Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 2004 Vinsælustu myndböndin Fyrir þá sem hafa velt þessumundarlega titli á fimmtu plötu Incubus fyrir sér þá er þetta vís- un í undarlega hegðun kráka. Þær safnast stundum saman á akri í kringum veikasta fuglinn og ann- að hvort endar „þingið“ með því að fuglinn er drepinn af öllum hópnum eða látinn vera. Hvað ræður er ekki alveg vitað. Þessi plata Incubus er mjög áhugaverð að mörgu leyti. Hún er einsleit og á hana sárvantar skot- helda poppslagara en á sama tíma er hún afar heillandi. Þetta er metnaðarfull hjómsveitarplata út í gegn og gæti því virkað erfið við fyrstu hlustun en hún verðlaunar við hverja umferð. Þetta er greini- lega verk þar sem allir leggja jafnt í púkk og útkoman verður heilsteyptari en allt það sem sveit- in hefur látið frá sér áður. Gítarleikarinn Mike Einziger á ótrúlega spretti á plötunni, sér- staklega í lögunum Megalomani- ac, Sick Sad Little World og Pi- stola. Enn og aftur ná Incubus að enduruppgötva sig sem hljóm- sveit. Segja skilið, að mestu, við poppklisjudaðrið frá síðustu plötu og eru komnir í margra mílna fjarlægð frá númetalinu sem þeir hófu ferilinn á. Hér er verið að gefa bensínið í botn á hreinu rokki og róli. Nett skvetta af artí hljóðskúlptúrspælingum hér og þar. Meira Red Hot Chili Peppers en Limp Bizkit. Útkoman er besta plata sveitarinnar frá upphafi. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunTónlist INCUBUS A Crow Left of the Murder... Metnaðarfullt krákuþing THE ITALIAN JOB Endurgerð The Italian Job er í efsta sæti myndbandalistans. Í nýju útgáfunni fara þau Mark Wahlberg og Charlize Theron með aðalhlutverkin. 1.498 Áttu eitthvað til að gera árshátíðar- kjólinn þægilegri? QUICK SLIM Góð leið til megrunar án þess að nokkur viti. Áður: 1.998 kr. T ilb o ð in g ild a ti l 9 .3 . 2 00 4 BIODRAIN G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 6 2 1 Náttúruleg úthreinsun. Dregur úr appelsínuhúð, bólgum og yfirvigt. Áður: 3.480 kr. – 180 stk. Áður: 2.088 kr. – 90 stk. 1.468 BIO-FEM ACTIGEL Hraðvirkt og árangursríkt við óþægindum í kynfærum kvenna! Eitthvað sem allar konur hafa beðið eftir. Áður: 1.835 kr. 2.590 180 stk. 1.566 90 stk. FÓLK Það er aldrei gaman að rífast við maka sinn en John Lydon, fyrr- verandi söngvari The Sex Pistols, hefur líklega þakkað skapara sín- um margfalt fyrir rifrildi sem hann átti við eiginkonu sína í des- ember árið 1988. Þá áttu hann og eiginkonan bókað flug með Pan Am-flugfélaginu en þau rétt misstu af fluginu. Ástæðan var sú að Lydon lenti í hörkurifrildi við konuna þar sem hún var svo lengi að pakka fötum sínum. Flugvélin sprakk í loft upp yfir Lockerbie í Bretlandi og létust all- ir farþegarnir 259 auk 11 manna á jörðu niðri. Vélin var sprengd af hryðjuverkamanni. Lydon segir þetta hafa haft mikil áhrif á líf sitt og að slysið hafi meðal annars verið ástæða þess að hann ákvað að yfirgefa raunveruleikaþáttinn I’m a Celebrity Get, Me Out of Here áður en keppninni lauk. „Við rétt misstum af vélinni út af því að Nora hafði ekki verið til- búin tímanlega,“ sagði Lydon í viðtali við The Sunday Mirror. „Við rifumst heiftarlega og tókum næsta flug. Mínútuna sem við átt- uðum okkur á hvað hafði gerst horfðum við hvort á annað og féll- um nánast saman.“ Lydon sagði svo að þáttarstjórn- endur I’m a Celebrity hefðu ekki viljað segja honum hvort eigin- kona hans, sem var í flugvél á leið- inni til Ástralíu þar sem þátturinn var tekinn, hefði komist heil á húfi á staðinn. Þá og þegar hafi Lydon ákveðið að yfirgefa tökustaðinn og vera með konu sinni. ■ Íslenska hljómsveitin Ske ernefnd í dagblaðinu New York Times sem ein af sjö sveitum er sveima í kringum eyru útvarps- mannsins Nic Harcourt hjá KCRW þessa daganna. Kappinn hefur stjórnað þætt- inum Morning Becomes Eclectic á KCRW frá árinu 1998. Þátturinn er í loftinu á hverjum virkum degi frá klukkan 9-12 og er stöðin með þeim stærri í Kaliforníu. Í grein sinni í New York Times nefnir hann plötur Franz Ferdi- nand, Jem, Van Hunt, Gary Jules, Zero 7, Julieta Venegas og Ske sem þær athyglisverðustu af þeim sem eru nýútkomnar. Um Ske segir hann svo: „Það virðist vera að Íslendingar eigi fleiri hljómsveitir á hvern byggi- legan ferkílómetra en aðrar þjóð- ir í heiminum. Það kemur sér vel til þess að þeir hafi af langa og kalda veturna. Í kjölfar Bjarkar, Gus Gus og Sigur Rósar, hafa liðsmenn Ske fyllt frumraun sína, Life, Death, Happiness and Stuff, af einstöku, tilraunablönduðu, melódísku jaðarpoppi. Til þess að toppa svalleikan eru bæði fransk- ar og japanskar gestasöngkonur. Veturinn er strax orðinn hlýrri.“ ■ JOHNNY ROTTEN John Lydon hætti að nota listamanns- nafnið Johnny Rotten þegar The Sex Pistols lögðu upp laupana. Missti af dauðaflugi 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 - VINSÆLUSTU LEIGUMYND- BÖNDIN - VIKA 8 THE ITALIAN JOB Spenna AMERICAN WEDDING Gaman PIRATES OF THE CARIBBEAN Ævintýri MY BOSS’S DAUGHTER Gaman BRUCE ALMIGHTY Gaman BAD BOYS 2 Spenna FREDDY VS. JASON Hrollvekja DUMB AND DUMBERER Gaman DOWN WITH LOVE Söngleikur LEAGUE OF EXTRAORD. GENT. Ævintýri TOMB RAIDER 2 Ævintýri HOLLYWOOD HOMICIDE Gaman CITY OF GOD Drama THE LIFE OF DAVID GALE Drama HOW TO LOOSE A GUY... Gaman HOW TO DEAL Gaman THE IN-LAWS Gaman TEARS OF THE SUN Spenna OUT FOR A KILL Spenna WHAT A GIRL WANTS Gaman SKE Liðsmenn Ske baksviðs á Hróarskelduhátíðinni í fyrra en þar kom sveitin fram. Ske í New York Times

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.