Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1972, Blaðsíða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 1973 Árið var landbúnaði Árferði. Árið 1971 var landbún- aði hagstætt, þótt það reyndist kaldara en meðalár á tímabilinu 1931—’60, en var þó hlýrra en árin 1966—’70. Meðaihiti ársins var í Reykjavík 4,5°C eða 0,5°C undir meðallagi, en á Akureyri 2,9°C eða 1,0°C lægri en í meðal- ári. Janúar og nóvember voru sér- lega kaldir en febrúar hlýrri en í meðallagi. Aðra mánu'ði ársins var hitinn frá því að vera í meðal lagi í apríl og maí niður í nokkru lægra, t.d. var hitinn í júní-sept- ember 0,2 °C undir meðallagi i Reykjavík en 1,0 °C lægri en i meðalári á Akureyri. Ársúrkoman var aðeins minni en í meðalári, en var sérstaklega lítil í júní um land allt, aðeins 2 mm í Reykjavík. Sumarið var óvenju sólríkt um 1 nd allt og óvenju hagstætt til heyskapar fram í síð- ari hluta ágúst, en eftir þa'5 til hausts var veðráttan fremur óstöð- ug en næturfrost óvíða til skaða. Veturinn 1970—71 var góðviðra samur og hagar nýttust vel. Kom það sér vel, Því hey voru víða lítil að vöxtum. Hins vegar voru þau óvenju góð og reyndust í senn drýgri í heystæðum og betri til fóðurs en í venjulegu ári. — Sumari'ð og haustið 1970 keyptu bændur, sem verst voru staddir með heyskap öii þau hey, sem föl voru til kaups. Auk þess var strax frá haustnóttum til vors gef- ið óvenju mikið af kjarnfóðri til þess að treina heyin fram úr hvernig sem voraði. Þetta gafst vel. Kýr gerðu gott gagn og sauð- fé og hross gengu ágætlega undan vetri. Samt var víða með minnsta móti tvílembt vegna þess að marg ír bændur tóJdu sig standa svo höllum fæti með fðður, að þeir ólu ekki ær um fengitíma til aukinnar frjósemi. Vorið var góðviðrasamt, og brá bændum við frá hinum óvenju köldu vorum að undanförnu. Að- eins eitt hret gerði á sauðburði og stóð aðeins eina nótt. Samt mun það hafa valdið einhverjum lambadauða hjá þeim, sem enn láta ær bera á víðavangi. Þótt gróður færi fremur snemma af stað þá spratt mjög hægt vegna hinna óvenju miklu þurrka í júní. Sláttur hófst því víða seint og þrátt fyrir eindregna þurrka biðu bændur langt fram eftir júlí og allt firam í ágúst með slátt á mikl- um hluta túnanna í þeirri von að fá meiri uppskeru, af því að aug- ljóst var að háarspretta yrði hvort sem var lítil sem engin. Hey þorn uðu eftir hendinni og verkuðust óvenju vel um land allt, en eru Þó mun léttara fóður en í fyrra, vegna þess hve grös voru víða farin að tréna er tún voru slegin. Kal í túnum frá fyrri árum náði sér furðulega, þar sem borið var á túnin, en þó var langt. frá því. að hin margskemmd r kaltún gæfu meðaluppskeru. Því miður höfðu bændur í sumum kaldari sveitum landsins orðið fyrir því stórfellda tjóni á undanförnum kuldaárum, að fá litla sem enga uppskeru af stórum hluta J.úna sinna, þrátt fyrir venjulega áburöarnotkun. Þetta varð til þess að sumir þeirra báru alls ekki á nest skemmdu túnin s.l. vor og fengu því að sjálfsögðu litla sem enga uppskeru af þeim. 1 þessu efni voru bændur verst settir í Norður-ísafjarðar- sýslu. 