Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. febriiar 1972 9 (Jr afmælissýningu Leikfélags IReykjavfkur á Skugga Sveini. ALDREI ÖNNUR EINS GRÓSKA f ÍSLENZKRI LEIKRITUN I siðasta mánuöi var mikið um dýrðir og annasamur timi hjá Leikfélagi Reykjavikur. Þann 11. janúar var 75 ára afmæli félags- ins, og var þess minnzt á ýmsan hátt og verður raunar gert út leikáriö. Okkur þótti rétt að taka Svein Einarsson tali, þegar farið var að hægjast um að afstöðnu almæli: — Hverning finnst ykkur afmælið hafa tekizt, Sveinn? — Okkur finnst sá dagamunur, sem gerður var i tilefni afmælis- ins, hafa tekizt býsna vel, sagði Sveinn Einarsson. — Við vorum ákveðin i að hafa þetta afmælis- ár, og það stendur enn. Talið var rétt að leika islenzk verk allt hvað af tæki og hafa eitt gamalt meðal þeirra, sem væri þess virði að leggja sig fram við, og varð Skugga-Sveinn fyrir valinu. Fjögur ný islenzk leikrit verða sýnd i vetur. Æfingar á þvi fyrsta þeirra, Atómstöðinni eftir sam- nefndri skáldsögu H.K. Laxness, eru langt komnar og byrjað er að æfa Dóminó eftir Jökul Jakob- sson. Þá hefjast senn æfingar á Dansleik Odds Björnssonar og siðar á Konu i hjólastól eftir Ninu Björk Árnadóttur. Annað eins framboð hefur aldrei verið á inn- lendum leikritum og nú. Ég hef nýlega fengið finn ný leikrit til yfirlestrar, auk leikritanna 16, sem bárust i leikritakeppnina, sem við efndum til vegna af- mælisins. Þá er Thor Vilhjálms- son með leikrit i smiðum handa okkur og Jónas Arnason er með hugmynd að nýju leikriti, er ekki að vita hvenær honum gefst timi til að skrifa það. Það er mjög i samræmi við stefnu leikhússins á undanförnum árum að ýta undir innlenda leik- ritagerð. Það þarf ekki að vera dyggð i sjálfu sér að sýna innlend leikrit eins og sumir virðast halda, en ef slik verk takast vel virðast okkur þau eiga meira erindi við almenning heldur en erlend leikrit, enda sprottin úr okkar umhverfi, túlkandi okkar vandamál, okkar veruleika. Nýjum innlendum verkum fylgir einnig ákveðin frumvinna, sem okkur þykir skemmtileg. Höfundarnir hafa oft unnið með okkur að sýningum og hefur það verið örvandi fyrir báða aöila, að ég hygg sé óhætt að segja. — Hvenær verða verðlaunaleikrit þeirra Birgis Sigurðssonar og Jökuls Jakobssonar sýnd? — Það kom til tals að þau yrðu sýnd á Listahátið i sumar. En það verður sennilega ekki fyrr en næsta vetur, þvi að við komum þeim ekki áð vegna þrengsla i húsinu. Þau leikrit, sem við sýnum nú, ganga mjög vel, og ekki er gerlegt að vera með of mörg verk i takinu i einu. Kristnihaldið hefur verið sýnt i bráðum tvö ár og alltaf fyrir fullu húsi. Og ekkert leikhús hefur efni á að taka út leikrit vegna þrengsla, allra sizt fátækt leikhús eins og okkar. Þessi frestur gefur okkur einnig betri tima til að vinnaþessileikrit. — Þið fenguð erlenda gagn- rýnendur i heimsókn á afmælinu? — Já, þeir virtust bara hrifnir af þeim leikritum, sem þeir sáu. Þetta voru menn frá þrem út- varpsstöðvum á Norðurlöndum og frá Huvudstadsbladet i Helsinki. Arangur af komu þeirra er m.a. sá, að norrænir leikhús- forleggjarar hafa verið að spyrjast fyrir um Kristnihaldiö og Atómstöðina. Þá var höfundur Hitabylgju, Ted Willis, i heimsókn hjá okkur fyrir skömmu og var mjög lukkulegur meö sýningu Leik- félagsins á verki sinu og hrósaði henni i hvivetna. Okkur hættir til þess að halda, að allt sé lakara hjá okkur en það, sem gert er annars staðar. Það er kannski ekki i öllum tilvikum rétt. Og svo mikið er vist að Ted Willis hefur ekki ástæðu til að nota svo stór orð sem hann gerði, ef hugur hefði ekki fylgt máli. — En svo við vikjum að öllum þessum leikritum,* eru þetta góð verk?