Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 25. febrúar 1972 Allir Framaramir skoruðu — Þegar Fram sigraði Hauka 26:1 1 i kveðjuleik Haukanna í 1. deild Þrjú af 1. deildarli&unum i handknattleik kvöddu 1. deildina I ár með þvl aö tapa sfðasta leik sinum Ideildinni meö 11 mörkum. Það eru Vfkingur, KR og Haukar, en siðast nefnda liðið kvaddi deildina fyrir fullt og allt á miö- vikudagskvöldiö.meö þvi að tapa fyrir Fram 26:15. Haukarnir voru heldur áhuga- litlir I þessum leik, enda fallnir i 2. deild og heldur takmarkaður áhugi á þvi að taka stig af Fram og gera þar með jafnvel FH-inga að Islandsmeisturum, en milli þessara nágrannaliða er engin sérstök ást. Möguleikar Haukanna til að gera slikt voru heldur ekki miklir, þvi þá vantaði t.d. Ólaf H. ólafs- son og Þórö Sigurðsson, og svo voru Framarar mikið metri i þokkabót. Haukarnir skoruöu sitt fyrsta mark er staðan var 2:0 fyrir Fram. Næst þegar Haukarnir skoruöu voru 9 min. eftir af fyrri hálfleiknum, og þá hafði Fram skorað 7 mörk i röð. I hálfleik var staöan 13:4 fyrir Fram eöa 9 marka munur. Siöari hálfleikurinn var öllu jafnari, honum lauk meö sigri Fram 13:11. Mörkin féílu þá jafnt og þétt, eða næstum þvi eitt á hverri minútu. Fram-liöið lék ágætlega i þessum leik og öllu betur en gegn FH á dögunum. Nú var heldur engin óheppni yfir liðinu eins og þá og upphlaupin betur nýtt. Axel Axelsson var nú ólikt betri en gegn FH og munar ekki litið um þaö. Fyrir utan hann átti Stefán Þórðarson mjög góðan leik, svo og Sigurbergur og Björgvin. Aörir komu ekki langt á eftir þeim. I þessum leik skoruðu allir leikmenn Fram nema mark- veröirnir Þorsteinn og Guðjón. Þorsteinn var i marki allan tim- ann og stóð sig vel. Hjá Haukunum var heldur fátæklegt um að litast. Það voru helzt þeir Stefán Jónsson, Sturla Haraldsson og nýr leikmaður, Svavar Geirsson, sem eitthvað kvað að. Þegar leiknum var lokið gengu Haukarnir inn á leikvöllinn og veifuðu til áhorfenda, sem þarna sáu þá a.m.k. um stundarsakir i siöasta sinn I 1. deild. Þeir voru kvaddir með dynjandi lófataki frá áhorfendum, sem allir risu úr sætum i þakklætisskyni fyrir margar góðar stundir á undan- förnum árum. LOKA STAÐAN Lokastaðan í 1. deild Is landsmótsins í handknatt leik karla varð þessi: Fram 12 10 0 2 231:183 20 FH 12 8 3 1 235:181 19 Valur 12 6 2 4 185:175 14 Vik. 12 6 2 4 206:213 14 1R 12 2 3 7 209:229 7 KR 12 2 3 7 195:243 7 Haukar 12 1 1 10 188:225 3 Bg HJiM W/ WLjÍÆ1 Ijn ?? HF Æm > 1449 mörk voru skoruð I 1. deildarkeppninni I handknattleik karla voru samtals skoruð 1449 mörk,og voru þau skoruð af 83 leikmönnum. Af þeim átti IR fæsta, eða 10 leikmenn, en Haukar flesta, 14 menn. Hin liðin komu þar á milli flest með 12 markaskorara. Geir Hall- steinsson var markakóngur með 86 mörk — eða 17 mörkum meir en næsti maður, sem