Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 16
Atvinnuffiígmenn vilja að vara- flugvöllur verði á Egilsstöðum að gerast sjálfboðaliðar í landgræðsluflugi Laugardagur 4. des. 1931 Bíkrair komust OÓ—Reykjavík, föstudag. Flutningabílalestin sem verið hefur teppt sunnan við Þorska fjörð síðan s. 1. föstudag, komst loks vestur fyrir í nótt. Var þá stór jarðýta búin að ryðja mestu af krapastíflunni, sem lokaði leið inni Um hádegi var bílalestin kom in á Skálmames. Þá var komin á móti hefill að vestan og mun hann fylgja bílunutm í Amarfjörð. VeriÖ er að ryðja snjó af veginum yfir Rafnseyrarheiði, og fært var í dag frá Þingeyri á ísafjörð. Komast bílarnir frá ísafirði að öllum líkindum á leiðarenda ár- degis á morgun, laugardag. Ræningjar vaða uppi i Reykjavík og bjóðast iil ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Á blaðamannafundi, sem Félag íslcnzkra atvinnuflug- manna hélt í dag ítilefni 25. ára afmælis félagsins kom m.a. fram, að F.f.A. vill, að vara- flugvöllur fyrir utanlandsflug- ið verði á Egilsstöðum, og að íslenzkir atvinnuflugmenn ætla að leggja sitt af mörkum í bar áttunni við gróðureyðingu landsins, og þá væntanlega með því að leggja til flugmenn í sjálfboðavinnu á flugvélar þær, sem dreifa áburði og fræi. Félag íslenzkra atvinnuflug- manna er 25 ára í dag. Félagið var stofnað þann 3. desember 1946 og fyrstu stjóm félagsms skipuðu þeir Jóhannes Snorra- son, Alfreð Elíasson og Smári Karlsson, en þeir em allir löngu kunnir fyrir störf sán. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var f.yrst og fremst sá að vernda og bæta hagsmuni stéttarinnar, og settu kjaramál- in mestan svip á starfsemi fé- lagsins fyrstu árin. Hin síðari ár, hefur félagið starfað mikið í sambandi við öryggismál og hefur félagið barizt mikið fyr- ir öryggismálum flugmála í landmu. T.d. er það krafa fé- lagsins nú, að aöflugsljós og aðflugshallaljós verði sett á alla flugvelli hér á landi, þang a(ð sem næturflug er. Sögðu stjórnarmenn F.Í.A., að þeir voaiist erftir árangri á þessu sviði á næstunni, enda væri það von þeirra og trú að vald hafar stórauki fjárframlög til öryggismála flugvalla. Aðspurðir sögðu stjórnar- menn FH.A., að Keflavíkar- flugvöllur yrði ekki sambæri- legor við alþjóðaflugvelli fyrr en búið væri, að lengja fhig- braut þá, sem staðið hefur til að lengja undanfarið, og kom m.a. fram að það kostaði Loft- leiðir stórfé þegar vélar félags- ins þyrftu að yfirfljúga. Þá vantar einnig aðflugsljós og að flugshallaljós á völlinn, en nú er unnið að því að koma þeim upp. Það kom fram 4 fundinum að fólk talar oft um að flugmenn hafi stuttan vinnutíma. Það er ekki allskostar rétt, því að flug menn hafa 190 vaktatíma á mánuði. Þá kom fram á fundinum, að litlir sem engir möguleikar eru fyrir menn að fá starf sem flugmenn hér á landi um þess- ar mundir, og sem kunnugt er hafa Loftleiðir sagt upp mörg- um flugliðum undanfarið. Eins og fyrr segir, þá hafa flugmenn áhuga á því, að vara flugvöilur fyrir millilandaflug ið verði á Egiisstöðum, og benda á, að aiveg á næstunni verði að koma upp góðum fteg velli á Egilsstöðum, þar sem núverandi völlur sé orðinn mjög lélegur. Oft hefur verið rætt um, að koma upp varaflug velli í Aðaldal, en bent er á að öll aðstaða til að taka á móti farþegum er mikið betri á Egilsstöðum en á Húsavík.^ Á siðasta aðalfundi F.Í.A. var samþykkt, að flugmenn láti eitthvað af mörkum í sjalf boðavinnu til að græða upp landið. Fáir verða ems varir við og flugmenn hvílík gróður eyðing hefur átt sér stað í land inu. Talið er að flugmenn geti bezt aðstoðað við gróðurupp- bygginguna með því að fljúga landgræðsluflugvélunum ókeyp is, myndi það spara Landgræðsl unni stórfé. Núverandi stjórn F.