Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 13
■ Asía
13MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004
ÞÖGUL MÓTMÆLI
Fjöldi Íraka safnaðist við gaddavírsgirðingu
sem umlykur fangelsið Abu Ghraib, tæp-
lega 20 kílómetra vestur af Bagdad.
Heimamenn krefjast þess að Bandaríkja-
menn láti lausa alla fanga sem teknir voru
í Íraksstríðinu.
Háskólinn á Akureyri:
Stúdentar vilja ekki skólagjöld
HÁSKÓLAR Forystumenn stúdenta við
Háskólann á Akureyri afhentu
Steingrími Sigurgeirssyni, aðstoð-
armanni menntamálaráðherra, und-
irskriftalista þar sem skólagjöldum
var hafnað sem tekjuöflunarleið
fyrir Háskólann á Akureyri á laug-
ardag.
Að sögn Halls Gunnarssonar,
formanns Félags stúdenta við Há-
skólann á Akureyri, var óskað eftir
því að menntamálaráðherra veitti
listunum viðtöku en hún var stödd á
Akureyri um helgina. Hún bar hins
vegar við önnum og því voru aðstoð-
armanni hennar fengnir undir-
skriftalistarnir. Hallur segir að
athöfnin hafi tekið tvær mínútur.
Um 350 stúdentar skrifuðu undir
yfirlýsinguna sem bar yfirskriftina
„Skólagjöld eru ekki möguleiki“.
Í yfirlýsingunni segir að skóla-
gjöld séu óvægin leið til tekjuöflun-
ar í ríki sem skilgreini sig sem vel-
ferðarþjóðfélag. „Jafn réttur allra
til menntunar er grundvallaratriði
og í menntun liggur framtíð lands-
ins í harðnandi samkeppni nútíma-
samfélagsins,“ segir í yfirlýsing-
unni. ■
HERMENN ÓKU YFIR JARÐ-
SPRENGJU Bandarískur hermað-
ur lést og níu særðust þegar her-
jeppa var ekið yfir jarðsprengju í
austanverðu Afganistan. Ekki
liggur fyrir hvort sprengjan var
ætluð hermönnunum eða hvort
um var að ræða leifar frá gamalli
tíð. Fjórir afganskir hjálpar-
starfsmenn voru skotnir til bana í
vestanverðu Afganistan.
ÓEIRÐIR Í BANGLADESS Þúsundir
manna söfnuðust saman á götum
Dhaka í Bangladess til að mót-
mæla handtöku stjórnarandstæð-
inga. Að minnsta kosti fimmtíu
manns slösuðust þegar óeirðalög-
reglan réðst gegn mannfjöldan-
um með barefli á lofti. Þrjátíu
mótmælendur voru handteknir.
SAUTJÁN LÉTUST Í JARÐSKJÁLFTA
Að minnsta kost sautján manns
fórust og 150 heimili eyðilögðust
þegar tveir snarpir jarðskjálftar
skóku afskekkt fjallahéruð í
norðurhluta Pakistan. Um þrjátíu
manns slösuðust. Skjálftans varð
vart í höfuðborginni Islamabad.
DOMINIQUE DE VILLEPIN
Vill fjölþjóðaráðstefnu um framtíð Íraks í
júní.
Frönsk stjórnvöld:
Enginn einn
tryggir frið
NÝJA DELÍ, AP Frakkar vilja efna til
fjölþjóðaráðstefnu til að fjalla um
framtíð Íraks.
Dominique de Villepin, utanrík-
isráðherra Frakklands, sem
staddur er í opinberri heimsókn í
Indlandi, sagði í gær að ekkert land
gæti komið á friði í Írak upp á sitt
einsdæmi. Hann sagðist hafa reynt
að vinna því fylgi að ráðstefna yrði
haldin þar sem Írakar, Tyrkir og öll
arabaríki kæmu saman og fjölluðu
um hvernig tryggja mætti frið í
Írak og friðsamlega sambúð lands-
ins við nágranna sína. ■
TEKUR VIÐ UNDIRSKRIFTALISTUM
Steingrímur Sigurgeirsson tók við undir-
skriftum gegn skólagjöldum úr hendi Halls
Gunnarsson, formanns Félags stúdenta við
Háskólann á Akureyri.