Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 2
2 1 liVll!\iN ÞriOjudagur 7. marz 1972. Öfugmæli Gylfa Gylfi Þ. Gislason, formaöur Alþýöuflokksins, fagnar þvi meö fallegum oröum, aö Alþýöublaöiö hefur stakka- skipti á iangsklæöum og ,,ytri gerö blaösins veröur eins og hún gcrist bezt i blaöaheimi nútimans”. Þessu er sjálfsagt aö fagna vel og óska blaöinu af heilum hug til hamingju meö umskiptin. Hins vegar veröur formanninum gleöistigurinn tæpur, þegar hann fer aö setja upp geislabauginn á sjálfan sig. Hann segir: „Alþýöublaöiö var fyrsta málgagn jafnaöarstefnunnar islandi og hefur i hálfa öld veriö eina dagblaöiö, sem barizt hefur fyrir framgangi þeirra hugsjóna, sem eru kjarni lýöræöislegrar jafn- aöarstefnu”. Þegar menn lita yfir feril Alþýöuflokksins og Alþýöu- blaösins siöasta áratug, Gylfa- skeiöiö, þá hljómar þetta eins og öfugmæli i eyrum þeirra, sem eitthvaö hafa fylgzt meö málum fyrr á timum og hinum siöustu og ber þá saman. í gamla daga Þaö er auövitaö rétt, aö Alþýöublaöiö hefur veriö meginmálgagn lýöræöislegrar jafnaöarstefnu hér á landi I marga áratugi, eöa allt fram á sjötta áratug aldarinnar. Aö viöu réöu á stundum nokkuö afturhaldssamir forystumenn svo aö afturkippir uröu, en meginstefnan var þó enn nokkurn vegin hrein og skýr, þegar á reyndi. Gylfaskeið En eftir þvi sem lengra hefur liöiö á Gylfaskeiö Alþýöuflokksins, hefur hallazt til hægri bæöi I orði og verki — og einkum þó i vcrki. Þannig er siöasti áratugur varöaöur legsteinum yfir hugsjónum „lýöræöislegrar jafnaðar- stefnu”, svo aö nú vita jaf- naöarmenn þaö allra manna bezt, aö snúa vcröur viö og hreinsa flokkinn af Gylfa- ginningunni, og þeir hafa þegar sem betur fer sýnt þann vilja I ýmsu. Berklaplága og áfengisböl Óskar Sigtryggsson á Reykja- hóli i Reykjahverfi i S-Þing., sem stundum hefur sent okkur athyglisveröar ádrepur og pistla, ræöir i eftirfarandi bréfi um áfengisböliö eöa áfengissýkina frá dálitiö nýstárlegu sjónarhorni og gerir merkilegan samanburð og tillögur um nýja hernaðarað- ferð i barátturrni: LANDFARI GÓÐUR Vilt þú gefa þessu rúm.? Fram undir siöustu áratugi var berklaveikin sá ógnvaldur, sem allir hræddust. Enginn gat vitað fyrr en á dundi hvar næst yrði reitt til höggs og skarö rofið i hóp frænda eða vina. Þessi ógnvaldur þrýsti mönnum til sameiginlegr- ar varnar. Það vaknaöi þjóðar- eining um að útrýma böli berkla- veikinnar. Mér er i unglingsminni sú alda, sem fór um Norðurland, til baráttu fyrir framgangi stofnun- ar heilsuhælis fyrir berklaveika aö Kristnesi. Þar vildi hver leggja fram sinn skerf, smáan eða stóran eftir getu. Hver og einn vann að þvi, eftir þvi sem þekking og geta leyfðu, aö koma i VANDIÐ VALIÐ VEIJIt) CERHNA Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON GULLSMIÐUR Bankastr. 12 A þessu samstarfsskeiöi ihaldsins og Gylfa siöasta áratuginn, hefur „kjarni lýö- ræðissinnaðrar jafnaöar- stefnu” hvaö eftir annaö brotnaö undan þungum höggum ihaldshamarsins. Hér skulu þeir ihaldssigrar ekki raktir — nema einn. Þaö var undir lok hinnar miklu Ihaldssóknar á kostnaö jafnaöarstefnunnar, sem leitt var I lög, meö tilstyrk Gylfa og fylgifiska hans, skattfrelsi peningaarös I hlutafélögum aö verulegi marki. Þaö er eins konar kóróna eöa veldissproti ihaldsþjóöfélags, hinnar mestu andstæöu allrar jaf- naöarstefnu, Ihaldseinkenni, sem hægt er aö kalla eins konar tákn þess, sem jaf- naðarmenn hljóta aö berjast viö. Þaö væri afar fróölegt, ef Gylfi skýröi þaö fyrir mönnum af fræðimennsku sinni, hvernig slik aðgerö þjónaöi jafnaöarstefnu. Er ekki hitt nær sanni, aö þetta og einmitt þetta hafi veriö alveg sérstök sviviröing við alla „lýöræöis- sinnaöa jafnaðarstefnu”. Og sú svivirðing var verk Gylfa. - AK S. Helgason hf. STEINIÐIA Einholtl 4 Slmar 26677 00 U2S4 Gamlar góóar bækur fyrir gamlar góóar krónur BOKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM veg fyrir útbreiðslu þessa ægilega faraldurs. Það var vilji alþjóðar aö sigrast á honum og sú þjóðar- eining, sem vaknaði til baráttu gegn berklunum, hlaut að vinna þann sigur, sem nú hefur unnizt, til útrýmingar þessum háskalega sjúkdómi. Ekki vil ég vanmeta þátt