Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Miðvikudagur 23. febrúar 1972
Sveinn
Gunnarsson:
KVON-
BÆNA
SAGA
46
kominn í dauðra manna reit fyrir
sumarmál. Herlaug kona hans
spurði hann þann sama vetur,
hvort hann hefði fengið áfall, þeg
ar hann gekk til húsanna.
Stuttu áður en hann dó, sagði
hann firá því, sem hér fylgir:
— Þegar ég koon til húsanna,
sá ég eitt þeirra opið og gekk
þar inn. Mér var dimimt fyrir aug
um, og Árni að raka húsið, og
hafði ég farið í þá króna, sem
hann var að raka. Diimmt var í
húsinu og það lágt. Ég igekk því
boginn. Eg leit upp í mænirinn
og vildi gæta að, hvort í glugga
væri troðið, en um leið og ég
rétti úr mér, rak Árni hrífuskafts
endann af afli, eða mér fannst
það, í brjóstholið neðan við
bringubrjóskið. Högg þetta var
svo þungt og mikið að yfir mig
leið. Þegar ég raknaði við aftur,
sat Árni undir herðum mér og
var þá iðrandi. Það rann þá mik-
ið blóð upp úr mér. Bráðum gat
ég farið að tala og sagði:
— Árni minn! Þú ert slysinn,
því þetta verður mitt dauðamein,
en segðu mér nú, hvort þetta var
viljandi gert. Ég sálast bráðum,
og ef þú lýgur að mér, þá sæki
ég á að drepa þig, þegar ég er
dauður, en ég skal lofa þér því
að láta þig vera í friði, hvort held
ur ég lifi eða líð undir lok lík-
kistunnar, ef þú segir mér nú þeg
ar satt.
Árni var farinn að skjálfa af
ótta og stundi því upp, að högg
þetta hefði verið af ásettu ráði,
og svona undirlagt af Fjölni, því
hann hefði lofað sér góðum verka
launum, ef honum tækist að drepa
mig. Kvaðst þá Árni ekki vilja
meira að gera, og bað hann mig
að lofa séir að styðja mig á heim
ferðinni. Ég bað Árna að vera
konu minni trúan þessu fáu daga,
sem samvera þeirra gæti átt sér
stað. Að svo mæltu spurði ég
Árna hvað Fjölnir hefði fundið
mér til saka, og sagði hann að
Fjölnir hefði sagt, að ég hefði
borið upp á sig folaldrsmorðið, og
sagt að svona piltar þyirftu að vera
hýddir annað hvort ár. Fjölnir
sagði lftilfjölegt að munnhöggvast
við slík nautshöfuð, en áríðandi
væri samt að hefna sfn og hefnd-
in kæmi verulegast fram með þvi
að ryðja þessum orðhákum úr
vegi fyrir fullt og allt, eða þann-
ig hefði Snorri goði hagað hefnd-
um,
— Gauti bað Herlaugu að láta
Arna ekki gjalda misverknaðar-
ins, og láta söguna ekki fara á
gang, en Herlaug var stórfeng og
átti líka vinkonur. Hún skaut
þessu að einni vinkonu sinni, en
það var kerling sem mátti trúa.
Samt átti sú eina vinkonu af þag-
mælsku kyni, og það var óhætt að
hvfsla þessu að henni. En þnátt
fyrir alla varúð flaug mann frá
manni, að Ámi og Fjölnir væri
banamcnn hans Gauta. Áirni fór
til Fjölnis um vorið og lifði þar
í eftirlæti. Oft talaði Fjölnir um
það, hvað henni Guðrúnu sinni
þætti indæll söngurinn hans, og
þá ekki síður danssporið og þessi
nýi vals hans væri hverri kven-
persónu geðfelldur. Tókst Fjölni
mcð hrekkjaviti sínu og lymsku,
að telja mönnum trú um og að
breiða það út, að Árni fíflaði
konu sína og hrakkti hana svo frá
sér af vanmennsku sinni. Árni
varð hræddur við Fjölni eftir þess
ar aðfarir hans og áleit að Fjöln-
ir mundi koma sér fyrir kattar-
nef, þá er minnst varði og það
yrðu laun afreksverka sinna, —
þar sem hann væri eini maður-
inn, sem vissi um klæki Fjölnis.
Hann iðraðist nú mjög, að hafa
verið við þetta mál riðinn.
