Tíminn - 27.01.1972, Síða 9

Tíminn - 27.01.1972, Síða 9
FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972 'HlVlliMN 9 í The Living Theatre, er flutt af eldmóði og ofsa. Stefnt er gagngert að því að snúa mönn- um til réttrar trúar. Munurinn á bandarísku „listamönnunum" og þeim sænsku er aðeins sá, að þeir fyrrnefndu eru komnir alla leið upp í prédikunarstól- inn, þar sem aftur á móti þeir síðarnefndu eru bara komnir hálfa leið. Þeir eru enn á milli sviðs og stóls, en hugur þeirra stefnir í „rétta“ átt. Vinnubrögðum er lýst svo í leikskrá: „Viðfangsefnið er rætt, leikarar spinna (impró- visera) út frá hugmyndum, sem kvikna, smám saman verða heil atriði til og jafnvel fest á blað“. Nokkru neðar er eftirfárandi orðum bætt við: „En ef vel á að vera þarf ritfærni og hug- myndaauðgi við að búa hugs- anir í búning og Kent Ander- son er ekki síður snjall rithöf- undur en leikari.“ Mér er það hreinasta ráðgáta hvernig grein arhöfundur fer að því að koma þessu tvennu heim og saman. Eru „allir þátttakendur“ „höf- undar hugmyndanna" en Kent Anderson og ef til vill fleiri hins vegar höfundar sjálfs verksins? — Eftiir þetta þanka- strik, gefst ég hreinlega upp. Höfundar Sandkassans virðast því miður fylgja blindri ein- stefnu í málflutningi og ádeilu. Þótt sum skeyti þeirra hitti f mark, gera hin ýmist að geiga eða fljúga lágt yfir flatneskjuna, sem er þeim svo nær. Staða barna og unglinga í velferðar- ríki er hér mjög til umræðu, svo og uppeldismál og sitthvað fleira Svíarnir vilja ólmir skella allri skuld á þjóðfélag og velferðar- hugsjónir, foreldra og a®ra-upp- alendur fyrir „ríkjandi" ófremd- ar ástand í öllum uppeldis- og fræðslumálum. Barnanna er rík- ið og dýrðin, rétturinn og vizkan. Foreldranna er smæðin og smán- in, órétturinn og fáfræðin. Stærri spámenn hefðu eflaust gefið í skyn með duldari orðum. að við værum í rauninni öll undir sömu sökina seld, en það er önnur saga, og hitt er satt, að minni spámennirnir eru ekki mínir menn og sízt af öllu þessir vel- fenðarhrjáðu Svíar. Ef það er rétt, að Sandkassinn sé „bezta sænska „leikritið" á síðari árum“, þá er risið á sænskum leikskáld- skap auðsjáanlega ekki himin- hátt. Enda þótt verkið sé ekki nema tveggja ára gamalt hljóm- ar samt boðskapur þess, hversu kynlegt sem það má nú kallast, eins og gömul plata, gömul tugga eða leiðari í dagblaði frá því í fyrra. I ljóði eftir Kahlil Gibran, sem birtist í leikskrá standa þessar Frh á bls. 14 ærdómsrík Ekki veit ég, hve ráðgert er aö saga Matthiasar i Kaldrananesi komi út i mörgum bindum, en jafn augljóst sem það er, að hún eigi er- indi á prent, er hitt vist, að mesta hætta hennar er sú, að hún verði of löng. Þeim sem búa slikar bækur undir prentun eða rita úr stórum efnissjóði, er vandi á höndum i þessu efni, og oftast verður saman- tektin of löng. Hið góða nýtur sin ekki, og hið sérstæða týnist, ef þar er of margt af hinu almenna og al- genga, sem fylgir hverjum manni, hverjum bæ og sveit. t þessari bók hefði ýmsu mátt sleppa að ósekju, svo að betur kæmi fram lif og starf sérstæðs manns og kjör og lif- shættir, sem nú eru úr sögu, og þvi forvitnilegt fróöleiksefni nýjum kynslóðum. Þrátt fyrir það veröur að telja sögu Matthiasar á Kaldrananesi allgóöan feng i sögu- sjóðinn. —AK. Mörgum er snjórinn til óþæginda, en hann er þaö ekki i Artúnsbrekkunni, eða öðrum brekkum, þaö sem ungviðið leikur sér þessa daga. Timinn brá sér i Artúnsbrekkuna til aö skoða mannlifið, það sem heita mátti að það væri á fleygiferð, og bæöi búið að bregöa undir sig sleðum og skiðum. Þó að norðarlega sé, þá vill jafnvel bera svo við, þegar menn hafa æft sig og undirbúið undir ný afrek i snjóiþróttum,að snjóinn vantar. Og nýlegt er dæmi þess að skiðahótelið i Hliðarfjalli skortir aðeins eitt, og það er snjór. En i Artúnsbrekkunni erum við ekki i neinum vanda. Sleöafærið er ágætt og unga fólkið veltist á öllum endum undan brekkunni. Annars þarf ekki að lasta sjnó- inn, þótt fólk leiki sér ekki i honum. Hann hefur löngum verið til margs hentugur. Og illa heföi Grænlendingum liðið, heföu þeir ekki haft snjó hér fyrr á timum, þar sem hibýli þeirra hafa lengst af verið gerð úr snjó. Þá höfum við notað snjóinn á ýmsan veg, þótt þvi hafi ekki verið haldiö á lofti, enda óþægindin af honum skyggt á kostina. Þegar öll vötn voru i klakaböndum á veturna, þótti gott aö gefa skepnum snjó viðþorsta. Og þess eru dæmi, að menn hafi lært að draga til stafs á snjó, þegar bæði skorti blek og penna. Nú, og menn björguöu lifi sinu með vi að grafa sig i snjó, kannski villtir á heiöum uppi undir nótt. En ailt þetta var viðsfjarri i Artúnsbrekkunni, þar sem þessar myndir voru teknar. Þarna er snjórinn á við heilan Tivoligarð, og ekkert getur komiö i staðinn fyrir fallega og hála brekku, þegar nota skal hana undir sleða og skiði. Málið færi aftur á móti að vandast,ef menn ætluðu um svona finan stað á bilum eða ein- hverjum öðrum tryllitækjum. Nútiminn á ekki heima i svona fallegri sleðabrekku. Það er eins og með margt annað i veröldinni, að gjafir náttúrunnar eru beztar, þegar maöurinn lætur sem allra minnst skilja á milli sin og þeirra. (Timamyndir—Gunnar).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.