Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 14
TÍMINN Flnnsku kosningarnar NTB—Helsingfors, þriðjudag. Úrslit finnsku Þingkosninganna virðast benda til þess, að gamla samsteypustjórnin, sem féll í októ ber, eigi að endurreisast. Gert er rí;ð fyrir, að erfitt verði að mynda nýja stjórn í landinu og það get- ur tekið langan tíma. Hinir fjórir flokkar samsteypu- unnar, jafnaðarmenm, miðflokkur- inn, sænski þjóðflokkurinn og frjálslyndi þjóðarflokkurinn ráða nú 108 af 200 sætum á þinginu. Þaið voru jafnaðarmemn, sem fengu 3 ný þingsæti, en þeir voru aðal- hlutinn í samsteypunni, og er þetta talin traustsyfirlýsing. Þingsætin skiptast þannig eft- ir kosningarmar: Jafnaðarmenn 55 (52) kommúnistar 37 (36) sam- einaðir 34 (37) landsbyggðaflokk urinn 18 (13) sænski þjóðarflokk- urinn 10 (12) frjálslyndi þjóðar- flokkurinn 7 (12) og kristilega sambandið 3 (1). Borgarflokkarn ir hafa því 108 (112 eftir kosn- ingarnar 1970) á móti sósíalisku flokkunum með 92 (88). Skákeinvígið Framhald af bls. 1 sambandsins, að vera trún- aðarmál og þeir þrír menn, sem fengu þessar upplýs- ingar voru bundir þagnar- haiti. Jafnframt þessu ber þessum upplýsingum alls LONDON CATTERY KOMIN AFTUR í ailar gerðii bíla og dráttarvéla. Lárus Ingimarsson, heildverzlun. Vitastíg 8 a. Sími i62Ub ekki alls kostar saman við þær upplýsingar sem Skák- samband íslands hefur. í einkaskeyti til Skáksam- bandsins frá F.I.D.E. kem- ur fram að ísland er númer þrjú, en ekki númer tvö, eins og segir í bandarísku fréttunum. Þetta staðfestir Freysteinn Þorbergsson í viðtali við mig, sagði Guð- mundur. Jafnframt felur banda- ríska fréttin í sér, að Cicha- goborg hafi boðið 100 þús.. dollara, en það eru upplýs- ingar, sem koma ekki heim við þær, sem íslendingar hafa, hvernig sem á því stendur. Að öðru leyti er það að segja af þessu máli, að ísland er með í leiknum og skýrist það bezt á því, að íslenzka skáksambandinu hefur borizt skeyti frá F. I. D.E., þar sem farið er fram á að ísland leggi 5.5 millj. inn á bankareikning Al- þjóðaskáksambandsins, sem tryggingu fyrir því að Skák samband íslands standi við tilboðið. Annað, sem er mjög athyglisvert og kemur fram í skeytinu er það, að Alþjóða skáksambandið áskilur sér rétt til að semja um kvikmyndun og sjón- varp frá einvíginu. Það hef ur mikið verið rætt um, að íslenzka boðið feli í sér aukamöguleika, og þar var átt við hagnaðarvon kepp- enda vegna sjónvarps og kvikmyndunar, þar sem gert var ráð fyrir að stórir sjónvarpshringar myndu bjóða 1 einkaréttinn til að fá að sjónvarpa. Nú er það ljóst, að þetta breytir af- stöðu okkar tilboði dálítið, sagði Guðmundur. F.I.D.E. tekur nú þennan rétt í sínar hendur, þrátrt fyrir það að ekkert kemur fram í útboðsgögnum um það. Þetta snýr líka dæm- inu þannig, að þetta mál er að komast í hendur hinna stóru sjónvarpshringa hvaða tilboðið verði endan- bökkum innilega hluttekningu vlS andlát og jarðarför frænku okkar Juðbjargar Helgadótlur frá Gíslabæ. Sérstaklega þökkum viS Karli Jónassyni lækni og hjúkrunar. og starfsliði Elliheimilisins Grundar, frábæra læknishjálp og umönnun. Kristín Jónsdóttir Helgi Kristjánsson Guðmundur Kristjánsson Ólöf Andrésdóttir Guðmundína Andrésdóttir Júlíus Andrésson Kristján Andrésson Helga Guðmundsdóttir Hanna Guðmundsdóttir. Jarðarför móður okkar Hróðnýjar Þorvaldsdóttur, Háafelli, fer fram frá Gilsbakkakirkju, laugardaginn 8. þ.m. kl. 2 e.h; Guðmundur Hjálmarsson Þorvaldur Hjálmarsson. Jón Ingvarsson, f. v. vegaverkstjóri, Selfossi, sem lézt að Sólvangi, 31. desember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaglnn 7. janúar kl. 13,30. Svelnborg Jónsdóttlr Gunnar Jónsson. lega hæst, þ.e. að sjónvarps hringarnir bjóða í einka- réttinn, en bjóða mismun- andi í einkaréttinn eftir því hvar einvígið fer j fram vegna þess, að það fylgir því mismunandi mikill