Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 6
6 iumr\ i\ SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 Menn og málofni Þjóolífsbylting 20. aldarinnar Þessi mynd er tekin ofan af hamrinum I Hafnarfiröi, þaðan sér vltf yfir bæinn, og fyrir miðju á myndinni er Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, þar sem starfað hafa fjölmargir verkamenn, félagsmenn Hlifar I Hafnarfirði, sem um þessar mundir minnist 65 ára af- mælis sins. (Timamynd Guðjön Einarsson) Aldamótakynslóðin Sú kynslóö, sem fæddist i kringum aldamótin, eru þeir menn i sögu mannkyns, sem mestar byltingar hafa lifaö i búskapar- og atvinnuháttum. Þær breytingar, sem orðiö hafa á öllum sviðum mannlifs á ævi- skeiöi þessara menna,eru meiri og stórbrotnari en þær breytingar, sem uröu á mörgum öldum samanlagt. Tilefni þessara hugleiöinga er 65 ára afmæli Verkamanna- félagsins Hlifar i Hafnarfirði. Þeir menn, sem voru ungir menn að hefja starfsævi sina, þegar Hlif var stofnuð áriö 1907, tilheyra þeirri kynslóö, sem enn lifir og hefur reynt hinar stórkostlegu bréytingar og framfarir. A siðasta áratug 19. aldar hófst nýtt timabil I atvinnuháttum ts- lendinga. Þá hófst stórfelldur vöxtur þilskipastólsins og sú efling sjávarútvegsins, er þar af leiddi, lagöi gruninni. aö þeirri þjóöfélagsbyltingu, sem orðiö hefur á Islandi á þessari öld. Fólk flutti unnvörpum úr sveitum landsins og til útgerðarstaöanna, sem stækkuðu óÓum. Þar mynd- aðist á skömmum tima ný stétt i þjóöfélaginu, stétt daglauna- manna. Þá var öldin önnur Á fyrstu árum aldarinnar var ástandiö I hagsmunamálum hinnar ungu verkalýösstéttar viö sjávarsiöuna harla bágboriö. Hin mesta óregla rikti um alla dag- launavinnu. Kaupmenn, út- geröarmenn og aörir atvinnu- rekendur réöu einir öllu um kjörin og notfæröu sér þá aöstööu óspart. Vinnutiminn var þá alger- lega óákveöinn og oftast goldiö sama lága kaupiö, hvenær sólar- hrings sem unnið var. Þar viö bættist, aö daglaunamenn höföu engan fastan tima til aö neyta matar. Kauiö var ekki aöeins lágt, heldur fékkst þaö lengi vej ekki greitt I peningum. Uröu verka- menn þvi aö taka þaö út i rán- dýrum vörum, þar sem atvinnu- rekandinn réö veröinu. Kjör verkakvenna voru ennþá verri en verkamanna. Konur fengu allt aö bvi helmingi lægra kauD en karl- menn, og voru þó þráfaldlega látnar stunda hvers konar strit- og erfiöisvinnu. Hafnarf jörður 1907 Astandiö var svipaö i Hafnar- firöi á þessum árum og öörum út- gerðarbæjum, og áreiöanlega ekkert betra en annars staöar. Einn af forystumönnum Verka- mannafélagsins Hlifar i Hafnar- firöi, frá fyrstu baráttuárum félagsins, Guðmundur Jónasson, hefur dregið upp glögga mynd af kjörum og aöbúnaöi daglauna- fólks i Hafnarfiröi, eins og þaö var um þær mundir, sem Verka- mannafélagiö Hlif, sem nú á 65 ára afmæli, var stofnaö. Guömundi segist svo frð: „Vinnutilhögun i þá daga var þannig.aö verkafólk fór til vinnu kl. 6 aö morgni, og var svo unniö sleitulaust meöan verkiö entist. Þá þekktist þaö ekki, aö kallaö væritil matar eöa I kaffi. Heima- fólkiö, konur og_ börn, uröu að færa matinn á vinnustaöinn. Ég man mörg dæmi þess, aö