Fréttablaðið - 16.02.2004, Side 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Nútíma lamb-
húshettur
Ef nokkur maður ætti að drífasig til lýtalæknis, og það í hvel-
li, þá væri það ég. Árum saman hef
ég verið gangandi lýti á umhverf-
inu með eyru sem eru of stór fyrir
höfuðið, eða öfugt, og svo marga út-
litsgalla að of langt yrði upp að
telja í stuttri blaðagrein.
SJÓNMENGUN er orðið sem
mér kemur fyrst í hug þegar ég lít í
spegilinn á morgnana. Því miður
verður mengunin meiri og meiri
eftir því sem árin líða. Ef snúa ætti
þessari þróun við væri það verkefni
sem mundi nægja mörgum sjón-
varpsstöðvum í heila vetrardagskrá
og skapa atvinnu fyrir teymi lýta-
lækna og sprautugengi hjúkrunar-
fræðinga. Fyrir utan eyrnaminnkun
eða höfuðstækkun þyrfti ég á alls-
herjarandlitslyftingu að halda, fitu-
sogi, hárígræðslu, tannréttingu og
ýmsu fleira.
SPURNINGIN er náttúrlega hver
á að borga brúsann? Og þá detta
manni vitanlega fyrst í hug sjón-
varpsstöðvar eins og Stöð 2 eða
Omega: Stöð 2 vegna þess að það
væri æsispennandi sjónvarpsefni
að sjá mig breytast í ómótstæðilegt
ungmenni – eiginlega eins og að
sýna Frankenstein aftur á bak, og
Omega vegna þess að þetta væri
gustukaverk í kristilegum anda.
ÞAÐ er sem betur fer löngu orðið
úrelt að fólk sé skyldugt til að
sætta sig við það útlit sem því er
úthlutað við fæðingu, enda væri
það ósanngjarnt og ólýðræðislegt,
því að sumir eru heppnari en aðrir í
genahappdrættinu. Sömuleiðis er
úrelt að sætta sig við að eldast.
Hrörnun og dauði hafa alltof lengi
vaðið uppi í þjóðfélaginu óáreitt. Og
sem betur fer er þróunin í lýta-
lækningum svo hröð að eftir örfá ár
getur hver og einn ráðið útliti sínu
sjálfur. Þá getur maður átt mismun-
andi andlit til að setja upp eins og
lambhúshettur; andlit fyrir öll tæki-
færi, ung eða gömul, allt eftir því
hvort maður er að fara á diskótek
eða í Dómkirkjuna. Frægir hönnuð-
ir munu hanna þessi andlit og þá
fer það eftir efnahag hvort maður
gengur með andlit frá Dior, Prada
eða Boss og enginn mun framar
þurfa að búa við þá nauð að þurfa
að sýna sitt rétta andlit.