Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDADGUR 4. desember 1971 Framkvæmd skipulagsmála Reykjavíkur stefnt í óvissu Doktorsvörn við lagadeild Laugardaginn 4. desember n.k. fer fram doktorsvörn viS lagadeild Háskóla íslands. Lúðvík Ingyars- son lektor mun verja rit sitt „Refs ingar á íslandi á þjóðveldistíman- um“ fyrir doktorsnafnbót í lög- um. Forseti lagadeildar, prófessor Gaukur Jörundsson stýrir vörn- inni, en andmælendur verða pró- fessorarnir dr. Ármann Snævarr og dr. Magnús Már Lárusson. Doktorsvörnin fer fram í há- tíðasal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. Ráðningar- tíminn veröi endurskoðaður SUOMI Finnlandsvinafélagið Soumi minnist að venju þjóðhátíðardags Finna, sem er 6. desember. Held- ur félagið samkomu í Átthagasal Hótel^ Sögu, sunnudaginn 5. des. n.k. Á undan samkomunni verður haldinn aðalfundur félagsins, og hefst hann kl. 20. Á hátíðinni mun formaður flytja ávarp. Sýnd verð ur kvikmynd frá Finnlandi, Sig- urður Thoroddsen arkitekt flytur ræðu, Garðar Corters söngvari syngur og Kristina Koivulello les upp. Þá verður spumingaþáttur undir stjórn Magnúsar Jochums- sonar fyrrum póstmeistara. EB—Reykjavík, föstudag. Á fundi £ borgarstjórn í gær- kvöldi var lögð fram tillaga að samþykkt um skipulagsnefnd Reykjavíkur, þar sem ráðgert er að koma á fót sérstakri þróunar- stofnun, er fyrst og fremst hafi það verkefni ,að annast endur- skoðun aðalskipulagsins. Jafn- framt er ráðgert, að núverandi skipulagsdeild starfi áfram á srvip uðum grundvelli og áður. Kristján Benediktsson (F) hef- ur í borgarráði lagt fram greinar- gerð um afstöðu sína til tillögunn- ar, þar sem hann vekur m.a. at- hygli á, að ef framkvæmt yrði sam kvæmt tillögunni yrði starfandi á vegum borgarinnar tvær skipu- lagsdeildir með mjög óljósa starfs skiptingu. Hefði þessi skipan mála marga augljósa galla auk þess kostnaðar, sem henni fylgdi. Bend ir Kristján á, að daglegar afgreiðsl ur og ákvarðanir núverandi skipu- lagsdeildar þyrftu að vera í fullu samræmi við þær breytingar, sem Bazar í Grensássókn Kvenfélag Grensássóknar heldur að venju jólabazar. Verður hann annan sunnudag í aðventu, 5. des ember og hefst kl. 15 í Hvassa- leitisskólanum. Þar verða á boð- stólum ýmsir eigulegir og nytsam- ir hlutir, og auk þess verða seld- ar kökur og „lukkupokar“ sem njóta mikilla vinsælda yngri kyn- slóðarinnar. Allur ágóði af bazarnum rennur til kvenfélagsins, sem nú hefur mikla þörf fyrir per.inga, þar sem konumar hafa tekið að sér að kosta að öllu leyti innréttingu eld- hússins í hinu nýja safnaðarheim- ili Grensássóknar, sem væntanlega verður tekið í notkun næsta sum- á döfinni eru á aðalskipulaginu á hverjum tíma og byggjast á þeim gögnum og upplýsingum, sem þar liggja fyrir. Því virðist eðlilegra, að skipulagsdeild í þeirri mynd, sem nú er hjá borginni, yrði deild innan þeirrar stofnunar, sem hefði með öllu skipulagsmál borgarinn ar að gera og þá endurskoðun og framkvæmd aðalskipulagsins sem aðalverkefni. Með þessum tillög- um væri framkvæmd skipulags- málanna stefnt í óvissu. Þá vekur Kristján m.a. athygli á því í greinargerðinni að á s.l. ári gerði Guðmundur G. Þórarins- son (F) þá tillögu í borgarstjórn, að skipulagsdeild borgarinnar yrði efld og settar nýjar reglur um starfssvið hennar og starfshætti, með tilliti til vaxtar borgarinnar SJ—Reykjavík, föstudag. Anglía, félag enskumælandi fólks á íslandi verður 50 ára 11. desember n. k. og verður afmæl jþins. mippzt á ýmsan hátt. Tveir gestir frá Englandi koma hingáð í þessu tilefni, Maybray- King íávarður fyrrum forseti neðri deildar brezka þingsins, sem flytur hér tvo fyrirlestra, og verður heiðursgestur á afmæl ishátíðinni að Hótel Borg laugar daginn 11. des., og John Melville, sem kunnur er m. a. fyrir leik sinn í verkum Shakespeares, en hefur síðustu ár náð miklum vin sældum sem sjónvarpsleikari. John Melville kemur fram á kvöld vöku fimmtudagskvöld 9. des. í Norræna húsinu, sem Alan Boucher prófessor í ensku við Hóskóla íslands sér um. Verða þar fluttir kaflar úr enskum bókmenntum allt frá 16. öld fram til okkar tíma. Þá verður sýning á brezkum bókum og eftirsprentunum eftir Denis Robin á vegum Britsh Council vikuna 4. — 12. des. f næstu viku sýnir Háskólabíó þrjár brezkar' myndir. 