var Axel Axelsson, Fram. A eftir honum kom svo GIsli Biöndal meö 61 mark. Við birtum nú hér loka- töfluna yfir nýtingu leikmannanna I vetur, en i henni er að finna mörkin, skotin og vitaköstin, sem hver maöur hefur átt I öllu mótinu: SKOTIN MÖRKIN VtTIN Gcir llallsteinsson, FH 157 86 22 Axel Axelsson, Fram 118 69 3 Gisli Blöndal, Val 107 61 22 Stefán Jónsson, Ilaukum 103 57 15 VilhjálmurSigurgeirsson, IR 96 52 29 Björn O. Pétursson, KR 85 50 6 óíafur 11. ólafsson, Haukum 83 46 18 Páll Björgvinsson, Vlkingi 73 42 14 Viðar Simonarson, FH 71 41 9 Guðjón Magnússon, Vlkingi 76 40 0 Magnús Sigurðsson, Vikingi 83 37 0 Brynjólfur Markússon, IR 60 35 2 Pálmi Pálmason, Fram 66 35 28 llaukur Ottesen, KR 53 33 12 Hilmar Björnsson, KR 95 33 4 Einar Magnússon, Vikingi 60 32 13 Þórarinn Tyrfingsson, 1R 71 32 1 Björgvin Björgvinsson, Fram 42 31 1 Bergur Guönason, Val 58 28 4 AgústSvavarsson, 1R 60 27 1 Agúst ögmundsson, Val 32 24 0 Ingólfur óskarsson, Fram 4Í 24 0 Sigurbergur Sigsteinss. Fram 4: 23 1 Þórarinn Ragnarsson, FH 40 22 7 Auðunn óskarsson, FH 30 20 0 Georg Gunnarsson, Vikingi 33 20 0 Ólafur Einarsson, FH 41 19 0 Jóhannes Gunnarsson, 1R 46 19 1 Ólafur Jónsson, Val 49 19 0 Jón Karlsson, Val 45 18 0 ■ 1 I ■_■_■_■_■ ■■ | Þetta hefur gerzt áður! Nákvæmlega sama atvikið og átti sér stað I Laugardals- höllinni á miövikudags- kvöldið, þegar Valur tók stigið af FH, sem varð tii þess aö Fram sigraöi 1 islandsmótinu, gerðist fyrir 22 árum I gamla Háloga- landsbragganum. Þá fór fram siöasti leikur tslandsmótsins innanhúss 1950, og áttust þar viö Valur og Armann. Valsmenn voru þá I sömu stöðu og FH var I á miðvikudagskvöldið — urðu að sigra I leiknum til að hafa möguleika á tslands- meistaratitlinum. En Armenningar komu I vcg fyrir þaö með þvl að ná jafn- tefli 11:1 l,og varö það til þess að Fram hlaut titilinn og var það I fyrsta sinn, sem Fram sigraöi I meistaraflokki karla I handknattleik innan- húss. —klp— 1 ■_■_■_■ I Ileidur daufur hópur leikmanna úr Haukum yfirgefur Laugar- dalshöllina eftir síðasta leikinn I 1. deild. Haukarnir uröu neöstir I mótinu og falla þvi I 2. deild. Þegar þeir gengu af leikvelli risu áhorf endur úr sætum og gáfu þeim gott klapp I kveðjuskyni. (Tímamyndir Gunnar). Æfingamót KRR Víkingur og KR sigruðu Klp—Reykjavlk. Fyrstu leikirnir I æfingamóti KRR I knattspyrnu fóru fram I flóðljósunum á Melavellinum á miðvikudagskvöldið. Þá mættust KR og Armann I fyrri leiknum og Vlkingur-Þróttur i þeim siðari. Leikur KR og Armanns var markalaus I fyrri hálfleik, en i þeim siöari skoruöui KR-ingar tvö mörk. Fyrra markiö skoraöi Halldór Björnsson, sem nú leikur aftur með KR, en það siðara skoraði Gunnar Gunnarsson. Þróttur hafði 1:0 yfir I hálfleik gegn Viking, og skoraöi Helgi Þorvaldsson markiö fyrir Þrótt. 