unniö var samfleytt i 36 tima, t.d. viö afgreiöslu skipa og þvi um likt. Enga hvild var aö fá og engan ák- veömn tlma til matar. Menn gleyptu matinn þar sem þeir stóöu er hann kom, I skipum, i flæöarmáli eöa himandi undir búshliö — og hvernig sem veörið var. Ég fullyröi, aö þetta var ekkert annað en ómenning af verstu teg- und, engin skynsamleg ástæöa var fyrir þessu. Atvinnurekendur græddu ekki vitundarögn á þessu framferði, og verkamenn misstu heilsuna á þessu, þegar til lengdar lét, Þaö var ekki fyrr en verkalýösfélögin tóku til starfa, aö þetta var afnumiö, svo að þaö má segja, aö þau hafi ekki aöeins unniö aö hækkuöu kaupi verka- fólks.heldur einnig aukið menn- ingu þess og hrundiö ómenning- unni af því”. Fyrstu sigrarnir Tvennt var þaö einkum, sem forvigismenn Hllfar töldu brýna nauösyn aö fá bætur ráönar á þegar i staö. Annaö voru kaupgjaldsmálin, hitt var vinnutiminn. Kaupgjald var um þessar mundir mjög lágt, kaup karlmanna frá 18 aurum til 25 aura um timann, en kven- mannskaupið 12 1/2 eyrir. Vinnu- timanum hefur þegar veriö lýst. Hann var oft ótakmarkaöur og sama kaupgjald greitt hvenær sólarhringsins sem unniö var. Þetta hugöist „Hlif” aö fá lagaö, m.a. meö hærri kauptaxta fyrir eftirvinnu og helgidagavinnu. Auglýsti félagiö kauptaxta sinn voriö 1907, og mætti hann vægari móspyrnu af hálfu atvinnu- rekenda en viö heföi mátt bdast, þar eö um allmikla kauphækkun var aö ræöa. En atvinnurekendur voru ósamtaka, útgeröin kraföist mikils starfsliðs, og var hin „frjálsa samkeppni” látin ráöa um það, hverjum tækist bezt aö tryggja sér vinnuafliö. Aö visu ýföust sumir atvinnurekendur allmjög fyrst, er taxtinn kom fram, en sú mótspyrna hjaönaði fljótt, og var kauptaxti þessi i gildi um fimm ára skeiö. Hér haföi þegar unnizt veru- legur sigur. Mikiö munaöi um þá kauphækkun, sem félagiö hafði knúiö fram. Hitt var ekki siöur mikils viröi, að meö setningu kauptaxtans átti verkafólkið i fyrsta skipti hlut að þvi að ákv- eða, hvaö það skyldi bera úr býtum iyrir vinnu slna. Aöur höfðu atvinnurekendur ákveöið kaupiö algerlega aö eigin geö- þótta. Hér eftir komust þeir ekki fram hjá þeirri staöreynd, að vinnuseljendur, verkamennirnir sjálfir, vildu hafa nokkuö að segja um þaö, hvernig vinna þeirra var verðlögö. Aldamótakynslóöin, sem enn lifir, man þessa tlö og veit af eigin raun, hve mjög hefur breytzt til hins betra i kjörum fólks. En þvi er þetta rifjað nú uppítilefni af- mælis Hllfar, aö hinar yngri kyn- slóðir viröast oft gleyma, hve gifurlegt framlag aldamóta- kynslóðin hefur lagt til þeirrar uppbyggingar á Islandi, sem vel- megun okkar grundvallast nú á. Frá þvi þjóðfélagi, sem lýst hefur verið hér aö framan fáum oröum, hefur islenzkt. þjóöfélag breytzt i þjóðfélag jafnaöar og vel- megunar.