Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.02.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. febrúar 1972 TÍMINN 19 Er ekki verkamaðurinn verður launanna? Á timum ritfrelsis og málskrúðs um aukið lýðræði, læt ég eftir mér ritstjóri góður, að senda þér nokkrar linur upp á gamlan og góðan kunningsskap, og ég vona að þær finni náð fyrir augum þinum og fái rúm á siðum blaðs þins. Tilefnið er ýmiskonar orðræður, sem fram hafa farið, bæði fyrr og siðar, um opinbera starfsmenn, laun þeirra, félagsskap, starfshæfni o.fl. í þessu greinarkorni verður þó vikið að fáu einu, en þar sem hollt er og sjálnsagt að skiptast á skoöunum, og þó einkum aö hyggjá aö málavöxtum án for- dóma eða einstrengingsháttar, langar mig að vekja til umhugs- unar um nokkur atriöi, ef verða mætti til skilningsauka og nokkurrar glöggvunar fyrir þá, sem vilja hugsa um og kanna mál án æsinga. Spurningar þykja oft góðar til vakningar, og verður þvi ekki gengið framhjá þeim. Skatt- þegnar eru gjarnan brýndir með þvi að laun opinberra starfs- manna séu greidd af almannafé, og þvi sé rétt að gæta hófs um launagreiðslur. Er þá ekki eðli- legt að spyrja t.d. fyrst. Hvers krefst opinber starfræksla? Er unnt að komast af án einhverrar þeirrar þjónustu, sem rikið eða/ og sveitarfélögin annast? Um það má vitanlega deila hvaða þjónustu og i hve rikum mæli hið opinbera skuli i té láta. Ef stjórnvöldum finnst nóg að gert, þá er þeim i lófa lagið að stöðva lagasetningar, kippa að sér hendinni og stöðva opinbera þjónustu. Þróunin virðist þvert á móti leiða til fjölbreytni opin- bers rekstrar. T.d. er ekki langt siðan rikið keypti hlutabréf af einstaklingum i Aburðarverk- smiðjunni, með samkomulagi allra flokka, var það ekki? Leiðum þá hugann að launum og starfsháttum hjá riki og sveitarfélögum. Eftir þeim áróðri að dæma, sem rekinn er af mörg- um stjórnmálamönnum, virðast þeir i vafa um það, hvort launa beri opinbera starfsmenn likt þvi sem gert er á almennum mark- aði. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er af samningsgerð og dómum, þá verður þvi ekki hnekkt að einkareksturinn ræður árlega til sin fjölda manns, sem Fjórir á sjúkrahúsi Frh. af bls 20 skoðun, gegnumlýstir og tekin blóðsýnishorn til að rannsaka hvort þeir hafi orðið fyrir skaða. Guðmundur Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, sagði i gær, að ekki væri enn búið að ná siðari sprengjunni úr vélinni. Varnarliðs- mennirnir vinna að þvi að hreinsa til og gera efnið óvirkt með mótefni, sem stráð er yfir allan mulninginn. Nær 20 manns, sem talin er hætta á að hafi komizt i snertingu við gasið, eða andað þvi að sér, hafa verið og verða látnir ganga undir læknis- skoðun. Sagði Guðmundur, að reynt verði, eins vel og kostur er á, að enginn verði fyrir skaða af þessu og ganga úr skugga um, að ekkert af efn- inu hafi komizt inn I öndunar- færi þeirra manna, sem komið hafa nærri gasinu. Ekki er upplýst hvaðan þessar sprengjur eru, en talið er öruggt að flugvél hafi sleppt þeim I Faxaflóa og að þær hafi komið upp með skeljasandin- um. Eru nú verðir við færi- böndin, sem flytja efni inn I verksmiðjuna, sem fyrir- byggja aö