Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. febrúar 1972
TÍMINN
9
Útoefandi: Framtókoarflokku.-inn
Framkvæmda^tiórR Krlstfán B«nedlkf»Sðti, Rjtstjorafi Þórarirth
Þórarinsson fábl, Andrés Krlsfjánsson, Jón H«5j)aít>n, bdfiar
G. Þorsteinssori og Tomas Kfirlsson, Aogtýsíngastióri: Stelrt-
onmur Gislason. Ritsfiornarskrifstotur i edduhúiirtú, símar
18360 — 18306. Skiifstofur Bankjstræfi 7.,::sss: Afgr«iÓ' blusfmi
17323. Augiýsmqasimi 19523. ASrar skrifstofur simi T8300,
Áskriffargjald kr. 22S.00 á mánuói Innanlands. í lai rsasolu
ssssxvkkxxss.'KrvslaaXr.satntailífa.x^tisBfaoáþrórttsnif^-tv/ttisati:::
Ný stofnun
Á siðasta Alþingi fluttu þrir þingmenn
Framsóknarflokksins, þeir Jón Skaftason,
Ingvar Gislason og Bjarni Guðbjörnsson,
þingsályktunartillögu um heildarendurskoðun
á fyrirkomulagi stjórnkerfis sjávarútvegsins.
Var tillaga þessi þáttur i baráttu Fram-
sóknarmanna fyrir þvi að stjórnkerfið
yrði gert einfaldara, ódýrara og skilvirkara en
það er nú.
Sjávarútvegur er mikilvægasti atvinnuvegur
okkar. Það vita allir. En hitt vita færri, hve
yfirstjórn sjávarútvegsins er i sundurlausu
kerfi og oft máttvana, þegar-mest á reynir.
Geysimargar rikisstofnanir, sem oft sinna
sömu verkefnum, vinna að málefnum
sjávarútvegsins. Yfirstjórnin er að sjálfsögðu i
höndum sjávarútvegsráðuneytisins, en það er
fámennast allra ráðuneytanna, og virðist það i
mótsögn við mikilvægi atvinnugreinarinnar
fyrir islenzkan þjóðarbúskap.
Þar sem Fiskiþing situr nú á rökstólum, er
rétt að geta Fiskifélags íslands, sem er ein
af meiriháttar stofnunum sjávarútvegsins,
stofnað 1911. Lög þess eru nú i endurskoðun.
Meðal verkefna Fiskifélagsins má telja
skýrslusöfnun og útgáfustarfsemi, sérstök
verkefni, sem sjávarútvegsráðuneytið felur
þvi, auk þeirra verkefna, sem Fiskiþing á
kveður. Á vegum Fiskifélagsins er starfrækt
sérstök tæknideild, sem er afar þýðingarmikil
fyrir sjávarútveginn, en hefur vegna fjár
skorts ekki getað sinnt margvislegum brýnum
verkefnum.
1968 var Fiskimálaráð stofnað. Verkefni þess
eru hliðstæð verkefnum Fiskifélagsins. Þá
stofnun ætti að leggja niður.
Ýmsir telja að nauðsynlegt sé að skapa
sterkari tengsl en nú eru milli Hafrannsóknar
stofnunarinnar og Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins, og bent er á, að ástæðulaust sé að
starfrækja Fiskimálasjóð sem sjálfstæða
stofnun lengur, og leggja ætti hann undir Fisk-
veiðasjóð. Þess má geta, að Fiskimálasjóður
hefur verið ein af þeim stofnunum, sem sinnt
hafa tæknimálum og tilraunum.
Marga fleiri þætti i stjórnkerfi sjávarútvegs-
ins mætti nefna, sem þörf væri að skoða i
heildarendurskoðun þessara mála. En tilefni
þessara hugleiðinga nú er frumvarp rikis-
stjórnarinnar, sem lagt hefur verið fram á Al-
þingi,um Tæknistofnun sjávarútvegsins.
Skv. greinargerð frumvarpsins er þeirri
stofnun ætlað að sameina þau verkefni i tækni-
og vélvæðingu og tilraunum þar að lútandi,
sem verið hafa á vegum Fiskifélagsins, Fiski-
málasjóðs, rannsóknastofnana sjávarútvegs-
ins, Siglingamálastofnunar og fleiri aðila. En
lagasetningu um þessa nýju stofnun þarf að
fylgja heildarendurskoðun á stjórnkerfi
sjávarútvegsins og á lögum þeirra mörgu
stofnana, sem löggjafinn hefur falið sams
konar verkefni, þannig að um raunverulega
hagræðingu stjórnkerfis verði að ræða. — TK
ERLENT YFIRLIT
Grísku fasistarnir
vilja felia Makaríos
Griska stjórnin virðist hafa seft honum úrslitakosti
Makarios
FLEST bendir nú til að
griska fasistastjórnin stefni
markvisst að þvi að koma
Makariosi, forseta Kýpur, frá
völdum. Hitt er óljósara, hvort
það er tilgangur hennar að
samcina Kýpur Tyrklandi eða
koma þar á stjórn, sem sé
eftirlát grisku stjórninni. Hitt
er vist, að hún vill fella
Makarios, og veldur þvi fyrst
og fremst, að hann fylgir
óháðri og sjálfstæðri utan-
rikisstefnu. Meðan hann fer
með völd á Kýpur, mun st-
jórnin þar ekki fara eftir fyrir-
mælum frá Aþenu.