kostnaður eftir landfræði- legri legu. Meðan undirbúningsvinn an aö tilboðinu fór fram þá kannaði íslenzka skák- sambandið aðstöðu banda- rískra sjónvarpsfyrirtækja til að sjónvarpa héðan. Var skeyti sent til C.B.S. og í svarskeyti frá C.B.S. kemur fram að ekki er unnt að sjónvarpa frá íslandi með gervihnetti, þar sem enginn gervihnöttur fer yfir ísland, sem þeir gætu notað, og þeir yrðu að fljúga með efnið héðan til London eða New York. Sagði Guðmundur að sér hefði dottið í hug, að hægt væri að nota línu frá varnarliðinu og senda myndirnar þannig til Bandaríkjanna, sjónvarpa þar og í gegnum gervihnött. Ekki er Ijóst livort gervi- hnöttur fer yfir Júgóslaviu og getur þetta farið þannig, að það yrði í höndum hinna stóru sjónvarpsfyrirtækja hvar mótið verður haldið, en auðvitað kemur land- fræðileg lega inn í dæmið og Júgóslavar, sem eru fyr- ir ofan okkur, vildu einnig halda einvígið Fischer— Petrosjan, sem var undan- fari þessa einvígis, en Pet- rosjan neitaði algjörlega að tefla í Júgóslavíu bæði vegna þess að honum hafði gengið illa að tefla á mót- um þar og að Fischer er sérstaklega vinsæll þar í landi. Að endingu sagði Guð- mundur, að hann teldi að ísland væri ennþá inni í dæminu, en það gætu verið nokkuð flóknir samingar framundan. Skáksamband íslands hef ur unnið mikið að þessu máli að undanförnu og stjórn þess skipa nú: For- seti Guðmundur G. Þórar- insson, varaforseti, Ásgeir Friðjónsson, ritari Þráinn Guðmundsson, gjaldkeri, Hilmar Viggósson, með- stjórnandi Guðlaugur Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Skáksambandslns er Guðjón Stefánsson. Furðuhlutir Framhald r bls. 1 og hefur frásögnum sjónarvotta rignt yfir norsku blöðin og frétta- stofuna NTB. Ekki bcr þeim þó alveg saman, en ljóst er, að um eitthvað annað og merkilegra var að ræða hjá hundruðum vitna en eftirstöðvar áramótafagnaða. Radarstöðin á Flesland við Bergen tilkynnti, að þar hefðu sézt fljúgandi hlutir, mjög greini- legir kl. 3,15 á nýársnótt. Það sama tilkynnti ^arþegaflugvél. Hraði hlutanna var mun meiri en hraði hljóðsins. Til NTB-fréttastofunnar hafa borizt yfir 40 tiikynningar. Farið hefur verið yfir þetta al't, en engin skýring er enn til, sem eðlileg getur kallazt. Athyglisverð asta sagan er frásögn leigubíl- stjóra í Sarpsborg og tveggja far þega hans. Ljósin dofnuðu á bílnum og jafnframt féll straummælirinn í botn og ljósin slokknuðu. Þeir fóru að athuga málið og varð þá litið upp í loftíS. Aðeins um 150 metrum fyrir ofan þá voru tveir hlutir, líkastir loftskipum að lög- un, um 40 m. langir. Ekkert hljóð heyrðist, er hlutirnir liðu yfir, en aftur úr þeim stóðu eldblossar og svartur reykur. Af þessu má álíta, að ofhleðslu svið hafi myndast umhverfis hlut- ina og að hljóðið í þeim hafi verið með svo hárri tíðni, að mannseyrað greini það ekki. Blaðamaður einn í Osló, sem staddur var í Gjövik, sá fjóra hluti greinilega. Hann sagði um þetta: — Ég er alvanur alls kyns sögum um fljúgandi diska og hef aldrei trúað þeim, en maður verður þó að trúa sínum eigin augum. Kína Framhald af bls. 1 Undanfarið hefur herinn haft á hendi æ stærra hlut- verk í stjórnmálunum og flokk urinn hefur oft höfðað til al- þýðunnar, að læra af frelsis- her þjóðarinnar. — Þjóðin er trygging hers- ins fyrir sigri og herinn á af lítillæti að læra af alþýðunni, sagði í tiikynningunni, og öll- um aðilum að byltingarnefnd- inni og yfirmenn hersins fengu fyrirskipanir um að lesa til- kynninguna vel og vandlega og hefjast þegar handa. Sérfræðingar telja þetta mjög athyglisvert, þar sem það beinist að því að minnka völd hersins og auk þess, eftir allt, sem á undan er gengið, í sambandi við Lin Piao og aðra leiðtoga hersins. Lögð var áherzla á það í til- kynningunni, að kínverski her- inn hafi verið stofnaður af Mao formanni sjálfum og að herinn sé réttlátur gagnvart