Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. febrúar 1972 TÍMINN 7 FramkvjeiwJBatiúri; Krlítfáo öúnndikfsSött, t Þárarinsson !áb)r Attdrés KflifjánsSOrt, ióft wm Ó. ttorsíeiníson :;ftrKrtur iÍiiiitóSi- 15323 <yisla$on. ttlisfjórnarskrjfstoför í - 1S3Q& og Tómas Karisson. jíán;:ftó;Mióitttt:;: AoQiýsinðastjór): Steln-: Cddubúsittu, sírnar; Skrifstofvr ^onkqstpætf 7. -- Af&reföMwhtM ÁÚiá)ÍÓ)rtÓÓMtÓÍ:::::1:5Mi3i) íiíwWtSiwíÍwtfiíÍtíSSMBlííiwSlOí: ifcró íSáKt^ötifcktfc;:;^ : Áskrtftarsjald: :kr> :52S,0Q: :á mánuSt: innantamts. : í taúsasólo :6t4S4þrertt:h;'f ;:(Ói(S4tt::::::::::: Kínaför Nixons Heimsókn Nixons Bandarikjaforseta til Kina, sem nú stendur yfir, er heimssögulegur atburður. Þessi heimsókn mun hafa mikil áhrif á þróun alþjóðastjórnmála á næstu árum, og raunar fór áhrifanna þegar að gæta, eftir að tilkynnt hafði verið i Washington og Peking, að Nixon færi þessa för. Það var 15. júli, sem sú tilkynning kom, eða fyrir rúmu hálfu ári,og á þeim tima, sem liðinn er, hafa atburðir gerzt, sem breytt hafa viðhorfum i alþjóðamálum i verulegum mæli. Hæst ber þar ákvörðun alls herjarþings S.þ. að veita Pekingstjórninni nm- boð Kina hjá samtökunum. Segja má, a i- kvörðun Nixons um að fara i opinbera heim- sókn til Kina hafi ráðið þar úrslitum, þótt Bandarikin hafi barizt gegn þeirri samþykkt. Ýmsum fannst það eðlilega mótsagnakennt, að Nixon skyldi berjast gegn aðild Peking- stjórnarinnar að S.þ.,á sama tima og hann undirbjó heimsókn til Kina með það að yfir- lýstu markmiði að bæta sambúð Kina og Bandarikjanna og stuðla að þvi að einangrun Kina i alþjóðasamskiptum lyki. Sennilegasta skýringin er sú, að Nixon hafi ekki viljað glata þessum þætti úr samningsaðstöðu sinni i Peking og hafi ætlað sér að láta það verða eitt atriði þess árangurs, er hann gæti tilkynnt um- heiminum að lokinni för sinni, að Bandarikja- stjórn hafi heitið að beita afli sinu til að tryggja Pekingstjórninni aðild að S.þ. gegn einhverjum tilslökunum Kinverja, m.a. samningum um stöðu Formósu. Þótt tilkynningin um heimsókn Nixons til Kina hafi komið mjög á óvart á sl. sumri, hafði i raun verið hafinn undirbúningur að þvi af hálfu beggja aðila löngu áður að bæta sambúð rikjanna. Má nefna ýmis dæmi um það allt frá árinu 1968, þegar segja má að undirbúningur- inn að þeim heimssögulega atburði, sem nú er að gerast i Peking, hefjist. 10 dögum áður en tilkynnt var um heim- sóknina i sumar, hélt Nixon ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir nauðsyn þess, að einangrun Kina i alþjóðamálum yrði rofin. Nixon sagði þá, að yfir mannkyninu vofði hætta kjarnorkustyrjaldar innan 15 til 20 ára, ef ekkert breyttist og kinverskir ráðamenn yrðu áfram einangraðir og án sambanda við leið toga annarra stórvelda. En tvennt er það einkum, sem stuðlað hefur að þvi að gera heimsókn Nixons til Peking að veruleika. Annars vegar áhugi Nixons á að finna málamiðlunarlausn i Vietnamstriðinu fyrir forsetakosningarnar i Bandarikjunum i haust, og hins vegar versnandi sambúð Sovét- rikjanna og Kina og vaxandi ótti Kinveria við innrás Sovéthersins. Heimsókn Nixons stuðlar vonandi að eflingu heimsfriðarins. Hún hefur þegar valdið þvi, að hin