Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. febrúar 1972
TÍMINN
7
Frank Sinatra ástfanginn
á ný
Frank gamli Sinatra er aftur
orðinn ástfanginn.Sú, sem hann
er nú orðinn hrifinn af heitir
Nancy, alveg eins og dóttir
hans, en þaðer þó sá munur á að
þessi Nancy er töluvert yngri en
dóttir hans. Frank hefur ekki
verið áf jáður að láta sjá sig úti á
meðal manna með þessari nýju
vinkonu sinni, og er það ef til vill
vegna aldursmunarins. Frank
er ekki orðinn neitt par fallegur
lengur, enda nokkuð við aldur. -
Hann er löngu sköllóttur, en
hefur fengið sér hárkollu til þess
að hressa upp á útlitið, en það
hefur litið bætt hann.
Vinsæll eins og móöirin
Robertino, sonur Ingrid
Bergman, er bráðum 21 árs
gamall. Hann er senn útlærður
arkitekt. Stúlkurnar i Rómaborg
eru ósköp hrifnar af honum, enda
er hann laglegur og skemm-
tilegur. Hann hefur ekki verið við
eina fjölina felldur, og siðasta
vinkona hans er sögð heita Annie
Powell, og er hún 21 árs gömul.
Ka
★
Risasamlokan
Vinnuveitandinn hennar
Janet Anderson bað hana að
kaupa nú einu sinni handa sér
almennilega samloku. Hann
bætti við, að hún keypti aldrei
nógu mikið fyrir sig, þegar hann
bæði hana að kaupa fyrir sig
mat. Janet fór út og keypti
stærsta brauðhleifinn, sem hún
fann, og keypti siðan pylsur og
kjöt, salat og tómata og fór með
þetta á skrifstofuna. Þar setti
hún kjötið og grænmetið innan i
brauðið, eftir að hún hafði
skorið það i tvennt. Forstjórinn
neitaði að borða þessa trölla-
samloku, þegar hann sá hana,
og sagði Janet, að hún skyldi
reyna að gera það sjálf. Hér
Fuglsfjaðrir frá Afríku.
Hingað til hefur dýrum með
fallega feldi stafað mikil hætta
af veiðimönnum, sem sækjast
eftir feldum þeirra til þess að
búa til úr þeim fallega pelsa
handa hefðarfrúm. Nú eru
fuglarnir ekki lengur óhultir
heldur. Þessi klæðnaður er
skreyttur fuglsfjöðrum af ein-
hverjum myndarfugli frá Suð-
ur-Afríku, sem við reyndar
kunnum ekki að nefna með
nafni. Þetta er annars sumar-
tizkan frá Serge LePage i Paris.
★
sjáið þið Janet reyna sig við
samlokuna. Forstjórinn hefur
aldrei klagað undan þvi aftur,
að Janet keypti ekki nægan mat
fyrir hann, ef hann bæði hana
um það.
★
óánægja meö fleskverðið
í Englandi
Það er viðar en hér á landi, sem
fólk er óánægt með verðlag i
verzlunum. Brezku blöðin skrifa
um það, að nú séu brezkar hús-
mæður látnar borga sama verð
fyrir svinaflesk og þær hafa gert
að undanförnu, þrátt fyrir það,
áð 12—18% verðlækkun hafi
verið auglýst, miðað við heild-
söluverð á fleski.
★
Aðeins fyrir fótgangandi —
stóð á skilti við þessa venjulega
mjög friðsælu götu i Buenos
Aires. Yfirvöldin hefðu ef til vill
átt að hugsa ofurlitið lengra
fram i timann, þegar skiltið var
sett upp, og ef til vill átt að bæta
við, — Filum bannaður að-
gangur. Þeim datt vist ekki sá
möguleiki i hug, þegar skilið var
sett upp, að þessi risadýr ættu
eftir að fá sér göngutúr um
götuna, en það gerðist, og greip
þá um sig mikil skelfing meðal
annarra gangandi vegfarenda.
★
Ungur Dani bað um undaþágu frá
herþjónustu vegna þess að hann
sæi svo illa. Sem sönnunargagn
sýndi hann kærustuna sina.
—Nú er bráðum komið ár siðan
ég var skorin upp við botnlanga
bólgunni. Er ekki óþarfi að koma
vikulega áfram til að láta fylgjast
með örinu.læknir?
Herdeildin þrammaði um eyði-
mörkina og öllum leið illa af hit-
anum. Skyndilega kastaði einn
hermaðurinn sér niður i sandinn
og fór að háhljóða.
—Hvað er að, Hansen?
—Ég er með heimþrá.
—Við erum það allir, svaraði lið-
þjálfinn.
—Ekki eins mikið og ég, veinaði
Hanse, —því pabbi minn á öl-
gerð.
Veiðimannahópurinn hafði komið
sér saman um að ef einhver týnd-
ist skyldi hann bara skjóta þrem
ur skotum upp í loftið og bíða svo
rólegur. Þegar þeir komu út í
skóginn, fór það einhvernveginn
svo, að Kalli villtist og sá ekki
hina. Þá skaut hann þremur skot-
um upp i loftið og beið, en ekkert
gerðist. Hann skaut öðrum
þremur og eftir hálftima hrópaði
hann af öllum kröftum: —Nú
verðið þið að fara að leita, þvi ég
á bara tvær örvar eftir!
magnsgitar.
Svo var það veslings maðurinn,
sem i 42 ár var búin að borga
kirkjugarðsgjald og drukknaði
svo i Kyrrahafinu.
—Frændi minn á flóasirkus.
—Nú, hvað gerir frænka þin þá?
—Hún klórar sér!
Presturinn við 18 ára dóttur sina,
þegar hún er að koma heim
klukkan fimm að morgni:
—Góðan daginn, þú djöfulsins
barn.
—Góðan daginn pabbi......
DÆAAALAUSI
sjónvarpið. —Nei, ég vil ekki
horfa á þessa mynd. En ég er að
hlusta á hana.