Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Míðvíkudagur 23. febrúar 1972 Er kennslunni ábótavant? ffilH lilf 'ÍWfil 111 Versta EBE tilboðið Það vakti mikla athygli á fundi Norðurlandaráðs I Hels- ingfors, þegar Jens Otto Krag forsætisráðherra Dana sagði, aö það samnings- tilboð, sem tslandi hefði veriö gert af hálfu Efnahagsbanda- lagsins, væri örugglega það versta, sem gert hefur verið þeim þjóðum, sem ekki sækja um fulla aðild aö bandalaginu. Krag sagði, að þetta væri ekki aðeins skilningur Dana á málinu, heldur teldi hann sér óhætt að fullyrða, að það væri almenn skoöun, einnig meðal landanna sex i Brussel. Vegna þessa kvað Krag vera ærna ástæðu til að ætla, að unnt yrði að bæta þetta samningstilboð Efnahags- bandaiagsins gagnvart tslandi. Forsætisráðherra Dana sagði, að danska rlkisstjórnin ætti auðvelt meö að skilja sjónarmið tslendinga i land- helgismálinu, þar sem við svipaö vandamál væri að gllma I Færeyjum. Ef ekki væri unnt aö halda uppi fisk- veiöum frá Færeyjum, væri enginn grundvöllur fyrir þvi aö Færeyingar gætu lifaö þar. Það er lifshagsm unamál islenzku þjóöarinnar að færa fiskveiðilögsöguna út I 50 sjó- milur, sagði Krag, en Færeyingar geta ekki leyst sitt vandamál með stækkun fiskveiðilandhelgi, því að vciðisvæðin við Færeyjar eru svo þröng, að Fær- eyingar yerða undir öllum kringumstæðum að veiða á fjarlægum miðum, m.a. viö tsland og Grænland. Kvaðst Krag treysta þvl að tslen- dingar sýndu skilning á vandamálum Færeyinga. íslendingar munu sýna Færeyingum skilning t ræðum þeim, sem islenzku fulltrúarnir á Noröurlanda- þingi fluttu að lokinni ræðu Jens Otto Krags, lýstu þeir allir yfir, að því mætti treysta að tslendingar myndu lita á vandamál Færeyinga meö sérstökum skilningi og góðvild, og Bjarni Guðnason sagði það persónulegt álit sitt aö veita ætti Færeyingum sérstakar undanþágur innan 50 milna fiskveiðilögsögunnar við island og taldi, að það væri einnig afstaða alls almennings á tslandi. Erlendur Patursson þakkaði islenzkum fulltrúum hlýhug i garð Færeyinga og fagnaöi orðum þeirra um afstöðu tslendinga til fiskveiðihags- muna Færeyinga á tslands- miðum. Hann kvað Færeyinga hafa kynnzt vináttu islendinga á ýmsum sviðum. tslendingar og Færeyingar hefðu komið sér saman um samvinnu á sviði fiskútflutnings og hann minnti á einróma samþykktir Alþingis og Lögþings Færeyja um aukna menningar- og ef- nahagssamvinnu tslendinga og Færeyinga. Kvaðst Patursson lita á afstöðu tslendinga i landhelgismálinu sem staðfesting á þvi að alvara væri á bak við þær ályktanir. Óskaði hann tslendingum til hamingju með einróma á-kvörðun um að stækka fiskveiðilögsöguna i 50 sjómilur 1. september n.k. —TK Landfara hefur borizt bréf frá óánægðri húsmóður, þar sem hún kvartar undan því, að barn hennar hafi ekki nóg aðhald i skólanum hvað nám snertir, og lætur jafnvel að þvi liggja, að áhugi kennara hafi dvinað, og varla sé hægt að ætlast til þess að nemendur hugsi sjálfir fyrir þvi að drifa sig við námið. Bréf óánægörar húsmóður hljóðar svo: Kæri Landfari. Ég á barn i skóla, sem er ekki tornæmara en gengur og gerist. Nú i vetur virðist mér að barn mitt nái ekki eins góðum árangri og áður við námið. Má vel vera að þetta stafi af þvf að komið sé á svonefnt gelgjuskeið, Ég vil þó ekki lita svo á, að minnkandi áhuga þess á náminu sé alfarið hægt að skrifa á reikning gelgju- skeiðsins. Ég hef þótzt merkja það á ýmsu, að eitthvað kunni aö vera ábótavant kennslunni i skólanum. Ég dreg þetta af þvi, að þaö er eins og fri séu gefin af minnsta tilefni. Einnig eru timar að falla niður vegna veikinda kennara, sem getur verið eðlilegt og óvið- ráðanlegt, en það er undarlegt þegar slikt gerist dag og dag, og varla i samræmi við eðlilega háttu veikinda. Ég