visindanna og hinna mátt- ugu lyfja, sem fram hafa komiö og stórlega flýtt fyrir þeim sigri, sem unnizt hefur. Nú vekur hvitidauðinn ekki lengur þá ógn i hugum manna, sem áður var, enda þótt hann varpi skugga á minningar fjöl- margra, einkum miðaldra og eldri, sem hafa átt á bak að sjá ástvinum i blóma lifsins, af hans völdum. Nú er okkur sagt aö önnur plága herji á þjóðina, sem engu smáhöggari sé en tæringin, þegar hún var hvað skæðust: það er áfengisbölið. En ólikt er viöhorf þjóðarinnar enn til þessara tveggja plága. Nú er ekki varið minna fé, en sem nemur 25 þús. kr. á hverja fjölskyldu i landinu, árlega til þess að útbreiða sýkil þessarar plágu. Það ætti þó að vera stórum auðveldara að forð- ast áfengissýkilinn en berklasýk- illinn, þar sem sá fyrrnefndi er áþreifanlegur en hinn ekki. Megin háskinn liggur i þvi, hvað al- menningur hefur ólik viðhorf til þessara tveggja skaðvalda. Ég þekki þvi betur litið til áfengissjúklinga, en kunnugur er égí(hófdrykkjumönnum”, sem fara á „kénderi” tvisvar til fjór- um sinnum i mánuöí og fremja þá gjarnan undir áhrifum áfengis heimskupör, sem þeir teldu langt fyrir neðan virðingu sina að hafa L frammi, væru þeir allsgáðir. Almenningsálitið er lika fjarskalega umburðarlynt gagn- vart svona gönuhlaupum. Menn ypta gjarnan öxlum þegar talið berst að ölæðisafbrotum og segja: „Hann var bara kenndur greyið”. Ég hef aldrei getað til- einkað mér það viðhorf, aö ölæðisafbrot séu á einhvern hátt meinlausari tegund afborta en önnur. Hinn ölvaði hefur oftast af yfirlögöu ráði, komið sér i það ástand, sem leiðir til dómgreind- arskorts þess, sem orsakar af- brotiö. Þvi finnst mér fráleitt að ástandið geti réttlætt verknaðinn. Hefði þjóðin sýnt berklasýk- ingunni áþekkt umburðarlyndi og áfengissýkingunni nú, væri sú plága ekki yfirunnin. Það var svo, að tiltekinn hundraðshluti þeirra, sem tóku berklasýkilinn, var dæmdur til ótimabærs dauða, eða æfilangrar örorku. Það sama má segja um þá, sem áfengisneyzlu hefja. Af þeim er ákveðinn hundraðshluti dæmdur til þess að verða áfengis- sjúklingar, Gagnvart berklasýkingunni var ekki ráðandi það léttúðuga við- horf, sem virðist alls ráðandi gagnvart áfengissýkingunni. Hver og einn, sem hefur áfengis- neyzlu, álitur sig ónæmann fyrir sýkingu. Viðhorfið er ætið það, að það séu einungis hinir, sem ekki hafi þann viðnámsþrótt, sem þarf til þess að standast. Hliðstætt viðhorf til berkla- smitunar á sinum tima.hefði ekki verið sigurstranglegt i baráttunni sem háð var gegn henni. Það hefði engum þótt lofsverð breytni, þegar berklarnir herjuðu sem ákafast, að ögra mönnum til þess, að nálgast sýkingarhættuna. Nú er þaö svo um margan manninn, sem ekki gæti hugsað sér að granda flugu, að þegar hann er kominn undir áfengisáhrif, á hann ákaflega illt með að þola ófulla menn nálægt sér, án þess að gera tilraun til þess, að koma þeim I sama ástand og hann er sjálfur i, og neytir þá gjarnan til þess ráða, sem allsgáður væri óliklegur til að neyta. Ég er hræddur um, að tæring hefði skil- ið eftir sig fleiri og dýpri sár en hún þrátt fyrir allt geröi, ef hver og einn smitberi heföi útbreitt sýkilinn eftir sinni getu, og hvaöa dóm hefði slikt athæfi hlotið? pao er taiao um þjóöarböl, þar sem áfengisvandamálið er. Jafn- vel þeir, sem engan veginn eru saklausir af þvi, að stuðla að út- breiðslu bölsins taka sér þetta orð i munn. En það böl þarf ekki að vara stundinni lengur en þjóðin vill.Ef það á að skapast jafn samstilltur þjóðarvilji til útrým- ingar áfengisbölinu og til útrým- ingar hvitadauðans á sinunj tima, væri sigur yfir þvi auðunninn. Og sú þjóðareining verður að skapast áður en áfengið hefur unnið okkur það tjón, sem aldrei verður bætt. Óskar Sigtryggsson. Fullkominn tækjavúnaður — Hámarks endursöluverö — 100% óháö vökvakerfi — Léttara fótstig á kúpplingu — Frábær girskipting — Hámarks afköst — Kraftmiklar vélar — Yfirstærö á hjólum —Enn meiri dráttarhæfni. Pantid Ford traktor fyrir 20.marz ! ÞÖR HF REYKJAVÍK SKOLAVÖRÐUSTÍG 25 TRAKTORAR Meiri gædi-minni vidhaldskostnadur- Sparid ekki gædin-kaupid þad bezta- Síminn er 81500.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.