Það myndi mjög styrkja að-
stöðu grisku fasistastjórnar-
innar, ekki sizt gagnvart
Bandarikjunum og Atlants-
hafsbandalaginu, ef hún næði
Kýpur undir yfirráð sin.
Kýpur getur haft mikla
hernaðarlega þýðingu, eins og
nú er ástatt fyrir botni Mið-
jarðarhafsins. Hvorki Banda-
rikjastjórn né herforingjar
Nato telja það heppilegt, að
þar fari með völd áháð, hlut-
laus rikisstjórn, enda þótt
Bretum sé enn leyft að hafa
þar hernaðarlegar bæki-
stöðvar. Hernaðarleg þýðing
Kýpur myndi enn vaxa, ef
Bretar yrðu alveg að yfirgefa
Möltu. Það er kunnugt, að
Bandarikjamönnum hefur
lengi verið litið um Makarios.
gefið og grunað hann um
græsku. Þó er talið, að Ban-
darikjastjórn hafi að undan-
förnu hvatt grisku fasista-
stjórnina til varfærni og að
láta ekki til skarar skriða að
sinni. Hún mun óttast, að það
gæti haft óheppileg áhrif á
deilu Arabarikja og Israels-
manna og ýtt undir ósáttfýri
af hálfu Sovétrikjanna.
ÞAÐ VAKTI strax verulega
athygli, þegar kunnugt varð
um það siðastl. haust, að
Grivas ofursti hafði farið
óleyfilega til Kýpur, en honum
hefur verið bannað að koma
þangað. Grivas var á sinum
tima leiðtogi skæruliðanna,
sem börðust gegn yfirráðum
Breta. Þeir Grivas og Makar
ios voru þá nánir vinir og
samherjar. Markmið þeirra
beggja var þá að sameina
Kýpur Grikklandi. Seinna
breyttist þetta, er Makarios
beitti sér fyrir þeirri lausn, að
Kýpur yrði sjáifstætt riki.
Siðan hafa þeir verið svarnir
fjandmenn. Grivas hélt áfram
að berjast fyrir sameiningu
Grikklands og Kýpurs. Það
var samkomulag milli st-
jórnar Grikklands og Kýpurs,
að Grivas mætti ekki koma til
Kýpurs eftir að samkomulag
varð um framtiðarstöðu
hennar. Sá orðrómur komst
fljótt á kreik, eftir að vitað var
um, að Grivas væri kominn
leynilega til Kýpur og
dveldist þar á Iaun, að hann
hefði farið þangað að ráðum
grisku fasistastjórnarinnar,
eða a.m.k. með vitund hennar.
Margt bendir til, að Makarios
hafi litið þannig á, að Grivas
væri sendur honum til höfuðs
og ætti að efla skæruliða-
hreyfingu gegn honum. Vitað
er lika, að Grivas á sterk itök i
þjóðvarnarliðinu svonefnda,
sem telur um 10 þús. manns og
er undir stjórn griskra her-
foringja. Til þess að styrkja
aðstöðu sina, ef til uppreisnar-
tilraunar kæmi, ákvað
Makarios að afla sér vopna,
svo að hann gæti vopnað al-
menning, sem yfirleitt fylgir
honum að málum, ef til upp-
reisnar kæmi. Eftir áramótin
bárust fréttir frá Kýpur þess
efnis, að allmikið af tékknesk-
um vopnum væri komið til
Kýpur, og væru þau i vörzlu
fylgismanna Makariosar.
ÞEGAR hér var komið sögú,
taldi griska fasistastjórnin sig
hafa fengið aðstöðu til beinna
afskipta af málinu. Hinn 11.
þ.m. lét hún afhenda
Makaríosi orðsendingu, þar
sem þess var krafizt, að hann
léti tékknesku vopnin af hendi
annaðhvort við þjóðvarnar-
liðið eða varðsveitir Sam-
einuðu þjóðanna, sem dvelja á
Kýpur til að koma i veg fyrir
átök milli Grikkja og Tyrkja.