1 siöari hálfleik skoruðu Vikingar 2 mörk, það fyrra geröi einn nýliði i liðinu, Ólafur Stefánsson, en það siðara Jón Ólafsson. Næst verður leikið I mótinu á mánudagskvöldið kemur, þá leika Valur-Þróttur og Fram-VIk- ingur. Siðan verður aftur leikið á miðvikudag, KR-Vikingur, Fram- Armann. Markakóngur 1. deildar 1972 varö Geir Hallsteinsson, sem skoraði samtals 86 mörk I 12 leikjum — eða að meöaltali um 7 mörk I leik. Hér skorar hann eitt af síðustu mörkunum 86 I þetta sinn hjá Ólafi Bene- diktssyni markveröi Vals. Þrjú lið eru með hagstæða markatölu eftir veturinn; Fram, FH og Valur, en hin eru öll með óhagstæða markatölu. Valsmenn skora fæst mörkin og fá fæst á sig. KR fær flest mörkin á sig og skora-næst fæst. FH skorar flest mörk liöanna i deildinni, en ann ars er athyglisvert hvað marka- tala FH og Fram er áþekk. BROTTVÍSUN AF LEIKVELLI: 1R 12 min. KR 18 min. Vikingur 18 min. Haukar 20 min. Valur 23 min. Fram 30 min. FH 41 min. EINSTAKIR LEIKMENN: Þórarinn Ragnarss, FH 13 min. Axel Axelsson, Fram 12 min. Gisli Blöndal, Val 11 min. Sturla Haraldss., Hauk. 10 min. Auðunn Óskarss., FH 8 min. Gils Stefánsson, FH 6 min. Hilmar Björnss., KR 6 min. Birgir Björnsson, FH 6 min. tR var „prúðasta” liðiö I deild- inni, missti aðeins menn út af I 12 minútur I þær 720, sem hvert lið lék. Þessar 12 mln. skiptust á 5 menn, en annars voru liðin með þetta 5 til 8 menn á „sakalistan- um”. FH var með flesta menn eða 8, sem samtals fengu 41 min- útu og var það það mesta. FH átti lika „mesta sökudólginn”, Þór- arin Ragnarsson, sem samtals var vlsað út af 113 minútur I mót- inu. 1 allt var 42 mönnum visaö af leikvelli I þessu móti. VITAKÖST VARIN AF MARK- VERÐI: Rósmundur Jónsson, Vik. 11 Hjalti Einarsson, FH 6 Guðmundur Gunnarsson, 1R 6 Birgir Finnbogason, FH 6 Guðjón Erlendsson, Fram 5 Emil Karlsson, KR 4 Þorsteinn Björnsson, Fram 3 Pétur Jóakimsson, Haukum 3 ívar Gissurarson, KR 2 Ólafur Benediktsson, Val 2 Gisli Kristinsson, ÍR 1 Sturla Guðmundsson, Vik. 1 Þórhallur Guðmundsson, IR 1 Rósmundur Jónsson, Vikingi, varöi lang flest vitaköstin I mót- inu, eða 11 talsins. Næstir honum komu þeir Birgir Finn- bogason og Hjalti Einarsson FH, ásamt Guðmundi Gunnarssyni 1R með 6 hvor. Samtals var varið 51 vitakast I mótinu,en skorað var úr 304 vita- köstum. Vilhjálmur Sigur- geirsson, ÍR, skoraði úr flestum eða 29, en Pálmi Pálmason, Fram, kom næstur honum með 28. —klp— Aðalfundur Fram Aðalfundur Fram veröur hald- inn laugardaginn 26. febrúar að Frlkirkjuvegi 11 og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf ■ Stjórnin Meistaramót Isiands I frjálsum iþróttum innanhúss fer fram I Laugardalshöllinni og Baldurs- haga dagana 4. og 5. marz n.k. Keppt verður I 12 greinum karla og 5 greinum kvenna báða kepp- nisdagana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.