Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 25. fcbrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 48 hærri í mannorðsstiganuim, ef hann skildi vel við Guðrúnu og hann sagðist skyldi leggja það til, ef málið væri þá mcð öllu búið, að lána honum þcssa tjáðu upp- hæð til að losast við Guðrúnu, og hann byði sig fram á báðar hlið- ar, að slá fullgildum botni í allt þessu viðvíkjandi. Enn þagði Fjölnir. Þá kvað Fróði: Þú ert að stynja, þér cr gramt, þrútnar hálsinn stríði, misslu ekki málið samt, imanns- og heiðurs prýði. í þér gerast augun græn, af því rýrnar kraftur, viljurðu lengri Buslubæn, byrja skal ég aftur. Fékk þá Fjölnir málið, og kvaðst vilja gera að prests vilja og láta hana fá það ákveðna, ef hjónaskilnaður og burtför fram byðist. Þetta var handsölum bund ið. Að því búnu taldi prestur silfr ið, en Fjölnir afhenti folann og Fróði tók við öllu. Gestir gengu út, gripu jóana og hlupu á bak. Þeir fóru. Eftir fáa daga frétti Fjölnir burtför Guðrúnar, og um sama leyti fékk hann skrásettan hjónabandsskilnað. Guðrún kvaddi sveitina og fór langt burtu. Æskustöðvarnar minntu hana á margt, þegar hún reið á burtu, og hugsaði sér að líta þær aldrei framar. Þess kon- ar getur orðið ný særing fyrir sundurkramið kvenmannshjarta. Það var föðurfrændi hennar, sem hún flutti til, og hún var svo heppin að lifa þar góðu lífi, vel metin af öllum. Tíu árum eftir að hún kom þangað bað hennar efnaður mynd armaður, en hún hafði ekki lönig un til að giftast, þó tók hún hon- um fyrir fylgi frænda hennar. Hann gaf henni vandað hálsmen og spennti það á hana trúlofunar- stundina, og var þá sem sálarein kenni hennar hvísluðu því að henni, að nú væri hún að verða heilluð af ástinni í annað sinn. Það kom óstyrkur á vöðvana, höndin tók að skjálfa og hjartað að slá tíðara. Ilún mundi gerla eftir því, að fyrir eina tið var egnt fyrir hana á líkan hátt, hún mundi líka gerla eftir því, að hún vcrzlaði mcð hreina og vandaða vöru í einlægri kærleiksbúð sinni, en fékk aftur á móti falsað inn- legg úr flagarabúð kænskunnar. Af þcssari hugsun fékk hún hryll ing í sig. En straumur tímans hafði svo oftsinnis sannað hennl kin eftir skúr, og formaði hún því að reyna nýjan elskuga f þeirri von, að atlot hans yrðu nú ekki galli bliinduð, eða saman sett af hættulegu sprengiefni, og skyldi hún voga og vita, hvort öndvegissúlur æskuvonanna gætu ekki náð óskahöfnum velferðar- innar þó seint væri og sól í nið- urgöngu. Hún fékk nú góðan dreng og lifði i velsælu, það sem eftir var ævi hennar. Ilenni auðnaðist nú að stjórna gildu búi, sem hennl lét vel, því að hún var búkona. Þannig fellur húnb urt úr sögunni. Þcssir meðlætisdagar Fjölnis, burtför Guðrúnar, og heilagleikl lijónabands þeirra að falla í hyl- dýpi gleymskunnar, allt þetta fór nð gera Fjölni háfleygar vonir um framtíðarvelgengni. Hann sagði við sjálfan sig: — Ég geng ekki til gálgans, eins og hann Júdas forðum, þó ég svíki saklausar sálir, gerir ekk ert til. Nú á ég eftir að víkja Fróða til hliðar, hann hefir lengi steininn klappað. Honum ryð ég úr völdum og næ hreppstjórninni. Um vorið næst á eftir ótti að endurkjósa hreppstjóra. Fjölnir reið þvf milli bænda og spurði þá, hvort