Jafnframt krafðist griska
stjórnin þess, að mynduð yrði
ný stjórn á Kýpúr, og yrði það
stjórn allra flokka. Slik stjórn
myndi hafa i för með sér veru-
lega takmörkuð völd
Makariosar. Enn er ekki
kunnugt um, hvort Makarios
hefur svarað þessari orð-
sendingu grisku stjórnarinnar
formlega, en hann hefur
hvorugt af þvi gert, sem farið
var fram á.
Orðsending grisku stjórnar
innar hafði þann blæ, að hér
væri um úrslitakosti að ræða.
Sennilega hefur það verið
ætlun hennar að fylgja á eftir
með athöfnum og láta þjóð-
varnarliðið og fylgismenn
Grivasar steypa Makariosi.
En tvennt virðist ráða mestu
um, að hún hefur enn ekki
látið til skarar skriða. Annað
er það, að Bandarikjastjórn
mun hafa eindregið ráðið frá
öllum aðgerðum að sinni af
ástæðum, sem eru greindar
hér að framan. Hitt er það, að
komið hefur i Ijós, eftir að
kunnugt varð um orðsendingu
grisku stjórnarinnar, að
Makarios nýtur gifurlegra
vinsælda Kýpurbúa. Otvirætt
virðist að koma myndi til
borgarastyrjaldar, ef reynt
yrði að steypa honum af stóli.
Blaðamaður, sem hefur fylgzt
með þessum málum, hefur
komizt svo að orði, að griska
stjórnin hafi byssurnar, en
Makarios hafi fólkið.
KÝPUR er rúmar 9 þús. fer-
milur að flatarmáli og hefur
rúmlega 600 þús. ibúa. Fjórir
fimmtu hlutar þeirra er af
griskum uppruna og játa grisk
katólska trú, en einn fimmti
hlutier af tyrkneskum uppruna
og er Múhameðstrúar. Kýpur
hefur ekki verið griskt yfir-
ráðasvæði siðan á 4. öld. Fyrst
réð þar austrómverska rikið,
en siðar Musterisriddarar i
margar aldir. Frá 1571-1878
laut hún Tyrkjum, en þá tóku
Bretar við yfirráðum hennar
og fóru þar með völd til ársins
1959. A 19. öld reis sú hreyfing
á Kýpur, að hún ætti að sam-
einast Grikklandi, og
magnaðist hún mjög eftir
siðari heimsstyrjöldina, er
þeir Makarios og Grivas tóku
við stjórn hennar. Makarios
stjórnaði hinni pólitisku
baráttu en Grivas skæruliða-
hernaðinum. Tyrkland neitaði
alveg að fallast á, að Kýpur
yrði sameinað Grikklandi, og
varð þvi niðurstaðan sú, að
Kýpur varð sjálfstætt riki.
Hinn 14. desember 1959 var
Makaríos kosinn fyrsti forseti
Kýpur með 144.500 atkv., en
keppinautur hans fékk 14.700
atkvæði. Makarios var endur-
kjörinn forseti 25. febrúar 1968
og hlaut þá 95% greiddra at-
kvæða. I þingkosningum, sem
fóru fram 5. júli 1970, fengu
flokkar, sem styðja Makarjos
og eru á rr.óti sameiningu við
Grikkland, mikinn meirihluta.
Sést bezt á þessu, að Makarios
nýtur mikils fylgis eyjar
skeggja. Rétt er að geta þess,
að tyrkneski minnihlutinn kýs
þingmenn sérstaklega. Þá er
og samkomulag um, að forseti
landsins sé griskur en vara-
forsetinn tyrkneskur.
ÞEGAR KÝPUR hlaut
sjálfstæði, var gert sérstakt
samkomulag um stöðu
tyrkneska minnihlutans, en
illa hefur gengið að halda það,
og kennir hvor um sig hinum
um. Arið 1963 kom til vopn
aðra átaka, og lauk þeim
fyrst eftir að Sameinuðu
þjóðinar höfðu gengið i málið
og náð samkomulagi um, að_
gæslulið frá þeim hélcfi uppi
friði, milli þjóðernishópanna.
Þetta gæzlulið dvelst enn á
Kýpur. Þrátt fyrir það hefur
oft horft ófriðlega, og munaði
t.d. minnstu 1967, að til
styrjaldar kæmi milli Grikk-
lands, sem hafði þá herlið
Kýpur, og Tyrklands, sem
hafði undirbúið að senda
fölugan herafla þangað. Sam-
einuðu þjóðirnar skárust þá
enn i leikinn og náðist sam-
komulag um, að griski herinn
yrði fluttur frá Kýpur, en
tyrkneski heraflinn, sem átti
að fara þangað, yrði leystur
upp.
Frh á bls. 1 5