Fréttablaðið - 16.02.2004, Qupperneq 24
16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
Remax-deild karla:
Öruggur sigur Hauka
HANDBOLTI Haukar unnu öruggan
sigur á Gróttu KR, 33-26, í loka-
leik þriðju umferðar Remax-
deildar karla á Ásvöllum í gær.
Nokkuð jafnræði var með liðun-
um í fyrri hálfleik og var staðan í
hálfleik 13-11 fyrir Hauka.
Í síðari hálfleik stungu heima-
menn hins vegar af og gerðu út
um leikinn. Skoruðu þeir fjölda
marka úr hraðaupphlaupum og
alls 13 í leiknum.
Andri Stefan var markahæstur
í liði Hauka með tíu mörk. Á eftir
honum kom Ásgeir Örn Hall-
grímsson með fimm og þeir
Þorkell Magnússon og Robertas
Pauzuolis með fjögur. Birkir Ívar
Guðmundsson átti frábæran leik
og varði 22 skot í markinu.
Hjá Gróttu KR var Kristinn
Björgúlfsson markahæstur með
sjö mörk. Páll Þórólfsson skoraði
sex og Daði Hafþórsson fjögur.
Hlynur Morthens varði ellefu
skot í markinu.
Eftir sigurinn eru Haukar í
fjórða sæti deildarinnar með tíu
stig. Grótta KR er aftur á móti í
því sjöunda og næstneðsta með
fimm stig. ■
1. deild karla í körfu
Þurftu eina
körfu í viðbót
KÖRFUBOLTI Valsmenn unnu mikil-
vægan 13 stiga sigur á Fjölni, 87-
74, í toppbaráttu 1. deildar karla í
körfubolta í gær. Valsmenn höfðu
þurft eina körfu til viðbótar til að
vera með betri innbyrðisárangur
en Fjölnir vann fyrri leikinn með
14 stigum. Fjölnir er því enn í 2.
sæti deildarinnar en Valsmenn
eiga leik til góða. Gjorgij Dzolev
skoraði 22 stig fyrir Val og Ragn-
ar Steinsson var með 21 stig og 13
stoðsendingar á 24 mínútum.
Jason Harden skoraði mest fyrir
Fjölni eða 19 stig. ■
Ma
llorc
a
34.142 kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa,
10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Po
rtúg
al
38.270 kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Krít
48.230 kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Co
sta
del Sol
53.942 kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Be
nid
orm
35.942 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur
og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
LEIKIR
19.15 Grindavík tekur á móti Þór
Þorlákshöfn í Intersport-deildinni í
körfubolta.
SJÓNVARP
15.30 Ensku mörkin á Stöð 2.
16.30 Stjörnuleikur NBA á Sýn.
Sýnt frá Stjörnuleiknum í körfu-
bolta sem fór fram í nótt.
16.40 Helgarsportið í Sjónvarpinu.
18.30 Ensku mörkin á Sýn.
19.00 Spænsku mörkin á Sýn.
20.00 Enski boltinn endursýndur á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Ensku mörkin á Sýn.
23.00 Spænsku mörkin á Sýn.
23.40 Markaregn í Sjónvarpinu.
1.55 Ensku mörkin á Stöð 2.
hvað?hvar?hvenær?
13 14 15 16 17 18 19
FEBRÚAR
Mánudagur
Reyes hetja
Arsenal á Higbury
Þrír leikir voru háðir í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í gær.
Bikarmeistarar Arsenal komust áfram ásamt Sheffield United. Liverpool og
Portsmouth þurfa að mætast á ný. Dregið verður í átta liða úrslit í dag.
FÓTBOLTI Leikur Arsenal og Chel-
sea byrjaði ekki vel fyrir heima-
menn. Adrian Mutu kom Chelsea
yfir um miðjan fyrri hálfleik með
frábæru skoti við vítateigslínuna
eftir misheppnaða markspyrnu
frá Jens Lehmann í marki
Arsenal.
Staðan í háfleik var 1-0 fyrir
Chelsea. Spænski framherjinn
Jose Antonia Reyes tók þá til
sinna ráða. Þessi knái framherji
jafnaði metin fyrir heimamenn í
byrjun síðari hálfleiks með frá-
bæru skoti utan af velli, efst í
vinstra markhornið. Þetta var
fyrsta mark þessa tvítuga pilts
fyrir Arsenal síðan hann var
keyptur frá Sevilla. Reyndar
skoraði hann í sínum fyrsta leik
með Arsenal gegn Middles-
brough þann 3. febrúar en því
miður fyrir hann var það í eigið
mark. Ekki leið á löngu þar til
Reyes bætti öðru marki Arsenal
við af stuttu færi eftir góða send-
ingu frá Patrick Vieira. Þar með
var sigurinn í höfn. Þetta var
fjórða árið í röð sem Arsenal ber
sigurorð af Chelsea í bikarkeppn-
inni. Liðið hefur ekki tapað bikar-
leik síðan 2001 er liðið beið ósig-
ur fyrir Liverpool í úrslitum.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, var hæstánægður
með frammistöðu Reyes. „Það fer
ekki á milli mála að hann þarf að
aðlagast enska boltanum betur,“
sagði hann. „En hann hefur hæfi-
leika og mörkin sýna það. Hann
var allt annar leikmaður eftir að
hann skoraði fyrra markið.“
Claudio Ranieri, stjóri Chelsea,
var að vonum ósáttur við sína
menn. „Síðari hálfleikur var und-
arlegur vegna þessa að þá misst-
um við eitthvað. Ég veit ekki
hvers vegna,“ sagði hann. „Við
héldum ekki áfram að spila eins
og við gerðum í fyrri hálfleik.“
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn
á í lið Chelsea þegar um 20 mínút-
ur voru eftir en náði ekki að láta
ljós sitt skína.
Liverpool og Portsmouth gerðu
1-1 jafntefli á Anfield Road. Mich-
ael Owen kom heimamönnum yfir
strax á 2. mínútu eftir frábært
samspil. Liverpool var mun sterk-
ari aðilinn það sem eftir lifði leiks
og allt stefndi í sigur liðsins. Matt-
hew Taylor var ekki á sama máli
og jafnaði metin fyrir Portsmouth
á 76. mínútu. Liðinu þurfa því aft-
ur að leika um laust sæti í átta liða
úrslitum á heimavelli
Portsmouth.
Sheffield United, sem leikur í
1. deild, vann Colchester úr 2.
deild með einu marki gegn engu.
Paul Peschisolido sem skoraði sig-
urmarkið á 61. mínútu. ■
ÚRSLIT Í GÆR
Arsenal-Chelsea: 2-1
Liverpool-Portsmouth: 1-1
Sheffield United-Colchester: 1-0
PAUZUOLIS
Robertas Pauzuolis skoraði fjögur mörk
fyrir Hauka gegn Gróttu KR.
JOSE ANTONIA REYES
Fagnar ógurlega sínu fyrsta marki fyrir Arsenal.