Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 16
Heimsókn IMixons: Langar viðræður í Peking NTB—Peking Viðræður Nixons við kínverska leiðtoga héldu áfram i gær, með því að þeir Chou En- Lai, forsætisráðherra ræddust við öðru sinni. Talið er, að þeir hafi rætt ágreiningsefni rík- janna. Viðræðum þeirra lauk um kl. 18 að staðartíma, sem er kl. 10 að morgni að ísl. tima. 1 gærmorgun hélt Nixon kyrru fyrir á hótelherbergi sinu i Peking, meöan Pat kona hans geröi sér ferö niöur i eldhiisiö til aö sjá, hvernig kinverskur matur væri framreiddur. Frúin mun siöar heimsækja barna- heimili, glerverksmiöju, kommúnu og auk þess fara út að verzla. Gert er ráö fyrir aö þeir Chou og Nixon hafi i gær rætt um Vietnam—striöið, itök Bandarikjamanna á For- mósu og aukin völd og áhrif Japans i Asiu. Ekki hefur reynzt mögu- legt, að fá að vita, um hvað þeir Mao og Nixon ræddu i fyrradag, en vitaö er, að viö- ræöurnar voru vinsamlegar. Nixon og frú hans borðuöu kvöldmat á hóteli sinu, áöur en þau fóru út aö horfa á ballettinn „Rauða kvenna- deildin” sem er byltingar- kenndur og lýsir kinversku þorpi, sem á i ófriöi við Japani fyrir 40 árum. Chou sat við hliö Nixons i óperu- höllinni og útskýröi, hvaö geröist á sviöinu. Kinverska blaöið „Dagblaö alþýöunnar” birti i gær sjö myndir af Nixon og er þaö mun meira en venjan er, þegar um ræöir erlenda þjóöhöföingja. A tveimur myndanna voru Nixon og Mao i hjartanlegum samræðum. t sovézkum blööum var fundur Maos og Nixons af- greiddur meö tveimur setningum, en mun meira rúmi varið undir ummæli franska blaðsins L'humanite þar sem Nixon var ásakaöur fyrir að reyna aö kjúfa al- heímshreyfíngu komm únista. Chou En-lai, forsætisráöherra, tekur á móti Nixon og frú á fiugvellinum I Peking Nixon og Chou ganga fram hjá heiöursverði á Pekingflugvelli Dj Jg. .. . M f» Í’x £ m k jy ■’ É JbM' rl^lf J i I m i ■ 1 | 1 :» g J ff fji £ ■Ob : Tí'ár ^■ Æ H j m li * WL ■■ | M %i yÍ 1 Jsf. 'ýám Æ \ JS '' Æm m M v ' Jf -1 fí Jp m * x M 1 Jm 1 1 p :1 i; - Wj íf ^ | Æ ^ Æ&l M' m 1m f m 1M *■ Hver skal ganga fyrstur inn i fundarsalinn? Nixon og Chou bjóöa hvor öörum aö ganga á undan til fyrsta formlega viöræöufundarins. Flugvélarránið: SLEPPTU FARÞEGUM EN HALDA ÁHÖFNINNI NTB—Aden Flugræningjar, sem héldu þvi fram, að þeir væru Palestinu- skæruliöar, neyddu I gær v-þýzka Júmbó-þotu til aölenda i Aden i S- Jemen. Eftir margra klukkustunda þóf slepptu þeir öllum 172 f'arþegunum, en héldu 16 manna áhöfn sem gislum. Meðal farþega var Joseph Kennedy, og 16 frétta- og tæknimenn frá finnska útvarpinu, en þeir voru á leiö heim frá Sapporo. Ræningjarnir hafa komiö fyrir sprengiefni i flugvélinni, þar sem hún stendur i eyðimerkur sandinum. Flugvélin, sem er i eigu Lufthansa, var á leiö frá Nýju Delhi til Aþenu. Segjast ræningjarnir hafa rænt flugvélinni i hefndarskyni fyrir að mörg Arabalönd hafa tekið upp stjórnmálasamband viö V—Þýzkaland að nýju. Talsmaður sendiráðs Jemen i London segir, að ræningjarnir hafi krafizt þess að allir Palestinuskæruliðar, sem sitji i fangelsi i V—Þýzkalandi, veröi látnir lausir. Sjö féllu fyrir IRA NTB—London Sjö manns létu lifiö i sprengingu I gær í bænum Aldershot f Englandi, er irski lýö- veldisherinn sprengdi I loft upp veitingastofu I aðalstöövum brezkrar fallhlifaherdeildar þar. Er þetta liöur I hefnd IRA fyrir lff þeirra 13, sem létust i London- derry fyrir 3 vikum. IRA lét þau boö út ganga eftir blóöbaðiö, aö einn brezkur her- maður skyldi láta lif sitt fyrir hvern, sem skotinn var I Derry. 1 sprengingunni i gær lézt einn hermaöur, herpresturinn Gerry Weston, sem fékk oröu fyrir viöleitni slna i aö koma á sáttum milli káþólskra og mótmælenda á N-Irlandi. Hinir ,sem létust voru uppþvottamaöur og fimm' gengilbeinur. 19 manns slösuöust, ogeruaöminnsta kosti 3 þeirra I lifshættu. IRA hefur sent út til- kynningu, þar sem liflát hinna óbreyttu er harmaö. Fyrsti formlegi viöræðufundurinn. F.v. Dr Henry Kissinger, William P. Rogers, utan rikisráöherra, Nixon forseti og Chou En-lai forsætisráðherra. (UPI)-myndir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.