Það var nokkru síðar morgunn
einn, að gott var veður. Var fé
tímanlega rekið til beitar. Árni
gekk að raka fjárhús eftir skatt-
inn. Kom þá Fjölnir þangað og
var nú svo hýr og góður, að Ámi
gleymdi því að vera hræddur við
hann. Fjölnir gekk um igólf fram
og aftur og sneri Ámi þá oft
baki að Fjölni. Fjölnir gerði
spaug úr hverri setningu og hældi
nú Árna. Hann var svo glaðlegur
á svipinn og hló nú svo ánægju-
lega, eins og barn á æskuskeiði.
Tófan er kæn, þegar veiðin er ná-
læg. Árni vinsaði hroða frá mylsn
unni, hálfboginn og sneri baki að
Fjölni. Þegar minnst varði lá Árni
flatur á húskróargólfinu, en Fjöln
ir ofan á honum. Árni fór að
finna að kné Fjölnis klemmdu
kvið hans. Þeir horfðust nú í
augu, og var þá hýrusvipurinn af
Fjölni. Það er fljótt að breytast
veður í lofti. Árna sýndist nú
Fjölnir vera orðinn ærið hroða-
legur ásýndum. Hann sa^ði:
— Árni! Ég þurfti að inna þig
eftir atriði, en áleit, af því þú
ert mannhundur, að vissara væri
að setja þig í skrúfstykki áður.
Því er svipur þinn breyttur, æðis
legur og flóttalegur? Hvað hefir
komið fyrir, svo þú þurfir að ger
ast svona lævíslegur? Þótti þér
svo vænt um Guðrúnu, að þú sjáir
eftir að hún er farin héðan, eða
býrðu yfir vélræði? Dettur þér í
hug að reyna að vinna mér bana,
manndráparinn þinn? Ég hefi
hugsað mér að verða fljótari til,
og að fáum stundum liðnum verð
urðu kominn þrjár álnir ofan í
króargólfið, og þá eru öll mál í I,
minni hendi. Það gerir enginn
gangskör eftir framkvæmdum í að
leita þín, með því líka að ég segi
þú hafir tælt konu mína, og því
strikð. Slíkt þykir tæúlegt.
Árni bað hann að kvelja sig
ekki, láta allt taka fljótt af. En
hann sagðist ætla að gera eina
játningu fyrir honum, áður en
hann dæi og það væri það, að
ganga aftur og lofa honum því að
ofsækja hann og reyna að koma
honum í króargryfju til sín. Tók
þá Fjölnir að þrýsta að honum
og sagði honum að taka orð sín
aftur.
— Nei, saigði Árni. Hvað ég
hefi sagt, það hefi ég heitstrengt
og það efni ég. Ég skal ekki vera
margorður, því áður en þessi jól
líða verður þú dauður og hvað
verður þá úrframtíðarvonum þín
um, þorparinn þinn.
Fjölnir var ósjálfstæður maður,
hvað kjark áhrærði, og alla tíð
lífhræddur. Það sanna ég satt að
vera af sjálfreynslu síðar. Hann
var því farinn að fá taugaóstyrk
og segir því:
— Ég hefi reynt þig að því, þú
ert haldinorður. Nú skal ég lofa
þér að lifa, ef þú sverð mér trúar
eið og ferð héðan úr sveitinni í
næstu kvöldskuggunum. Ég skal
gefa þér hest, ef þú ferð á annað
landshorn, og svo sagðist hann
skyldi borga honum, það sem ó-
goldið væri af árskaupi hans og
1045.
KROSSGÁTA
Lárétt
1) Ormar. 6) Landlækkun. 7)
öfugt. Nhm. 9) Anno domini.
10) Land. 11) Efni. 12) Eins.
13) Veik. 15) Hæverska.
Lóðrétt
1) Óþokka. 2) Spil. 3) Föl. 4)
Eins. 5) Knapi. 8) Æða. 9) Alp-
ast. 13) Samtenging. 14)
Jarm.
Ráðning á gátu No. 1044
Lárétt
1) Miskunn. 6) Tem. 7) GH. 9)
ST. 10) Náinnar. 11) Al. 12) LI.
13) Ali. 15) Innanum.
Lóðrétt
1) Magnari. 2) ST. 3) Kennsla.
4) Um. 5) Natrium. 8) Hál. 9)
Sal. 13) An. 14) In.
' / ' 1 3 p" S
H=
HOW? WITH WEAPOMS?
By force? you KNOW
THAT IS AGAINST OUR
BELIEFSf v.
THAT POES
POSE A
PROBLEM,
POESH'T
IT?
ggf IF IT C0NTINUE5,
MY PEOPLE
MAY YET LEARN
OF HUNGER/ .
