Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 23. febrúar 1972 SLASAÐIST ILLA OÓ—Reykjavik. Maöur slasaðist illa á girðingu aðfararnútt s.l. sunnudags. Var hann á gangi við Hverfisgötu er hann datt illa á grindverkið, sem er meðfram gangstéttinni á lóð Stjórnarráðshússins. Lóöréttir járnteinar standa upp úr grind- verkinu. Eru þeir ekki oddhvassir og virðist ekki vera slysahætta af þeim. En maðurinn datt svo illa á grindverkið að einn teinninn lenti undir kjálkabarði hans og gekk inn út um kinn mannsin. Hann, missti meðvitund, en lögreglu- menn komu mjög bráölega á slys- staðinn og losuðu manninn. Gerð var aðgerð á meiðslum mannsins á Borgarspitalanum. Er hann ekki lifshættulega slasaður. Maður þessi er 61 árs að aldri. GS-tsafiröi Hiö árlega samsæti fyrir aldraö fólk, sem kvenfélagið Hlif hefur staðið að undanfarin 60 ár, var haldiö hér s.l. sunnudagskvöld, Var þar margt til skemmtunar. M.a. söng þar kór Hlifar undir stjórn frú Guðrúnar Eyþórs- dóttur, Séra Sigurður Kristjáns- son las upp,-Lára -Veturliöadóttir fór með gamanvisur. A skemm- tuninni söng kvartett og Hanna Bjarnadóttir söng einsöng. Siðan var skrautsýning, Burnirótin, og leikþættir. Formaður skemmti- nefndar var Maria S.Gunnars- dóttir. Þetta var mjög fjölmennt sam- sæti aldraðs fólks og komu t.d. 200 manns úr Hnifsdal. 2 — 1x2 (7. leikvika — leikir 19. feb. 1972.) Úrslitaröðin: 1X1 — 211 — 1X1 — ÍXX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 17.000.00 nr. 2438+ nr. 30831 + nr. 58148 nr. 71223 — 7956+ — 31972 — 59258 — 80230 — 9024 — 32223 — 61077 + — 81051 — 15322 + — 33401 — 61109 — 81294 — 18102 — 39504 — 66127 + — 83599 — 20225 — 47216 — 67219 + — 83680 — 23262 — 49750 — 67975 + — 83714 — 28417 — 55189 — 69628 — .84714 — 29707 + — 55445 + — 69635 — 84842+ -I- nafnlaus Kærufrestur er til 13. marz. Vinnings- upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 7. leik- viku verða póstlagðar eftir 14. marz. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- tang til Getrauna fyrir greiðsludag vinn- inga. (Of margir seðlar komu fram með 11 réttar lausnir i 2. vinning og fellur vinn- ingsupphæðin til 1. vinnings). GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK Há greiðsla 5 manna fjölskylda óskar eftir ibúð strax. örugg mánaðarleg greiðsla. Algjör reglu- semi. Upplýsingar i sima 37403 kl. 5-7. Síúkrahúslæknir við Sjúkrahúsið d Selfossi Staða sjúkrahúslæknis við Sjúkrahúsið á Selfossi er laus til umsóknar. Umsækj- endur skulu hafa góða framhaldsmenntun i handlækningum og fæðingarhjálp. Umsóknarfrestur er til 20. marz, en staðan veitist frá 1. mai næst komandi. Umsóknir stilaðar til stjórnar Sjúkra- hússins á Selfossi, skulu sendar skrifstofu landlæknis. Sáttafundur hjá flugfreyjum í dag KJ - Reykjavik Flugfreyjur hafa fyrir nokkru aflað sér verkfallsheimildar i yfirstandandi kjaradeilu, en þær hafa samt ekki látiö neitt uppi um, hvort þær muni beita verk- fallsvopninu, og stöðva þar með allt áætlunarflug meö Loftleiöum og Flugfélagi íslands. Kjaradeila þeirra hefur nú um nokkurn tima verið til meðferöar hjá sáttasemjara rikisins, og var siðasti fundur haldinn hjá sátta- semjara á