Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1972, Blaðsíða 8
<*átaiíj. TIMINN starfsemi í Rangfærslur um veiðiskapinn þar hraktar V FIMMTUDAGUR 6. janúar 1972 Vegna rangfærslu í frétt, sem birtist í Tímanum 1. desember s. 1., um starf- semi Fiskiræktarfélagsins Látravík á Snæfellsnesi, langar mig undirritaðan til að gera leiðréttingar og athugasemdir. Vænti ég þess, aS þetta grein- arkorn mitt ásamt nauðsynleg- um myndskýringum birtist hið bráðasta í blaðinu, þar sem ég er þess fullviss að ritstjórnin vilji hafa það í blaðinu, sewi ?annara reynist. Fyrirsögnin á fyrrgreindri frétt á baksíðu blaðsins var með stóiru letri og bar yfir- skriftina: „Dregið f/rir í sjó við Lárós", gefur þannig les- endum blaðsins til kynna að verið sé að fremja óhæfuverk gagnvart fiskrækt í landinu. Eins og fram kom i fréttinni, hafði þetta mál verið rætt á aðalfundi Landssambands stangaveiðimanna. Hafði því verið varpað þar inn sem eins konar sprengju, er skyldi springa svo um munaði. Fáein- ir fundarmenn studdu þennan málflutning og því rangt, sem segir í fyrrnefndri frétt, að m'ög margir fundarmenn hafi talið að hér vær um beina laxveiði í sjó að ræða. Á fyrrnefndum fundi stanga- veiðimanna voru veittar hlut- lægar upplýsingar um þá starfsemi, sem rekin hefur ver- ið í Lárósi og fyrrgreindar rang færslur því hraktar. ÞaS gefur þess vegna þeim fundarmanni ekki góðan vitnisburð, sem var heimildarmaður blaðsins, að hann skuli halda uppteknum hætti, þrátt fyrir að málið hafi verið upplýst fyllilega á fund- inum. Veiðin fengin á ósasvæði. Veiðiskapur sá, sem stundað ur var í Lárósi í sumar, fór fram í tilbúnu lóni, scm er á ósasvæ'ði Lárvatns. En utan ytri takmarka ósasvæðis telst vera sjór, samanber skilgrein- ingu laxvfiðilaganna. Er lón þetta hluti af fiskræktarsvæði félagsins, gert af mannavöld- um eins og lýst verður hér á eftir, og er á umráðasvæði fisk- ræktarfélagsins. 200 aðilar í Látravíkur- félaginu. f fiskræktarfélaginu Látra- vík- h.f. eru rúmlega 200 félags menn, sem búsettir eru í öll- um landsfjórðungum, úr nær öllum „stéttum" og starfshóp- um þjóðfélagsins. Nánar tiltek- ið eru þeir úr 36 starfsgreinum auk atvinnufyrirtækja og fé- laga, þar á meðal veiðiréttar- eigendur og stangaveiðifélag Reykjavíkur. Allir hafa þessir aðilar lagt fram sinn skerf til stuðnings aukinnar fiskræktar í landinu af óeigingjörnum hvötum, og án sérhagsmuna- sjónarmiða. Veiðimálastofnunin hefur frá byrjun fylgzt náið með fram- vindu þessara mála, og veitt okkur stuðning og' hvatningu. Einnig höfum við notið ómetan legs stuðnings frá ýmsum Eyr- sveitungum. Undirbúningur og fram- kvæmdir. Undirbúning «ð framkvæmd um til fiskræktar og fiskhalds í Látravík hófum við Ingólfur Bjarnason árið 1963, eftir að hafa athugað staðhætti og sann færzt um, að með stíflugerð í og stíflugarðinum, sem fyrr var getið. Ræktunarsvæði Látravíkur stækkaði því um fimm hektara frá því sem áður var, þ.e. 160 hektarar, að viðbættum þess- um fimm hekturum, sem gerir í allt 165 hektarar. Til viðmið- unar, við ræktunarsvæðið má nefna Meðalfellsvatn í Kjós, sem mun vera um 180 hektarar að flatarmáli. 1968 9 þús. sjógöngu- seiði. 1969 10 þús. sjógöngu- seiði. 