fleiri sprengjur komist þar inn. Verið er að setja upp tæki á böndin, sem þannig eru gerð, að þau rjúfa rafstraum,ef málmhlutir fara á færiböndin,og eiga þeir þvi ekki að komast inn I verk- smiðjuhúsin framvegis. hefur gegnt opinberum störfum. Er það hagsýni i rekstri að starfs- þjálfa fólk fyrir aðra launagreið- endur? Væri ekki hagkvæmara að bæta uppeldið hjá þvi opinbera, auka starfsþjálfun með við- eigandi fræðslu? Víkjum enn að laununum. I samkeppnisþjóðfélagi er litið á vinnuaflið, sem kostnaðarlið. Einkareksturinn gefur talsvert fyrir það að hafa umráð yfir sem hæfustum starfskröftum, og horfir ekki i að greiða hærri laun góðum manni. Og af hverju ætli það sé? Af hverju kom upp Stakk- onoffhreyfingin svonefnda i Rúss- landi? Var það ekki til að auka af- köstin? Var það ekki tillit til hagsmunahvatar mannsins, sem réð þeirri stefnu? Eiga ekki þegnar þjóðfélagsins kröfu á þvi að fá sem bezta þjónustu? Er þess ekki krafizt að opinberir starfs- menn skili sem beztum árangri i starfi? Stundum heyrast a.m.k. kvartanir yfir lélegum vinnu- brögðum, slælegri afgreiðslu, óhóflegum fjarvistum, skrifstofu- bákni o.s.frv. Viðurkennt er meðal helztu menningarþjóða, að aðbúnaður allur og viðurgerningur á vinnu- stað hefur mjög mikil áhrif á. vinnubrögð. Hjúasælir þóttu þeir bændur, sem héldu vinnuhjúum árum saman. Varla mun það hafa stafað af þvi að vistin þætti lakari en hjá öðrum. Væri ekki hollt fyrir riki og sveitarfélög að varð- veita þá menningu og aöhæfa kröfum tímans, sem hjúasælt heimili hafði i heiðri á fyrri timum? Nútiminn metur launaupphæðir mikils, og þess þarf að gæta i opinberum rekstri, enda virðist löggjafinn hafa komið auga á það þegar sett voru kjarasamninga- lögin. Fordæmi ákvæðanna i lagagreininni um Kjaradóm má finna viðar i islenzkri löggjöf, m.a. i lögum um verðlagningu landbúnaðarvara. Hvers vegna er þessari viðleitni til jafnaðar mætt af jafnmikilli andúð og við verðum vitni að hvað eftir annað? ? Of margt fólk við störfin, of litið unnið! Skrif- stofubákn! Samtök opinberra starfsmanna hafa aldrei farið þess á leit að ráðherrar og aðrir liðsoddar sendu aðstandendur sina inn á skrifstofur rikisins, alveg án tillits til þarfar og starfshæfni. Samtökin óska eftir vel starfhæfu fólki til allra starfa, og þess vegna gera þau kröfu um sam- keppnisfær laun, og um bætta starfsfræðslu. Enginn þarf að kvarta yfir óhæfu starfsliði, sé stjórnunin i lagi, ráðning starfs- manna með eðlilegum hætti, og aðbúnaður allur á vinnustað, þ.e. umgengnishættir, fræðsla, tæki og húsnæði i góðu lagi. Meiri hag- sýni er að huga að þessum þáttum mannlegra samskipta, en að rembast eins og rjúpa við staur- inn við að sannfæra sjálfan sig og kjósendur — aðra en opinbera starfsmenn — um að hag rikis- sjóðs verði þá fyrst vel borgið, er kaupniðsla og stirfni stjórnar öllum aðgerðum stjórnvalda. Vissulega höfum við i sögunni dæmi um það búskaparlag, að hestarnir voru ekki baggafærir, þegar komið var að lestarferð til aðdrátta úr kaupstað. Sá hugsunarháttur mun þó hafa verið almennur orðinn, áður en „blikkbeljur” tóku við hlutverki hestsins, að velfóðruð og velmeð- farin skepna gæfi