Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 1
Myndin var tekin, er Ólafur
Jónannesson forsætisr áðherra
flutti ræðu sina á þingi
Norðurlandaráðs á laugardaginn,
en þar ræddi hann m.a. um
fyrirhugaða útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar.
Norðurlandaráðsþingið:
Landhelgismál
til umræðu í dag
KJ — Reykjavik.
— Mestur hluti af
þingtimanum hér á Norðurlanda-
ráösþinginu hefur farið i
umræður um hvaða áhrif það
hefur ánorræntsamstarf ef Danir
og Norðmenn fara i Efnahags-
bandalagið, sagði Jón Skaftason
alþingismaður, sem á sæti i
forsætisnefnd Norðurlandaráðs, i
simtali við Timann i dag.
— Menn voru mjög ósammála
um hvaða áhrif innganga þeirra
hefði fyrir löndin sem standa
fyrir utan Efnahagsbandalagið.
Sumir héldu þvi fram aö það yrði
til hjálpar þeim við að ná hag-
stæðum samningum við banda-
lagið, en aðrir héldu þvi fram að
norrænt samstarf á sumum
sviðum a.m.k. væri búið að vera.
Niðurstaðan i þessu máli varð sú,
að sett var á fót sérstök nefnd,
sem á að athuga áhrifin. Á nefnd
þessi að starfa á vegum ráð-
herranefndar Noröurlandaráðs,
sagði Jón Skaftason.
Islendingar fengu komið þvi til
leiðar i laganefnd ráðsins, aö fellt
var út úr nefndaráliti hennar, að
það væri brot á alþjóðalögum, að
strandriki færðu landhelgi ein-
hliða út. Þeir Magnús Kjartans-
son og Erlendur Patursson höfðu
lagt til i nefndinni að skorað yrði
á Norðurlandaþjóðirnar, að
standa saman á alþjóðavettvangi
um haf yréttarmál.
Tillagan um hafréttarmálin
kemur til umræðu á Norður-
landaráðsþinginu i dag, en
þinginu lýkur á morgun, fimmt
udag.
Tollverðir munstraðir
á Selfoss í tfu daga
OÓ—Reykjavik.
Samfelld leit hefur staðið yfir i Brúarfossi siðan
sunnudaginn 13. febr. s.l. Þá kom skipið til Reyk-
javikur frá útlöndum. Fundu tollverðir nokkurt
magn af sigarettum, eða um 23 þúsund. 16 þ.m. fór
skipið til Keflavikur til að lesta þar fisk. Var leitinni
haldið áfram og fóru tollverðir með Brúarfossi milli
hafna. Fannst allmikið magn i Keflavikurhöfn til
viðbótar og voru þá komnar i leitirnar 370 þús.
sigarettur.
Tollverðir þóttust samt ekki
vera búnir að leita af sér allan
grun og fóru tveir þeirra með
skipinu frá Keflavik þann 16. og
fór skipið þá á nokkrar Vest-
fjarðahafnir. Voru tollveröir
ávallt um borð og héldu leitinni
áfram og er Brúarfoss vænt
'anlegur til Reykjavíkur I dag
með tollverðina innanborðs. Ekki
hefur frétzt hvort þeir hafa fundið
meira magn af smyglvarningi
siðan skipiö fór frá Keflavik.
Aðfaranótt mánudagsins rofnaði um 20 metra skarð I veginn til
Reyðarfjarðar I Egilsstaðaskógi. Leigublll átti leið um klukkan
ellefu um kvöldið, og var þá allt I lagi, en um þrjú um nóttina var
komið mikið skarð I veginn. Lenti blllinn þá I skarðinu, sem
rofnað hafði I veginn, og sýnir myndin bílinn þarna. (Tfmamynd
JK)
Tvær íslenzkar og finnskar bækur
komi út árlega á Norðurlöndum
SB—Reykjavlk.
Gylfi Þ. Glslason, nýkjörinn
formaður menningarmála-
nefndar Norðurlandaráðs, hefur
sett fram I nefndinni tillögu þess
efnis, að tryggt verði, að tvær Is-
lenzkar og finnskar bækur, að
minnsta kosti, komi út árlega á
hinum Norðurlöndunum.
Þess er vænzt, að á fyrstu
menningarf járlögum Noröur-
landaráðs verði fjárveiting til að
koma á fót eldfjallarannsóknar-
stöð á tslandi, sem áður hefur
verið samþykkt i Noröurlanda-
ráði.
Nokkur gagnrýni hefur komið
fram að undanförnu á tilhögun
norrænnar samvinnu á bók-
menntasviðinu. Raddir hafa verið
uppi um, að bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs hafa ekki
stuðlað að útbreiðslu norrænna
bókmennta á Norðurlöndum, eins
og þeim var ætlað að gera I upp-
hafi.
