Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. febrúar 1972 TÍMINN 5 Námskeið í tengingu háspennustreng/a OÓ-Reykjavik. Tveir sænskir sérfræðingar hafa haldið hér námskeið fyrir tengingar'menn og verkstjöra rafveitna. Eru námskeiðin haldin vegna nýrra*tækni, sem mjög er að ryðja sér rúms á þessu sviði. Eru þá notaðir svokallaðir Pex háspennustrengir. Haldin voru tvö tveggja daga námskeið og sóttu þau um 50 rafvirkjar frá rafveitum víðsvegar af landinu. Fór kenn- slan fram i húsakynnum Rafveitu Reykjavikur við Elliðaár. Aðalkostir Pexstrengjanna eru minni rafmagnstöp i strengjum, mikið einfaldari frágangur við lagningu strengjanna,og eru þeir auðveldir i tengingu við eldri gerðir, sérstaklega við þær aðstæður þegar rými er tak- markað. Pex-strengirnir eru nokkru dýrari i innkaupum, en sá mismunur hverfur vegna hinna tæknilegu eiginleika strengjanna, og þegar komið er upp i þá háspennu að þurfaa oliustreng, þá eru þessir strengir ódýrari en eldri gerðir. Umboð fyrir þessa strengi h e f u r Johan Rönning h.f. Byggingasamvinnu- félag til að reisa einstaklingsíbúðir OÓ—Reykjavik. Unnið er að undirbúningi stofn- unar byggingasamvinnufélags, sem eingöngu mun annast bygg- ingu litilla einstaklingsibúða. Stofnfundur félagsins verður haldinn i Lindarbæ nk. sunnudag. Aðalhvatamenn að félagsstofnun- inni eru Asgeir Asgeirsson og Ingþór ólafsson. Þeir sögðu Timanum, að eftir- spurn einstaklingsibúða sannaði, hve brýn þörf væri á byggingu smáíbúða. Undirtektir þeirra, sem áhuga hafa á stofnun félags- ins, hafa verið kannaðar, og verða 57 manns boðaðir á fundinn sem að sjálfsögðu verður öllum opinn. Þeir Ásgeir og Ingþór sögðust einkum hafa hug á að ná sambandi við fólk, sem hefði i hyggju að koma yfir sig eigin hús- næði, en ekki þeim sem eingöngu vildu græða á Ibúðum og taka þátt i byggingu þeirra til að braska. Ekki er hægt að ákvarða neitt um byggingastað og fjölda ibúð- anna, sem fyrst verða reistar, fyrr en að lokinni formlegri stofn- un félagsins. En ætlunin er að byggja ibúðirnar i tveim stærð- um, 35 fermerta og 45 fermetra. Verða ibúðirnar að sjálfsögðu miðaðar við þarfir einstaklings, þótt i rauninni sé ekkert þvi til fyrirstöðu að ung hjón búi i þeim áður- börnunum fjölgar að mun, eða að fullorðin hjón fái þar inni. áður en börnunum fjölgar að mun, eða að fullorðin hjón fái þar inni. 1 hverri ibúð er gert ráö íyrir góðri stofu, eldhúskrók og svefn- stað. Síðar verður það félags- manna að ákveða, hve mikið á að vera af sameiginlegum eignum. Einstaklingsibúðirnar verða byggðar i blokk, og mun tæpast borga sig að hefja framkvæmdir fyrr en að minnsta kosti 40 manns hafa staðfest kaup á ibúðum, til að hægt sé að gera hagkvæm inn- kaup þegar framkvæmdir hef- jast. Rafvirkjar á námskeiði, þar sem kennd er tenging nýrri og fullkomnari háspennustrengja. Timamynd Gunnar «46 r,,"H■ 'Hd GRÆNAR HEILBAUNIR •••••• GULAR HÁLFBAUNIR »»»»»»» o 5 Italir köfnuðu í snjó NTB-Róm. Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lifið I stórhrið mikilli, sem geisað) á ttaliu um helgina. Margir bæir I N-Vestur- hiuta landsins eru einangraðir og víða er snjódýptin 10 metrar. Spáð er áframhaldandi snjókomu á þessum slóðum. 1 þorpi einu hefur borgarstjór- inn beðið um aðstoð til að flytja ibúana burtu, þar sem snjórinn nær þegar upp á fjórðu hæð hús- anna. óttazt er að snjóflóð kunni að falla á þorpið. Annars staðar á Italiu hefur rignt I 80 klst. samfleytt og vegir og járnbrautarteinar hafa skolast burtu. Margir dagar munu liöa þar til samgöngur komast I eðli- legt horf, og ekki bætir úr skák, að stjórnendur allra þungavinnu- véla i landinu eru i verkfalli. ' ' Sólaéir , HJÓLBARÐAR \ TIL S'OLU j FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA ÁRMÚLA 7 SfMI 30501 ■ÍÍSSSSAS::-: ý’xýý:; i F i p 3 1 $P i f SKUGGABALDUR KOM í BÓKAVERZLANIR í DAG 1 S | ISAFOLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.