Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. febrúar 1972
TÍMINN
3
LOÐNUAFLINN
165.000 LESTIR
- var 3.500 lestir á sama tíma í fyrra
ÞÓ—Reykjavik.
Bræla var i gær á loönumiðunum og flestir bátar komnir I höfn. Aður
en byrjaði að bræla i fyrrakvöld var nokkur loðnuveiði út af Reykjanesi
og þar fengu nokkrir bátar ágætis köst. t Meðallandsbugt var einnig
ágæt veiði en fáir bátar voru þar á miðunum.
15 bátar komu til Reykjavíkur i
gær með samtals 3000 lestir og af
þeim var Héðinn hæstur með 330
lestir. Einn bátur, Grindvikingur,
kom til Þorlákshafnar, var hann
með 330 lestir.
Þrír bátar komu til Eskif jarðar
með um 1100 lestir og var Eldborg
langhæst með 550 lestir. Til Nes-
kaupstaðar komu 4 bátar með um
1200 tonn, vað það allt afli heima-
báta.
Vikuna 14.—20. febrúar varð
loðnuaflinn 44.-231 lest; og er
heildarloðnuaflinn á vertiðinni
orðinn 165.628 lestir. Samkvæmt
skýrslu Fiskifélags Islands hafa
nú 58 bátar fengið einhvern afla,
en á sama timabili i fyrra höfðu
aðeins 15 skip fengið afla, samtals
3605 lestir. Lang aflahæsti
báturinn er nú Eldborg GK með
6547 lestir, og i gær losaði Eldborg
550 lestir á Eskifirði, þannig að
afli hennar er nú kominn yfir 7000
lestir. Hæstu löndunarstaðir eru
nú Vestmannaeyjar með 57.125
lestir, Reykjavik 27.623, Keflavik
14.301, Akranes 1377 og Höfn i
Hornafirði með 9556 lestir.
Niu bátar eru búnir að fiska
5000 lestir eða meira og eru þeir
þessir: Eldborg 6547, Grind-
vikingur 5766, Súlan 5698, Gisli
Arni 5293. Jón Garðar 5250 Loftur
Baldvinsson 5187, Hilmir 5079,
Óskar Halldórsson 5068 og
Isleifur 5032.
Hort heldur forystu
í Reykjavíkurmótinu
ÞÓ—Reykjavik.
11. uinferð alþjóðaskákmótsins
var tefld i fyrrakvöld og urðu
úrslitin þau, að Friðrik vann
Harvey i 32. leikjum og þar
með komst Friðrik upp í þriðja
sætið.
Önnur úrslit urðu þau, að Hort
vann enn einu sinni, og i þetta
Hraðskókmót
með meisturum
ÞÓ—Reykjavi.
Hraðskákmót verður haldið i
Glæsibæ n.k. sunnudag og hefst
mótið kl. 14. Meðal þáttakenda
verða flestir ef ekki allir þát-
takendur á Reykjavikurmótinu.
Nokkur verðlaun verða veitt, og
1. verðlaun eru 40 dalir 2. 30 dalir
og 3. 20 dalir. Tefldar verða ni
umferðir eftir Monradkerfi.
skiptið Jón Kristinsson, þá vann
Keene Braga. Guðmundur og
Georghiu sömdu um jafntefli,
sömuleiðis Stein og Timman og
Tukmakov og Magnús.
Biðskákir urðu hjá Gunnari og
Jóni Torfasyni, og Freysteini og
Anderson.
Efstu menn að 11 umferðum
loknum eru þessir: 1. Hort 9 1/2 v,
2. Georhiu 8 1/2 v, 3. Friðrik 8
og biðskák, 4—5. Stein og Tim-
man 8, 6. Tukmakov 7,7. And
erson 6 1/2 og tvær biðskákir.
Biðskákir voru tefldar i gær-
kvöldi.
GS-ísafirðir.
Kvenfélagið Ósk varð 65 ára 6.
þm. Rilefni afmælisins gaf félagið
100 þúsund kr. til Styrktar
æskulýðsstarfsemi i bænum.
Formaður Óskar er frú Rann-
veig Hermannsdóttir.
