÐAR SAMLÆSINGAR ABS HEMLAKERFI SPÓLVÖRN GEISLASPILARI 4 HÁTALARAR VÖKVASTÝRI AKSTURSTÖLVA SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 3 9 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.