Tíminn - 29.01.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 29.01.1972, Qupperneq 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 Vann í perugetraun Um sl&astliðin áramót cfndi Smjörliki, h.f. til getraunar. HeitiO var að verðlauna þá, sem gætu nefnt hve margar perur væru á jóiatrénu á Austurvelli. Mikill fjöldi tók þátt i þvi að leysa þrautina, en engum tókst að finna réttu töluna, sem var 211. Dregið var um verðlaun þeirra, sem næstir voru réttri lausn. Fyrstu verðlaun (talið frá hægri) hlaut Kristján Júliusson, Reykja- vik, kr. 4000 og kassa af Jurta Smjörliki. Valur Guðnason tók við 1000 króna verðlaunum fyrir fyrir hönd frænda sins Guð- mundar Þorvar&arsonar I Stykkishólmi, og Agúst Hinriks- son hlaut einnig 1000 króna verð- laun. Byggjum ódýrari vegi 4 segir Sverrir Runólfsson OÓ—Reykjavik. Tæpast hefur farið fram hjá neinum að Sverrir Runólfsson, vegagerðarmaður, er mikill áhugamaður um sitt fag, sem hann vann við i Ameriku i mörg ár. Þykir Sverri landar sinir sitja heldur aftarlega á merinni hvað viövikur vegagerð og vill bæta þar úr. Það sem einkum vakir fyrir Sverri er að leggja vegi á Islandi á hagkvæmari hátt en nú er gert, að gera vegalagningu ódýrari og fljótvirkari en nú tiðk- ast. Hefur hann barizt fyrir þessu hugöarefni sinu af eldmóði hug- sjónamannsins, og verið óspar að lýsa kostum vélarinnar góðu „The Mix In Place”, sem er vegagerðartæki, er Sverrir telur eitt hæfa til aö leggja vegi á hag- kvæman hátt. Aftur á móti eru þær aðferöir, sem hér eru notaðar við vegagerö, alltof dýrar að mati Sverris, og felst kostnaðurinn að miklu leyti i þvi,að efni til veganna er flutt um langan veg, en með vélasam- stæðum þeim, sem Sverrir hefur ávallt i huga,er hægt að nota þann jarðveg, sem fyrir hendi er hverju sinni sem efni i vegina. Nú hefur Sverrir sent frá sér svar við greinargerð Vegagerðar rikisins og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, sem þessir aðilar birtu i fyrra, vegna um- mæla og staðhæfinga Sverris um vegalagningu. I svarinu segir m.a.: Þaö eru til hundruö bindiefna, þvi til sönnunar vitna ég I bréf, sem ég fékk frá formanni jarð- vegsbindingarnefndar Vega- „Stolnu” veskin týnd á heimili eigandans OÓ—Reykjavik. — Það hefði verið nær að gefa stelpunum upp sima- númerin okkar þegar þær báðu um það. Þá heföum við ekki lent i þessu veseni, sögðu piltarnir tveir, sem sagt var frá i siðprentaöri frétt i Timanum i gær. Var þar skýrl frá þvi að þeir hefðu stolið tveim kvenveskjum og voru 10 þús. kr. i öðru þeirra. Var „þjófnaðurinn” kærður. En þegar betur var að gáð stálu strákarnir aldrei neinu, þvi þegar þeir urðu þess varir, að veskin voru i bilnum, eftir að þeir voru búnir aö yfirgefa stúlkurnar við Umferða- miöstöðina, fóru þeir þegar heim til einnar þeirra og skiluðu veskjunum. Þar tóku börn viö þeim og gleymdu að segja til þeirra. Þegar svo piltarnir sáu i blöðunum að þeirra var leitað fyrir þjófnað, höfðu þeir samband viö lög- regluna. Fóru lögreglumenn I viðkomandi hús og fundu veskin uppi á hillu, þar sem börnin létu þau, strax eftir aö þeim var skilaö. Piltarnir segja, að stúlk- urnar hafi komið að bil þeirra á bilastæðinu, þar sem Hótel lsland stóð eitt sinn, og hafi beðið þá að aka sér heim. Tóku þeir vel i það en þá vildu stúlkurnar fara ýmsa útúr- dúra og nefndu við þá hvort þeir vildu nú ekki vera svo vænir og aka þeim enn lengri túra næsta dag. Vildu þær fá heimilisföng þeirra og sima- númer,en eins og penum pilt- um sæmir;gáfu þeir hvorugt upp. Svo var ekið að Umferða- miöstöðinni og fóru stúlkurnar þar inn, en strákunum kom saman um að timi