Tíminn - 27.01.1972, Side 12

Tíminn - 27.01.1972, Side 12
12 TÍMINN FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 23 daga, cn sótti fast uim nœtur, forð aðist ég firða, flakkið lúar geð. Um hraungarða lcngi halda náði hálf- og alvilltur. I,oks sá ég blasa brúnaljósum Borgar- þennan -fjörð. Guðný tiðum grét af lúa, genigust bcrar tær, fleiður kom á fætur báðar, fossaði blóð þar úr. Ég vair sinnu súr í svoddan skíta- túr. Fyrsti bær sem við komum að, var bær föður þins, og er því saga mín á enda. Nú amar alls ekkert að, nema hvað við lifum í ósæmileigri sam- búð. Prestarnjr kalla það frillu- lifnað, og sogist imikið á því, ef upp kemst, því samkvæmt lögum imá enginn ógiftur barn eiga, þá or hýðing og harðræði. Það yirði tusk að úr okkur, ef það kærnist upp, að við óigift drykkjum af bikar værðarinnar undir sömu hvílu- tjölduim. Hrísvöndurinn imundi ógna okkur, ef gripdeild imín á Guðnýju fengi að ganga rétta rás gegnum grasaigraut heimsins. Á Gamlatestamentis-dögum hefðu svona lagaðar kvennakreddur fyr- irgefizt. 'Þeir bjuggu þ.á f'áir við eina konu. Ég hefði þagað, en sá nú að Guðný var farin að gráta, og sagði því: — Ég get hjálpað ykkur. Lög vor eru auðvitað andstæð þessu framferði, en þó vil ég freista til, en þið verðið að samsinna hvað eina, sem ég segi. Þið eruð í ill- um viðjum, en eldraun ástarinn- ar er viðfiræg hetja, sem jafnan sigurinn fær um heim gjörvallan. Ég get svo hátíðlega sett mig inní hitabeiskju ykkar innra manns. Við skulum nú sjá! Takið þið nú eftir. Að þessu sumri liðnu hefi ég einsett mér að heilsa vetrin um á þann hátt, að halda brúð- kaup mitt á mánudaginn fyrsta í vetri, en gefa ykkur saman á sunnudaginn fyrsta í vetri. Má þannig nota sömu veizluna handa okkur báðum. Þið bíðið bara yfir nóttina, svona eins og á brúðair- bekknum. Þið drckkið svo veizlu ykkar í sameiningu við mig. Ég kann ekki við að gifta ykkur sama dag og ég gifti mig, því ég get trauðla hnýtt hnút á hjóna- band ykkar til lögmætrar fulln- ustu, nema ljúga öðru hvoru orði. Ég kann heldur ekki við að ég steypi þessum lyginnar hjónahnút yfir ykkur inn við altari kristi- legrar kiirkju, heldur hugsa ég mér að fá gestastofu gamla kenniföðurs míns og pússa ykkur þar saman. Mér skal ekki fatast, og allt skal verða formlegt, gifting- arvotlorðið færi ég sjálfur inní ; kirkjubókina, tek svo afrit af því aftur og fæ ykkur það, svo þið igeti vottað að þið séuð í kristi- .legu hjónabandi, ef þið skylduð jflytja í fjærliggjandi sveitir, og í 'því trausti að ég beri sigurinn úr : býtum, skulið þið liifa róleg. Þau þökkuðu mcð fögrurn orð- um og kvaddi ég þau svo og fór. Sumarið leið, við sátum í ró, fjár- hjarðir runnu úr réttum. Heimt- ur kölluðust igóðar. Heytóttiir voru hátt upp bornar, ánægjubros lék á börum ýta allra. Á samanrekstr- ar dögum struku bændur stórurn sauðum, firnm og sex vctra göml- um, og þegar út var hleypt, teygðu úr hópnum forustusauð- iir, hötttóttir og hélusvartir, gol- móóttir og mórauðir. Sunnudag- urinn fyrsti í vetri lagði nú fram lófana og bauð Án igóðan og gæfu isaiman brúðkaupsdag. Fuglarnir kvökuðu í fjallahlíðunum og ikváðu burtfararkveðjur