Fréttablaðið - 16.02.2004, Page 23
23MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004
FÓTBOLTI Túnis vann Afríkukeppn-
ina í fótbolta í fyrsta sinn með
sigri á Marokkó 2-1. Santos kom
Túnis yfir strax á fimmtu mínútu
en Youssaef Mokhtari jafnaði
metin fyrir Marokkó undir lok
fyrri hálfleiks. Zied Jaziri skoraði
síðan sigurmarkið fyrir Túnis á
52. mínútu.
Roger Lemerre, þjálfari Túnis
og fyrrum þjálfari franska lands-
liðsins, er þar með eini þjálfarinn
sem hefur unnið titla með lands-
liðum í tveimur heimsálfum.
Hann stýrði Frökkum til sigurs í
Evrópukeppninni árið 2000 og var
aðstoðarþjálfari þegar liðið vann
heimsmeistarakeppnina 1998.
„Mig langar að þakka öllum leik-
mönnunum,“ sagði Lemerre him-
inlifandi eftir sigurinn. „Þeir báru
virðingu fyrir mér frá upphafi og
núna hafa þeir skráð nöfn sín í
sögubækurnar.“
Túnis lenti í öðru sæti í Afr-
íkukeppninni 1965 og 1996. Þetta
var aftur á móti fyrsti úrslita-
leikur Marokkó í 28 ár en þá vann
þjóðin keppnina. Þess má geta að
Jay-Jay Okockha, leikmaður
Bolton og nígeríska landsliðsins,
var kjörinn leikmaður keppninn-
ar. Nígería endaði í þriðja sæti
keppninnar. ■
Ítölsk þjóðhetja
fallin í valinn
Ítalski hjólreiðakappinn Marco Pantani fannst látinn á hótelherbergi í Rimini á Ítalíu á
laugardagskvöld. Grunur leikur á að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.
HJÓLREIÐAR Tíu lyfjaglös með ró-
andi töflum fundust á hótelher-
bergi Pantini og höfðu nokkur
þeirra verið opnuð. Krufning í
dag mun leiða í ljós dánarorsök.
Tíðindin af láti Pantini voru
ítölsku þjóðinni reiðarslag enda
var hann afar vinsæll í heima-
landi sínu. „Hetjan sem vildi sigra
sjálfan sig,“ sagði í blaðinu La
Repubblica. Þar var jafnframt tal-
að um „meistarann sem sagði: „Þó
ég vinni allt líður mér samt eins
og ég sé aleinn“.
Pantani, sem fékk viðurnefnið
„sjóræninginn“ vegna höfuðklúts
sem hann hjólaði jafnan með og
eyrnarlokks sem hann bar, var 34
ára. Hann vann hjólreiðamótið
Tour de France árið 1998, fyrstur
Ítala í 33 ár. Sama ár vann hann
Giro d’Italia-mótið. Áður hafði
hann lent í þriðja sæti í Tour de
France 1994 og 1997. Ferill Pant-
ani beið hnekki 1999 þegar tekin
var af honum blóðprufa sem gaf
til kynna að hann hefði notað ólög-
leg lyf. Hann var í kjölfarið rek-
inn úr Giro d’Italia-mótinu. Pant-
ani átti miklum erfiðleikum eftir
það og gekk erfiðlega að sanna
sakleysi sitt. Árið 2001 fannst
insúlínsprauta á hótelherbergi
hans. Hann hélt því fram að henni
hefði verið komið þar fyrir. Pant-
ini fékk átta mánaða keppnisbann
en vann áfrýjunarmál fyrir dóm-
stólum. Síðasta sumar skráði hann
sig síðan á heilsuhæli vegna þung-
lyndis og lyfjamisnotkunar.
Ítalski hjólreiðakappinn Felice
Gimondi, sem þjálfaði Pantini um
tveggja ára skeið, var skelfingu
lostinn vegna dauða félaga síns.
„Marco hefur goldið allt sem hann
hefur gert dýru verði. Um árabil
var hann í hringiðu fjölmiðla eftir
að hafa verið sá besti í heiminum.
Eftir það dró hann sig í skelina.