þeir væru ekki eins og hann, að þcim þætti farið að vera ellibragð og fýlulykt af hrepp- stjóraverkum Fróða á Stóra-Flóa. Menn neituðu því, og kváðu Fróða fyrirmyndarsnilling sveitar félagsins. Fjölnir áleit það fljót- hugsað af bændum og hélt tölu viðvíkjandi því, að maðurinn væri svona rétt í meðallagi hygginn og ekki væri regluscminni fyrir að fara og jafnan væri hann seinn til hjálpar, — og svo er hann búinn að vera lengi ykkar formað ur. Guðmundur ríki hefði stung- ið upp á því við ykkur, að þið skylduð hugsa ykkur um, hvort þið sæuð engan ykkar félags- bræðra, sem þið mættuð treysta að minnsta kosti jafnvel og Fróða. Guðmundur ríki hefði spáð því að fylgja mín yrði ykk- ur happsæll dýrgripur. Ófeigur úr Skörðum hefði beðið ykkur að veita athygli, ef ég byði mig fram til að gerast fulltrúi ykkar, hann hefði opnað augu ykkar og sýnt ykkur og sannað með rökum, að Fróði væri of gamall í tímanum og því færu að verða hæruskotn- ar setningar hans, og það þekktu allir að Fróði væri afturhaldsmað ur nauðsynlegra framfara, og væri Snorri goði nú uppi á dögum vor um, þá hefði hann hvatt ykkur að reyna mig, því hann hefði haft skímu fyrir því, að ég yrði náung anum kærleiksríkur, ef ég gæti notið min og mér væri trúað fyr- ir sveitastjórninni, og Eiður Skeggjason hefði minnt ykkur á, að hyggilegra væri fyrir ykkur, þótt þið trúið á hann og treystið honum í fulltrúa stöðu þessari, að endurskoða öðru hverju hrepp- stjóraskýrslur hans, því alræmi er það að ekki komi öll kurl til grafar frá þei.m fróða öldungi og Gestur Oddleifsson hefði gefið ykkur vinum hans í skyn, að það dæmdist ekki skakkt, þó höfð væri hönd í bagga með honum, í til- liti til allra höfuðmálefna, hrepp- stjórnarembættinu tilheyrandi, Hann er einn féhirðir félags vors, og því er almcnningi hulið, hvern ig hreppsfé vort er meðhöndlað. Með tölu þessa reið Fjölnir bæ frá bæ. Fróði frétti ferðalag Fjöln is„ Svo fór á næsta hreppaskila- þingi, að Fjölni hlaut hreppstjóra tignina. — Ári síðar fréttist að Fjönir hcfði beðið um prestsdótt ur, en ekki fengið. Fjölni leidd- ist einveran og tók sig því upp og byrjaði fyrir alvöru að biðja kvenna. Ilann var í þeim leið- angri samfleyttan hálfan mánuð. Á þeim tíma hafði hann vcrið 20 sinnum hryggbrotinn. Fjölnir sat um kyrrt heima eftir niðurlæg- ingarferð þessa. Nokkru síðar bar móður Fjöln- is fyrir hann í draumi og sagði hún, að k vonbænarferðir hans mundu gefast crfiðar, nema flciri ráða væri leitað, og reynandi væri fyrir hann að ríða til Hornstranda og finna þar galdramann, sem hún vísaði honum á, og leita þar ráða. 1047 KROSSGÁTA Lárétt I) Sennilegt. 6) Ferð. 7) Fæði. 9) Tónn. 10) Músiktáknunum. II) Efni. 12) 950. 13) Uss. 15) Sperrtir. Lóðrétt 1) Tvær. 2) Burt. 3) Skömm- ustuleg. 4) Lifir. 5) Hljóðfæri. 8) Fugl. 9) Fálát. 13) Sex. 14) Hreyfing. Ráðning á gátu No. 1046 Lárétt 1) Ostbita. 6) All. 7) Sæ. 9) TS. 10) Afundin. 11) Ra. 12) Nú. 13) TUV. 15) Kremlin. Lóðrett 1) Ofsarók. 2) Tá. 3) Blundum. 4) II. 5) Afsnúin. 