Í.A. skipa: Magnús Jónsson, Frosti Bjamason, Kristján Egilsson, Bjöm Thoroddsen, Björn Guð- mundsson, formaður, Pálmi Sigurðsson og Baldur Oddsson. OÓ—Reykjavík, föstudag., Lögreglan leitaði í dag tveggja manna, sem réðust að konu £ morgun og rifu af henni veski sem hún hélt á. Hlupu þeir á brott að afreksverkinu loknu. Konan sem var á leið til vinnu á Landsspítalanum var gangandi þegar mennirnir réðust að henni um kl. 8. Höfðu þeir engar vöflur á en þrifu veski hennar, og hlupu. Að öðru leyti gerðu þeir konunni ekki mein Hún gerði lögreglunni þegar viðvart, og leit hófst að mönnunum. Lítið var af peningum í vesk- inu. í gær var stolið kvenveski á veitingahúsinu Röðli. Þar var eig andi Röðuls, Helga Marteins- dóttir, við vinnu í húsinu um Framhald á bls. 14 Aukið norrænt samstarf í póst- samgöngu- og fjarskiptamálum Á fundi samgöngumálaráðherra Norðúrlandanna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 29. nóvember s.l var gengið frá tillögum að samgöngumálasaimningi sem lagð ur verður fyrir 20. þing Norður landaráðs í Helsingfors í febrúar, en fyrirhugaður samningur gerir ráð fyrir auknu samstarfi um mál er varða flutninga og sam- göngur á landi, sjó og í lofti og JÓLABAZARINN Í DAG Jólabazar framsóknarkvenna verður á Hallveigarstöðum kl. 14,00 á laugardaginn. Þær konur, sem vilja gefa kökur, þurfa að koma þeim á Hallveigarstaði fyrir hádegi á laugardag. einnig póst- og fjarskiptaþjón- ustu. Fréttatilkynning samgönguráðu neytisins um norræna flutninga og samgöngumál, fer hér é eftir. „Á 19. þingi Norðurlandaráðs, sem haldið var í Kaupmanna- höfn í febrúar 1971 var samþykkt ályktun um að skora á ríkisstjóm ir Norðurlandanna að setja á stofn séirstaka nefnd embættis- manna til að fjalla um flutninga- og samgöngumál og semja tillögu að samningi milli Norðurland- anna um samvinnu á sviði sam göngumála, sem lagður yrði fyr ir 20. þing Norðurlandaráðs 1972. Samkv þessu var í júnímánuði sl. sett á stofn embættismanna nefnd með fulltrúum allra Norð urlandanna til að semja drög að samningum. Fulltrúi íslands í nefndinni var Ólafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri í sam- göngunáðuneytinu. Nefndin skil aði áliti til ríkisstjórnanna síð- ari hluta októberimónaðar. Hefur verið fjallað um tillögu nefndar innar á tveimur samgönguráð- herrafundum í nóvember. Sam- göngunáðherra Hannibal Valdi- marsson sótti ekki þann fund, en gerð var skritflega grein fyrir afstöðu íslands til álitsins. Á síðari ráðherrafundinum, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 29. nóvember var endanlega gengið frá tillögum að samgöngumála- samningi, sem lagður verður fyr ir 20. þing Norðurlandaráðs f Helsingfors í febrúar 1972. Þennan fund sóttu Hannibal Valdimarsson, samgönguráðherra, og Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri Samtímis ráðherrafundinum Framrald á bls. 14. Þverárvirkjun er komin í gang aftur OÓ—Reykjavík, föstudag. Verið er að leggja síðustu hönd á viðgerðina á tréstokknum í Þverárvirkjun, sem brotnaði, og olli það rafmagnsleysi á stóru svæði á Ströndum og í Barða- strandarsýslu og Dölum. Er bú- izt við að viðgerðinni ljúki í kvöld og virkjunin komist þá aftur í gagnið að fullu. Síðari hluta s. 1. nætur var búið að ganga frá botninum í stokkn um og var þá hægt að hleypa nokkru vatni á. í stöðinni eru tvær misstórar samstæður og var hin minni þeirra þá tekin í notkun En afköstin urðu hvérgi nærri næg. En nú er reiknað með að viðgerðinni ljúki milli kl. 9 og 10 í kvöld. Hefur viðgerðin gengið betur en menn þorðu að vona í fyrstu. í dag KJ—Reykjavík, föstudag. William P. Rogers utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna,. kemur hingað til lands á morgun, laugar dag, og er hann væntanlegur í einkaþotu sinni ásamt eiginkonu og fylgdarliði klukkan 18,20 á Keflavíkurflugvöll. Á flugvellin Framhald á bls. 14 AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist í Félagsheim- ili sínu, Sunnubraut 21, sunnudaginn 5. des. kl. 4. Þetta er sfðasta framsóknarvistin fyrir jól. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyíir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.