föstudaginn. Næsti sáttafundur i flugfreyjudeilunni hefur verið boðaður klukkan fimm i dag, miðvikudag. Norðurlandaráð ^h, af bis i stofunnar er að semja menn- ingarfjárlög fyrir Norðurlöndin i heild, sem siðan er áætlað að verði skipt hlutfallslega milli Norðurlandanna. Með þessum hætti mun stofnunin samræma norrænt menningarsamstarf með árangursrikari hætti, en verið hefur. Sem dæmi má nefna, að samþykkt hefur verið i Norður- landaráði tillaga um stofnun eld- fjallarannsóknarstöðvar á tslandi, sem kostuð yrði og rekin af Norðurlöndunum öllum. Má nú ef til vill vænta fjárveitingar til að koma stofnuninni á fót, á fyrstu fjárlögum menningarskrif- stofunnar. 1 gær var mjög annasamt á þingi Noröurlandaráðs i Helsing- fors. Meðal mála á dagskránni voru samgöngusáttmáli og bann við tóbaksauglýsingum á Norður- löndum. Mikill ágreiningur var um hiö siðarnefnda og var lög- fræðinganefnd ráðsins þriklofin i málinu. Verður sagt frá um- ræðum um það i blaðinu á morgun og væntanlega einnig frá umræðum um landhelgismálið, en það er á dagskrá i dag. Skáld Frh. af bls 8 og kveiðst ekki komandi degi. Þú gættir að öllu og gafst okkur ráð og glæddir starfslöngun, vilja og dáð til atorku á ævidegi. Hver einasta minning er björt og blið og bros þitt mun fylgja mér alla tið unz hittumst við aftur heima”. (Hugrún) Ég var fjóra vetur i barnaskóla en fór svo á skólann að Laugum i Suður-Þingeyjarsýslu, þangað, sem Sigurður bróðir minn er nú skólastjóri. Seinni veturinn, sem ég dvaldist þar kenndi ég sjúk- leika og varð að fara á Kristnes- hæli. Þaðan átti ég þó afturkvæmt og hóf þá hjúkrunarnám, en það fór sem fyrr, heilsan þoldi ekki álagið og ég varð aö hætta. Arið 1932 stofnaði ég eigið heimili. Maöurinn minn var Valdimar Jónsson, ættaður frá Stykkishólmi. Hann var þá ný- lega útskrifaður úr Stýrimanna- skólanum og var eftir það sjó- maður fyrstu árin. Hann fór svo i land og vann siöast viö verzlunar- störf. Við áttum heima i Reykjavik flest okkar samvistarár en bjugg- um þó um tima á Akureyri. Valdimar dó 1959. Börn okkar voru þrjú, tveir synir og ein dóttir. Eldri sonurinn lézt af slys- förum 27 ára gamall en sá yngri er læknir við Hammersmith- spitalann i London. Dóttirin er hjúkrunarkona og vinnur núna hjá lækninum i Laugarási i Biskupstungum. Hún er gift garð- yrkjumanni, sem stundar þar yl- rækt. Ég var vist innan við ferm- ingaraldur, þegar mér fannst ég hafa eðli til að verða skáld. Ég grét af hrifningu yfir fögrum ljóð- um, lærði þau og hafði yfir bæði hátt og i hljóði. Heima i dalnum minum stofn- uðum við ungmennafélag, sem nefnt var Æskan. Það gaf út blað, sem hét Roðinn. I þetta blaö lét ég frá mér fara bæði bundið mál og óbundið. Skrifaði þá undir nafn- inu Hugrún, og hef gert þaö alla tið siðan. Fyrsta kvæði mitt, sem birtist á prenti, kom i Nýjum kvöldvökum. — Friðrik A. Brekkan var þá rit- stjóri. Þetta kvæði kallaði ég Út- þrá. — Fannst mér sem þá væri mikilsveröum áfanga náð. Ég var ákaflega stolt af þvi að geta talið til frændsemi við skáldin Jónas Hallgrimsson og Jóhann Sigurjónsson, og taldi, að þaðan mundi ég eiga von góörar ættarfylgju. Ungri þótti mér gaman að lifa, ég sá