7. og 8. des. verður Accident (Slys) með Dirk Bogarde sýnd, þekkt fram úrstefnuimynd. 9. og 10. des yerð ur gamla góða myndin um kvenna morðingjana, Ladykillers, með Alec Guiness, David Niven og Herbert Lom sýnd. Þann 11. des. hefur Háskólabíó síðan sýningar á nýrri músík og ballettmynd The Tales of Beatrix Potter, sem hlotið hefur miklar vinsældir. 6. des. er raunar einnig kvik myndasýning í tilefni afmælis og breyttra aðstæðna og viðhorfa. Lagði hann til, að sérstakri nefnd yrði falið að gera tillögu um á hvern hátt skipulagsmálum borg- arinnar yrði bezt komið fyrir í framtíðinni. Þessari tillögu hefur nú verið visað frá í borgarstjóm með atkvæðum borgarstjómar- íhaldsins- í umræðum er urðu um um- rædda tillögu á borgarstjómar- fundinum í gær, tók Guðmundur G. Þórarinsson, meðal annarra, til máls. Vegna plássleysis verður að gera grein fyrir ræðu Guðmund- ar síðar, svo og ýmsum at- riðum í greinargerð Kristjáns Benediktssonar. Tvær umræður voru samþykktar um tillöguna og verður sú seinni á næsta fundi borgarstjórnar. Anglíu, en kl. 8,30 um kvöldið verða sýndar 6 brezkar heimild armyndir í Norræna húsinu. Laugardag 11. des. verður fagn aður að Hótel Borg. Þar skemmta þau Órhar Ragnarsson, Ruth ifágnús'son og leikarar úr Hórinu og keppt verður um alls konar verð laun. Sex Bretar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika létta tón list undir borðum. I Maybray-King lávarður flytur fyrirlestur um brezka þingið á vegum lagadeildar kl. 2 11. des. í 1. kennslustofu Háskólans. Og mánudaginn 13. des talar hann um menntun vangefinna bama í húsnæði enskudeildar Tjamar- götu 26. Anglía var stofnuð fyrir til- stilli Helga Henmanns Eiríksson ar, nú heiðursfélaga ásamt Ottó B. Arnar, sem var einn af stofn félögum, Snæbjarnar Jónssonair og Ólafs Þorsteinssonar, en félag inu var ætlað að efla samvinnu og góðvilja milli íslendinga og enskumælandi þjóða. Fyrsti for maður var Ásgeir Sigurðsson ræð ismaður. Félagar í Anglíu era nú 250. Félagið hefur litið bóka- safn í brezka sendiráðinu. Það hefur 6 skemmtifundi á ári auk annarra samkoma. Félagið hefur styrkt íslenzka kennara til nájps dvala í Englandi og Breta, sem hingað hafa komið, til útgáfu starfsemi. Heiðursforsetar félags ins eru John McKenzie sendi- herra og Hallgrímur Fr. Hallgríms son. Formaður er Brian Holt, ritari Geir Zoega og Ellen Sig hvatsson gjaldkeri. 140 Bretar búa nú hér á landi. ar. „Styðjum við bakið á frjálsu félagsstarfseminni" Afmælis ANGLIU minnzt á ýmsan hátt Vietnamfundur í Háskólabíói TÓNLEIKAR í HVERAGERÐI OG ÁRNESI Gunnar Kvaran, sellóleikari og Halldór Haraldsson, píanóleikari, halda tónleika í nýju kirkjunni í Hveragerði í dag, laugardaginn 4. desember klukkan 21,00, og á sunnudaginn í Félagsheimilinu Ár- /nesi í Gnúpverjahreppi klukkan hálf tíu. Á þriðjudaginn leika þeir svo á Akranesi, þar sem þeir leika á vegum Listvinafélagsins. Þeir félagar héldu tónleika í Keflavík á sunnudaginn, en á næsta vori munu þeir leika fyrir tónlistar- félagið í Reykjavík. Gunnar Kvaran, sellóleikari, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík til ársins 1964, er hann hélt til Danmerkur. Þar stundaði hann nám til ársins 