betri arð, en sú, sem lifði við útigang eða fóður- skort. Vinnuaflið mun og nýtast vetur, þar sem ánægja ríkir með alla aðbúð. Eða á það ekki við um opinbera starfsmenn? Hvers vegna eru þeir taldir unirmálsmenn? Það er spurning sem gaman væri aö fá svar við frá þeim, sem halda uppi leynt og ljóst ómannlegum andróðri og lltilsvirðingu á starfskröftum þeirra. Guðjón E. Baldvinsson Orðsending Frh. af bls 1 sem nauðsyniegar eru tii að tryggja lifshagsmuni Islenzku þjóðarinnar á hafinu umhverfis landið, telur rfkisstjórn tslands nú nauðsyn bera til að færa út fiskveiðitakmörk islands þannig, að þau nái yfir hafsvæði land- grunnsins”. Þar var einnig sagt, að rikisstjórn islands væri þeirr- ar skoðunar, að nú hafi verið náð að fullu tilgangi og markmiði á- kvæðaorðsendingannafrá 1961 um að visa tilteknum ágreiningsat- riðum til dómsúriausnar. Rikis- stjórn islands telur þvi, að ákvæði orðsendinganna eigi ekki lengur við og að islendingar séu þess vegna ekki bundnir af þeim. Rikisstjórn islands hefir þvi ákveðið að gefa út nýja reglugerð um 50 mllna fiskveiðitakmörk frá núgildandi grunnlinum umhverf- is islands og að hún komi til framkvæmda hinn 1. september 1972, svo sem segir I ályktun Al- þingis, sem samþykkt var sam- hljóða hinn 15. febrúar 1972. Rlkisstjórn islands vonar, að viöræður þær, sem nú standa yfir, muni svo fljótt sem veröa má leiða til hagfelldrar lausnar á þeim vandamálum, sem hér er um að ræöa. Afrit greinargerðar þessarar verður sent aðalritara Sameinuðu þjóðanna og ritara Alþjóöadóms. ins”. GETUM UTVEGAÐ með stuttum fyrirvara FRA SVIÞJOÐ yfirfarnar, notaðar vörubifreiöar, vinnuvélar, véla-og vöruvagna. Einnig notaöa varahluti i góðu standi i sænsku vörubifreiðarnar. Hagstætt verö. Upplýsingar I slma 43081 frá 9 —12.30 fh. eða I box 195, Kópavogi. FERÐAKYNNING SUNNU Spönsk hútíð 1. Sagt frá fjölbreyttum ferðamöguleikum. 2. Litmyndasýning. 3. Bingó.Vinningar tvær utanlandsferðir. Mallorkaferð og Kaupmannahafnarferð (Alli Rúts stjórnar bingóinu) 4. Los Valdemosa, hinir heimsfrægu spönsku söngvarar skemmta tvisvar á hverju kvöldi. 23. febr. miðvikud. 24. febr. fimmtud. 25. febr. föstud. 26. febr. laugard. 27. febr. sunnud. 29. febr. þriðjud. 1. marz. miðvikud. Hótel Akranes Sjálfstæðishúsið Akureyri Sjálfstæðishúsið Akureyri Sindrabær Höfn, Hornafirði Stapa, Keflavik Selfossbiói Samkomuhúsið Vestmanna eyjum Skemmtanirnar hefjast allar kl. 20.30 aö kvöldi, nema I Vestmanna- eyjum kl. 20:00. Dansleikir verða einnig á skemmtunum á Akranesi Akureyri og i Höfn i Hornafirði. Notið þetta einstæða tækifæri til að njóta heims frægra skemmtikrafta sem hvarvetna vekja mikla hrifningu. Taka þátt i stórbingói þar sem kostur gefst á tveimur utanlandsferðum, sem eru ennþá ódýrari en hinar vifrægu Sunnuferðir, þar sem fólk fær jafnan mest fyrir peningana. ÉJÉ ferðaskriístofa bankastræti 7 travel símar 16400 12070 BlLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. HJOLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Simi Látið stilla i tíma. 4 O 4| ITj A Fljót og örugg þjónusta. I W I U U + MUNKD RAUÐA KROSSINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.