væri til kominn að slita kunnings- skapnum og brunuðu á brott. Klukkustund siöar urðu þeir varir við veskin i bilnum og fóru með þau heim til einnar stúlknanna, en heimilisfang hennar var á skilrikjum i veskinu. Heföu þeir gefið upp sima- númer sin, hefði verið auövelt að hafa samband við þá og hið sanna um verustað veskjanna komið I íjós. byggingamanna Ameriku, par segir: Um 200—250 tegundir af asfalti (penetration asphalt cement) hafa verið notaðar með hreyfanlegri blöndunarstöð i Iowa og Minnisota rikjum. I greinargerðinni segir: „Þar sem ekki er til gott steinefni af náttúrunnar hendi, hafa þær (aðferðirnar: mitt innskot) valdið byltingu i vega- og flug- vallagerð”, ennfremur segir: „Hér á landi er viðast hægt að fá góða og ódýra möl”. Þá er mér spurn. Hvers vegna er verið að flytja oliumöl hér, mörg hundruð km? Þvi miður talar greinargerðin ekki um kostnað og endingu vega hér, i samanburði við erlendis. Ef ég hef fengið réttar tölur frá efna- framleiðendum, verktökum, oliu- félögum hér og lika frá greinar- gerðinni, þá reiknast mér til að blöndunarkostnaður hjá Oliumöl h.f., sé yfir 600 kr. á rúmmetrann. Að minu áliti (samkvæmt verk- skýrslum og reynslu.sem ég hef) ætti blöndunarkostnaður á rúm- metrann að vera milli 25—30 kr. Mér er sagt að olian i rúm- metrann kosti hér c.a. 300 kr. Ef rúmmetranum er breytt i 20 parta (5 cm. þykk slitlög, sem yfirleitt eru lögð hér), kostar olian i'hvern fermetra 15 kr. Þaö er hægt að nota tveggja cm. slit- lag ofan á bundna undirstöðu, ef umferðin er litil (en aldrei undir 10 tonna öxlaþungatak- marki). I greininni „Lime (kalk) Stabilization” eftir R.S. Boynton segir: A stærri vegaverkefnum hefur kostnaður á fermetrann komizt niður i 28 kr. 1 þessu verði var efni, blöndun, lagning og völtun innifalin. Við verðum að komast I þá aöstööu, aö hver km. af tveggja akreina varanlegum, fullgerðum vegi kosti okkur ekki meira en c.a. tvær millj. kr. (undirbúningur upp aö efstu 8 tommunum c.a. 100 kr. (einn dollar), næstu 6 tommurnar c.a. 30 kr. (30 cent) og slitlagið ca. 43 kr. (43 cent). Þannig mundu tvær millj. á km. gefa c.a. 15% ágóða á verkunum, sem mér finnst sann- gjarnt, og yfirleitt er reiknað með. Þegar þetta tekst, þá væri ekki langt aö biða þar til vega- kerfi landsins veröur mönnum bjóðandi. Það eina sem gildir i vegagerö er, hvað kostar fermetrinn og hvað endist hann lengi? Margir góðir gestir hjá sinfóníunni SB—Reykjavik. Siðara misseriit sinfóniuhljóm- sveitarinnar er nú hafið og stjórn- aði Jindrich Rohan frá Ungverja- landi fyrstu hijómleikunum. Aörir stjórnendur á misserinu verða þeir Proinnsias O’Duinn, Valclav Smetacek, Róbert A. Ottósson og Bodan Wodiczko. Af einleikurum má nefna þá Endre Granat, fiðluleikara, pia nó 1 e ika ra na Rudolf Firkussny, Alicia de Larrocha og Gisla Magnússon? óbóleikarann Sidney Sutcliffe og norsku söng- konuna Aase Nordmo Lövberg. Fyrsti einleikarinn var fiðlu- leikarinn Leon Spierer frá Berlin. Þá mun hljómsveitin flytja Te Deum eftir Dvorack og ein- Góð loðnu- veiði út af Alviðru- hömrum ÞÓ-Reykjavik. Nú eru loðnubátarnir byrjaðir að veiða af fullum krafti eftir bræluna, og hafa þeir verið að veiðum á svæðinu frá Skarðsfjöru að Alviðruhömrum. Vitað var um 22 skip, sem voru iögð af stað tii lands með samtals 5750 lestir, og voru skipin með frá 190 uppi 400 lestir hvert. Jakob Jakobsson leiðangurs- stjóri á Arna Friðriksyni sagði, að i brælunni hefði loðnan gengið hratt vestur á bóginn og væri nú ekki vart við neina loönu á svæð inu austan við Ingdlfshöfða að Hrollaugseyjum. Um seinni gönguna, sem Arni fann 60 rnilur