þykist vita að skólinn hafi hæfu starfsfólki á að skipa. Hitt veit ég einnig, að þegar ég þekkti til, þá voru kennarar svo áhuga- samir um sin störf, að ekkert komst að nema kennslan á meðan á skólatima stóð. Kennslan var helzta áhugaefni kennarans, en ekki starf þar sem mánaðamótin skiptu mestu. Mikið er orðið um það nú, að konur kenni sem eru nýlega búnar að stofna heimili, eiga börn á hverju ári, og þvi mörg og mikil og brýn áhugamál utan skólans, jafnvel áhyggjur, sem geta haft truflandi áhrif. Alkunna er, að námsfólk er næmt á undankomuleiðir, sé athygli þess ekki haldið vakandi. Þeir sem eiga bágt með að einbeita sér við kennsluna ná eðlilega ekki eins góðum ágrangri og þeir kennarar, sem gefa sig aö henni óskiptir. Auðvitað skiptir það miklu máli að fólk hafi tekjur, og einkum hjón, sem eru að stofna heimili, en mér finnst nú samt, að skólayfirvöld verði að gæta að þvi að fá fólk til starfa, sem hefur raunverulegan áhuga á kennslu, en er ekki stöðugt að tefla við mammon. Þessar áhyggjur er ég að rekja hér, vegna þess að nú um miðjan vetur hrapar barn mitt um tvo heila i aðaleinkunn á miðsvetrar- prófi. Ég skil ekki hvernig það getur gerzt. Ég er fús til að játa allar hugsanlegar ástæður fyrir þvi hér á minu heimili. En það hefur bara engum breytingum tekið frá þvi að barn mitt hafði góða einkunn I skólanum. Og nú vil ég spyrja, hvort ekkert eftirlit sé með þvi i barna- og unglinga- skólum hér i borginni, hvort kennslan beri nægan árangur? Eða getur starfsfólk þessara stofnana gufazt út og inn um dyrnar, þegar það tilkynnir ekki veikindafri, að vild sinni án þess að hafa áhyggjur af þvi hvort börn hrapa stórlega i einkunnum hjá þvi eða ekki? Óánægð húsmóðir. Þá höfum við lesið bréf hús- móðurinnar. Það er staðreynd, að börn geta verið mismunandi upp- lögð til náms, eftir þvi á hvaða aldri þau eru. Heimili og skóli þurfa að hjálpast að við að halda i hönd þeirra á meðan þau eru að þræða hina flóknu stiga námsins. Þvi aðeins fer þetta vel að allir hjálpist að við námið. Um eftirlit með sveiflum i einkunnum veit Landfari ekki, og lætur aðra um að svara þvi. Ný byggingavöruverzlun Opnum á morgun byggingavöruverzlun að Reykjavikurvegi 64 (i húsi Húsgagna- hafnarfjarðar). Viðskiptavinir verið velkomnir. Simi verzlunarinnar er 50292. Röskur unglingur sem lokið hefur skyldunámi, óskast til starfa. Laun eftir samkomulagi. Þeir, sem hafa áhuga á starfinu, leggi nafn og simanúmer ásamt upplýsingum um einkunn við unglingapróf inn á afgreiðslu Timans, Bankastræti 7, merkt „205.” Sinfóníuhljómsveit Island Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 24. febrúar kl. 21.00. Stjórnandi Proinnsias O’Duinn, einleikari Gfsli Magnússon. Flutt verður: Sin- fónia nr. 29 eftir Mozart, Pianokonsert eftir Stravinský og Sinfónía nr. 1 eftir Sibelius. Aðgöngumiðar til sölu i Bókabúö Lárusar Blöndal, Skólavörðustfg 2 og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. Skólatónleikar fyrir framhaldsskóla i Há skólabiói föstudaginn 25. febrúar. kl. 14. Stjórnandi Proinnsias O’Duinn. Flutt verður Sinfónia nr. 4 eftir Tjaikovsky og Promeþeus forleikur eftir Beethoven. Aðgöngumiðar á kr. 100.- til sölu i skólunum og I bóka- búðum. Hellusteypuvél hrærivél ásamt fylgihlutum til sölu. Upp- lýsingar i sima 33545. UTBOÐ Tilboð óskast i að byggja nýbyggingu, búningsherbergi og böð, fyrir Knatt- spyrnufélagið Fram, á lóð félagsins við Safamýri. Útboðsgagna má vitja gegn kr. 3000.—- skilatryggingu til Teiknistofunnar Staðals, Hverfisgötu 106a, Reykjavik. ja#sjonvarp Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruöum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin Garöastræti 11 simi 20080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.