Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 19

Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 19
19MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004 Toppurinn á tilverunni var aðgerast fræðimaður,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, sem nú er bæjarstjóri á Blönduósi. Hún útskrifaðist fyrir rúmum tíu árum með magisterpróf í fjöl- miðlafræði frá háskóla í Berlín, með félagsfræði og stjórnmála- fræði sem aukagreinar, en hefur síðan starfað við flest annað en fræðimennsku í sínu fagi. „Námið í Berlín var mjög fræðilegt. Ég sökkti mér niður í alla þessa fræðimenn og lá bók- staflega í fræðibókunum frá morgni til kvölds, en þegar maður kemur úr slíku námi veit maður ekki alveg hvað maður á að gera við sig. Mér fannst ég kunna skil á flestu en kunni samt ekki neitt.“ Nýverið gaf hún sér svolítinn tíma frá önnum bæjarstjórans til að ræða við nemendur í félagsvís- indum við Háskólann á Akureyri um þann veruleika sem við tekur í atvinnulífinu að loknu ströngu fræðilegu námi í háskóla. „Yfirskriftin á þessu erindi mínu var „Kenning og raunveru- leiki“, en hefði alveg eins getað verið „fræðimennskan og lífið“ eða „félagsvísindi og tenging þeirra við lífið almennt“,“ segir Jóna Fanney. „Ég var tvítug þegar ég kom til Vestur-Berlínar, kem þangað með sítt að aftan í Benettonpeysunni minni, nýskriðin út úr mennta- skóla og frekar vernduðu um- hverfi. Markmiðið var að sækja fróðleik í þessa sérkennilegu borg.“ Þótt fræðiþekkingin sem þar fékkst tengist ekki beint starfi bæjarstjórans, þar sem þarf að takast á við allt frá starfsmanna- málum og fjárhagsáætlun til æskulýðsmála og aðalskipulags, þá segist Jóna engu að síður sann- færð um að námið hafi komið sér að góðu gagni í þeirri glímu. „Það sem við verðum að tilein- ka okkur í vinnubrögðum ef við ætlum að ná árangri í námi verð- ur okkur tamt og kemur okkur að gagni síðar meir. Þetta ferli, sem fer í gang þegar fólk sækir sér menntun, fylgir okkur í gegnum lífið hvað svo sem við tökum okk- ur fyrir hendur.“ ■ Lífið eftir námsárin TOPPURINN Á TILVERUNNI VAR AÐ GERAST FRÆÐIMAÐUR Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur verið að velta því fyrir sér hve erfitt getur verið að tengja kenningar og hugsjónir námsáranna við raunveru- leika atvinnulífsins. Nám KENNING OG VERULEIKI ■ Bæjarstjórinn á Blönduósi er með prófgráðu frá Berlín. Hún flutti nýverið fyrirlestur við Háskólann á Akureyri um muninn á kenningum námsáranna og veruleika atvinnulífsins. LINDA PÉTURSDÓTTIR „Hamingjan er aukageta þess að lifa réttu líf- erni,“ segir Linda á nýju heimasíðunni sinni. Ný og betri linda.is Linda Pétursdóttir, fyrrum al-heimsfegurðardrottning, opn- aði nýja heimasíðu í síðustu viku. Þar birtir hún pistla, hugleiðingar um fegurð, hamingju, heilsu og fleira. Þá er sérstakt spjallsvæði á síðunni sem gæti orðið ágætur vettvangur fyrir skoðanaskipti aðdáenda Lindu um það sem henni er efst í huga hverju sinni. Linda er vitaskuld heimsfræg á Íslandi en líklega virðist hróður hennar vera að aukast í Kanada, þar sem hún býr um þessar mund- ir, en á heimasíðunni segir hún frá því að henni hafi nýlega borist bréf frá íslenskri konu en það sé með mestu ólíkindum að það hafi komist alla leið þar sem utan- áskriftin hafi einfaldlega verið: „Linda Pétursdóttir, Eagle Island, Vancouver, USA.“ Ekki beinlínis nákvæmt en dugði samt. ■ Foreldrar hafna Mínus Stjórn SAMFOK, sambands for-eldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, bland- aði sér í stóra Mínusmálið í vik- unni þegar það lýsti yfir „ein- dregnum stuðn- ingi við þá ákvörðun Sam- fés að hafna samstarfi við hljómsveitina Mínus“. Í yfir- lýsingu frá SAMFOK er bent á að meiri- hluti unglinga í félagsmiðstöðvum landsins sé á aldrinum 13–15 ára og foreldrar fagni því að Samfés, „sem gegna mikilvægu uppeldislegu hlutverki, taki ákveðna afstöðu gegn neyslu fíkniefna. Það er ekki vilji foreldra að hljómsveit sem opinberlega hefur lýst yfir stuðningi við neyslu fíkniefna sé hampað og hún ráðin til að skemmta unglingum í félags- miðstöðvum landsins.“ Þá vitnar Samfés í gamalt orðatiltæki sem „segir eitthvað á þessa leið: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Við þurfum öll að líta í eigin barm og axla þá samfélagslegu ábyrgð sem uppeldi barna er. Við eigum að hafa skoðun á því hvað eru góðar fyrirmyndir og hvað ekki. Við ber- um ábyrgð á börnum okkar a.m.k. til 18 ára aldurs.“ ■ MÍNUS Samband foreldra- félaga fagnar því að SAMFÉS hafi úthýst rokksveitinni Mínus.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.