1971 við Konunglega tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn, Þar sem aðalkennari hans var Erling Blöndal Bengtsson og lauk hann einleikaraprófi þaðan. Þess er skemmst að minnast, a@ Gunnar hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Kaupmannahöfn s.l. vor og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda. Auk þessa hefur hann unnið til verðlauna, sem kennd eru við> Gade. Gunnar hefur undanfarið vérið mjög virkur bæði sem ein- leikari og í kammertónlist. Halldór Haraldsson, píanóleik- ari, stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk það- an burtfararprófi 1960. Stundaði síðan framhaldsnám við Royal Academy í London árin 1962—’65, í píanóleik og tónsmíði. Þaðan lauk hann einleikaraprófi að námi loknu. Aðal kennari hans þar var Gordon Grcen. Halldór hélt sína fyrstu öpíntíeru tónleika í Reykja vík á véíjúm Tónlistarfélagsins 1965. Síðan hefur hann leikið nokkrum sinnum með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum hennar, síðast Píanókonsert nr. 3 eftir Bartók í febrúar s-1. Þá hef ur hann komið nokkrum sinnum fram á vegum Musica Nova og áður haldið tónleika utan Rvíkur. Gunnar Kvaran, sellóleikari Halldór Haraldsson, píanólcikari EB—Reykjavík, föstudag. Á fundi í borgarstjórn í gær- kvöldi, var samþykkt samhljóða að vísa til borgarráðs tillögu borg arfulltrúa Framsóknarflokksins um að kannað verði hvort ekki sé æskilegt að koma þeirri skip an á í sambandi við ráðningu æðstu embættismanna borgarinn ar, að þeir verði ráðnir til ákveð ins tíma í senn t. d. fjögurra ára. Guðmundur G. Þórarinsson (F) mælti fyrir tillögunni, en auk hans tók Ólafur Thors (S) til máls, og kvaðst fylgjandi því að þetta yrði kannað. EB—Reykjavík, föstudag. f umræðum er urðu um æsku- lýðsmál á fundi í borgarstjórn í gærkvöldi, vegna framkominna tillagna frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalags og Markúsi Erni Antonssyni (S), lagði Alfreð Þor- steinsson (F) áherzlu á, að borg- aryfirvöld sköpuðu betri aðstöðu fyrir hina frjálsu félagsstarfsemi í borginni, en nú væri fyrir hendi. Minnti Alfreð m.a. i þessu sam- bandi á íþrótta- og skátahreyfing- una og bindindisfélög. Þá sagði Alfreð m.a„ að hann teldi ástæðu til að úttekt yrði nú gerð á æskulýðsmálum borgarinn Jólabazar Framsóknar Verkakvenrtafélaglð ^þiuhsókij heldur að vanda jólabazar. Verð- ur bazarinn í dag, laugardag, ‘ og hefst kl. 2 í Alþýðuhúskjallaran- um. Margt góðra muna er á baz- amum nú eins og undanfarið. ar og kvaðst sammála þeirri könn- un, sem mun standa fyrir dyrum að gerð verði á þessum málum. Alfreð sagðist leggja höfuðáherzlu á það, að í æskulýðsmálum veld- ust hæfir starfskraftar, er legðu áherzlu á að þjálfa sköpunarhæfi- leika unga fólksins. Alfreð ræddi nokkuð um starf semi Æskulýðsráðs. Sagðist hann vilja vekja athygli á þeirri óæski- legu þróun, sem orðið hefði á starfsemi ráðsins. Tómstunda- iðjan væri á undanhaldi fyrir tómstundagamaninu — m.ö.o., skemmtanahald væri að verða of fyrirferðarmikil þáttur í starf- semi Æskulýðsráðs. Almennur fundur um Vietnam verður haldinn í Háskólabíói laug ardaginn 4. desember n.k. kl. 5 síðdegis. Fundurinn er boðaður til stuðn ings Þjóðfrelsisfylkingunni í Suð- ur-Vietnam og friðarskilmálum hennar, er frú Thi Binh lagði fram á Parísarfundinum um Vietnam L. júlí S.l. Aðalræðumaður fundarins verS ur Phan Hoi fulltrúi Bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar í Suður- Vietnam, mun hann skýra afstöðu stjórnar sinnar. Sýnd verður heim- ildarkvikmynd frá Vietnam og einnig verða sýnd atriði í bók- inni „Svo fór ég að skjóta...“ Kynnir á fundinum verður Vilborg Dagbjartsdóttir. Undirbúningsn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.