1 síðari hluta ágúst gerði óveniulegt hríðaráhlaup á Norð- austurlandi miðað við árstíma. Það byrjaði með bleytuhríð og síðan mikilli fannkomu með frosti. Áhlaup þetta drap þúsundir fjár í afréttum Norðmýlinga og Þingeyinga. Ýmist hrakti fé í læki og aðrar hættur eða fennti til dauða í slökkum og skjólum. Að sjálfsögðu hefur áhlaup þetta líka dregið úr yænleika þess fjár, sem lifði á því svæði sem illviðrið geisaði á, en sumartíð hafiði þar sem annars staðar verið hagstæð fyrir sauðfé Diikar eru undantekn ingarlítið vænir eftir Þurrkasum- ur en rýrir eftir úrfellasumur, þótt fleira hafi áhríf á vaxtarhraða þeirra og þrií. Haustmánuðirnír voru hagstæð- ir bændum. Kúm var hægt að beita á há og grænfóður meðan siíkt entist, en víða var há of 1 ti? til haustbeitar. Sauðfé fór vel með sig frá léttum og fram í nóvember. Sá mánuður var frem Dr. Halldór Pálsson Yfirlit Halldórs Pálssonar búnaðar- málastjóra um land- búnaðinn ur hægviðrasamur þótt kaldur væri, en desember hefur víða um land verði erfiður. Skipzt hafa á blotar og hríðar, svo að snjóalög voru um jól mikil, víða haglaust fyrir fé og sums staðar því nær haglaust fyrir hross á Miðvestur- landi, Suðvesturlandi og á vestan- verðu Norðurlandi. Á Vestfjörð- um hefur minna snjóað en á Mið- vesturlandi og á sunnanverðu land inu hefur tíðarfar í desember ver- ið fremur hagstætt, lítil snjóalög en nokkrir áfreðar. Hin góða hláka síðustu daga ársins hefur nú leyst allan snjó og klaka af láglendi. — Harðærisnefnd var lögð niður á miðju ári eftir að hún hafði lokið við tillögur sínar um aðstoð við bændui ýmist vegna fóður- 1971 Smál. Köfnunarefnis hreint N 12.911 Fosfóráburður P2O5 7.280 Kalíáburður K2O 5.58C Á árinu 1971 var notað 6,4% meira af köfnunarefni, 12,8% meira fosfat og 17,2% meira kalí en 1970. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiddi 24.350 smálestir af Kjarna á árinu 1971, sem er sama magn og framleitt var 1969 en um 7,6% meira en 1970. Áburðarsalan seldi 65,479 smá^, lestir af áburði á árinu 1971, sem er 9,5% aukning frá 1970. Verðlag á innfluttum áburði hækkaði um 6,58% frá 1970, en verð á Kjarna hækkaði um 8,12%. Meðalhækkun á öllum áburði varð 7,18% frá 1970. Uppskera og jarðargróði. Enn hafa ekki borizt skýrslur um fóður birgðir úr öllum hreppum lands- ins, en eftir þeim skýrslum að dæma, sem borizt hafa, er hey- fengur umreiknaður í þurrhey um 37% meiri að rúmtaki en 1970, en þá var hann minni að vöxtum en um alllangt árabil. Enda þótt hey þomu'ðu eftir hendinni í sum ar og séu því óvenju vel verkuð, þá hafa þau mun minna fóðurgildi miðað við rúmtak en í fyrra. Veld ur því bæði ,að hey eru nú óvenju laus í geymslum, vegna þess að í þeim er mikill puntur, og óvíða hitnaði í heyjum, og svo er nú minna fóðurgildi í hverju kg. af töðu en 1971. Þá voru hey óvenju góð, fíngerð og vel verkuð og þurfti þá að meðaltali aðeins 1,8 kg. af töðu í hve-' fóðureiningu en nú þarf að meðaltali 1,9 kg. í fóðureininguna, eftir þeim sýnis- hornum að dæma, sem rannsökuð hafa verið á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti að skorts haustið 1970 eða vegna tjóns