ANOTHER GREAT
HERD OF SEA-
CATTLE PIRATEP
AWAy FLASH/ /cAN,T '
r^/you stop
them,king
o" '-Ma. TRIGON? y
mmi i
MIÐVIKUDAGUR
23. FEBRÚAR
7.00 Morgunútvarp. Fréttir kl.
11.00 Föstuhugleiðing: Séra
Páll Þorleifsson fyrrum pró-
fastur flytur.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.15 Þáttur um heilbrigðismál.
Guðmundur Björnsson augn-
læknir talar um sjóngalla og
gleraugu.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: Abdul Rah-
man Putra fursti. Haraldur Jó-
hannsson hagfræðingur les
kafla úr bók sinni um sjálf-
stæðishetju Malaja (1).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: islenzk
tónlist
16.15 Veðurfregnir. Þættir úr sögu
Bandarikjanna. Jón R. Hjálm-
arsson skólastjóri flytur átt-
unda erindi sitt: Strið og friður.
16.40 Lög leikin á kiukknaspil og
spiladós.
17.00 Fréttir.
17.10 Tónlistarsaga.
17.40 Litli barnatiminn.Valborg
Böðvarsdóttir og Anna Skúla-
dóttir sjá um tímanna.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál.
19.35 ABC.Asdis Skúladóttir sér
um þátt úr daglega lifinu.
20.00 Stundarbil.Freyr Þórarins-
son kynnir létta nútimatónlist.
20.30 Framhaldsleikritið „Dickie
Dick Dickens” eftir Rolf og
Alexöndru Becker. Endurflutn-
ingur tólfta og siðasta þáttar.
21.10 Einsöngur i útvarpssai:
Guðrún A Simonar syngur.
21.30 Mestur I heimiólafur Ólafs-
son kristniboöi flytur erindi eft-
ir Henry Drummond um kær-
leiksóð Páls postula, þýtt af
Birni Jónssyni ráðherra og rit-
stjóra.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (21).
22.25 Kvöldsagan: Astmögur
Iðunnar. Jóna Sigurjónsdóttir
byrjar lestur á stuttri ævisögu
Sigurðar Breiðfjörðs eftir
Sverri Kristjánsson.
22.45 Djassþáttur. Jón Múli Arna-
son kynnir.
23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
23. FEBRÚAR
18.00 Siggi. Vegavinna. Þýðandi
Kristrún Þórðardóttir. Þulur
Anna Kristin Arngrimsdóttir.
18.10 Teiknimynd. Þýðandi Sól-
veig Eggertsdóttir.
18.15 Ævintýri i norðurskógum.
21. þáttur. Eli Rocque snýr aftur
Þýðandi Kristrun Þórðardóttir.
18.40 Siim John. Enskukennsla i
sjónvarpi. 13. þáttur endur-
tekinn.
D
R
E
K
I
Nú er búið að ræna enn einni hjörð sjávargripa. Ef
þetta heldur áfram, getur fólkið mitt átt eftir að
kynnast hungri. — Getur þú ekki stöðvað þessa
ræningja Trigon Konungur? — Hvernig þá? Með
vopnum? Með valdi? Þú veizt, að það ar andstætt
trúarskoðunum okkar. — Það eru heldur vandræði,
svo ekki sé meira sagt.
Eg sagði þér, að það væri aldrei hægt að treysta
kvenmanni. — Hr. Walker fór þess á leit, að Bellu
yrði ekki refsað þunglega. Hún skaut ekki og auk
þess hjálpaði hún til við að ná morðingjunum. —
Hver er hr. Walker? —Menningin er heldur þreyt-
andi til lengdar félagar. Þaö er gott að komast aftur
inn i hinn friðsæla og örugga frumskóg.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Heimur hafsins. Italskur
fræðslumyndaflokkur. 6.
þáttur. Sjórannsóknir. Þýðandi
og þulur Óskar Ingimarsson.
21.20 Feröir Gullivers. (The
Three Worlds of Gulliver).
Bandarisk æfintýramynd frá
árinu 1960, byggð á hinni al-
kunnu sögu eftir enska rithöf-
undinn Jonathan Swift (1667-
1745). Leikstjóri Charles H.
Schneer. Aðalhlutverk Jo
Morrow, Kerwin Mathews og -
June Thorburn. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson. Gulliver
hefur fengið atvinnu sem skips-
læknir, en unnusta hans, Elisa-
bet, má ekki af honum sjá, og
þegar skipið lætur úr höfn,
laumast hún um borð og felur
sig. 1 . óveðri miklu fellur
Gulliver útbyrðis, og þá hefjast
ævintýri hans.
22.55 Dagskrárlok.