Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 23. febrúar 1972 Jón Sveinsson: Lárósmálið: Laxveiðin fór einungis fram á félagssvæðinu : fíifút refMfoisr Fyoefe>á/ii/t vq 6t*r/n . £-m •yf/r /arfS’/u vái/ ó Shnra /<?/7//?u- S/ffí . /rr/f/£ ó'a ■ /set./a'ú /ra/?? / ' ~2?W , '.. . ... /Bharst //‘Aísort f/agm. 3t/f ‘72 . Sterkari sönnun á ókunnugleika Helga & Co á aðstæöum viö Lárós en eftirfarandi er tæpast hægt aö fá, orö- rétt tekið úr grein þeirra i Timanum 12. febrúar s.l. Þar segir: A myndinni sést greinilega,hve sjór hefir gengið hátt á flóöinu.Sést fjöruborö langt inn fyrir flóögátt stöövarinnar. Nýlega átti undirritaður þess kost að taka þátt i fjölmennum og velheppnuöum fræðslufundi um fiskiræktarmál á vegum Fram- sóknarfélags Reykjavikur. A fundi þessum gerði ég, að beiðni ráöamanna félagsins, grein fyrir aödraganda, uppbyggingu og árangri ræktunarstarfs okkar i Lárósstöðinni. Kom þarna fram hjá framsóknarmönnum hér i borg lofsvert viðhorf og stuðning- ur viö þessa nýju búgrein. Vonandi skilar þessi fundur góð- um árangri. ólik afstaöa. Það, sem hér var sagt, skýtur nokkuð skökku viö um afstöðu Indriða Þorsteinssonar ritstjóra Timans til okkar, eins og hún hef- ur komið fram nýlega hér i blað- inu. Er óskemmtilegt að þurfa að standa i þessu þjarki, en ég vona að menn skilji að við getum ekki látið vega að starfsemi okkar án þess að bera hönd fyrir höfuð okk- ar. ltitfrelsi Svarthöföa Þá skal gert að umtalsefni hin frjálslyndu viðhorf Svarthöföa til ritfrelsis, er koma fram i grein hans laugardaginn 5. þ.m., en þar segir hann: ,,Þá er ástæöulaust aö ætlast til þess aö menn þessir fái ekki málfrelsi hér i blaöinu Þeir hafa þaö I sama mæli og for- maður Látravíkur”.— Til þess að undirstrika þessar frjálslyndu skoðanir Svarthöföa i fram- kvæmd, vil ég skýra frá þvi að ég hefi tvisvar birt, aö gefnu tilefni, svargrein hér i blaðinu, sem sam- tals er 1«1 sentimetri að lengd miðað viö dálk (myndir eru inni- faldar). En á sama tima hafa verið birtar fjórar árásargreinar á okkur Lárósmenn hér I blaöinu samtals 411 dálksentimetrar. A þriðju svargrein minni, sem af- hent var tveimur dögum áður en grein Helga Kristjánssonar, sem hér er gerð aö umtalsefni, birtist, hefur Indriði Þorsteinsson rit- stjóri setið og þverskallast við að birta. Læt ég lesendur Timans um að meta frjálslyndi hans og drengskap. Endurteknar blekkingar. Hinn 12. febrúar s.l. gerir Helgi Kristjánsson, Ólafsvik, einn af Fróöármönnum, aö umtalsefni hér i blaðinu Lárósmálið, svo- nefnda, og notar 3/5 úr blaösiöu með fimm dálka fyrirsögninni: „Adráttarveiöin við Lárós’.’ Helgi telur nauðsynlegt að rekja að- draganda og upphaf málsins, enda þóttSvarthöföi hafi skömmu áður gert þvi máli skil á „sinn hátt” hér i blaðinu. Bendir þetta ótvirætt til þess að hjálpa eigi Svarthöfða út úr málinu. Varla var þörf á að itreka i blað- inu siöasta orðið, sem þar birtist um viðhorf Fróðármanna og Svarthöfða, vinar þeirra. Á það má benda, að samtímis telur Jakob Hafstein form. Fróöár h.f. nauðsyn bera til að flytja skripa- leikinn yfir i Morgunblaðið með birtingu á þvi efni, sem i Timan- um hafði áður komið frá Fróðár- mönnum, ásamt formála og eftir- mála, sem lýsir vel hugarástandi Jakobs, en það er alveg eins og hann sé alltaf með öndina i háls- inum. Svariö, sem biöur. Ekki verður hjá þvi komizt, fyrst svona er að hlutunum staö- ið, að segja frá þvi, að svar mitt viö Svarthöföagreininni laugar- daginn 5. febrúar.sem hann birti sem „svar” við grein minni i blaðinu þann sama dag, og ég nefndi Fróðárundrið i nýju ljósi, hefur ekki enn komið I blaöinu. En grein min var afhent ritstjórn Timans 9. febrúar s.l. Ekki verður frekar hjá þvi komizt að vekja sérstaka athygli á þvi, að sú málsmeðferð, sem Helgi fær það hlutverk að rekja, þ.e. hinn sérstaka þátt og með- ferð Timans á máli þessu i upp- hafi, eruppspuni frá rótum.Helgi segir, að i fréttatilkynningu frá fundinum i Keflavik hafi ekki einu orði verið minnzt á þetta mál, og þess vegna hafi Timinn þurft að afla sér nánari upplýsinga um það, sem gerðist á fundinum varðandi þetta mál. ósaveiði. Skoðum þetta mál ögn nánar. Svo vel vill til, aö i þvi tölublaði Timans, sem kom út 1. desember s.l., birtust atriöi úr fréttatil- kynningu frá téðum fundi i Kefla- vik. Þetta sannar að blaðinu haföi borizt slik tilkynning frá lands- sambandsfundinum. 