A-N-A af Glettinganesi, sagði Jakob, að þar hefði verið um mjög mikið magn að ræða, en hluti af þeirri göngu væri ókyn- þroska loðna og sú loðna kemur ekki á miðin i vetur. Þeir á Arna gátu ekki athugað gönguna nema i 4-5 tima vegna veðurs, en fundu samt mjög góðar torfur. Bátarnir, sem fengu loðnu i dag; héldu flestir til Vestmannaeyja, en þangað er um 6 tima sigling. Búizt var við brælu á miðunum i kvöld. Loðnuver&ið komið söngvarar þar verða Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson. Aukatónleikar verða einnig haldnir, og mun tónlist þeirra verða við sem flestra hæfi. Hinir fyrri verða i Laugardalshöll 22. april og mun Carmen Dragon stjórna þar eigin útsetningum. Hinir siðari verða i Háskólabiói 18. mai undir stjórn hins viðfræga og vinsæla Willy Boskowskys. Héraðslæknir i Hveragerði Þórhalli B. Ólafssyni hefur verið veittembættihéraðslæknis i Hveragerði, frá og með 1. janúar að telja. Laugardaginn 29.jan. verðurj^ 40. sýningin á Höfuðsmanninumi) frá Köpenick I Þjóðleikhúsinu.j Leikurinn var frumsýndur i lob- september s.l. og hefur verií. uppselt á flestum sýningunx leiksins siðan. Um 20.500 leikhúsgestir hafa séð^ sýninguna, og má telja það^ frábæra aðsókn. Árni Tryggvason hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sina á hinu langa og erfiða titilhlutverki. Ef veður leyfir, mun lúðrasveit leika nokkur lög áður en sýning hefst nk. laugardag, úti á skyggni Þjóðleikhússins. Myndin er af Árna i hlutverki höfuðmannsins. 4. listmnna uppboðið A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins á miðviku- daginn, var ákveðið lágmarks- verð á loðnu til bræöslu frá byrjun loðnuvertiðar til 15. mai n.k. Frá byrjun loðnuvertiðar til 29. febrúar, er verðið 1.20 kr. á hvert kiló. Frá 1. marz til 15. mai verður veröið 1.10 kr. kilóið. Verðið, sem gildir i febrúar^er 5 aurum lægra pr. kiló en i fyrra, og stafar lækkunin af hinu mikla verðfalli, sem orðið hefur á lýsi og mjöli að undanförnu. Verðið er miðað við loðnuna komna i flutningstæki viö hlið veiðiskips eða löndunartæki verksmiðju. Samkomulag varð i nefndinni um gildistima verðákvöröunar- innar og um að skipta honum i tvö verðtimabil. Ennfremur varð samkomulag um, aö verðmis- munur milli timabila skuli vera 10 aurar á hvert kiló. Knútur Bruun heldur fjórða listmunauppboö sitt i Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 31. jan. n.k. og hefst það kl. 17.00. Á upp- boði þessu verða seldar bækur og verða þær sýndar aö Grettisgötu 8 laugardaginn 29. jan. milli kl. 14 og 18 og i Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 31. jan. milli kl. 10 f.h. og 16 e.h. A uppboðinu verða boðin upp alls 100 númer, svo sem veriö hefur á öðrum uppboðum til þessa.en margar bækur, sem seldar verða á uppboðinu eru mjög eftirsóttar og koma sjaldan fram til sölu. Sem dæmi má nefna: Þórarinn Böðvarsson: Lestrarbók handa alþýðu á Islandi, gefin út i Kaupmanna- höfn 1874. Jón Þorkelsson: Supplement til islandske ord- böger I — IV. Samling gefin út i Kaupmannahöfn og Reykjavik 1876 — 99. Þrír seldu erlendis Þó-Reykjavik. Þrir togarar seldu afla erlendis á fimmtudag. 1 Þýzkalandi seldi Narfi 127.3 tonn fyrir 119 þúsund mörk og er meðalveröið 25.40 kr. 1 Bretlandi seldu Harðbakur og Karlsefni. Harðbakur seldi 128.3 lestir I Grimsby fyrir 17.372 pund og er meðalverðið 30.70 kr„ Karlsefni seldi 86 lestir i Hull fyrir 11.863 pund og er meðalverðið 32.30 kr. Þetta voru siöustu sölur is- lenzkra togara erlendis i þess- ari viku, en i næstu viku munu 3—4 togarar selja i Bretlandi og Þýzkalandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.