Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR G. janúar 1972 Veðurathugunarhúsið á Hveravöllum. (Timamynd Kárl) Drap mink meö gólfskrúbb í baðherberginu á Hveravöllum Veðurathugunarhjónin áttu sérstaklega góS jól í einverunni. SB-Reykjavík, miðvikudag. Haukur Ágústsson, veðurat- hugunarmaður á Hveravöllum, lagði að velli mink í baðher- berginu þar á staðnum á sunnu daginn. Tíininn hringdi í Ilauk í dag, innti hann eftir þessu atviki og auk þess jólahaldinu í óbyggðunum og gcstakomum að Hveravöllum. — Þetta með minkinn er í sjálfu sér ekki stórmerkileg saga, sagði Haukur. — Það er lítið um ferfætt dýr hér á Hveravöllum, ekki nema hund- urinn Eyvindur og kötturinn Halla. Tófur hafa verið hérna, en síðasta tófugrenið var unn- ið í hrauninu hérna fyrir nokkrum árum. Tveir minkar hifa verið drepnir hérna áður. (Óskar Guðmundsson, hóndi á Brú í Biskupstungum drap þann fyrri í ágúst 1970, en Kristján Hjálmarsson, veðurat- huganarmaður þann síðari 31. janúar í fyrra). — Þannig hagar til, hélt Haukur áfram, — að dísilskúr svokallaður er skammt frá íveruhúsinu. Ég var staddur í díselskúrnum um þrjúleytið á sunnudaginn ,þegar mér varð litið út um gluggann og sá eitthvert lágfætt kvikindi skríða eftir fönninni við íveru- húsið. Fyrst hélt ég, að þetta væri tófa og ákvað að láta hana eiga sig. Þegar ég síðan geng heim að húsinu, hafði ég meðferðis skóflu, því ég ætlaði að grafa upp vatnsrás fyrir það vatn, sem safnast við íveruhúsið í þíðu, en rásin var stífluð af krapi. Þá sá ég dýrið koma á móti mér, án þess að það væri hið minnsta hrætt við mig. Þegar ég sá, að þetta var ekki tófa, heldur minkur, hugðist ég reyna að leggia hann að velli og stökk til með skófluna og sigaði Eyvindi. En minkurinn slapp niður í niðurfallsrörið frá húsinu og ég gat ekki náð honum upp þaðan. Um það var þá að ræða, að hann myndi skolast niður í safnþróna og verða til þar, eða koma upp inni í húsinu. Ég fór þá bara inn og þegar liðnar voru um tvær klukku- stundir, heyrði Hilda konan mín, inn í stofu, að verið var að krafsa innan á baðherbergis hurðina. Hún gægðist inn og sá ,þar rennblauta og undar- lega rislága skepnu á miðju golfi. Fyrst hélt Hilda að þetta væri kötturinn Halla, sem hefði verið að sulla, en mundi svo eftir minknum, sem ég hafði sagt henni frá og áttaði sig á, að þarna mundi hann kominn. Hilda náði í mig, með an Eyvindur stóð vörð í dyr- unum. Ég náði mér í gólf- skrúbb, sem ég notaði svo til að ráða niðurlögum minksins. Þetta var svo scm enginn hetju skapur, skepnan var miklu minni en ég, en þessi atburð- ur lífgar svolítið tilveruna hjá okkur. Ekki svo að'skil4', að okkur leiðist, okkur líður mjög vel hérna. — Hvernig var að halda jól í óbyggðum? — Við áttum alveg sérstak- lega góð jól hérna. Þau voru okkur meira virði hérna upp- frá, en mörg undanfarin jól í byggð. Við erum bæði úr Reykjavík og höfum yfirleitt haft mikið að gera flest jól, þar sem við vorum bæði kenn arar og því starfi er mikið stúss samfara við að undirbúa jólaskemmtanir og litlu jólin í skólunum, auk okkar eigin jólaundirbúnings. Hér á Hvera völlum höfðum við ekkert af slíku að segja, og Þar sem hér eru engar verzlanir, hafði mað ur nægan tíma til að njóta þess, að jólin voru að koma, og njóta beirra, meðan þau voru, öfugt við það sem verið hefur í Reykjavík. Við settum hér upp jólatré og jólaskraut og hengdum jólasamstæðu ut- an á dísilskúrinn, svo þetta varð allt mjög jólalegt. Að vísu var veðrið ekki jólaveður, fyrst þíða, þá geysileg rign- ing og slydda og hvassviðri, svo maður varð að berjast út og inn hverju sinni. En það skyggði ekki á jólagleðina. — Hvenær fenguð þið síð- ast heimsókn? — Þann 7. desember komu hingað