stærri riki heimsins hafa kastað gömlum skoðunum til hliðar og eru nú öll að endurmeta og endurmóta stefnu sina i alþjóðamálum. —TK JAMES RESTON, New York Times: Hleðsla hæstu turna hefst á jafnsléttu Hugleiðingar í tilefni af Kínaför Nixons forseta Nixon Bandarfkjaforsrti og Mao formaöur heiisast I Peking. RÉTT áöur en Nixon forseti lagbi af stað til Kina, lýsti Thomas H. Moorer aömirall, sem er nú formaður hershöfð ingjaráös Bandarikjamanna, þvi yfir við Bandarikjaþing, að hvernig sem skipti Banda- rikjamanna viö Sovétmenn og Kinverja kynnu að þróast i framtiðinni, þá yrðu Banda- rikjamenn að búa yfir nægilegu kjarnorkuafla til þess að standa báöum á sporði samtimis”. Þegar aðmirállinn fór að skýra nánar fyrir þingmönn- um hvað hann ætti við, sagði hann meðal annar: ,,Þó að við lentum i kjarnorkustyrjöld við annað þessara stórvelda, yrðum við að eiga aflögu nægilegan kjarnorkuafla til þess að koma i veg fyrir að hitt stórveldið réðist á okkur samtimis”. Hér i Washington ' fur margt skritið gerzt, og sennilega hefur verið hrein til- viljun, að aðmirállinn lýsti þessu einmitt yfir i þann mund, sem forsetinn var að leggja af stað tilKina. Þetta sýnir eigi að siöur, hve erfitt er að hverfa frá orðafari kalda striðsins og helga sér annað nýtt, sem hentar hinu nýja „samningatimabili”, sem Nixon forseti telur sig vera að hefja með ferðum sinum til Peking og Moskvu. NOKKUÐ eykur á erfiðleika forsetans, þegar hann leggur af stað i sinar fyrstu heims- sögulegu feröir til þess að reyna að breyta stjórnmála- samskiptum, að hann getur ekki snúið sér að hvorri ferð- inni um sig i senn, án tillits til alls annars. Margbreytileg viðfangsefni hinnar umfangs- miklu rikisstjórnar lifa sinu sjálfstæða iifi. Styrjöldin i Vietnam heldur áfram og viðbúnað óvinanna eöa loft árásirnar, er eiga að hamla gegn yfirvofandi árásarhættu úr norðri, er ekki unnt aö stöðva i einu vetfangi vegna viðræönanna i Peking. Þá halda störf Bandarikjaþings einnig áfram og kosningabar- áttan, með ölium þeim árás- um og gagnárásum, sem henni fylgja. Samtimis þessu halda Sovétmenn áfram að víg- búast, þrátt fyrir viðræður leiðtoganna i Moskvu og Washington um samning um takmörkun kjarnorkuvigbún- aðar. Auðsjáanlega hefir Moorer aðmiráll ætlað um- mælum sinum að flytja Sovét- mönnum þá aðvörun að Bandarikjamenn verði að hefja nýja lotu i vigbúnaðar kapphlaupinu, nema þvi aðeins að tryggir samningar náist um kjarnorkuvigbdnað- inn. HVAÐ sem þessu liöur, er skyldi ekki gera sér grein fyrir, hvernig yfirlýsing aðmialsins hlaut að hljóma i kiverskum eyrum einmitt þegar viðræðurnar i Peking áttu að fara að hefjast, jafn umhugað og henni er um að viðræðurnar verði vin- samlegar og jafn mikið far og hún gerir sér um áferðargóð samskipti á opinberum vett- vangi. Nixon forseti hefir sett sátt- fýsina öllu ofar. Hann er að visu staðráðinn i að viðhalda valda-jafnvæginu, þrátt fyrir. kjarnorkuvigbúnað og flota- eflingu Rússá, en þrátt fyrir það sagði hann i ávarpi til þingsins áður en hann lagði af stað til Kina: „Sambönd okkar eru ekki framar við það miöuð fyrst og fremst, að halda Sovétrikjun- um og Kina i skefjum. Þeim er i þess stað ætlað að