flokknum og þjóðinni. Því var bætt við, að herinn ætti að styðja stjórnina samvizkusam- lega og taka þátt í sósíalist- ísku uppbyggingunni. Moskvu-fréttaritari brezka blaðsins „Observer" skrifar, að Sovétmenn þykist nú fullvissir um, að Lin Piao sé látinn. Læknar og aðrir sérfræðingar hafa rannsakað gaumgæfilega níu illa farin lík, sem fundust i flaki kínverskrar flugvélar, sem lirapaði í Mongólíu í sept. og komizt að þeirri niðurstöðu, að meðal þeirra séu lík Lins og konu hans. Þó megi ganga út frá þeim möguleika, að Peking-leiðtogarnir hafi kom- ið tvíförum þeirra fyrir í flug véiinni. Yfirlýsing ríkisstj Framhald af bls. 1 nýlega hefur veriið samið um, ekki svo „veruleg kaupbreyting á samningstímabilinu“, að sú hækk- un réttlæti kröfugerð BSRB um endurskoðun á þeirra kjarasamn- ingi, enda komu til meiri hækkan- ir hjá opinberum starfsmönnum þann 1. janúar s.l. samkvæmt á- fangahækkun í þeirra kjarasamn- ingi en hjá þeim, sem njóta 4% hækkunarinnar. Og í ljós hefur komið, að kjarasamningurinn frá 19. desember 1979 leiddi af sér meiri kjarahækkun en þá var gert ráð fyrir. Þess vegna gerði ríkis- stjórnin svohijóðandi samþykkt um málið og var BSRB tilkynnt það með bréfi 28. f.m. „Rikisstjórnin telur ekki grund völl til endurskoðunar á kjara- samningum opinberra starfsmanna frá 19. desember 1970, enda koma til áfaneahækka ' skv. þeim á árinu 1972. Ríkissl'órnin ákvað í málefna- samníngi sínum að setja nýja ög- gjöf um réttindi og skyldur opin- MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1972 MÓÐLEIKHÚSIÐ NÝÁRSNÓTTIN 5. sýning í kvöld kl. 20. ALLT í GARÐINUM sýning fimmtudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. NÝÁRSNÓTTIN 6. sýning fööstudag kl. 20. Uppselt. HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning iaugardag kl. 20. NÝÁRSNÓTTIN sýning sunnudag kl 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kL 13,15 til 20. Sími 1-12100. ! Spanskflugan í kvöld, uppselt, Spanskflugan fimmtudag. Kristnihaldið föstudag kl. 20.30 118. sýning. Hjálp laugardag kl. 20.30. Síðasta sinn. Spanskflugan sunnudag, 106. sýning. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. berra starfsmanna, sem veiti þeim samningsrétt og mun hún þegar upp úr næstu áramótum skipa nefnd til þess að undirbúa þá lög- gjöf“. Vilji BSRB ekki fallast á þessa skoðun ríkisstjórnarinnar er opin leið að vísa málinu til sáttasemj- ara og síðar til Kjaradóms. Ríkisstjórninni hefur að sjálf- sögðu aldrei komið annað til hug- ar en að fara að lögum viíð af- greiðslu þessa máls“. íþróttir Framhald af bls. 13 séu vel efnum búnir. Ef við, og þá nefni ég sérstaklega hand- boltann, ætlum ekki að lognast út af á alþjóðavettvangi, verð- ur að fara að koma til meiri og betri aðstoð frá æðri stöð- um. Með því er kannski hægt að fá menn til að vera í íþrótt- um lengur fram eftir ævi, en hætti ekki þegar þeir eru að ná völdum á sinni grein. Þetta voru orð íþróttamanns ársins 1971, Hjalta Einarsson- ar, mannsins, sem hefur unnið hug og hjörtu allra íþróttaunn enda með afrekum sínum á leikvellinum, og þeirra sem hafa kynnzt honum þar fyrir utan, fyrir sína fáguðu fram- komu Hann veit hvað hann er að segja eftir 20 ár sem íþrótta maður á íslandi. —klp.— Erlent yfirlit Framhald af bls. 9. telur að störf hennar sem að- stoðarprests og fulltrúa hjá æskulýðssamtökum, hafi aukið henni skilning á ýmsum þáttum uppeldis- og félagsmála, er muni koma henni að góðum notum sem kirkjumálaráð- herra. Sitthvað bendir til, að hún verði róttæk sem kirkju- málaráðherra, m.a. hefur nún lýst fylgi við frjálsar fóstur- eyðingar. Þá lætur hún óspart ’í ljós, að kirkjan verði að breyta um starfshætti til þess að komast í meiri snertingu við almenning. Meðal annars komi til greina að breyta veru- lega guðsþjónustuforminu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.