Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.02.1972, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 6. febrúar 1972 TÍMINN 7 Ferðaþjónustan og landsbyggðin Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Jónas Jóns- son og Gísli Guðmundsson, hafa nýlega flutt þings- ályktunartillögu um að ríkisstjórnin „láti fara fram gagngera athugun og endurskoðun á skipan og fram- kvæmd ferðamála, með sérstöku tilliti til þess, að ferðaþjónusta geti orðið traustur atvinnuvegur sem víðast um byggðir landsins, og að þróun ferðamála verði til stuðnings við æskilega þróun landsbyggðar“. í greinargerð tillögunnar eru m.a. færð þessi rök fyrir henni: Ferðaþjónusta er þegar orðin stór þáttur í atvinnu- lífi landsmanna. Þarna eru augljósir enn meiri vaxtar- möguleikar, en miklu skiptir, hvernig á málunum verður haldið. í þessum fjölbreytilega atvinnuvegi eru ótrúlega miklir möguleikar á rekstri smárra sem stórra eininga. Hann getur því verið til mikils stuðnings og uppfyll- ingar í byggðarlögum með einhæft atvinnulíf. Þannig hefur ferðaþjónustan ekki síður vaxtarskilyrði 1 strjál- býli en þéttbýli. Ferðaþjónusta bænda og sveitafólks er í mörgum löndum gildur þáttur í atvinnulífi byggða, sem hafa mikil ferða- og útilífsverðmæti, en e.t.v. tak- mörkuð skilyrði til almenns búrekstrar. Það er reynsla þeirra þjóða, þar sem svo hagar til, að leggist hinn almenni búskapur niður í slíkum héruðum og fólk flytjist burt, tapa þau við það aðdráttarmætti og gildi í augum ferðafólksins. Því berjast t.d. Svisslendingar, Norðmenn og Svíar harðri baráttu fyrir því að við- halda búskap á öllum slíkum svæðum. Áhugi á þessum málum er þegar fyrir hendi í ýms- um héruðum, og nægir að minna á, að stofnuð hafa verið áhugamannasamtök til að vinna að framgangi ferðamála í nokkrum þeirra. Upplýsingaskylda stjórnvalda Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson og Ingvar Gíslason, flytja þingsályktunar- tillögu um „að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um skyldu stjórnvalda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sínum og ákvörðunum og að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning varða“. í greinargerð eru m.a. færð þessi rök fyrir tillögunni: Eigi almenningur að geta dæmt um gerðir stjórn- valda og ríkisstofnana, þarf hann að eiga þess kost að geta fengið sem áreiðanlegastar upplýsingar um starf- semi þeirra og ákvarðanir. Mjög skortir nú á, að svo sé. í mörgum löndum hefur verið stefnt að því síðustu áratugina að auðvelda borgurum að geta fylgzt sem bezt með starfsemi stjómvalda og ríkisstofnana m.a. með því að gera þeim skylt að birta greinargerðir eða skýrslur um athafnir sínar og ákvarðanir og veita svo þeim, sem þess óska, nánari upplýsingar og að- gang að reikningum og skjölum. Allvíða hafa verið sett sérstök lög um þetta efni t.d. í Danmörku og Noregi. Slíka löggjöf vantar að mestu leyti hér, og því er lagt til í þessari tillögu, að ríkisstjórnin láti undirbúa hana fyrir næsta þing. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Enid Nemy, New York Times: Konan verður að halda áfram að vera kona Furtseva segir meiningu sina i Bandaríkjunum Háttsettasta kona i Sovétrikjunum gekk hratt inn i setustofu ibúðar sinnar i Plaza Hotel og sagði um leið, að Bandarikin væru nákvæm- lega eins og hún hefði gert sér i hugarlund. En Yekaterina Alexeyevna Furtseva, menningarmálaráðherra Sovétrikjanna, lét alveg undir höfuð leggjast að skýra nánar við hverju hún hefði búizt. „Vitaskuld hafði ég bæði margt lesið og heyrt frá mörgu sagt og gert mér á- kveðnarhugmyndir út frá þvi”, sagði hún. „Hér kom mér ekkert á óvart”. Þetta gerðist, þegar Furt- seva var nýlega i heimboði i Bandarikjunum. Frú Furtseva,sem er grennri en ljósm.af henni gefa i skyn, var prúðbúin og hárgreiðslan glæsileg. Hún hafði túlk sér til aðstoðar, en skildi sýnilega sumar spurningar, sem fyrir hana voru lagðar, áður en túlkurinn var búinn að endur- taka þær. Hún sagðist hafa heyrt sagt frá kvenréttindahreyfingunni i landinu, en að sinu viti væri „mikilvægast um réttindi kvenna, að konur séu jafn fjöl- mennar karlmönnum i þing- inu . . . . sem kjörnir fylkis- stjórar og öldungadeildar þingmenn . . . .þegar svo er komið, kemur jafnréttið af sjálfu sér." Hún taldi litlu skipta, hvort konur væru ávarpaðar sem ungfrúr eöa frúr, „en um það er ég að sjálfsögðu naumast dómbær. Geri bandariskar konur ágreining út af slfku, er þeim það að sjálfsögðu mikil- vægt”. Sjálf kvaðst hún ná- lega ávallt ávörpuð skirnar- og ættarnafni, Yekaterina Alexevna, en „félagi” væri hátiðlegra ávarp. Frúin er eiginkona Nikolai P- Firyubin aðstoðar- utanrikisráðherra og hún skellti upp úr, þegar hún var spurð, hvort sovézkar konur færu heim að vinnu lokinni og elduðu kvöldmat fjölskyld- unnar, þrátt fyrir jafnrétti þeirra til starfa utan heimilis. „Konurnar elda kvöldmat- inn”, sagði hún, og glettni- glampi var i bláum 'augunum, þegar hún leitaði eftir staöfest- ingu túlksins, sem var frú Alla Butrova, en hún fjallar um máíefni Vestur- landa i menningarmálaráðu- neytinu. En frúin flýtti sér að bæta við: „En eiginmennirnir að- stoða flestir hverjir, ekki endi- lega við að elda kvöldmatinn, heldur önnur heimilis- störf .... Þeir fara með börnin i gönguferðir og kaupa nauðsynjar til heimilisins. Eiginmennirnir annast mjög oft innkaupin. Konan verður að halda áfram að vera kona, hvaða stöðu sem hún gegnir. Hún er ekki kona, ef á það brestur." Frúin brosti einnig, þegar vikið var að launum eigin- kvenna fyrir húsmóðurstörfin, en hún hristi sitt vel snyrta höfuð. „Virðing fjölskyld- unnar er eiginkonunni dýr- mætasta viðurkenningin eða launin”, sagði hún ákveðiö. „Þær verða að láta sér skilj- ast, að uppeldi barna og heimilishald er ekki siður mikilvægt en annaö. Peningar skipta þarna minnstu máli, enda á bezta viöurkenningin að koma frá hjartanu”. Furtseva á eina dóttur og ömmubarnið, sem er átta ára. Yckaterina Furtseva. stundar nám við skóla Bolshoi-ballettsins. Hún sagðist álita dvöl á barna- heimili börnum holla, „þar sem hún kennir börnunum að lifa i samfélagi viö aðra, . . . það eflir hina betri eigin- leika þeirra og þau verða þá ekki eins eigingjörn. En við álitum auðvitað heimilislifið mikilvægara en allt annað . . .Börnin á ekki að rifa frá fjölskyldunni, hún á að ala þau upp. Við leggjum nú orðið mikla áherzlu á ábyrgð fjölskylduuppeldis barns.” Bilið miili kynslóðanna er „stundum vandamál sem allur heimurinn misskilur,” sagöi Furtseva. „Auðvitað unglingarnir að lifa sinu eigin lifi og foreldrarnir að skilja það. Geri foreldrarnir það ekki verða árekstrar. Þessi vandi er yfirleitt ekki til hjá okkur. Þetta kemur einkum fram i óróa, en hann er ekki til i Sovétrikjunum”. Frú Furtseva er 61 árs. Hún útskrifaðist sem efnaverk- fræðingur frá tækniskóla i Moskvu, hóf þátttöku i æðstu stjórnr málasamskiptum Sóvétmanna.