1 þessari til- kynningu var einnig rætt um Lár- ósmáliö og þykir þvi rétt að láta textann koma hér á eftir, en hann birtist á sinum tima i Morgun- blaðinu, sem skýrði óbrenglað frá þessum málum, eins og vera ber. Textinn er svona: „Gagnrýni kom fram á veiöiaöferö viö Lárós og töldu nokkrir fundarmanna aö þar væri um netaveiöi I sjó aö ræða. Þór Guöjónsson og Jón Sveinsson svöruöu þvi tii aö um ósaveiði væri aö ræöa, vatniö væri hálf salt og landbúnaöar- ráðuneytið heföi gefiö leyfi til veiðanna”. Það er þess vegna ósatt með öllu, að ekki hafi verið skýrt frá umræðum um þetta mál i frétt landssambandsins frá fundinum, eins og Svarthöföi hefir sagt og siðar Helgi Kristjánsson apað þetta eftir. Og auövitaö er annar málatilbúnaöur þeirra isamræmi við þetta, eins hér kemur betur i ljós á eftir. Hvaö gerir stjórn LS? Vafalaust mun stjórn lands- sambands stangarveiðifélaga af- greiöa málið frá sér á réttum grundvelli (lagalega og siðferöi- lega) og ekki láta gjörningaveður Fróðárfriherrans og hans fylgi- fiska villa um fyrir sér. Og flest- um fórst en ekki þessum niður- rifsmönnum i sögu islenzkrar fiskiræktar, að tala um hræsni og veifa þeirri dulu framan i stjórn landssambands islenzkra stang- arveiðifélaga. Frávlsun á vitur. Næst væri rétt að vikja að þeirri fullyrðingu Helga og Co að „rök” þeirra Fróðármanna hafi ekki verið hrakin á fundinum i Kefla- vik. Eins og fyrr var frá sagt, var málið rætt og þar veittar hlutlæg- ar upplýsingar, er leiddu til þess að tillögu þeirra þremenninganna um vitur á laxveiði i sjó við Lárós var visað frá fundi með 26 at- kvæðum gegn 5 og málið lagt i hendur stjórnar landssambands- ins. Hvað er ljósara en þetta um úrslit á fundinum? Fölsunun blasir viö. Þá er ástæöa til þess að vekja á þvi athygli, að Helgi Kristjánsson er nú kominn úr sjónum við ströndina inni i ytra lónið, og má segja að það sé vottur um aukna skimu i öllum ókunnugleikanum á aöstæðum. Og riða þvi til falls rök hinna lögspöku Fróöármanna, sbr. 74. greinina úr laxveiðilögun- um, sem þeir beittu á fundinum i Keflavik. En sú grein fjallar um veiðiskap i sjó, eins og glöggir lesendur blaðsins ættu að muna, og kom þvi ekki til greina, þegar þessi mál voru til meðferöar i landbúnaðarráðuneytinu. Grunnhyggin túlkun. Helgi Kristjánsson gerist svo grunnhygginn aö túlka loftmynd frá Lárósi, sem birt var með grein minni 5. febrúar s.l. þannig, að íshroði sem sé«t á Lárvatni (innra lóninu) eigi aö sanna að þar séu efri mörk sjávarfalls. En afleiöingar þess að is, sem hafði veriö á vatninu, hafði að undan- förnu verið að leysa upp og is- hrönglið borizt með straumi og sunnanátt að flóðgáttinni og stiflugarðinum. Hljóta þvi ein- hverjir gjörningar að hafa glapið honum sýn. Með þessu leggur Helgi og Co. fram sönnun um tröllslegan ókunnugleika sinn á aðstæðum við stiflugaröinn og Lárós sjálfan. En á þessu svæði er frá einum og hálfum til ellefu metra dýpi i vatninu aö staðaldri. Furöulegt fjöruborö það. Til stað- festingar er eftirfarandi vottorð frá Veöurstofu tslands: Hr. Jón Sveinsson, rafvirki, Iteykjavik. Samkvæmt beiöni yðar fer hér á eftir meðalhiti I Stykkishóimi dagana 24.