Tíminn - 17.02.1972, Page 5

Tíminn - 17.02.1972, Page 5
Fimmtudagur 17. febrúar 1972 TÍMINN ÖRUGGARKLUKKUR Frá og með næsta ári munu allar rafmagnsklukkur á opin- berum stöðum i Sovétrikjunum stjórnast af sjálfvirku útvarps- kerfi, Sevena, sem rannsóknar- stofnun úraiðnaðarins i Moskvu hefur búið til. 011 sjálfvirk úr, sem búin eru þar til gerðum móttakara, ná merkjunum, sem kerfið sendir út. Fara leiðrétt- ingar fram 24 sinnum á sólar- hring, ef þeirra er þörf. Hugsan leg skekkja i útreikningi sovézka meðaltimans er nú 1 sekúnda á 30 þúsund árum. Sið- ar mun verða hægt að láta sjálf- virka útvarpsmerkjakerfið ná til allra klukkna i landinu, lika armbandsúra. ☆ Frúin tekur viö barninu Aðalástarævintýri i kvik myndaheiminum á siðasta ári var milli Marcello Mastroianni, hins 47 ára gamla Itala, og frönsku leikkonunnar Catherine Deneuve, sem er 29 ára gömul. Ást þeirra mun bera ávöxt með vorinu, en þá á Catherine von á barni með Marcello. Marcello er kvæntur og á 19 ára gamla dóttur. Kona hans, Flora Cara- bella Mastroianni, sem hann hefur verið kvæntur i 25 ár, segir, að lita verði á þessi mál með raunsæi, og segja má, að Catherine og Macello megi vera þakklát fyrir þessa afstöðu hennar. —Við tökum barnið að okkur og ölum það upp hér i Róm, segir Flora, —þvi Mar- cello gæti aldrei slitið hjúskap- num við mig. Catherine hefur aldrei verið gift, en hún á þó niu ára gamlan son, sem heitir Christian. Faðir hans er kvennabósin Roger Vadim, sem skapaði Birgitte Bardot, ef svo mætti segja Catherine vill fr- jálsar ástir og einnig frjálsar fóstureyðingar, og hefur barizt fyrir hvoru tveggja i heimalandi sinu. Um barnið, sem húm á nú von á, segir hún: Þetta var ekkertóhapp, heldur allt af yfir- veguðu ráði. Við hlökkum bæði mjög til þess að eignast þetta barn. Sá eini, sem ekkert hefur enn um málið sagt, er Macllo sjálfur. ☆ Drottningin þakkar Tvær stúlkur hafa samið lag, sem fjallar um Elisabetu Eng- landsdrottningu. Heitir lagið Your Majesty, eða Yðar hátign. Stúlkurnar vildu fá að afhenda drottningunni persónulega ein tak af lagi og ljóði, og fóru þvi til Buckinghamhallar, en fengu ekki að hitta drottningu. Nú hefur drottning hins vegar sent stúlkunum þakkir fyrir framtak þeirra, svo trúlega hefur hún fengið að sjá lagið, þótt ekki fengi hún að taka við þvi úr höndum semjendanna. ☆ GORKI — UMBREYTT NISJNI NOVGOROD — Borgin Gorki við Volgu heldur nú hátiðlegt 750 ára af- mæli sitt. Borgin hefur nú 1.2 milljónir ibúa og hún er orðin mjög umbreytt frá þvi i gamla daga, að nafn hennar var Nisjni Novgorod. A timabili siðustu fimm ára áætlunar voru byggðar 60 þús. ibúðir i borginni, og sam kvæmt niundu fimm ára áætl- uninni, sem hófst á þessu ári, verða byggðar 100 þúsund ibúðir i borginni fyrir lok hennar. Iðnaðurinn i borginni fram- leiðir nú jafnmikið af vörum á einum degi og tvö ár þurfti til á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina. I Gorki er framleitt mikið af vélum, þar er mikil umferðarhöfn og stóriðnaðurinn á morgum sviðum. Má þar nefna efnavörur, oliur, stál, vefnaðarvörur og rafmagns- vörur. Þar eru einnig framleidd sjónvarpstæki, smiðuð loftpúða- skip og milluvélar, sem fluttar eru út til 70 landa. ☆ Varahlutir í Kama- vörubíla frá Renault. — Samkvæmt nýgerðum samningi milli sovéska og franskra