Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 17

Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 17
17MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004 Yndislegheit Það er fátt yndislegra en þegareinhver er tilbúinn að rífast um pólitík. Hér er ástandið þannig að ég þarf næstum að binda fjölskyld- una við kvöldverðarborðið til að fá almennilegar umræðu um vanda- mál dagsins. Og ég sit eftir með sárt ennið, enginn vill rífast, þangað til Þorsteinn Baldursson gaf sig fram. Þakka þér fyrir Þorsteinn. Ef ég fer eitthvað yfir velsæmið mundu að það er kalt og bara verið að halda á sér hita. Flest sem þú skrifar stað- festir það sem ég hélt fram. Hér á eftir er mín rök. Sharon stríðglæpamaður? Eitthvað með að hann hafi haldið aftur af hersveitum sínum meðan kristnir í Líbanon hefndu sín. Að líkja Sharon og ísraelska hernum við nasista er auðvitað ómengað gyðingahatur. „Meintur“ stríðglæp- ur Sharons á enga samlíkingu við þann hrylling og þær milljónir sem fórust. Það hljóta að vera hundruð samlíkinga sem eru meira við hæfi, en þú kaust þessa. Sharon er löglega kosinn af sinni þjóð og enginn ætti að gleyma hvers vegna. Barak, fyrrverandi forsætis- ráðherra, var að reka endahnútinn á samninga við Palestínumenn þegar Arafat sigaði sínum morðhundum. Eina úrræðið var að kjósa Sharon, stríðjaxlinn sá einasti sem þjóðin treysti þegar Barak hafði siglt öllu í strand. Ein gyðingahatursyfirlýs- ing. New York höfuðborg gyðinga? Þú ert sannarlega ekki einn um þá skoðun, þetta var einn af máttar- stólpunum í kenningu Hitlers. Hann hafði þrjár óháðar áætlanir að koma sprengju á New York. Eldflaug, þotu og hinn fljúgandi væng, allt til- raunir til að koma skítugri kjarn- orkusprengju til New York. Hitler var harður á því að gyðingar stjórn- uðu stríðinu þaðan. Tvær gyðinga- hatursyfirlýsingar. Að gyðingar stjórni fjölmiðlum í heiminum? Ég er í rauninni hissa að þetta skuli sleppa inn í íslenska fjöl- miða, en þetta er undirstaðan í gyð- ingahatri. Þrjár gyðingahatursyfir- lýsingar. Ekki illa gert í ekki lengra bréfi Þorsteinn. Vinstrimenn ráða fjölmiðlum Og í lokin, umfjöllun frétta- miðla hér í Bandaríkjunum og Evr- ópu er mér mikið áhugamál. Sum okkar hér erum hörð á því að vinstrimenn hafi stolið flestum fréttamiðlum. Fjölmiðlafólk er flest menntað í háskólum sem eru seinustu vígi vinstri manna og þeir sjá heiminn í gegnum rauðlituð gleraugu. Það er gaman að þú minntist á CNN en sú stöð missti mikla virð- ingu í sambandi við fréttaflutning frá Írak. Það kom í ljós að CNN hafði leynisamning við Saddam um að birta ekki neikvæðar fréttir, annars myndu þeir missa aðstöðu. Þetta viðurkenndu forráðamenn CNN eftir innrásina. CNN hefur tvær aðskildar stöðvar, CNN sem er sýnt hér í Bandaríkjunum og CNN International sem er sýnt um allan heim. Við komust að því að það var mismunandi fréttaflutn- ingur á niðurrifi styttu Saddams, hér eða í Evrópu. Eitthvað sem við munum seint fyrirgefa. Engin skildi gleyma að Bandaríkjamenn eru viðkvæmir þessa dagana. ■ 111. grein um illa meðferð á skepnum Enn eina ferðina hefur Ásta íDalsmynni fengið frest hjá Um- hverfisstofnun. Allt frá því í apríl á síðasta ári hefur hún verið á endur- teknum fresti eða mál hennar verið í kærumeðferð. Þannig hefur henni tekist að fresta aftur og aftur þeirri sjálfsögðu kröfu Umhverfis- stofnunar að hundarnir hjá henni búi við viðunandi aðstæður. Endalausir frestir Á meðan þessir endalausu frestir er gefnir líða þessi blessuð dýr. Þau lifa við illa umhirðu, í alltof litlum búrum, í kulda og trekki og liggja í sínum eigin úr- gangi. Og síðast en ekki síst eru þau orðin skemmd af vanlíðan