-31. janúar 1972: meðalhiti 24.janúar: -4.4 st. 25.janúar: -4.1 st. 26.janúar: -3.7 st. 27.janúar: -1.9 st. 2g.janúar: 3.9 st. 29.janúar: 5.2 st. 30.janúar 5.6 St. Sl.janúar: 2.9 St. Virðingarfyllst, Markús A. Einarsson í framhaldi af þessu birtist hér með mynd af þverskurði af stiflu- garðinum og flóðhæð. A þvi sést ljóst, hve hátt sjór hefði farið, ef fullyrðing Helga og Co. ætti að eiga við rök að styðjast. Til glöggvunar fyrir aðfluttan Ólafs- viking, eins og Helgi er, þá getur hann e.t.v. áttað sig á þeim töl- um, sem myndin sýnir, og þannig séð að hafnargaröurinn i Ólafs- vik, sem er 5.7 m yfir minnstu fjöru, hefði fariö undir sjó, ef Helgi hefði fengiö aö ráða flóð- hæðinni, eins og hann lét sig ekki muna um að gera i Lárósi. Net, net. net. Að likja veiði á ósasvæði og uppeldissvæði Láróss viö úthafs- veiðar á laxi, eins og mér virðist þeir Fróðármenn vera að reyna að koma inn hjá fólki, gefur eink- ar góða mynd af þeim furðulegu hugsmiöum, sem þessir aðilar virðast búa yfir á sviði skáld- skapar og hinsvegar fordóma gangvart netaveiöi almennt. Er engu likara en aö þessir menn eigi enga ósk heitari en að vaöa i villu og svima og skirrast ekki við að búa til falsrök, þegar allt ann- að efni þrýtur i málflutningi þeirra. Ekki er úr vegi aö benda þessum fordómafullu spekingum á þaö, að frá um 20 jörðum austan fjalls og i Borgarfirði hefur verið stunduð lögleg veiði á ósasvæðum fiskihverfa, likt og við höfum gert. Sá er þó munur á þeirri veiði og okkar, aö fyrrnefnd veiði er stunduð i fiskihverfum þar sem hundruð annarra veiðieigenda eiga hlut að máli, en við erum einir um aflann á okkar svæði, sem allt er á hendi fiskiræktar- félagsins og við höfum ræktað upp frá grunni á þessu áður lax- lausa svæði. Hvorki fyrr né siðar hef ég heyrt þvi haldið fram, að fyrrnefndar jarðir i Arnessýslu og Borgarfirði stundi veiði i sjó,og myndi þeim veiðieigendum, sem þarna eiga hlut að máli,þykja það furðulegt eins og okkur, að þeir væru kæröir og úthrópaðir sem veiðiþjófar á fiski úr ám i öðrum fiskihverfum. Hver nýtur hvers? Auk þess má rifja upp þá rækt- un, sem fram hefur farið i Lárós- stöðinni,og um leið gera saman- burð á ræktun i ám á norðan- verðu Snæfellsnesi, sem hófst mun seinna en hjá okkur. Allar eru þessar ár fremur stuttar og vatnslitlar og renna bratt. Eftir þvi, sem bezt er vitað, mun ekki fjarri lagi að telja að ræktunar- hlutfallið hvað útsetningu seiða snertir sé 0,7 á móti 100 (Lárós). Hversvegna birta þeir félagar ekki neinar tölur um sina útsetn- ingu á laxaseiðum? Ekki skaðar að geta þess, að lax hafði aldrei orðiö vart i Lárósi fyrr en ræktun hófst þar. Um þetta vitna landa- merkjabréf jarða á þessu svæði. Og hið sama er að segja um næsta nágrenni Láróss, en þar hefur lax hvergi verið talinn sem hlunnindi með jörðunum. Hinsvegar hefur, eftir að ræktun hófst i Lárósi,orð- ið vart við lax á öllu þessu svæði, og segir það sina sögu. Rétt er að geta þess, að i Dalaánum hefur aldrei verið eins mikil veiði og verið hefir tvö siðastliðin sumur. Hvað vinnst viö ádráttarveiöarnar? Ókunnugleiki þeirra félaga á staðháttum við Lárós og virðing- arleysi fyrir staðreyndum hefur berlega veriö afhjúpað hér aðfram an. Rett er að minna á þaö að júni var sá þurrasti sem komið hefir hér i heila öld og aö s.l. sum- ar var eitt mesta þurrkasumar s.l. 24 ár, og uppgönguskilyrði þvi óvenjulega erfið fyrir laxinn til að komast inn I grindabúr innrá lónsins, sem eru staðsettar I út- rennslinu. Þar við bætist sá möguleiki að talsvert af þessum endurheimta laxi hafi alizt upp i ytra lóninu (komið úr innra lón- inu, þegar hann var um 7 senti- metra seiði og farið til sjávar þaðan, þegar sjógöngustærö var náð). Þegar nú þessi fiskur kem- ur til baka úr hafi sem kynþroska Framhald á bls. 14. Á þessum þversk. er til samanburöar Hafnarg. I ólafsvlk. Þar sést hvað gjörzt hefði, ef sllkt sjávarflóð, sem Helgi talar um, hefði átt sér stað. Inn um flóðg. og yfirfalliö I Lárósi er áætlaö að 3200 tonn af sjó flæði inn i innra lóniö á stórstraumsflæöi. Mælanleg hækkun I lóninu eftir sllkt aöfall sjávar er um 1 1/2 til 2 cm, en innra lónið er u.þ.b. 165 hektarar að flatarmáli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.