1969 5 þús. sumaralin 1969 30 þús. kviðpoka- seiði (heimaklak). Vorið 1970 voru sett út 550 þúsund kviðpokaseiði úr eigin kiaki ag sl. sumar voru sett út 400 þúsund fcviðpokaseiði (eig- Á miSri myndinni sézt lóniS 160 ha. og Víkur.Rifið sem er lVi km á lengd. Var þaS hækkaS um 2,4 metra. Tll vinstri i framhaldi af Rifinu, sést stíflugarSurinn yfir Lárós, eins og ósinn var upphaflega, sem er 300 metrar á lengd. Milli garSsendans og fasta tandsins, er Flóðgáttin, gildrur og yfirfall, þar utan viö er ytra lóniS, eins og þríhyrningur i laglnu. Frá útrennsll lónslns, er vatnsfarvegurlnn sem sést neSst á myndinni, um 400 metra langur til sjávar. Nýja Sand-RifiS sést til hægri handar og utan viS ytra LóniS. Lárósi með tilheyrandi flóðgátt og yfirfalli, væru þarna mjög hagstæð skilyrði til fiskrækt- ar, bæði í fersku vatni og sjó- blönduðu vatni. Hinn 17. nóvember 1965 var lokið við stíflugerðina. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og margt komið í ljós í sambandi við tilraun þessa, sem gagn mun verða að í fram- tíðinni við uppbyggingu ann- arra fiskræktar- og fiskhalds- stöðva hér á landi. Skömmu eftir gerð fyrr- greindrar stíflu, fór að bera á breytingu á ósnum framan við hana. Sandur tók að hlaðast UPP, nýtt rif tók að myndast. f maí 1967 voru gerðar viðeíg andi ráðstafanir til þess að örva rifmyndunina og til að hafa vald á henni. Ráðstafanir þessar voru í þvi fólgnar, að reknir voru niður glrðingar- staurar, og á þá strengdur tvö- faldur gaddavir. Stóðu staur- arnir metra upp úr sandinum, sem hafði safnazt þarna fyrir. Á gaddavírinn hloðst þang og þari, sem sandurinn stöðvaðist við, þannig að að tveimur árum liðnum var sandurinn búinn að kaffæra girðinguna, og vel það. Nam hækkunin á rifinu það miklu, að á stórstraumsflæðum vatnar rétt yfir það. 165 hektara ræktunarsvæði. Fyrir innan hið nýja rif myndaðist því lón þar sem ós- inn var áður. Lónið er 5 hekt- arar að stærð (50 pús. fer- metrar). Ós fiskræktairstöðv- arinnar er nú um 400 metra frá ytri mörkum þessa lóns, eða 800 metra út frá flóðgáttinni Lausn vandamála. Tvær ástæður má nefna fyr- ir því, að okkur bar nauðsyn til að stækka athafnasvæði okk ar með þessu nýja lóni: 1. Stiflugarðurinn er gerður úr stórgrýti og jarðvegi, og því ekki sem þéttastur sums staðar, en sumt af endurheimta laxinum stöðvaðist að meira eða minna leyti þar sem vatnið rennur gegnum garðinn. 2. Við myndun ytra rifsins og hækkun þess fyrir tilstilli okk- ar, er ekki lengur fyrir hendi sú hætta á tjóni sem áður var vegna hafróts. Félagið hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af þeim sökum, en það var í ágúst 1965. Telja má víst, að tjónið hefði ekki orðið ef ytra rifið hefði þá verið fyrir hendi. 1500 þúsund laxaseiði sett út. Þeim til glöggvunar, sem áhuga hafa á laxfiskaræktun, skal í stórum drattum drepið á það helzta í starfsemi félagsins hvað útsetningu laxaseiða snert ir: Árið 1964 30 þús. sumaralin seiði. 1965 10 þús. sumaralin seiði. 1966 80 þús. sumaralin seiði. 1966 60 þús. sjógöngu- seiði. 1967 45 þús. sjógöngu- seiði. 1967 25 þús.sumaralin seiði. 1968 75 þús. kviðpoka- sejði. 1968 167 þús. sumaralin seiði. ið klak). Alls verða þetta því um 1500 þúsund laxaseiði. 