skapa varanlegan heimsfrið i sam- vinnu við þessi veldi”. HINAR gagnstæöu yfirlýsingar aðmirálsins og forsetans sýna svart á hvítu, hve torvelt er fyrir forsetann að hafa jafn mörg járn i eldin- um i senn og hann verður að gera. Rússar skilja beryrði eins og yfirlýsingu aömiráls- ins, — og satt að segja virðast þeir fátt annað skilja til fulln- ustu. En leiðtogar Kinverja hafa eflaust meiri áhuga á friðarkenningum forsetans en ótta aðmirálsins við kjarn- orkustyrjöld á tvennum víg- stöðvum i senn. Francois Geof frey Dechaume segir i „China Looks at the World”: „Okkur lánast ekki að skilja Kinverja vegna þess að viö skiljum okkur ekki sjálfa, gerum okkur ekki gréin fyrir, hvað það er hjá okkur og I fari okkar, sem hrindir þeim frá. Hvorir um sig gerast æ ó- sveigjanlegri en siminnkandi hnöttur okkar heldur áfram að snúast og færir okkur nær hvor öðrum, hvorir um sig virðast ófreskjur i augum hinna og við höfum engin tök á að ná saman...” ÞETTA virðist þó hafa veriö eitt af þvi, sem Nixon forseti hafði i huga, þegan hann tók sér fyrir hendur að nálgast Kinverja i von um að geta komið af staö skynsamlegum og heimspekilegum við- ræðum, þó ekki væri meira. Hann á ekki aðeins skilið við- urkenningu fyrir viðleitnin, heldur og fulla samúð vegna þess, hve viðræöur hans i Peking verða erfiðar og marg- slungnar. Hvaðeina, sem þar kann að verða sagt af beggja hálfu, verður efalitið lagt út á mismunadi vegu af ýmsum máttugum andstæðingum. Sýnilegt er, að Nixon og Chou Enlai eiga báðir heima fyrir i höggi við hauka og dúfur, sem lita misjöfnum augum á þann visdóm, sem býr að baki við- ræðunum. NIXON ætlar að reyna að þokast nær „varanlegum friði” við Sovétrikin og Kina. Til þess verður hann að rata þá þröngu og tæpu braut að vinna traust Kinverja, án þess aö vekja jafnframt illan bifur hjá hinum tortryggnu leiötog- um i Moskvu. Samkvæmt fyrirmælum forsetans verður meginefni viðræðnanna i Peking einnig flutt Japönum, ibúum For mósu og öðrum bandamönn- um Bandarikjamanna i Asíu, svoog bandamönnum þeirra i Evrópu, en allir ala þeir i brjósti leyndan ótta um, að risaveldin kunni að komast að samkomulagi á kostnaðhinna smærri þjóða. Báöir aðilar þurfa á allri sinni snilli og speki að halda, ef þessi viðleitni á að fara veí úr hendi i augsýn alls um- heimsins i sjónvarpi úm gervihnött, — sem eitt út af fyrir sig sýnir mikilvægi Kin- verja meðal þjóöanna. En þrátt fyrir þetta er án alls efa vert að gera þessa einstæðu tilraun. HyERTnýtt skref i samskipt- um þjóðanna hlýtur bæði að kosta sársaukafulla aölögun og valda nokkurri áhættu,” sagði Nixon forseti áður en hann lagði af stað. „Satt að segja hættir okkur við að mikla fyrir okkur á- hættuna við að stiga út úr hinni troðnu slóö, en komum siðar auga á ávinninginn, sem það gæti haft i för með sér. Það er einmitt þessi hneigð, sem hamlar gegn mikilvægu frumkvæði og eflir viður kenndar stefnur, sem stuðla að þvi að varðveita óbreytt á- stand.” Til er kinverskur máls- háttur, sem flytur svipaðan boðskap i mjög einföldum orð- um, og er eitthvað á þessa leið: „Hleðsla hinna hæstu turna hefst einnig á jafnsléttu.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.