Fyrir nokkrum árum sam-
þykkti Norðurlandaráð aö koma á
fót þýðingamiðstöð fyrir
Norðurlönd; þá einkum til pýð-
inga finnskra og islenzkra bóka á
eitthvert hinna þriggja Noröur-
landamálanna. Tillaga þessi er
nú til athugunar hjá rikis-
stjórnum landanna, en hefur
mætt nokkurri andstöðu, sérstak-
lega hjá Svium, sem greiða yfir
40% af kostnaði við slikar stofn
anir.
Gylfi Þ. Gislason, sem er ný-
kjörinn formaöur menningar-
málanefndar Norðurlandaráðs,
hefur nú sett fram tillögu I nefnd-
inni, að Norðurlandaráð greiði
endanlegan þýðingakostnað og
höfundarlaun þeirra tveggja is-
lenzkra og finnskra bóka, sem
hvort sem er eru þýddar á eitt-
hvert hinna málanna og ætti þá að
vera auðvlet að fá þær útgefnar.
Þetta mundi tryggja, að minnsta
kosti tvær islenzkar og finnskar
bækur kæmu út árlega og þá
væntanlega færeysk bók lika.
Hefur þessi hugmynd fengið
góðar undirtektir.
Norðurlandaráð hefur sett upp
sérstaka menningarskrifstofu i
Kaupmannahöfn og er Ivar Eske-
land, fyrrverandi forstjóri Nor-
ræna hússins, forstjóri hennar.
Hlutverk menningarskrif-
Framhald á bls. 14.
Gylfi Þ. Gislason
FJARFEST ERLENDIS ÁN LEYFIS?
• Kaupa íslendingar fasteignir d Kanaríeyjum í tróssi við gjaldeyrisyfirvöld?
OÓ—Reykjavlk.
Sé sá orðrómur sannur, að
hópur tslendinga sé búinn að
kaupa fasteignir á Kanarieyjum,
hafa viðkomandi gert það I trássi
við islenzk yfirvöld og brotið
gjaldeyrislögin, þvi gjaldeyris-
leyfi eru ekki veitt til einstaklinga
til kaupa á fasteignum erlendis.
Blaðið hefur hleraö að fjórtán
islenzkir aðilar séu búnir að
kaupa fbúðir eða hús á Kanari-
eyjum, en enginn leyfi hafa verið
veitt til kaupanna.
Gjaldeyrisdeild bankanna upp-
lýsti i gær, að enginn hafi sótt um
slik leyfi, enda yrði slikum
beiðnum ekki sinnt. Fyrir
nokkrum árum var fasteignasali
meö lóðir á Kanarieyjum til sölu,
og var þá sótt um gjaldeyrisleyfi,
en þvi var synjað.
I viðskiptamálaráðuneytinu
fékk blaöið það svar, að kapital-
yfirfærslur, hverju nafni sem þær
nefnast,séu háðar leyfi og verði
að afgreiða þær bæði gegnum
gjaldeyrisdeildir bankanna og
ráðuneytið.
Gifurlegar byggingarfram-
kvæmdir eiga sér nú stað á
Kanarieyjum, og eru byggð þar
hótel, ibúðarblokkir og jafnvel
heil þorp, og eru allar þessar
byggingar ætlaðar ferðamönnum
til afnota eða til solu til útlend-
inga. í erlendum blöðum eru
mjög oft auglýsingar, þar sem
fasteignir á Kanarieyjum eru
boðnar til sölu, og munu það
einkum vera Þjóðverjar sem
kaupa. En þetta á ekki eingöngu
við um Kanarieyjar, heldur
einnig fjölmarga aðra staði, sem
ferðamenn sækjast eftir að dvelja
á.
Timanum að hann hefði verið á
Kanarieyjum ekki alls fyrir löngu
og þá hitt kollega sinn þar að
máli, og hefði sá verið áf jáður I að
selja Islendingum fasteignir
suður þar. En sá islenzki segir, að
hann hafi litinn áhuga á að taka
að sér að selja hús og íbúðir á
eyjum undan Afrikuströnd. Auk
vandkvæða meö gjaldeyrisyfir-
færslur, eru ekki góð kaup fyrir
íslendinga að kaupa hús á Kana-
rieyjum. Varla eru til svo litil hús
að verð þeirra sé undir 2 millj. kr.
Eru það hús sem eru jafnvel
undir 60fermetrum aö stærð. Auk
einbvlishúsa eru boðnar til kaups
Ibúðir I f jölbýlishúsum og
jafnvel einstök hótelherbergi.
Eru væntanlegum kaupendum
boðnir 8% vextir af því fé sem
þeir leggja fram, ef seljandi fær
að leigja eignirnar út eftir að
kaupin eiga sér stað.
KÍNA: • Sjd Reston á bls. 7 • Sjd frétt og myndir á bls. 16 - Sjd Austrið fölnar á bls. 3