menn frá Selfossi. Fyrirliði leiðangursins var Ól- afur fshólm, lögregluþjónn á Selfossi. Ólafur er orðinn fast- ur liður í lífinu hérna, hann hefur haft það fyrir venju síð- an menn fóru að vera hér upp frá, að koma hingað á hverju ári í desember og aftur þeg- ar fer að vora. Hann er orðinn eins konar milliliður milli Hveravalla og umheimsins. —¦ ——*¦*¦*¦*¦*—*¦*¦—********* Fólk sem ekki þekkist SjónvarplS hæftlr sf-undum á þaS aS taka tll meðferðar mál í þeim mæll, aS áhorfendur búast viö aS þátturinn springi í loft upp áður en honum lýkur. Þess eSlis var þáttur, sem sýndur var á þriSjudagskvöld- IS og nefndist verkalýSur og vinnu- veitendur. Var ekkl aS sökum aS spyrja aS eitthvaS gerSlst tíSinda ( hlnu merka tæki fyrst Ólafur Ragnar Grímsson er kominn þangað [ annaS sinn meS þátt. Vonandi tekst svo til í þetta sinn, að um einhverja viSdvöl verSi aS ræSa, þvi sannleik- urinn er sá, að hvað sem liður delld- um meiningum um einstaka efnis- atriðl, þé þorir þó Ólafur Ragnar að vera til, sem verSur aS teljast kostur, sem ráSi úrslitum, þar sem 'eikna má meS aS forráSamönnum sfónvarpsins þyki nokkur rxkur í því að halda áhorfendum við tækið. Ólafur Ragnar sér svo um að halda þátttakendum við efnið. Þessi fyrsti þáttur Ólafs Ragnars bar nokkurn keim af Dagsbrúnar- fundi, þegar Ebbi og GuSmundur J. eru aS bera samnlngstilboS undlr atkvæSi. Menn láta svo sem til sín heyra á slikum fundum, þótt þeir kalli varla fram t fyrir forustu- mönnum sínum, og segi aS málflutn- Ingur þeirra sé frá því um 1750, eins og gerSist > sionvarpsþættinum. Annars er það athyglisvert. hvwt djúp er staðfest rrilli launþega og vinnuveitenda, i em m.a. virSis' stafa af því, aS þessir aðilar haf-i aldrei mætzt til viSræðna fyrr en 'ph þarna i sjónvarpinu. Þeír úr launþeqa. stétt, sem höfSu uppi mest frammi. köll voru f sannkölluSum stríðshug. Það mun þurfa lanovarandi stvinnu- lýðræðl til að lægja slíkar ðldvr. Margt má af svona sjónvarpsfundi læra. Hvorugur aSMa, hvorki, vinnu- j veitendur eða vorkalýður, vlrSist j geta lagt á borðið einhverjar þær lausnir á gagnkvæmu vantrausti, sem að haldi mega koma. Samvlnnu- form, atvinnulýSræði eða eignar- hluti í fyrirtækjum eiga sina and- mælendur. Jafnvel forusta verka- lýðsins virðist ligg|a undir skothríð fyrir aS semja. Allt bendir þetta tll þess aS slagurinn sé enn í nokkrum metum, slagsins vegna, og menn horfi meira beint út úr sínum bæjar dyrum en þelr hafi stóra yfirsýn yfir sviðið. Nú, þetta ættu svo sem ekki að vera nein tiðindi. ísland var ekkl heimsmethafi f verkföllum af ástæðulausu. Hins vagar liggur i augum uppi, að viðræðufundir milli vlnnuveitenda og launþega á al- mennum grundvelli væru næsta þarfir, þótt ekki væri til annars en eySa þeim misskilningi aS einn sé stöSugt aS reyna ef svíkja annan. Tvö hundruS þúsund hræður. sem tala sama tungumáliS ættu ekki aS þurfa aS þrefa um bókhaldiS. Jón Skaftason kjörinn í í or- sætisnefnd Norðurfandaráðs KJ—Reykjavík, miðvikudag. Fulltrúar Alþingis í Norður- landaráði héldu fund með sér í gær, og vax þá Jón Skaftason al- þingismaður kjörinn í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, en auk þess var fulltrúum skipað í nefnd ir. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heldur fund i Stokkhólmi um miðjan þennan mánuð, og situr Jón Skaftason þann fund ásamt Friðjóni Sigurðssyni skrifstofu- stjóra Alþingis, en hann er fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Norð urlandaráðs. Á fundinum í Stokk hólmi verður rætt um undirbúning að þingi Norðurlandaráðs, sem að Flenzan fer hægt FB—Reykjavík, mánudag. Svo virðist, sem bólusetningar- herferðin gegn in".uensunni hafi borið tilætlaðan árangur, þar serni svo til ekkert hefur frétzt af flenxu hér á landi að undanförnu. Blað- ið fékk þær upply^ingar hjá horg- arlæknisembættinu, að uðeins einn læknir heíði hringt þangað og skýrt frá því, að hann hefði fengið tilfelli, sem nær fullvist væri að væri flenzan, og var þar um a® ræða sjúkling, sem nýkom- inn var frá Málmey í Svíþjóð Af öðrum tilfellum.hefur ekki frétzt, og séu þau einhver ,eru þau svo fá og dreifð, að ekki hefur verið talið í frásögur færandi. Færðin yfir Möðrudals- öræfi eins og að sumarlagi ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. í nótt fór lest vöruflutningabíla frá Austurlandi yfir Möðrudals- öræfi og gekk sú ferð mjög vel. Meðal vöruflutningabílanna voru tveir bflar fráyNeskaupstað og höfðuim við saníband við bílstjór- ann á öðrum þeirra, er bílarnir -voru komnir í Húnavatnssýslu. Þar sem talstöðvarsamband var ekki gott gátum við lítið rætt við bíl- stjórann, en hann sagði okkur þó, að færðin yfir öræfin hefði verið mjög góð, og væri hún ekki mik- ið verri en að sumarlagi. Á sjálf- um öræfuriuim eru smáskaflar hér og þar, en þeir eru það harðir að öll farartæki ættu að geta kom- izt yfir þá. Það hefur ekki gerzt siðan 1955, að farið hefur verið yfir Möðru- dalsöræfi á þessum árstíma. Fyrirlestur Hagalíns SvarthöfSI. Fyrirlestrar Guðmundar G. Haealín í Háskólanum hefjast at't- ur í dag, fimmtudag, og a3 bessu sinni kl. 18,15. Hagalír. mun ræða um Sveinbjörn ivgilsson. Öliurn er hfimill aðgangur að fyririescrir- um. þessu sinni veiður haldið í Hels- ingfors og hefst 19. febrúar. Fulltrúar íslands í efnahags- málanefnd eru Jóhann Hafstein o? Jón Skaftason. í félagsniála- nefnd er Bjarni Guðnason, í laga- nefnd Matthías Á. Matthíesen, í mennináarmálanefnd Gylfi Þ. Gíslason,. í samgöngumálanefnd Gils Guðmundsson og í upplýsinga- og ritnefnd Gylfi Þ. Gfelasnn og Gils Guðmunofson. Jón Skaftason Á víðavangi Framhald af bls. 3. að, sem er okkar lang mikil- vægasti og bezti markaður og mikill meirihluti allra við- skipta okkar fer fram í doll- urum. Þessi ákvörðun var tvi- mælalaust rétt og hafði lang minnsta röskun í för með sér fyrir íslenzkt efnahags- og at- vinnulíf iniöað við þá valkosti viðbragða gegn áhrifum, sem íslenzk stjórnvöld áttu enga sök á. Þessi ákvörðun ríkis- ( stjórnarinnar hefur heldur ekki verið gagnrýnd opinber- lega af neinum sem röng ákvörðun, fyrr en þessi skæt- ingur kemur frá foringja stærsta stjórnarandstöðuflokks ins í áramótahugvekju. Ef Jó- hann Hafstein vill gagnrýna þessa ákvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar er honum það heimilt og ef hann telur hana ranga, er honum beinlínis skylt að gera það. En Jóhann Hafstein verður að skilja það fyrr en síðar, ef hann ætlar 1 sér að halda formannsstöðu í stærsta stjórnmálaflokki lands- ins), að það eru gerðar kröfur til þess að frá manni í þeirri stöðu, komi málefnaleg rök í stað skætings, og þess vegna verður ekki komizt hjá því nú að spyrja Jóhann Hafstein: Hvað vildi hann þá gera, fyrst hann er ekki ánægður með þá ákvörðun íslenzku ríkisstjórn- arinnar um að halda óhreyttu stofngengi islenzkrar krónu gagnvart dollar? Svari Jóhann ekki, staðfestir það aðeins hvers eðlis áramótahugv?Ma hans er. — TK Flug Framhald a+ bls 16 en þotur lentu þar 3.051 sinnum, sem er 46% aukning frá 1970. — Á Reyk.iavíkurflugvelli lentu far- þegaflugvélar innanlands 9.849 sinnum, sem er 31% aukning mið að við 1970. Farþegaflugvélar milli landa lentu 689 sinnum á Reykjavíkurflugvelli og er það 29.4% aukning frá árinu á undan. 35 sinnum lentu herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári og 7.356 sinnum lentu smáflug vélar har.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.