Þótt enn megi margt til betri vegar færa á Islandi I átt til aukins félagslegs réttlætis, er kannski hvergi I heiminum unnt aö finna sambærilegt mannfélag þar sem meiri jöfnuöur rikir meöal manna en hér á Islandi. Þótt enn betur skuli gert,er ekki ástæöa til aö gleyma þvi, sem áunnizt hefur og þakka þeim, sem stærsta hlutdeild eiga I þeim stór- kostlegu umbótum, sem oröiö hafa I islenzku þjóöfélagi á þessari öld. Fiskeldi f sjó Rikisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um fiskeldi i sjó. Erlendis hafa um langt skeiö verið geröar tilraunir meö eldi sjávarfiska og vatnafiska i sjó eöa sjóblöndu,og ostrurækt hefur vlöa verið mikilvæg atvinnugrein um langan aldur. Hér á landi vaknaði áhugi á fiskrækt I sjó fyrir nokkrum ára- tugum. Alþingi setti t.d. lög um ostrurækt og friðun tiltekinna svæöa á fjörðum inni vegna ostruræktar árið 1939. Tildrög þeirrar lagasetningar var reyndar málaleitun frá sænsku félagi, sem hafði áhuga á slikri starfsemi I islenzkum fjörðum. Ekkert varö þó af framkvæmdum Svia og átti siöari heimsstyrjöldin m.a. þátt I þvi. Þessi lög eru enn i gildi. Máliö var tekiö upp aö nýju á Alþingi I strlöslok og áriö 1945 var gerð þingsályktun um athugun á fiskrækt i Hamarsfiröi i Suöur- Múlasýslu og áriö eftir sams konar ályktun um rannsókn á möguleikum til fiskræktar i Hvammsfiröi. Ekkert varö hins vegar af framkvæmdum á þessu sviði fyrr en hafin var ræktun silungs og lax i sjóblönduöu vatni i Lárósi á Snæfellsnesi. A Alþingi 1959 var samþykkt þingsályktunartillaga á þá leiö,að skorað var á ríkisstjórnina aö koma upp klak- og eldisstöö fyrir lax og silung á hentugum stað á landinu, svo fljótt sem viö yrði komið, á grundvelli lax- og silungsveiöilaganna frá 1957. 1 fylgiskjölum var þess þá getiö, aö meöal helztu verkefna tilrauna- eldisstöðvar rikisin*yrðu tilraunir með klak og eldi laxkynjaöra fiska i fersku vatni, sjóblöndu og sjó. Lögum samkvæmt er Hafrann- sóknastofnuninni falið aö annast rannsóknir á fiskirækt og öllu þvi, er að fiskirækt lýtur. Stofnunin hefur hins vegar ekki getað sinnt þeim málum mikið. En áhuginn á málinu dvinaði ekki á Alþingi, þvi á þinginu 1966 komu fram tvær þingsályktunar- tillögur, sem lutu að þvl að at- hugun yrði gerð á möguleikum á ræktun nytjafiska I sjó hér viö land, til aö mynda I fjöröum eöa sjávarlónum. Var þar einnig gert ráð fyrir ræktun sjávarfiska. Þessar tillögur voru samþykktar 1967, og 1970 samþykkti Alþingi ennfremur ályktun um rannsókn á því, hvort hagkvæmt gæti veriö aö koma upp fiskrækt I Húnaflóa og i öðrum fjörðum norðanlands. Enn hetur litið verið aðhafzt i málinu, en I fjárlögum fyrir árið 1971 og 1972 er þó 300þúsund króna fjárveiting til fiskiræktar I sjó. Af þessum málflutningi á Al-' þingi sést greinilega/ aö áhuga skortir ekki áþessu máli, þótt Utiö hafi enn oröiðaf framkvæmdum. Ræktun nytjafiska til búsílags verði raunveruleiki Núverandi rikisstjórn hyggst reyna að stuðla að þvi aö þessir draumar um ræktun nytjafiska til búsilags I islenzkum þjóðar- búskap veröi aö veruleika. Þess vegna m.a. vill rikisstjórnin setja löggöf um þessi mál. Eldi sjávar- fiska er enn á tilraunastigi og þess vegna er ekki rétt,aö I slíkar framkvæmdir veröi ráöizt nema fengin sé umsögn þeirra aöila, sem bezt þekkja til, enda getur verið um ráöstafanir að ræða, sem snerta almannahagsmuni. Frumvarp rikisstjórnarinnar kveður á um skilyrði fyrir heimildum til fiskræktar i sjó. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.