— Þau eru mjög mismunandi. Mörg eru ekki góð, en i öðrum er bitastætt þótt þau séu gölluð. Annars er ótrúlegt hvað hlut- fallsiega hafa komið fram mörg islenzk verk á síðari árum. Ný innlend leikrit eru sjaldgæf, meira að segja i hinum stóru löndum. Hér hafa á undanförnum árum komið fram tiltölulega margir innlendir höfundar, sem maður fær trú á, annað hvort vegna viðfangsefna þeirra eða meðferðar á efninu. — Er nokkurt snilldarverk i hópi þessara nýju leikrita? — Ég hef aldrei kynnzt þvi að slik verk stökkvi alsköpuð út úr höfði Seifs eins og Aþena. Og ég held lika að sliks séu dæmi með stærri þjóðum en okkur. — Við afhendingu verðlaunanna i leikritakeppni Leikfélagsins gat Sveinn Skorri Höskuldsson þess, að hippar væru ekki óalgengar persónur i leikritunum, sem keppninni bárust. —Já ungir hippar koma gjarnan fyrir i leikritunum og fjallað er um þá af talsverðri samúð, að ekki sé sagt rómantik. En eins og nafni minn komst einnig að orði, þá eiga flest leikritin það sam- eiginlegt að þau fjalla um leitina að ómenguðu mannlifi. — En nýju verkin fjögur, sem þið ætlið að sýna i tilefni af af- mælinu? — Þau eru hvert öðru óllkara, og sýnir það, aö islenzkir leikrita- höfundar koma viða við. Atómstöðinni þarf ekki að lýsa. Hún er barn sins tima, skáld- sagan var skrifuð 1947-48, og var sprottin upp úr ólgu þess tima og fjallar um afstöðu manna til her- stöðvarmálsins. Nú er það ofar- lega á baugi að nýju, svo maður skyldi halda að efni Atómstöðvar- innar væri innlegg i pólitiskar umræður dagsins i dag, svo ekki sé minnzt á aðra kosti verksins, sem gjörsamlega eru hafnir yfir stað og tima. Dóminó eftir Jökul Jakobsson er viðkvæmt verk, finlegt, sam- tölin eru viravirki, en um íeið er leikritið alveg bráöskemmtilegt. Leikrit Odds Björnssonar Dansleikur er „makabert”. Það gerist á endurreisnartimabilinu á Italiu, þegar siðferði einstaklinga og heildar var hömlulaust. Aðal- persónurnar eru hin kunna Borgiafjölskylda. Leikritið er dæmisaga um mannkyn á barmi sjálfstortimingar. Að einhverju leyti má eflaust heimfæra það upp á nútimann. Hugmynd Ninu Bjarkar Arnadóttur að Konu i hjólastól er skinandi. Þaö er bezt að fjölyrða ekki um leikritið, þvi höfundur er enn að vinna að þvi, en það er anzi spennandi, svo mikið er vist. — Nokkrar fleiri fréttir af af- mælinu? — Afmælisbókin Leikhúsið viö Tjörnina og einnig hljómplatan, sem gefin var út af sama tilefni með leikurum félagsins og köflum úr leikritum, sem við höfum sýnt. Okkar ágóðahluta af sölu bókarinnar verður varið til stofnunar sérstaks afmælissjóðs, en þegar hann veröur oröinn nógu stór, er ætlunin að styrkja unga leikara I verðlaunaskyni fyrir frammistöðu á sviði Leikfélags Reykjavikur. Þá er leikhúsmálið ofarlega á baugi og til athugunar hjá borgaryfirvöldum. Greinilega eru fleiri og fleiri að sannfærast um, að rétt sé að leikhúsið verði reist i gamla miðbænum. Og skoðun almennings virðist vera svipuð og skoðun flestra Leik- félagsmanna, að i nágrenni Tjarnarinnar sé bezti staðurinn. — Þú ert i þann veginn að hætta störfum sem leikhússtjóri hjá Leikfélaginu; hvað tekur við hjá þer? — Já, ég hætti 1. september. Fyrir tveim árum ætlaði ég að hætta, en fékk þá leyfi um hríð en réð mig um leið áfram i tvö ár. Upphaflega gerði ég ráð fyrir að vera hjá félaginu i þrjú ár, en þau eru orðin niu. Ég held að þaö sé til góðs bæði fyrir leikhúsið og mig að breyta til. Þegar ég hóf hér störf var ég nýkominn úr háskóla. Ég hafði á nýlokið viö licentiats ritgerð, sem ég hef hug á að vinna meira að og jafnvel gefa út. Hún fjallar um leiklist á Islandi um aldamótin. Þegar ég fékk leyfi frá^störfum fyrir tveim árum dvaldist ég part úr vetri i Oxford svona til að endurnýja kynni min af fræðistörfum. Eg kannaði þá uppruna Herranætur og á siðan Framhald á bls. 10 »..... ' ............................................... * ★ Leikritahöfundar okkar koma víða við ★ Skemmtileg frumvinna við innlendu verkin ★ Hafa hug á að leika verk Laxness ytra ★ Til góðs fyrir leikhúsið og mig að breyta til r ★ A efni í litla bók um uppruna Herranætur ★ Ríkisleiklistarskóla þarf að stofna strax -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.