sínar. Þeir sögðust flýja sveitina í bráð. Hjarðsveinar huskuðu hátt í birekkum, en kvenfólkið reið til kirkjunnar, því tíðin var frosta- lítil. Klárar skarpan skriðu, skeiðs á sprettinum. Humm, huimim, humm! Þegar ég kom voru brúð- hjónin komin til kirkju og litu til mín angurblíðum vonaraug- um. Messugjörðin fór fljótt og skörulcga fram. Þegar úti var og allir voru í þvögu úti fyrir kirkjudyrum, bað ég mér hljóðs. Prestur var á flugfart inn, en stanzaði nú. Ég byrjaði á þessa leið: — Maður nokkur hefir dvalið undir handleiðslu föður míns yfiir fyrirfarandi áraskeið, Án að nafni, og kona hans Geirþrúður að nafni, persónur þessar eru fæddar og uppaldar austur undir Eyjafjöllum. Þau hafa kvartað um það við mig að þegar þau hafi gengið inní hjónaband fyirir rúm- um sex áruim, hafi þau verið lát- in sverja þann trúnaðareið, að igifta sig sjöunda hvert ár, Ég hcfi í mörgu tilliti útlagt það fyrir þeim að þetta séu kórvillur, sem hvergi eigi sér stað, og það sé óhugsandi að þau hafi tckið rétt eftir þessu og slíku sé ekki gegn- andi. Þau ha'fa bæði viðurkennt það, að þau hafi verið til muna slompuð af brennivíni á þessum sínum viðhafnar brúðkaupsdegi. Þau segja að ættingjar sínir hafi saigt sér, að það væri ekkert líf án vínsins, og hver einustu kær- ustupör yrðu og ættu að súpa þétt inginn á sínum hátíðlega heiðurs- degi af frönsku korn-brennivíni. Þau vilja nú í dag gifta sig að nýju, og er mín vinsamlega bón til sóknarprestsins míns, að hann lofi mér að halda vígslu þess, og 1022. KROSSGÁTA Lárétt 1) Hylki. — 5) Fugl. — 7) Kjaftur. — 9) Andi. — 11) Eins. — 12) Kyrrð. — 13) Rödd. — 15) Gutl. — 16) Púki. — 18) Kátur. — Lóðrétt 1) Saumur. — 2) Röð. — 3) Stór. — 4) Klukku. — 6) Fáráðlingur. — 8) Slæm. — 10) Timabila. — 14) Svik. — 15) Her. — 17) Guð. — Ráðning á gátu No. 1021 Lárétt 1) Magnar. — 5) Ort. — 7) Náð. — 9) Agn. — 11) In. — ennfremur bið ég hann að lofa mér að færa giftingarvottorðið inní kirkjubók vors safnaðar, sam kvæmt nútíðarlögum. Af því okk- ur virðist þetta einkennilegt, álít ég vel við eiga að hjónavígslan fram fari í gestastofu prestsins, ef hann vill svo vel gera að ljá mér hana til starfa þessa, ennfremur verð ég að biðja prest minn um hempu og handbók. Óska ég svo að þeir, sem hér eru viðstaddir, sýni imér þá velvild, og beri þá virðingu fyrir hjónuim þessuim, að gera svo vel að ganga inní stof- una og hlýða á meðan ég hnýti hnútinn á og innsigla hann svo með lakki minnar blessunar. Ég vitna hér með að ég sé búinn að taka lögmæta prestvígslu og skoða ég mig því fullgildan prókúrator, til allra prestverka, ef á liggur. Setji menn útá mig til þessarar tjáðu hjónavígslu, bið ég þá að kveða fljótt upp með það, eða þegi þeir síðar. Jæja, það er þá allt í sátt og sameiningu, og byrj- ar þá þessi háleita og imikilsverða athöfn, svaramenn verða þeir Runólfur á Rana og Brandur á Beinhöll, en vígsluvottar eru þeir Þrándur í Götu og Þrymill á Þyrli. Þá bið ég hringjarann að tilkynna klukkunum, hvað til stendur og biðja þær að gera sér sjálfum ekki minnkun með því að þegja nú. 12) Lú. — 13) Nam. — 15) Hæi. — 16) óró. — 17) Státin. Lóðrétt 1) Máninn. — 2) Goð. — 