Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 1
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
Bretum og V-Þjóðverjum
afhent orðsending um
50 mílna mörkin í gær
FÖGNUÐUR
- sjá íþróttir
á bls. 16-17
KJ—Reykjavík.
Á aðalfundi Kaupmanna-
samtakanna, sem haldinn
var í gær, spurði Einar
Bergmann kaupmaður
Lúðvík Jósefsson, hvað
bændur hefðu fengið í
afurðalán árin 1970 og 1971,
og hvenær aðalóvini kaup-
manna, söluskatts
innheimtunni, yrði létt af
þeim.
t svari sinu sagði viðskiptaráð-
herra að rekstrarlán væru veitt til
ýmissa aöila i þjóðfélaginu og á
ýmsan hátt. Hann sagðist ekki á
stundinni hafa tölur yfir afurða-
lán bænda sérstaklega, en hafði
aftur á móti undir höndum tölur
um útlán banka og sparisjóöa á
siðasta ári, til ýmissa atvinnu-
greina. 1 þessum tölum eru ekki
formleg stofnlán, sem ýmsar at-
vinnugreinar fá, en listinn litur
þannig út:
Landbúnaður 1.942 millj.
Sjávarútvegur 2.846 millj.
Verzlun 4.398 millj.
Iðnaður 2.481 millj.
1 framhaldi af þessu sagði ráö-
herrann, að menn skyldu ekki
falla i þá gryfju að halda þvi
fram,að verzlunin fái ekki neitt.
Auk þess sem verzlunin hefði
fengið 2000 milljónir i erl. vöru-
kaupalánum.
Þá fór ráöherra nokkrum orð-
um um söluskattsinnheimtuna
og sagði, að kaupmenn gætu ef-
laust með réttu sýnt fram á, að
innheimta þeirra á söluskatti ylli
aukinni vinnu, en svo væri einnig
um ýmsa aðra i þjóðfélaginu, og
þar á meðal væru ýmis stórfyrir-
tæki, sem inntu þetta innheimtu-
starf af höndum. Það væru þvi
ekki aðeins kaupmenn, sem inn-
heimtu söluskatt og fleira, og ekki
væri útlit fyrir aö greitt yröi fyrir
innheimtu á næstunni. Þá mætti
búast við, aö yrði greitt fyrir
þessa innheimtu, yrði sú greiðsla
sótt eitthvað.
úr almenna bankakerfinu 1971
IGÞ-Reykjavík.
í gær barst Timanum fréttatilkynning frá rikis-
stjórninni, þar sem skýrt er frá þvi að Einar
Ágústsson utanrikisráðherra hafi þann dag,
fimmtudag, afhent sendiherrum Breta og Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands greinargerðir, þar
sem skýrt er frá þvi að ný reglugerð um fimmtiu
milna fiskveiðitakmörk komi til framkvæmda 1.
september 1972.
Jafnframt segir í greinargerðunum til rikjanna
tveggja» en þær eru efnislega samhljóða, að ákvæði
orðsendinganna frá 1961, um að vísa ágreiningi um
fiskveiðitakmörk íslands til Alþjóðadómsins, eigi
ekki lengur við og íslendingar séu ekki bundnir af
þeim.
Það var fyrir hádegið i gær, sem utanrikisráð-
herra boðaðisendiherrana á sinn fund til að afhenda
þeim greinargerðirnar. Þeir tóku við þeim hvor i
sinu lagi, fyrst John McKenzie sendiherra Breta
og þvi næst Karl Rowold sendiherra Sambandslýð-
veldisins Þýzkalands.
Eins og fyrr segir voru greinargerðirnar efnis-
lega samhljóða, og fer sú sem afhent var brezka
sendiherranum orðrétt hér á eftir:
„Viðræður hafa farið fram milli
rikisstjórna tslands og Bretlands
i því skyni aö finna hagfellda
iausn á vandamálum brezkrar
togaraútgerðar jafnframt þvf, að
tryggðir séu Iffshagsmunir
islenzku þjóðarinnar. Afstaöa
rikisstjórnar tslands hefir komiö
fram við ýmis tækifæri og skal þá
sérstaklega visað til greinargerð-
arinnar frá 31. ágúst 1971 til
brezka sendiráðsins og ræðu
ulanrikisráöherra tslands hinn
29. september 1971 I hinum al-
mennu umræðum á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, sbr.
hjálagt fylgiskjal. Þeim sjónar-
miðum, sem liggja til grundvall-
Verzlunin fékk 4398 milljónir
ar þeirri ákvörðun rikisstjórnar
tslands að gefa út nýja reglugerð
varðandi fiskveiðitakm örk á
landgrunnssvæðinu, er lýst i hjá-
lagöri greinargerð, „Fiskveiði-
lögsaga islands”, dags. febrúar
1972.
Jafnframt þvl aö árétta öll
þessi sjónarmið, vill rfkisstjórn
tslands nú taka fram eftirfar-
andi:
t greinargerðinni frá 31. ágúst
1971 var frá því skýrt, ;,að f þvi
skyni að efla verndarráðstafanir,
Frh á bls. 19
Þessi mynd var tekin af Einari Agústssyni utanrfkisráðherra í gær-
morgun, þegar hann hafði lokið við að afhenda sendiherrum Breta og
Vestur-Þýzkalands greinargerö um útfærsluna 1. sept.
Tfmamynd IGÞ.
Vísismenn
kaupa hlut
í Hilmi hf.
Oó-Reykjavík.
fslendingar hafa til
þessa einungis haft
spurnir af hinum
voldugu blaðahringum
milljónaþjóðanna, og
blaðakóngum þeim, sem
yfir þeim ráða. Nú virð-
ist hins vegar ætla að
fara að rætast úr í þess-
um efnum hér á landi,
en horfur eru á því að
upp sé að rísa blaða-
hringur t Reykjavík,
sem á eftirað láta til sín
taka íauknum mæli, fari
allt að óskum.
Það eru ýmsir eigendur
dagblaösins Visis, sem
hyggjast færa út kvlarnar, og
virðist eins og þeim hafi aukizt
ásmegin meö tilkomu ofsett
prents.
Sá orðrómur hefur gengið um
nokkurt skeiö aö Hilmir h.f. ,
sem er umfangsmikið útgáfu-
fyrirtæki, hafi veriö til sölu.
Nú hefur þaö gerzt að eig-
endur Hilmis h.f. hafa selt
hluta úr fyrirtækinu, og eru
kaupendur hlutabréfanna
nokkrir þeirra aöila, sem
standa að útgáfu dagblaðsins
VIsis.
Blaöinu er ekki kunnugt um,
hve mikinn hluta bréfanna
Vísismenn keyptu, en Axel
Kristjánsson mun enn eiga
meirihluta fyrirtækisins og er
stjórnarformaður þess. Búið
er að ráða nýjan fram
kvæmdastjóra Hilmis h.f.
Vann sá áður að þvi aö koma
Blaðaprenti h.f. á laggirnar.
Hilmir h.f. gefur út
vikublaðið Vikuna og
mánaöarritið tírval. Fyrir-
tækið á prentsmiðju og undir
það heyrir einnig Blaða-
dreifing og myndamótagerðin
Rafgraf.
-