Tíminn - 29.01.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 29.01.1972, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 TÍMINN 5 Eitt fyrsta barn af hverjum fjórum i Frakklandi kemur undir utan hjónabands, að þvi nýleg skoðanakönnun leiddi i ljós. Einnig kom fram, að meðal- giftingaraldur franskra kvenna er 23 ár, en karlmanna 26 ár. Verkamenn kvænast yngstir, en bændur siðastir allra, 27 — 28 ára. Giftingaraldur kvenna er hinn sami i öllum starfsgreinum, nema hvað aðeins er hægt að sjá mun á hvað menntakonur giftast seinna hinum, og þvi meira, sem kona er menntuð, þvi minni likur á, að hún eignist barn utan hjónabands. Kvennablaðið ELLE gerði skoðanakönnun og þar kom i ljós, að fóstureyðingar i Frakk- landi eru næstum milljón á ári, og 10% þeirra hjá stúlkum yngri en 15 ára. Það stórkostlegasta i þessari skoðanakönnun var, að blaðið lét 12 unglingsstúlkur segja foreldrum sinum, að þær væru ófriskar, aðeins til að kanna við- brögð þeirra. Þau voru aðeins tvenns konar. — Við verðum að flytja, eða — Ég þekki ágætis fóstureyðara. Helmingur mæðranna tók fréttunum illa, að þvi er blaðið sagði. Ein móðirin sagði, að þetta væri skömm fyrir fjölskylduna. Dýragarðurinn i Basel i Sviss á heimsmet i nashyrninga- ffæðingum. Nashyrningamóðir- in, sem á þetta nýfædda krtli á myndinni, varð amma rétt eftir að þessi dóttir fæddist. Barna- barnið var tólfta nashyrnings- barnið, sem fæddist i dýragarði þessum, og er það algjört heimsmet. Ef einhver skyldi vilja óska ömmunni til ham- ingju, þá heitir hún Joymthi og heimilisfangið er áður nefnt. Litli snáðinn með kúluhattinn heitir Russell Lewis og er sagður ákflega hæfileikamikill leikari. Hann leikur engan annan en Win- ston Churchill i nýrri fram- haldssjónvarpsmynd um þann góða mann. Russel litli leikur þó aðeins Churchill sem barn, í Leningrad er hafin bygg- ing stærsta tankskips í Sovét ríkjunum, sem heita skal Mír og á að verða 180.000 tonn. Það var í hönnunarstof- unni Baltsjúdoprojekt, sem teikningarnar af Mír urðu til. Það var einmitt á þeim stað, sem fyrsta tegund sovézkra tankskipa var hönnuð skömmu eftir stríð, Kazbek- gerðin svokallaða. Þessi hönn unarstofa teiknaði einnig Sofíu-gerðina, en þeir tankar hafa verið stærstir í SSSR hingað til, en Mír mun geta tekið þrefalt meiri farm. — Lengd skipsins verður 293 m. að sögn yfirverkfræðingsins, N. Rodinovs, en breiddin 45 m. Hæðin frá kili til efstu hæðar yfirbyggingarinnar verður 52 m., eða eins og 17 hæða íbúðarhús. Skipið á að geta siglt stanzlaust 80 sólar- hringa án þess að þurfa að taka eldsneyti, matvæli eða vatn, og getur á þeim tíma lagt að baki rösklega 20 þús. mílur. Hraðinn verður 17 hnútar, vélarafl 30 þúsund hestöfl. En til hvers er verið að byggja svona stór tankskip? Hönnuðir þess svara því til, að eftir því sem tankskip sé stærra, þeim mun ódýrara sé en hann virðist hafa ágætis- vald á hlutverkinu. Churchill var á þessum aldri varla farinn aó reykja vindla, en ekki verður betur séð, en hann hafi þarna þegar tamið sér sigurmerki sitt:,,V for vic- tory” — til sigurs. það í rekstri. Á flutningaleið inni Svartahaf—Ítalía getur Sofía flutt út 1500 þús. tonn á ári, en Mír 4500 þús. Mír mun eyða 36 prósent minna eldsneyti á hestafl. saman- borið við Sofíu. Áhöfnin verður 36 manns, eða um helmingi færri en á Sofíu. Til að tryggja öryggi í stjórn þessa mikla bákns, sér- staklega í þröngum sundum og í höfnum, er sérstakur út- búnaður, búinn tölvu. Sjálf- virkni verður einnig beitt við stjórn aðalaflvélarinnar, sem og við lestun og uppskipun. Mír verður ekki lengi að skipa upp olíunni, hann er með þrjár dælur, sem tæma tankana, alla 13, á 10—12 tímum. Aðalgeymirinn nær borða milli og gegnir því hlutverki að draga úr veltu. Undir geymunum er botninn tvöfaldur til að koma í veg fyrir olíuleka, jafnvel þó svo að skipið renni á grunn. Sér- stakt gaseyðingarkerfi kem- ur í veg fyrir sprengihættu. Að sjálfsögðu er reynt að gera aðbúnað áhafnar sem beztan. Hún mun búa í ein- menningsklefum, sérstök lækningadeild verður á skip- inu ásamt opnum „íþrótta- velli“ og flotsundlaug. smakkað vin i hálfan mánuð. — Hvað finnst prófessornum svo um konur? spurði blaöamaðurinn prófessorinn, sem var afskaplega viðutan. — Konur? svaraði prófessorinn og strauk sér um ennið. — Eru það ekki þær, sem ganga aftur á bak, þegar maður dansar? — Pabbi minn og mamma eru skyld, þess vegna er ég svona likur sjálfum mér. — Þú ert svo gremjulegur á svipinn Jón. Hvað er að? — Það er hreint ekki svo litið.l gærkvöldi varð billinn minn bensinlaus og ég fann ekkert betra ráð en hella á hann einni viský- flösku, þeirri, sem ég ætlaði að geyma til afmælisins. Fimm minútum seinna stanzaði svo lögreglan mig fyrir aö aka með þokukennd framljós... Falleg ung stúlka i finum pels kom inn i apóteki og bað að láta skipta seðli i smátt. *iðan steig hún á vigtina, en greip andann á lofti, þegar hún sá hvar visirinn stanzaði. Þá fór hún úr pelsinum, settiannan pening i, en var samt ekki ánægð, sparkaði af sér skónum og reyndi aftur. Þá fór hún úr peysunni, en þegar hún steig niður af vigtinni, kom apó- tekarinn með fullan lófann af smápeningum og sagði: — Hér eftir er það á minn kostnað, fröken. — Dóttir min hefur erfti tón- listargáfur minar og sonurinn fjármálavit föður sins. DENNI DÆMALAUSI — Mér finnst þetta ekki góður biti. Má ég reyna aftur?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.