framtiðina i rósrauðum hillingabjarma. Þegar vorið kom i dalinn, fannst mér gleðin ekki komast fyrir i brjósti minu. Hin dá- samlega hljómkviöa náttúr- unnar, breytileg og töfrandi, ljóð- aði og lék i lofti, á láði og legi. — Arniður, lindahjal, ölduniður utan frá hafinu og fuglakliður, allt þetta tók hug minn fanginn. Ég var barn náttúrunnar. Hún gat látið mig finna til á svo marg- vislegan hátt, eftir þvi hvernig hún mætti æskubrosi minu. „Hefur þú séð hvernig gróðurinn grætur af gleði og þakklæti um há'sumarnætur?” Svo var það dag einn, þegar ég kem upp á loftið, að ég heyri klukkuna tifa inni i skápnum, en þar hafði ég við engu hreyft. Ég kalla nú á frænda minn og föðursystur og spyr, hvort þau hafi nokkuð farið i skápinn ell- egar hreyft við klukkunni. — Nei — Þau höfðu þar hvergi nærri komið. ,,Já, en þið heyrið að klukkan gengur. „Jú,” þau heyrðu það. Svo fer klukkan að slá og er nákvæmlega tveimur timum á undan réttri klukku og þvi nákvæmlega eins og hún var stillt búmannsklukka á þeim árum, sem hún var tima- mælir á heimili okkar þegar ég var að alast upp. Klukkan gekk svo alveg rétt i þrjá sólarhringa og sló á tima- mörkum. En þegar hún var i notkun áður, þurfti að draga hana upp á hverju kvöldi. Að liðnum þessum þrem sólar- hringum, þagnaði klukkan aftur og hefur ekkert látið um sig vita siðan, en hirist nú i skápnum, sami forngripurinn og fyrr. Eftir þetta varð ég feimin við gömlu klukkuna og lit á hana sem æðra tákn” —. — Hver er skáld, Hugrún? Þessu er mér um megn að svara. En ég held þó, að sá sem nær frá hjarta til hjartna og finn- ur hljómgrunn hjá þjóðarvitund- inni, hvort sem hann birtir hug sinn i tónum, máli eða myndum, eigi nokkurn rétt á að kallast skáld. Mér þykir nærri hryggilegt, þegar fram koma menn, sem þykjast vera einir dómbærir um þessi mál og taka sér i þeim efn- um nokkurs konar alræðisvald. Ég hef alltaf miðað stærð mina við þaö hvort mér hefur tekizt að finna hljómgrunn hjá þjóðinni, — fólkinu, sem landið byggir. Fá- mennur hópur svonefndra bók- menntafræðinga, hefur fyrir mig minna að segja, nema ,hvort tveggja fari saman. A siðari árum hef ég feröazt mikið til útlanda og sótt þangaö námskeið. Þetta hefur verið mér ómetanlega gagnlegur lifsskóli, og aukið til muna sýn mina. En þótt ég hafi farið til fjarlægra landa met ég ættjörð mina mest. 1 sumar ferðaðist ég hér heima, mest um óbyggðir. Þaö var dásamlegt ævintýri. Ætli við eigum ekki bezta land i heimi þegar á allt er litið. Þótt ég hafi lengi búið langt fjarri þar sem vagga bernsku minnar stóö, slitna aldrei þau huglægu tengsl, sem til æsku- stöðvanna liggja. Heim, heim, heim, hugurinn leitar i ómælisgeim. Bak við öldurót heimsins er endalaus friður, þann öruggleik finnur sú mannssál er biður. Það andar á bak viö hin ógengnu spor, hiö eilifa vor. Og með þessum ljóðlinum skáldkonunnar látum við spjalli okkar lokið. Þ.M. Lárós Frh- al bls- 6 lax, er hugsanlegt að honum finnist að nú sé hann kominn á sinar uppeldisstöðvar og vilji þvi ekki lengra fara. Þetta er verðugt rannsóknarefni, sem m.a. Veiöi- málastofnunin mun taka til úr- lausnar, bæði með merkingum, hreistursýnum og fleiri