og taugaveiklun. Hundar eru nefni- lega með þeim eiginleikum gerðir að þeir verða að vera í samvistum við menn ef þeim á að líða vel. Á þeirri einföldu staðreynd flaska margir og bera saman hundarækt og refarækt. Refir eru aldir til slátrunar og skinnin nýtt. Hundar eru aldir sem gæludýr og er ætlað að búa inn á heimilum manna. Þeg- ar umhirðan um þá er eins og á Dalsmynni þá er ekki von á góðu. Annað kastið hefur fólk farið upp eftir og skrifað opinberlega um reynslu sína. Netið hefur verið helsti vett- vangur þeirrar umræðu og hefur ótrúlegum lýsingum á heimsókn- um manna mátt lesa þar. Í síðustu viku fór kunningjakona mín við annan mann í heimsókn að Dals- mynni og það eru ekki fagrar þær lýsingar. Hún gaf mér góðfúslega leyfi til að vitna í heimsókn sína hér en hún hefði gjarnan viljað koma sjálf fram undir nafni en þorir það ekki af ótta við hefndar- aðgerðir af hálfu Dalsmynnis- fólks. Heimsóknin Hér á eftir fer kafli úr lýsing hennar frá heimsókninni. „Við elt- um hana inn í gotherbergið og þar voru fleiri ferðabúr, svona rimla- búr sem hægt er að brjóta saman. Þar voru tíkur með hvolpa. Og lykt- in! Hún var eins og í niðurníddu hænsnabúri. Þrátt fyrir það var ekki skítugt á svæðinu þar sem fólk var látið bíða. Við náðum samt að kíkja inn alla gangana og þar voru hlandpollar út um öll gólf og grútskítug dagblöð. Pomarnir voru annað hvort nauðarakaðir eða með skítaklepra hangandi utan á sér... sorglegt. Hún kom fram með boston terrier par og það var skelfilegt að sjá líðan hundanna. Þeir voru bæði húktir með kreppu af ótta og vanlíðan, klærnar alltof langar á tíkinni, orðnar snúnar vegna skorts á umhirðu. Stóri Dan- inn var með kýli á loppunum og svakaleg legusár á olnbogunum. Það þýðir ekki annað en að hann er í of litlu búri og liggur of mikið (blóðið nær ekki að renna almenni- lega fram í útlimi vegna hreyfing- arleysis og langrar legu). Við sáum líka cooker-tík sem var svo óhrein að það var eins og hún hefði velt sér upp úr saur en að öllum líkindum hefur hún legið í honum vegna þess að ekki hefur verið um annað að ræða fyrir hana. Þá sáum við einnig tjúa-tík sem var með óhuggulegt sár á kviðnum sem hún sagði vera eftir keisaraskurð en svo ljótt að greinilega hefur verið að grafa í því. Í húsunum hjá henni var hitinn ekki nema rétt tæpar 10 gráður og þar sem tíkurnar voru með hvolpana um 15 gráður! Þeir sem hafa verið með hvolpa vita að það þarf að kynda vel með hvolpa og hafa hitalampa yfir þeim.“ Svo mörg voru þau orð Þessi lýsing kemur ekki á óvart því eitthvað á þessa leið hefur fólk lýst því sem fyrir augu ber á Dals- mynni. Þrátt fyrir þetta þá geta yfirvöld aftur og aftur gefið þess- ari konu frest. Annað sem vekur athygli er að í skýrslum Umhverf- isstofnunar er aldrei getið um líðan dýranna. Það eru mæld búr og talið en ekki skoðað faglega hvernig um- önnun er. Í eitt sinn hefur stofnun- in farið með dýralækni með sér upp eftir og skýrsla hans var svört. Þrátt fyrir það hafa menn ekki séð ástæðu til að gera allsherjarúttekt á því hvernig dýrin hafa það and- lega og líkamlega. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir hefur eftirlitskyldu með búinu. Hann er greinilega ekki að standa sig ef ástandið er með þess- um hætti. Dýrin á Dalsmynni eiga hann einan sem sinn málsvara og það er ömurlegt til þess að vita að hann skuli trekk í trekk loka aug- unum. Er ekki kominn tími til að taka á þessu máli í eitt skipti fyrir öll? ■ Andsvar INGIMUNDUR KJARVAL ■ skrifar frá New York um gyðingahatur. Umræðan MAGNEA HILMARSDÓTTIR ■ áhugamanneskja um bætta dýravernd skrifar .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.