Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 30
Úlfur Karlsson, 15 ára nemandifrá Álftanesi, er að stíga sín
fyrstu skref í kvikmyndabransan-
um. Stuttmyndin hans Pirovat var
valin til að keppa á New York
International Independent Film
and Video hátíðinni. Umsóknir
skiptu þúsundum en um 120
myndir voru valdar og munu
keppa í flokki stuttmynda í 14
flokkum. Þetta er ein aðalhátíð
óháðra kvikmyndagerðarmanna,
þar sem ekki er óalgengt að yngri
þátttakendur séu uppgötvaðir þó
svo einungis örfáir þeirra séu
unglingar líkt og Úlfur.
Myndin sem dómendur heill-
uðust af er svart-hvít ævintýra-
mynd, svolítið draumkennd og
ljóðræn þar sem litum er bætt við
til að undirstrika það sem hann
vill segja. „Hún fjallar um skip-
brotsmenn frá Rússlandi sem
koma óvart til Íslands og setjast
að í húsi. Þeir þurfa að fiska sér
til matar en þegar þeir koma að
ánni hitta þeir skrímsli sem þeir
verða að komast í burtu frá. Þá
hitta þeir bæjarbúa og önd og
öndin drepur skrímslið,“ segir
Úlfur um myndina sína, eins og
söguþráðurinn sé ekkert nema
sjálfsagður. „Öndina fann ég bara
á staðnum.“ Hann segir það ekki
hafa verið neitt mál heldur að
finna leikara í myndina. „Það eru
fimm leikarar, sem eru bara
strákar sem voru með mér í stutt-
myndaklúbbnum í Garðaskóla.“
„Ég átti alls ekki von á að kom-
ast að á þessa hátíð,“ segir Úlfur.
„Ég sótti um í gegnum Netið, bara
til gamans. Svo samþykktu þeir
hugmyndina og þegar þeir voru
búnir að sjá myndina var ég kom-
inn í úrslit. Þessi keppni er í Mad-
ison Square Garden í New York,
en ef mér gengur vel gæti ég far-
ið til Los Angeles, Cannes eða
Mílan. Ég á samt ekki von á því að
komast áfram. Í New York sýni ég
myndina í bíói og svo verð ég með
veggspjald og reyni að kynna
myndina.“ Catherine Zeta-Jones
mun afhenda verðlaunin í keppn-
inni, en Úlfur hefur meiri áhuga á
að hitta aðra unga kvikmynda-
gerðarmenn alls staðar að úr
heiminum. ■
Hrósið 30 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
Hrukkuaðgerð án skurðaðgerð-ar fer þannig fram að fjöl-
sykrusýru í formi hreins krist-
algels er sprautað inn í húðina
með lítilli nál. Þannig er fyllt út í
holdið þannig að hrukkur og fell-
ingar mýkjast. Þar sem einungis
er notast við sprautumeðferð þarf
ekki að koma til skurðaðgerðar til
að fjarlægja hrukkur eins og við
venjulega andlitslyftingu, því eru
engin ör eða önnur merki sem
fylgja slíkri meðferð.
Ekki er nauðsynlegt að notast
við deyfingu, nema þess sé sér-
staklega óskað og meðferðin sjálf
tekur einungis um hálfa klukku-
stund. Til að fylgja fyrstu með-
ferðinni eftir er oft kosið að fara
í eftirmeðferð eftir hálft eða eitt
ár þar sem minna magni af gelinu
er sprautað inn í húðina. Afrakst-
ur fyrstu meðferðar á að vera
sýnilegur í allt að eitt ár. Hliðar-
verkanir af þessari hrukkuaðgerð
geta verið bólgur í andliti, húðin
getur verið viðkvæm um tíma og
rauðir flekkir geta myndast. Það
er þó reiknað með að slíkar hlið-
arverkanir hverfi eftir örfáa
daga. Nauðsynlegt er að hæfir
aðilar sjái um meðferðina og
mælt er með að slíkt sé einungis
gert af læknum, hjúkrunar-
fræðingum eða tannlæknum. ■
Imbakassinn
...fær ríkissjónvarpið fyrir það
virðingarverða framtak að bjóða
áhorfendum upp á fimm
Hitchcock myndir um helgina.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Húsavík.
Inger L. Jónsdóttir.
Kraftwerk.
í dag
Meðferð líksins
í Neskaupstað
eins og í
Hollywoodmynd
Fyrsti vinnings-
hafinn berst
fyrir lífinu
Glaumgosinn
Harry...
Sendur til
Afríku
Lárétt: 1 sum, 6 fljótið, 7 fljót á Ítalíu,
8 númer, 9 hrópa, 10 dýr af hjartaætt
(þf), 12 skýra frá, 14 knæpa, 15 píla,
16 tveir eins, 17 arinn, 18 lunderni.
Lóðrétt: 1 nálægi, 2 fræg kona, 3 íþrótta-
félag, 4 ósigur, 5 fara á veiðar, 9 gubbað,
11 taflmann, 13 óska, 14 gat fyrir
skóreim, 17 gat.
Lausn:
Lárétt: 1nokkur, 6ána,7pó,8no,
9æpa,10elg,12tjá,14krá,15ör,
16óó,17ofn,18skap.
Lóðrétt: 1náni,2ono,3ka,4uppgjöf,
5róa,9ælt,11hrók,13árna,14kós,
17op.
Með ljóðræna stutt-
mynd í farteskinu
Nú, og varðandi veðrið á
morgun... lít ég út eins og ein-
hver spákelling? Þið getið bara aul-
ast til að horfa út um gluggann í stað-
inn fyrir að ætlast til þess að ég
geri allt fyrir ykkur, letiblóð!
RÍKEY
Í fegrunaraðgerð í Ísland í dag á Stöð 2.
■ Hvað er...
Hrukkumeðferð án skurðaðgerðar?
ÚLFUR KARLSSON
Fer til New York í maí til að taka þátt í alþjóðlegri stuttmyndakeppni fyrir áhugamenn. Catherina Zeta-Jones mun afhenda verðlaunin en
Úlfur hefur meiri áhuga á öðrum áhugamönnum sem eru á svipaðri línu og hann.
Stuttmyndagerð
ÚLFUR KARLSSON
■ sótti um, bara til gamans, en heillaði
dómara með ljóðrænni ævintýramynd.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T