af völdum öskufallsins eftir Heklu gosið 5. maí 1970. Vonandi verður árferði svo gott næstu -'rin, að ekki verði þörf á skipun slíkrar nefnd- ar. Áburðarnotkun. Heildarnotkun tilbúins ábunðar síðustu 4 ár hef- ur verið: 1970 1969 1968 Smál. Smál. Smál. 12.150 11.784 11.964 6.460 6.107 6.626 4.765 4.749 5.111 tilstuðlan Búnaðarfélags Islands og Rannsóknarstofnunarinnar. Tað an er nú ekki eins eggjahvítu- auðug og í fyrra. Þá "oru um 89 g. meltanleg hráeggjahvíta í kg. af töiðu en nú aðeins 75 g/kg. Þarf því að gefa eggjahvíturíkára kjarnfóður í vetur en í fyrra. Nú reyndist taðan bezt á Vestfjörð- um, þar þarf að meðaltali aðeins 1,7 kg. í FE, og eru 88 g meltan- leg eggjahvíta í kg, en á Suður- landi eru heyin lökust. Þar þarf 2 kg í FE og eru þar aðeins 70 g meltanleg hráeggjahvíta í bg að meðaltali. Á Miðvestur og Norður- landi þarf um 1,9 kg af töðu í FE. Heildarheyfengur landsmanna mun vart vera meira en 15—20% meiri að fóðurgildi en á síðasta ári. Flestir bændur hafa nægan fóðurforða, en þó munu ýmsir verða fyrir þeim vonbrigðum að heyin reynist ódrýgri en búizt var við eins og á'ður ver að vikið. Heýfengur sumra bænda við ísa- fjarðardjúp og í Strandasýslu og á stöku stað annars staðar á land- inu varð of lítill fyrir bústofninn. Munu flestir hafa bætt úr því með því að kaupa hey úr nærliggj- andi héruðum. Mikið framboð var á heyi og það selt á vægu verði sérstaklega þegar Það var tekið af túnum. Grænfóðuruppskera var víða með mesta móti þar eð grænfóður spratt víða vel en léleg spretta á grænfóðri undanfarin kuldasumur einkum 1970, dró nokkuð úr græn- fóðurrækt, sem hefur annars farið sífellt í vöxt á jndanfömum ár- um. Grænfóður var notað ýmist til votheysgerðar eða til síðsumars Frá skrifstofu ríkisspítalanna Þeir viðskiptaaðilar við ríkisspítalana, sem ekki Land Rover ’68 diesel til sölu. hafa lokið uppgjöri reikninga vegna viðskipta árið Sími 42838. 1971, svo sem kaupmenn, kaupfélög og iðnaðar- menn, eru vinsamlegast beðnir um að framvísa öllum sUkum reikningum á skrifstofuna, Eiríks- Husnao götu 5, fyrir 25. janúar n.k. Reykjavík. 3. janúar 1972 Kona óskast til heimilis- Skrifstofa ríkisspítalanna. starfa sem fyrst, eða frá i 1. febrúar, aðallega til Frá Húsmæðrakennaraskóla Islands hreingerninga, ef til vill Háuhlíð 9 einnig til matreiðslu. Að- eins einn í heimili. Vinnu- 6 vikna dagnámskeið í matreiðslu og heimilisstörf tími eftir samkomulagi Til um hefst þriðjudaginn 18. jan. Innritun í síma boð sendist Tímanum 16145 kl. 10—15 daglega. merkt: „1011“. Skrifstofustúlkur óskast Starfsstúlkur vantar á Kópavogshælið til ræstinga. Vinnutími frá kl. 8 til 13. Upplýsingar gefur ræstingastjórinn, sími 41500. Reykjavík, 3. janúar 1972 Skrifstofa ríkisspítalanna. Kennsla hefst aftur mánudaginn 11. janúar. Enska, margir flokkar fyrir börn og fullorðna, með enskum kennurum; sænska, þýzka, kéramik, félagsmálastörf, barnafatasaumur og bridge. Hjálparflokkur fvrir qagnfræðanemendur í tungu málum og stærðfræði. Innritun þessa viku í síma 42404 frá kl. 2—10. I 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.