Illllllllll
1—
■
Austrið fölnar
Þeir sem einu sinni hafa komið
til Kina munu hvorki gleyma
landi né þjóð. Fer saman að
landið er „fagurt og fritt”, allt frá
köldum fjöllum norðursins til
pálmalunda i suðri, og fólkið er
fallegt, þrátt fyrir dálitið
steingerfingsleg andlit, og
þrifnaðarmanneskjur svo frægt
má telja um margar sýslur.
Kina var löngum notað, af
sjálfskipuöum hvitum herrum,
sem afsetingarland fyrir
markaðsvörur, og urðu úr þvi um
tima þriein skipti milli Bretlands,
Þýskalands og Frakklands.
Seinna komu Bandarikjamenn til
sögunnar. Þeir studdu þá sem
börðust fyrir „guð og fööurland-
ið” með þeim árangri, að
austriö varð enn rauðara en áður,
en Maó-rikið brá ýmsu banda-
risku fylgifé brotthlaupinna
föðurlandsherja undir fætur sina.
Og kommúnistar voru enn aö aka
i ameriskum bilum árið 1955,
fimm árum eftir að skildi með
bandariskri aðstoð og
Sjang-Kai-sjek á kæjanum I
Shanghai. Liklegast munu fá
amerisk tæki vera i notkun enn,
að tuttugu og tveimur árum
liðnum, en Kinverjum væri svo
sem trúandi til þess að skjóta
einhverju fornu striðsgóssi undir
Nixon, aðeins til að geta brosað
sinu dulráða brosi i einrúmi, eftir
að hann er á brott.
Vegna liðinnar sögu á þessari
öld er auðvelt fyrir valdhafana I
Peking að efla hatur á vestrænum
mönnum. A mcðan þjóðin— eða
öllu heldur þjóðirnar— I Kina,
börðust við hungur og flóð,
byggðu herrarnir hundahlaupa-
brautir, efldu vændishús og hirtu
allan þann arð, sem girugir her-
foringjar höfðu ekki þegar krafið
sem mútufé og skatt af almenn-
ingi. Kina var i sorglegu ástandi
á fyrri hluta þessarar aldar,
'komíð langt aftur úr öðrum
menningarþjóðuin, sem særði
metnað þjóðarinnar meir en orð
fá lýst. t Mao sá almenningur von
um endurreisn. Nú er endur-
reisninni annað tveggja svo langt
á veg komið, eða hatrinu farið að
linna i þeim mæli, að vogandi er
talið að fá Nixon i heimsókn,
mann sem er persónugervingur
alls þess.sem Kinverjanum hefur
verið kennt að hata, á meðan á
hatri hans var þörf til að knýja
hann áfram við skyldustörf
byltingarinnar, og fá hann til að
leggja nótt við dag, svo hann
mætti verða hinn voldugi i
samfélagi þjóðanna.
Nú hafa þeir Maó og Nixon
tekizt i hendur. Austrið er orðið
fölara en það var. En fölastir eru
þó Sovétmenn, sem sjá bæði
ógnun og ögrun i sliku handtaki.
Kinverjar gripu byltinguna
fegins hendi til að koma á reglu i
húsi sinu. En byltingin sem slik
hrín ekki á þeim til iengdar.
Ekkert hrin á Kinverjanum til
lengdar, jafnvel ekki þau handtök
sem birtast umheiminum i dag.
Kinverjinn er enn að hefna fyrir
hundahiaupabrautirnar. Þegar
þeirri hefnd lýkur, verður hann
búinn að breyta þeirri mynd af
umheiminum, sem blasir við i
dag. Risinn er vaknaður og vopn
og handsöl munu ryðja honum
braut, og hið dulráða bros sem
enginn skilur.
Rússa ber ei
sem neitun
Mótmæli
að túlka
ÞÓ—Reykjavik.
Alþjóðaskáksambandið tilkynnti i fyrradag, að frekari við-
ræður um hvar einvigi þeirra Fischers og Spasskys færi fram
yrðu haldnar í Moskvu dagana 2. og 3. marz. Fyrir nokkru
mótmælti sovéska skáksambandið úrskurði dr. Euwe um að
fyrri hluti einvigisins skuli fara fram I Belgrad en seinni hlutinn i
Reykjavik.