aöila eiga Renault- bifreiðaverksmiðjurnar i Frakklandi að leggja vörubila- verksmiðjunum miklu við Kama i Sovétrikjunum til fram- leiðslutæki i umtalsverðum mæli. Hér er um að ræða ýmiss konar sjálvirk tæki til fram- leiðslu á einstökum hlutum vélar og annars búnaðar bifreiðanna. Undirkjóll eöa sumarkjóll I fljótu bragði mætti ætla, að þessi kjóll væri undirkjóll, að minnsta kosti er hann ekki ólikur undirkjólunum hér áður fyrr, sem gerðir voru úr bómullar - eða léreftsblúndu- efnum. Þetta mun þá alls ekki vera undirkjóll heldur hátizku- legur sumarkjóll frá Laroche i Paris. Siddin er sumarleg ekki siður en kjóllinn sjálfur, en heldur er hatturinn barðastór, og varla verður hægt að búast við, að kona, sem ber hann á höfðinu, verði sólbrún um of. Nixon er mikið á feröinni Bandarikjamönnum finnst Nixon hafa verið heldur litið heima hjá sér, frá þvi hann tók við embætti og fluttist i Hvita húsið. Hann er sagður hafa verið lengur að heiman en heima fyrstu þrjú árin, sem hann hefur gist Hvita húsið. Hann er búinn að ferðast 482 þúsund kilómetra til 50 rikja Bandarikjanna, Virgin Islands, Guam, Midway og 19 annarra landa að auki. Oftast hefur for- setinn farið með flugvélum i ferðir sinar. Þrátt fyrir öll þessi ferðalög verður Nixon að minnsta kosti að tvöfalda kiló- metrafjöldann, ef hann á að komast fram úr Lyndon B. Johnson fyrirrennara sinum i Hvita húsinu, en hins vegar hefur hann ferðazt meira, en bæði John F. Kennedy og Harry S. Truman gerðu i sinni forseta- tið. Ekki er hægt að bera hann saman við Eisenhower, þvi aldrei var gerð skýrsla um ferðalög hans. Skýrslur sýna, að Nixon var fjarri Washington annað hvort hluta úr degi eða allan daginn i samtals 551 dag, og i borginni heilan dag eða hluta úr degi i 514 daga fyrstu þrjú árin i forsetaembættinu. Hann var að meðaltali 25 helgar á forsetasetrinu Camp David i Catoctin-fjöllunum i Maryland, og er það lengri timi en fyrir- rennarar hans hafa dvalizt þar. Arið 1971 var Nixon aðeins sex helgar i Washington. Hann hefur farið að meðaltali tvisvar á ári til útlanda frá þvi árið 1969, og allt bendir til þess að hann eigi eftir að fara oftar en það nú i ár. Tveir minir sátu saman á bar og var annar þeirra hnugginn. Hvað amar að þér elsku vinur, hvers vegna ert þú svona þung- búinn? Það er út af kerlingunni. Ég þori ekki heim. Það hefur alltaf verið i lagi þótt þú sért búinn að fá þér svolitið neðan i þvi. Það er svolitið annað núna. Sjáðu. öll þau ár sem við höfum verið gift hefur konan hirt launa- umslögin min um hver mánaða- mót og látið mig svo hafa vasa- peninga. En nú er hún búin að komast að þvi, að ég hef alltaf fengiö útborgað vikulega. Maður einn kom inn i lyfjabúð- ina og bað um pakka með 20 möl- kúlum. Hann keypti það sama næsta dag og nokkra daga i röð. Lyfsalinn getur ómögulega staðist þá freistingu, að spyrja manninn, hvað hann gerði við allar þessar mölkúlur. —Segið mér, eru margar mölflugur heima hjá yður? —Bara ein, svaraði maðurinn, — en það er svo fjandi vont að hitta með svona litlum kúlum. Maður verður að viðurkenna að þeim kaþólsku tekst miklu betur að skapa trúarlega stemmingu við messu. DENNI DÆMALAUSI — Þau emjuðu svo mikið, að ég hélt þau væru svöng. 01', nieuMBB-wx syitowg. T. n. ©

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.