þegar hún fór til Pekine með Nikita S.. Krustjeff og Nikolai A. Bulganin áriö 1954. Hún var lengi i vináttu við Krustjeff og hætti störfum við vefnaðariönaðinn og tók að sér umsjön með æskulýðsstarf- semi, og varð leiðtogi komm- únista i Moskvu. Nú er hún i miðstjórn kommúnistaflokks- ins. Hún hafði engan áhuga á tizku meðan hún var að feta sig upp eftir metorðastig- anum, en nú er hún lifandi auglýsing og talsmaður sovézkrar klæðatizku. „Vestur-Evrópumenn nota fatnaðartizku okkar, en þeir segja ekki frá þvi,” sagði hún. Benti hún á útsaumaðar skyrtur, há stigvel og loð- skinnshúfur i þessu sambandi, en þetta kvað hún ættað frá Rússlandi. En hún sagði enga tizkufrömuði að starfi i Sovétrikjunum. „Tizkan breytist mjög ört”, sagði hún. „Stuttu pilsin komu til sögunnar i fyrra, og ungar stúlkur ganga i þeim enn. Nú klæðist hver og einn þvi, sem honum geðjast að, og geðjast bezt að þvi sem fer vel." Frúin lýsti ýmsum mat, sem hún hefði bragðað i fyrsta sinn þessu tiu daga, sem hún dvaldi hér vestra. „En það skiptir ekki mestu máli, hver matur- inn er, heldur hvernig hann er matbúinn”. Einn aðstoðar- manna hennar lét þess getið, að henni hefði geðjast mjög vel að hvitvini frá Kaliforniu, þegar hún skrapp til Los Ang- eles og San Francisco. „Mér þótti þetta mjög gott”, sagði hún. „Mikilvægast er” sagði frúin, „að ég hefi hitt margt fólk að máli og vel hefir farið á með okkur. Ég ræddi fyrst og fremst um menningarvið- skipti, en hvarvetna var við migsagt: Við vildum gjarnan koma til Sovétrikjanna”. Hún tók fram, að 32 hópar bandariskra lista- manna hefðu komið til Sovét- rikjanna siðast liðin 16 ár, en „symphc niu-hljómsveitir hafa vakið mcsta athygli og eru vinsælastar... og einnig ballett”. Frúin notaði tækifærið til þess að koma við á nokkrum listasöfnum. Auk þess neytti hún hádegisverðar með em ættismönnum, bæði sovézkum og bandariskum („hádegisverðir, hádegis- verðir, og aftur hádegis- verðir”. . ), og átti fund með David Rockefeller. A eigin vegum sá frúin „No, No Nanette”, heilsaði upp á Mariu Callas og fór i kokkteil- boð hjá Harvey Hament og frú. Hament er forstjóri fyrir- tækisins, sem lætur likja eftir sumum rússnesku list-og handverksmununum, sem nú eru til sýnis i Corcoran Gali- ery i Washington. „Innkaup,” sagði frúin og fórnaði höndum. „Hvenær má ég vera að sliku?”, spurði hún. „Ég nam aöeins staðar við eina verzlun i Los Angeles og ók hérna eftir fimmtu tröö.” Frúin rétti fram vel snyrta hönd og kvaddi með föstu handabandi. Siðan hvarf hún inn i svefnherbergi til þess að klæðast minkapelsinum sinum og halda til næsta mann- fundar. Oti fyrir ibúðinni, á ganginum og i næsta svefn- herbergi, sem opið stóð, voru fimm árvakrir starfsmenn leyniþjónustunnar á vakki, bæði karlar og konur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.