Framkvæmdastjórn
alþjóðasambandsins tilkynnti
einnig að ekki væri hægt að
breyta úrskurði dr. Euwe
nema á þingi sambandsins, en
að Euwe sé eigi að siður fús til
viðræöna við Sovétmenn um
málið. Dr. Euwe telur nauð-
synlegt að Spassky taki þátt i
viðræðunum.
Vegna þessa sneri blaðiö sér
til Guðmundar G. Þórarins-
sonar og spurði hann um álit
hans á þessari tilkynningu
Alþjóðaskáksambandsins.
Guðmundur sagði, að hann
væri mest hissa á þvi, að
islenzka skáksambandið hefði
ekkert fengið að vita um
þessar viðræður fyrirfram.
Hitt væri svo annað mál, að
dr. Euwe væri i ákaflega
slæmri aðstöðu,
Þá spurðum við Guðmund
um mótmælaorðsendingu
Rússa, og sagði hann, að fyrir
stuttu hefði sovézki ambassa-
dorinn á Islandi sýnt öllum
þátttakendum i Reykjavikur-
mótinu og forystumönnum
skákiþróttarinnar þann heiður
að bjóða þeim til kokkteil-
drykkju^jáði sovézki sendi-
herrann Guðmundi, að orð-
sending Rússa væri mótmæli
en ekki neitun um að tefla.
Mmmwj////m/////jW
Sendiferðabifreið meö benzin-eöa dieselvél
108 In. LENGD MILLI HJÓLA ln. mm
A Lengd mllll hjóla 106 2692
B Helldarlengd 169.5 4305
C Full hæð 76.2 1935
D Breldd n\/speglurn 88.0 2235
E Breidd án spegla 79.4 2017
F Lengd f. f. öxul 24.3 616
G Breidd afturdyra 50.2. 1275
H Hæð afturdyra 48.7 1237
J Gólfhæð 21.4 543
ln.* mm
M Hæð framdyra 55.3 1405
N Broldd framdyra 32.4 823
P Hleðsluhœð 52.7 1337
R Hleðslubreidd 64.0 1628
S Hleðslulengd 92.8 2356
T Breidd m. hjóla 50.0 1270
U Sporvídd 64.8 1646
V Mlnnsta h®ð undlr öxul 6.5 165
i—CF900 Benzln Dlesel ( j\ Lb. Kg. Lb. Kg.
^ J Elglnþyngd 2378 1020 2219 1006
-J Mestl hlassþungl 2550 1215 27fK» I29fl
HleðBlurýml 6-7 m» 6-7 m*
FRAMDYR
126 ln. LENGD MILLI HJÓLA In. mm
A Lengd mllll hjóla 128 3200
B Heildarlengd 189.5 4813
C Full hnð 82.5 2096
D Breldd m/speglum 88.0 2235
E Breldd án spegla 81.0 2057
F Lengd f. f. öxul 24.3 616
G Breidd afturdyra 50.2 1275
H Hœð afturdyra 48.7 1237
J Gólfhsð 22.3 566
K Hffið hllðardyra 58.3 1480
FRAMDYR
In. mm
L Breldd hliðardyra 35.8 908
M Hœð framdyra 55.3 1405
N Ðreidd framdyra 32.4 823
P Hleðsluhæð 58.3 1480
R Hleðslubreldd 64.0 1628
S Hleðslulengd 112.8 2864
T Breldd milll hjóla 42.4 1077
U Sporvídd 64.8 1646
V Mlnnsta hæð undir öxul 6.0 152
CF1250 Benzin DI«mI
Lb. Kfl. Lb. Kfl.
Þungi m/hlasti 6227 2824 6227 2824
Elfllnþyngd 2960 1342 3207 ,1454
Meatl hlassþungi 3267 1482 3020 1370
Hleðslurýml 7-6 m» 7-6 m»
FRAMDYR OQ HUÐARDYR
CF1100
Þungl m/hlassl
Elginþyngd
Mesti hlassþungi
Hleðslurýml
6510 2499
2646 1200
2864 1299
6-7 m*
.**RAMDYR OQ HLIÐARDYP
CF1750
Þungl m/hlassl
Eiglnþyngd
Mestl hlassþungi
Hleðslurými
7437 3373
3123 1417
4314 1956
7-6 m»
7437 3373
338? 1534
4055 1639
7-6 m*
Svarthöfði