tiltækum ráðum. Mun það allt gert fyrir opnum tjöldum og i fullri dags- birtu. Þrátt fyrir það, að við Lárós- menn séum friðsamir og dýravinir, getum við ekki leyft okkur þann munaö að standa á stiflugarðinum mitt milli tveggja ræktunarreita okkar og horfa á seiðin og unglaxinn i Innra lóninu, en endurheimta laxinn fullorðna i Ytra lóninu þrengja sér i stórum torfum með allt aö 400—500 löxum fast við garðinn og sumir laxarnir troða sér á milli stórgrýtisins i garðinum og áleitnastir þar sem garðurinn lekur mest ferska vatninu innan frá. Búgrein framtiðarinnar. Og lái okkur hver sem vill, að við ekki létum sannast s.l. sumar á okkur söguna um asnann, sem dó úr hungri mitt á milli tveggja heyflekkja, vegna þess að hann vissi ekki að hvorum þeirra hann skyldi snúa sér. Leyfið til að nota ádráttarnet var bæði eðlilegt og sjálfsagt, eins og á stóð, og i fullu samræmi við tilgang laganna. Varla væri það hrósvert, ef við létum móðursýkisleg blekkingar- skrif tveggja til þriggja öfugugga og niðurrifsmanna hindra þessa tilraun okkar til að sanna tslend- ingum að þessi nýja búgrein, lax- og silungsræktun i fjörðum og lónum við sjó, eigi rétt á sér. Hún geti ef rétt er að staðið og friður fæst til starfsins, orðið einn af máttarstólpum islenzks atvinnu- lifs, hún geti aukið fjölbreytni út- flutningsverðmæta i ám og vötn- um, en i þvi feni má t.d. nefna mjög mikla möguleika til stangarveiði. Miklu máli skiptir fyrir fram- gang þessa nauðsynjamáls, eins og annarra slikra mála, að þvi sé stuðningur veittur meðan það er i uppbyggingu og eftir er að sniða af þvi úmsa vankanta, sem óhjá kvæmilega hljóta alltaf að koma fram. Ljóst er að áhugi á fiski- rækt á þessu sviði er vaxandi hér á landi og skilningur meiri en áð- ur. Um þetta vitnar ljóslega fyrr- nefndur fundur hjá Framsóknar- félagi Reykjavikur. Er þess að vænta, að nú verði hertur róður- inn til þess að málið komist i höfn sem fyrst. Reykjavik 20. febrúar 1972. F.h. Fiskiræmtarfélagsins Látravik, Jón Sveinsson. Athugasemd ritstjórnar. Enn hefur ekkert komiö fram i máii Jóns Sveinssonar, hvað sem sentimetralengd iiður, sem renn- ir stoöum undir endurteknar ásakanir hans I garö Tímans, þess efnis aö frétt Þorleifs Ólafs sonar blaöamanns I des. s.I. um Lárósmái á Landssambands- fundi, hafi veriö rangfærö. Fyrir- lestrahald hans á vegum Fram- sóknarfélags Reykjavfkur nú eöa I framtiöinni breytir engu um það, aö hann hefur fariö með ósæmilegar dyigjur i garð Tim- ans varðandi frétt þessa, og telur sig sýnilega ekki þurfa að standa blaöinu nein skil á leiðréttingu. Þaö er ekki um aö ræöa að komiö hafi fram frjálslynd viö- horf til ritfrelsis hér f blaöinu varöandi þetta mál. ÞAÐ KOMU FRAM SJALFSÖGÐ VIÐHORF. Hins ber aö geta aö „þriöja svar- grein" Jóns Sveinssonar, sem hann kallar svo af mikiili kur- teisi, fól i sér siikan umbúöalaus- an atvinnuróg um einn ritstjóra blaösins, aö ekki heföi veriö hægt aö komast hjá aö stefna höfundi heföi hún birzt. Astæöulaust þótti aö stofna til slikra atburöa. Jóni Sveinssyni er þvi bent á aö snúa sér til annarra blaöa meö „þriöju svargrein” sina. B Ritstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.