Hann var aleinn“. ■
FORMÚLA 1 „Ég held að Juan hafi
ekki verið ánægður með að vera
snupraður,“ sagði Patrick Head,
tæknistjóri Williams-liðsins. „Ég
veit að hann ákvað að semja við
McLaren nokkrum dögum eftir
atvikið.“
Atvikið sem um ræðir átti sér
stað í franska kappakstrinum í
Magny-Cours. Montoya taldi að
Ralf Schumacher hefði fengið for-
gang umfram sig á viðgerðarsvæð-
inu og hélt tíu mínútna reiðilestur
yfir starfsliði Williams í talstöðinni.
Kólumbíumaðurinn fékk ofanígjöf
frá yfirmönnum sínum fyrir fram-
komuna þremur dögum síðar.
Head sagði að Montoya hefði
haldið að Ralf Schumacher hefði
verið kallaður inn á viðgerðar-
svæðið einum hring of snemma.
„Okkur fannst það óviðeigandi
þegar hann jós skömmum yfir lið-
ið sem hafði unnið baki brotnu við
að gera við bílinn,“ sagði Head.
„Við gátum ekki sætt okkur við að
hann sakaði næstum alla, háa sem
lága, um að vera ekki starfi sínu
vaxnir. Juan er ör maður og vegna
þess tekur hann stundum ákvarð-
anir af hvatvísi,“ sagði Patrick
Head. ■
Klinsmann aftur í
boltann:
Ráðgjafi hjá
Galaxy
FÓTBOLTI Þjóðverjinn Jurgen Klins-
mann hefur verið ráðinn sem
tæknilegur ráðgjafi hjá Los
Angeles Galaxy í bandarísku
úrvalsdeildinni.
Klinsmann, sem varð heimsmeist-
ari árið 1990, lagði skóna á hilluna
1998 og fluttist til Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Hann æfði með
Galaxy á sínum tíma og hjálpaði
liðinu meðal annars að ganga frá
samningi við austurríska knatt-
spyrnumanninn Andreas Herzog.
„Ég er mjög spenntur fyrir því
að vinna meira með þjálfara-
liðinu,“ sagði Klinsmann. „Mark-
mið mitt er að hjálpa mönnum að
bæta sig.“ ■
ÓDÝRT
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
T
A
K
T
ÍK
n
r.
4
0
C
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.719,-
Verð frá
Stálskápar
(Fyrsti skápur
kr. 8.840,-)
Sven-Goran Eriksson:
Bíður með
samning
FÓTBOLTI Ekki er talið að Sven-Gor-
an Eriksson, landsliðsþjálfari Eng-
lands, framlengi þjálfarasamning
sinn fyrr en eftir Evrópukeppnina
í sumar. Enska knattspyrnusam-
bandið hefur þegar boðið honum
nýjan samning til ársins 2008.
Eriksson virðist ekkert liggja á að
semja á ný. „Við höfum aðeins
rætt þetta mál einu sinni, en það
er gott að vera í þessari aðstöðu,“
sagði hann. Miklar vangaveltur
hafa staðið yfir varðandi framtíð
Erikssons. Hefur hann meðal
annars verið orðaður við Chelsea.
Núverandi samningur hans við
landsliðið rennur út eftir tvö ár. ■
FÖGNUÐUR
Khaled Azeiz og Hatem Trabelsi, leikmenn Túnis, fagna sigrinum í Afríkukeppninni.
Keppnin var haldin í Túnis og eins og sjá má voru heimamenn í skýjunum yfir sigrinum.
Afríkukeppnin í fótbolta:
Túnis meistari í
fyrsta sinn
JUAN PABLO MONTOYA
Yfirmenn Williams-liðsins snupruðu Montoya og hann ákvað að fara.
Juan Pablo Montoya:
Líkaði ekki ofanígjöfin
PANTANI
Ítalinn Marco Pantani í gula jakkanum sem hann vann í Tour de France 1998. Hann
hjólaði jafnan með höfuðklút og skartaði fínum eyrnalokk.
Í HRINGIÐU FJÖLMIÐLA
Pantani umkringdum blaðamönnum eftir að hann var rekinn úr Giro d’Italia
hjólreiðamótinu árið 1999.