4 þús. fullvaxnir laxar endurheimtir . Varðandi endurheimtur á laxi, hefur lax endurveiðzt, sem hér segin 1966 2 laxar, 1967 230 laxar, 1968 320 laxar, 19«9 311 laxar, 1970 620 laxar og a... sumar 2564 laxar. Alls eru þetta rúmlega fjögur þúsund laxar. Þyngstu laxarnir 1969 voru 18 pund, en 1970 voru þeir 22 pund og 1971 26 pund. Nokkuð af endurheimta laxinum var sleppt til frjálsrar hrygningar í vatninu, en auk þess hefur alltaf sloppið eitt- hvað af ótöldum laxi inn í vatnið. Langmestur hluti af laxinum var þó varið til klaks og uppbyggingar stofnsins. Nú er í klakhúsi Látravikur nokkuð á aðra milljón laxa- hrogna, auk bleikjuhrogna og hrogna úr vatnalaxi, sem virð- ist dafna vel í Lárvatni. Um áramótin næstu mun verða lokið við að merkja og flytja til sjávar um 500 klak- laxa, sem enn eru í geymslu- þróm í Innri- og Ytri-Láfcravík. Lokaorð. Ég get ekki látið svo lokið þessari grein án þess að tjá hug minn í því efni, að ég harma það að reynt sé að gera starfsemi okkar í Lárósi tor- tryggilega og þar með valda okk ur skaða og tjóni, eins og skrif þau, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, bera með sér. Sú nýjung í fiskieldi, sem við Látravíkurmenn erum að vinna að, af miklum vilja en minni getu, m.a. vegna fjárhagserfið leika, hefur reynzt okkur afar þung í skauti. Þegar við sjáum svo góðan árangur af starfinu, eins og sumarið 1971 sýndi, er það okkur óskiljanlegt að menn skuli reyna að bregða fyrir okk ur fæti, eins og raunin var á með fréttinni hér í blaðinu 1. desember s.l. og aðdragandi hennar. Virðingarfyllst, 29. desember 1971. Jón Sveinsson, f.h. Látravíkur h.f. ATHUGASEMD RITSTJÓRA: Það skal tekið fram vegna að finnsja greinarhöfundar út af frétt blaðsins, að þegar stjórn Landssambands stangveiði- manna sendi út fréttatilkynn- ingu um aðalfundinn var hvergi minnzt á þær umræð- ur, sem urðu út af veiðinni við Lárós. Var þó þarna um stórt atriði að ræða, sem snerti veiðiréttareigendur á norðan- verðu Snæfellsnesi. Þeir veiði- réttareigendur eru stangaveiði menn ekki síður en aðrir með- limir Landssambandsins, 'og eiga því fullan rétt á því, að viðhorf þeirra til veiðanna vic Lárós komi fram, nema svo beri að skilja að ósveiðin komi þeim ekki við. Mátti álíta eftir þeim gögnum, sem bárust frá stjórn Landssambandsins, eftir aðalfundinn, þar sem ekki var minnzt á sjónarmið veiðiréttar- hafa á norðanverðu Snæfells- nesi, að þeir nytu ekki þeirrar sanngirni. sem /ætlazt er ti! if þeim aðilum, sem sendu út fréttir if fundinurn- En þar sem um er að ræða landssanv band manna er veíða á stöng. s'amkvæmt nafngiftinni, hefði mátt ætla að stjórn sambands- ins léti sig þetta mál varða á annan hátt en þann að þegja um það. Til þess að fara ekki að dæmi stjórnar landssambands- ins í þessu máli, var þess gætt við öflun fréttarinnar í blaðið, að leita ekki heimilda meðal þeirra, sem sótt höfðu málið á aðalfundinum. Var leitað til manns, sem er hluthafi í Lárós- fyrirtækinu, og hefur hann ekki gert athugasemdir við það, sem eftir honum er haft í fréttinni. Við það verða þeir, sem eru áhugamenn um fyrir- drátt við Lárós að una. Þykir rétt að þetta komi hér fram. syo einhveriii- af veiðirettar- eigendum á norðanverðu Snæ- fellsnesi séu ekki af ástæðu- lausu taldir heimiidarmenn að fréttinni. en á því virðist allur málatilbúnaðurinn byggjast. Væri nær að þeir. sem settir hafa verið til þess að gæta rétt ar stdiig\eiðimanna í landinu reyndu að skýra þessi raál i stað þess að þegja á bak við yfirlýsingar eins og þá, sem birt.t hér að framan. — IGÞ jjiirmsnmmFrifflnrrvi H M ' '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.