8) Æfa. 9) Tin. 13) Te. 14) VL. T [l [3 p S 15- HVELL G E I R J'M SORRy; FtASH/ YOU PISCOVEREP US BY ACCIPENf ONCE/ ANP O/D SAVE U5 FROM DESTRUCTION/ Mér þykir fyrir þvi, Ilvellur. Þú fannst okkur einu sinni fyrir tilviljun, og bjargaðir okkur frá tor- timingu. — En nú vita allir um rikí þitt og aíleið ingin er sú, að ræningjar frá yfirborði jarðar eru komnir á vettvang. — Ég bað þig um að hjálpa okkur, af því að ég treysti þér, Hvellur. Ég er ekki aö saka þig um neitt. — Er það ekki lika vegna þess, að það er aðeins fyrir þá, sem anda að sér lofti, að berjast. — Og þess vegna viltu að við fáumst við þetta, og þá þarf þitt fólk ekki að standa i þvi. Eyðileggingin heldur áfram. Svartklæddir menn. —Það eru þjófar i bænum. Þeir eru ekki úr okkar hópi. mrnmh FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 7.00 Morgunútvarp. F'réttir kl. ll.OO.Endurtekinn þáttur Jökuls Jakobssonar ,,Opið hús” frá 12. þ.m. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um uppeldismál (endurt. þáttur) Dr. Matthias Jónasson prófessor talar um nauðsyn starfsfræðslu. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: Abdul Rah- man Butra fursti Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur les kafla úr bók sinni um sjálf- stæðisbaráttu Malaja (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarþssaga barnanna: „Kata frænka” eftir Kate Seredv.Guðrún Guðlaugsdóttir les (9) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Mál til meðferðar. Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka a. islenzk ein- söngslög.Þuriður Pálsdóttir syngur. Fritz Weisshappel leik- ur á pianó. b. Við listabrunn 19. aldar. Sigurður Sigurmundsson bóndi i Hvitárholti flytur fyrsta erindi sitt um skáldin Matthias og Steingrim og Sigurð málara. c. Kvæðalög.Þórður G. Jónsson kveður nokkrar stemmur. d. Blesa kom bréfinu til skila. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli flytur frásögn Helgu S. Bjarnadóttur ljósmóður. e. Brot frá bernskutið.Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur frásöguþátt. f. Um islenzka þjóðhættiArni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. g. Kór- söngur. Karlakór Reykjavikur syngur lög eftir islenzk tón- skáld. Söngstjóri: Sigurður Þórðarson. Pianóleikari: Fritz Weisshappel. 21.30 Útvarpssagan: „Hinumegin við hciminn eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (23). 22.25 Kvöldsagan: „Ástmögur Ið- unnar” eftir Sverri Kristjáns- son.Jóna Sigurjónsdóttir les (2) 22.45 Kvöldhljómleikar: Frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. 11 ■11 FÖSTUDAGUR 25. FEBRUAR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Þjórsárver. Súnnan undir Hofsjökli er sérkennileg gróðúrvm milli kvisla, sem falla úr jöklinum og mynda Þjórsáað verulegu leyti. Þar eru mestu varplönd heiðargæsar- innar i heiminum. Rætt hefur veriö um hugsanlegar breytingar á þessu landsvæði vegna virkjana, og i sumar og næstu sumur verða visinda- menn þar við ýmiss konar rannsóknir.Sjónvarpið lét gera þessa heimildakvikmynd s.l. sumar um landsvæði þetta, meðan það enn er að mestu ósnortið af mönnum. Umsjón Magnús Bjarnfreösson. Tón- list Jón Asgeirsson. Kvik- myndun Þrándur Thoroddsen. Hljóðsetning Sigfús Guðmunds- son. 21.05 Adam Strange: Skýrsla nr. 3906. Stolin tizka. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 22.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.