Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.12.1971, Blaðsíða 1
Verður samið í nótt eða kemur sáttatillaga í dag? Bjðrn Jónsson hreyfir hugmynd um starfsmat IGÞ-Reykjavík, föstudag. • Þá er komið að því að dragi til úrslita í samningum vinnuveitenda og fulltrúa verkalýðsfélaganna, enda eru ekki nema tveir dagar eftir af þeim fresti, sem verkalýðshreyfingin veitti, svo hægt væri enn að freista þess að ná fram farsælli lausn á málinu. Sáttasemjari rikisins, Torfi Hjartarson, sagði i dag, að enn væri ekkert hægt að segja um hvernig þessu lyktaði. Hins vegar væri auðséð að nú færi úrslitatíminn í hönd, og dragi óðum að því að í Ijós kæmi hver úrslitin yrðu. • Hjá öðrum, sem blaðamaður Tímans hitti úr hópi viðsemjenda, mátti heyra þá skoðun, að líkleg- ast mætti telja, að sáttasemiari leggði fram tillögu á morgun (laugardag), ef ekki gengi saman í kvöld eða nótt. • Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagði að nú yrði að reyna til þrautar að ná samningum. Kvaðst hann vera fremur bjartsýnn á að samningar gætu tekizt við vinnuveitendur. Taldi hann auðheyrilegt að það væri hinn verri kostur, ef samningaviðleitnin endaði með sáttatillögu í stað samninga milli þeirra aðila, sem í launadeilunni eiga. BJÖRN JÓNSSON — vill semja í nótt TORFI HJARTARSON — kemur sáttatillaga? BJÖRGVIN SIGURÐSSON — vongóðir, en bíða STYRJÖLD SKOLLIN Á Sjá bls. 7 Enginn vildi láta hafa neitt eftir sér um það, á hvaða stigi viðræðurnar væru, hvaða hækk- anir væri rætt um eða samnings- rammann yfirleitt. Eins og áður hefur komið fram í fréttum er búið að víkja frá ýmsum atriðum og sérkröfum til a@ flýta fyrir samningum. Nú virðist liggja frammi óformleg tillaga frá sátta semjara um tólf prósent kaup- hækkun á tveimur árum, sem komi þannig, að greidd verði fjögur prósent nú þegar, fjögur orósent að átta mánuðum liðnum og fjögur prósent að sextán mán- uðum liðnum, og gildi sú hækk- un unz tveggja ára tíma er náð. Jafnframt mun í þessari tillögu vera um að ræða níu prósent hækkun handa Þeim lægst laun- uðu nú þegar, sem komi í stað fjögurra prósenta sem annars yrðu greidd. En að öðru leyti gildi samningarnir óbreyttir fyrir lægstu launaflokkanna. Snertir þetta m.a. starfsfólk í iðnaði og afgreiðslufólk í búðum. Sáttatilboð? Atvinnurekendur höfðu í dag engu svarað þessari hugmynd. Það er kannski rangt að kalla þetta tillögu, því svona hlutir virð ast fremur vera látnir detta inn á menn til umhugsunar. Eftir því sem Tíminn komst næst, virfðist seim samningsaðilar verkalýðs- hreyfingarinnar hafi ekki heldur svarað þessu neinu. Hins vegar munu þeir hafa óskað eftir því að vinnuveitendur nefndu einhverjar nýjar tölur. Svo sitja menn og bíða. En á meðan þeir bíða heyr- GS—ísafirði, föstudag. Almenn óánægja er nú ríkjandi meðal fiskimanna hér fyrir vest an með landhelgisgæsluna. Alla hríðardagana í síðustu viku, voru stóru togaramir að veiðum við 12 mílna mörkin og allt upp að ist stöðugt ávæningur af því, að þetta þóf muni enda með sátta- tillögu frá Torfa, sem muni þá, eðli málsins samkvæmt, koma fram á laugardagsmorgun, svo tími gefist til að hafa um hana at- kvæ'áagreiðslu áður en fresturinn rennur út á miðnætti aðfaranótt mánudags. Starfsmat Augljósir virðast mönnum vera þeir annmarkar, sem eru á því fyrir samningsaðila verkalýðs- hreyfingarinnar, að gera heildar- samninga svo öllum líki. Hefur þetta m.a. komið fram í Því að offsettprentarar eru þegar komnir í verkfall. Þá virðist sem hlut- fallslega meiri hækkun á kaupi hinna lægst launuðu 10 mílum. Til dæmis voru nokkr ir 1500 tonna togarar að veiðum aðeins 10—12 sjómflur út af Súgandafirði. Er togbátar komu út á miðvikudag voru 20 enskir togarar að veiðum í Dýrafjai'ðar hólfinu. Oft hefur það komið fyr ætli ekki að mælast of vel fyrir hjá þeim sem næstir eru í laun um, vegna þess að bilið minnkar. Þannig erfiðleikar eru að vísu innanhússmál í verkalýðssamtök unum. Hins vegar afneita forustu menn verkalýðshreytfingarinnar ekki þessum erfiðleikum í sam eiginlqgum sammingum. Tíminn spurði Björn Jónsson, forseta ASÍ að því, hvað væri til ráða til að auðvelda sameiginlega samninga í framtíðinni. Björn sagðist varla geta sagt neitt um það á stund inni. Hann sagði þó, að ljóst væri að starfsmat, er tæki til hinna ýmsu starfsstétta innan verkalýðs hreyfingarinnar, þar sem jafnframt væri höfð hliðsjón af störfuan og launum annarra stétta í þjóðfé laginu, myndi á vissan hátt leysa ýmsan vanda, sem samfara er ir undanfarið, að erlendu togar arnir hafa togað samsíða fiski- bátunum. Það er álit fiskimanna hér, að stórauka þurfi landhelgisgæsl- una, því að um 120 erlend veiði skip hafa verið hér á miðunum sameiginlegum samningum. Þetta starfsmat væri hægt að fram kvæma á ákveðnu tímabili, en með því félli burt ákveðinn ágreiningur milli starfsstétta um launastöðuna innbyrðis, og lægi í augum uppi, að slíkt mundi auð velda mjög meðferð ýmissa þátta samningsmálanna. Samið í nóít? Það er sem sagt við margt að etja í samningum, sem þessum, og ekki af ástæðulausu að þeir vilja dragast á langinn. T. d. má geta þess, að í dag stóð dæmið þann ig hjá verzlunarmönnum, sem annars virðast nokkuð ánægðir með hvað málum þeirra þokar, að kaupmenn vildu ekki ljá máls á hugmyndum verzlunarmanna um framkvæmd fjörutíu stunda vinnuviku rneðal verzlunarfólks. Vuzlunarmenn vildu semja um ákveðið fyrirkomulag, en kaup menn sögðust ætla að ráða því sjálfir, hvernig þeir létu starfs fólk sitt vinna sínar fjörutíu stundir. Þannig virðast deildar meiningar vera um svo til hvert atriði. En á meðan á þessu gengur bíða tvær stórar spurningar svars. Tekst að semja í nótt, eins og Björn Jónsson vill og er bjart sýnn á að geti orðið, eða bíða menn laugardagsins og þá vænt anlegrar sáttatillögu Torfa Hjart arsonar? undanfarið, sem sýnir það, að fyrir löngu hefði átt að vera bú- ið að færa landhelgina út. Slík örtröð er hér á miðunum, að línubátar eru í vandræðum með að koma niður línunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.