3) Nr. — 4) Ata. — 6) Snúinn. — 8) Ana. — 10) Glæ. — 14) Mót. — 15) Hót. 17) Rá. — Krossgáta dagsins D R E K I — Viltu að ég finni vin þinn Ranger Jim? — Nei, Tonto,það dimmir bráðum, ég fer einn og dulbúinn. Næsta morgun... — Jæja, er þetta sannfærandi? — Já, svei mér. Brátt... — Jæja, nú ertu búinn að hvíla þig nóg og það er bezt fyrir þig að fara aö muna hvar grimuklæddi vinurinn þinn heldur til. — Ég.. ég get ekki enn munað hver ég er..ekki heldur neinn svona mann. — Hættið aö tala um þennan Walker. Hann veit ekkert um okkur. — Við vitum það ekki. — Aðan var hann að leii a I klefanum þinum. — Stöðvaöu hann, við gerum afganginn, Bella. —Nei, viö erum þegar búin aö drepa nóg. — Ætlar þú aö fara fyrir borð lika? Okkur Sam væri ekkert á móti skapi aö skipta bara I tvennt. — Þegar hann kemur út um miönættiö, verður þú þar mmmh FIMMTUDAGUR 27. janúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Hólmfríður Þórhallsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Fjósköttur inn segir frá“, eftir Gustav Sandgren (2). Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Húsmæðraþáttur kl. 10.25 (endurt. þáttur frá s.l. þriðjud. DK). Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur GG). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Ég er forvitinn Þessi þáttur fjallar um nýja sambýlishætti. Umsjónarmaður: Helga Gunnarsdóttir. 15.15 Miðdegistónleikar: Musica Antiqua Kammerhliómsveitin í Munchen og Heinz Hollig- er leika Óbókonsert í C-dúr (K285d) eftir Mozart; Hans Stadlmair stj. Ferdinand Conrad blokkflautuleikari, Johannes Koch lágfiðluleik ari og Hugo Ruf sembal- leikari flytja Tríósónötu í d-moll eftir Johann Christ- oph Pepusch og Tríósónötu í F-dúr eftir Antonio Lotti. 16.15 Veðurfregnir. Reykj avíkurpistill Páll Heiðar Jónsson segir frá. — Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartími barnanna Jón Stefánsson sér um þátt inn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19 00 F>-éttir. Tilkynr.ingar. 19.30 í sjónhending Sveinn Sæmundsson talar við Pétur sjómann Péturs- son. 20.00 Gestur í útvarpssal: Philip Jenkins píanóleikari frá Akureyri leikur „Valses nobles et sentimentales" eftir Maurice Ravel. 20.15 Leikrit: „Pabbi minn átti líka bikar“. (Jtvarpsleikrit eftir Per Gunnar Evander. 21.00 Sinfóníuhljómsveit íslands heldur hljómleika í Háskóla bíói. hina fyrstu á síðari hluta starfsársins. Stjórnandi: Jindrich Rohan frá Prag. — Einleikari á fiðlu: Leon Spierer frá Berlín a) „Læti“ eftir Þorkel Sig- urbjörnsson (frum- flutningur). b) Fiðlukonsert nr. 3 f G- dúr (K216) eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. 21.45 Ljóð eftir Jóhann Sigur- jónsson. — Elín Guðjóns- dóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Rannsóknir og fræði Jón Hnefill Aðalsteinsson, fil. lic. ræðir við Þorbjörn Broddason lektor. 22.45 Frá erlendum útvarps- stöðvum: a) Elisa Gabbel frá fsrael Eddie og Finbar Furey frá írlandi syngja lög frá heimalöndum sínum á alþjóðlegri þjóðlaga- hátíð í Frankfurt. b) „Swingle-kórinn" syng- ur verk eftir Bach, Mozart og Hándel á sumarhátíð í Dubrovnik 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.