Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 7. niarz 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinss Nær landsliðið saman fyrir Spánarferðina? Liðið náði ekki nóg vel saman í Víkings- mótinu, enda þótt það ynni sigur l>að orð fer af þýzkum hand- knattleiksmönnum, að þeir séu þeir hörðustu i heimi. Það eru engin ósannindi, a.m.k. rennur leikur vestur-þýzka liðsins Hamburger SV gcgn Vikingi s.l. laugardag stoðum undir þessa kcnningu. Framkoma þýzku leik- mannanna var hvorki þeim né þýzkum iþróttum til sóma. Vikingur vann leikinn 23:22 eft- ir geysiharða baráttu. Um tima i siðari hálfleik höfðu þjóðverjar tryggt sér 3 marka forskot, 15:12, en glötuðu þvi niður á skömmum tima, vegna ruddalegs leiks-en siðustu 10 min. i leiknum hugsuðu þeir meira um að lumbra á Vikingun- um en að sýna handknattleik. Þegar ein min. var eftir af leikn- um stóð jafnt,22:22,og allt á suðu- marki - Bjarnleifur ljósmyndari hljóp inn á leikvöllinn og steytti hnefa-eftir að einn Þjóðverjinn var búinn að lemja einn Vikinginn i gólfið. Guðjón Magnússon skor- aði sigurmarkið fyrir Viking, 23:22,á siðustu sek. Siðari leikurinn á laugardaginn var svo á milli landsliðsins og Gottwaldov. Var hann ekki eins spennandi fyrir áhorfendur og fyrri leikurinn. Landsliðið vann létt, 17:11. Ekki var leikur liðsins góður; er greinilegt að liðið nær ekki saman, og er það þvi spurn- ingin: Tekst þvi að ,,ná saman” fyrir Spánarförina, á þessum stutta tima, sem þeir hafa til um- ráða. Liðið heldur utan 13. marz. Á sunnudaginn hélt Vikings- mótið áfram -mættust þá i fyrri leiknum Vikingur og Landsliðiö. Landsliðið vann 24:16, og áttu i engum vandræðum með Vikings- liðið, þvi að Einar Magnússon var algjörlega tekinn úr umferð af sterkri vörn landsliðsins. Aftur á móti var Vikingsvörnin eins og gatasigti,sem allt lak i gegn um. Allir landsliðsmennirnir skoruðu i leiknum,og skiptust mörkin jafnt á milli þeirra. Vikingsliðið var frekar dauft i leiknum oggat eldrei fundið svar við sterkri vörn landsliðsins. Siðari leikurinn á sunnudaginn var á milli erlendu liðanna Hamburger SV og Gottwaldov Mikil harka var i leiknum, sem HSV vann 21:19. Af þessum 19 mörkum Gottwaldovs skoraði sami maðurinn,Ivan Rehak, fjór- tán, enda var hann markhæstur i Vikingsmótinu með 28 mörk. En næstu menn á eftir honum voru Vikingarnir Einar og Guðjón Magnússynir með 24 og 17 mörk, en þeir voru mjög góðir i mótinu. Landsliðið vann mótið á markatölu, en HSV var með jafn •mörg stig og það. Landslið 3 2 0 1 57:44 4 Hamb.SV 3 2 0 1 60:58 4 Gottwaldov 3 1 0 2 53:59 2 Vikingur 3 1 0 2 60:69 2 Mótið fór i aila staði vel fram, en það var eitt sem skyggði á; áhorfendur voru mjög fáir og greinilegt,að menn eru búnir aö fá nóg af handknattleik. SOS. KR heldur Alf—lteykjavik. — KR heldur forustunni i 1. deild I körfuknatt- leik, en á sunnudagskvöld sigraði KR Val með 9! stigi gegn 65. Er KR nú með 16 stig að loknum 8 lcikjum. ÍR fylgir KR eins og skugginn (Timamynd Róbert) Geir Hallsteinsson sést hér skora fyrir landsliðið gegn Viking I alþjóðamótinu Tefla sínum beztu mönnum fram í kvöld Alf — Reykjavik. —Siðustu leikir erlendu handknattleiks- iiðanna Gottwaldov og Ilamborg Sport-Vercin, sem dveija hér á vegum Vikings, verða háöir I Laugardalshöllinni I kvöld. Islandsmeistarar Fram leika gegn Gottwaldov, en FH mætir þýzka liðinu. Margir urðu fyrir vonbrigðum með það, að Fram og FH léku án sterkustu leikmanna sinna i aukaleik i siðustu viku, en nú hefur verið upplýst, að bæði liðin munu tefla sinum sterkustu leik- mönnum fram. Þannig munu Axel, Sigurbergur og Björgvin leika með Fram i kvöld. Og Geir Hallsteinsson mun leika með FH. Keppnin i kvöld hefst kl. 20.30. Tregablandin gleði að hljóta 12 rétta 51 voru með 12 rétta og hlutu 12000 krónur hver Það var tregablandin gleði að vera með 12 rétta... i getraununum um siðustu helgi, þvi að það gaf aðeins rúmar 12 þúsund krónur i aðra hönd. Ekki stafar það af þvi, að potturinn hafi verið svo litill, en i honum voru 617 þúsund krónur, heldur af hinu, að hvorki fleiri né færri en forustunni og er með tveimur stigum minna. Sigraði 1R Þór á laugardaginn með 77 stigum gegn 58. Sama kvöld sigruðu Valsmenn HSK með 72 sitgum gegn 63 og 1S sigraði Þór með eins stigs mun, 60:59, eftir æsispennandi leik. 51 voru með 12 rétta að þessu sinni. Og sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið með 11 rétta. Þeir voru samtals 1280,og fá að sjálf- sögöu ekkert i sinn hlut. Santals unnust 11 leikir af 12 á Keflavík sigraði 2:0 Fyrsti lcikurinn I Mcistara- keppni KSl fór fram I Vest- mannaeyjum um helgina. Heimamenn léku gegn Islands- meisturum K'e f 1 a v i k u r . Leiknum lauk ineð sigri Kefl- vfkinga, sem skoruöu tvö mörk gegn cngu. heimavelli. Og mesta athygli vekur sigur Leeds yfir Southampton, 7 : 0, sem er óvenjuhá markatala. En annars urðu úrslit á seðlinum þessi: Chelsea — Stoke* / * Derby — Wolves / Leeds — Southampton !?- Ö Liverpool — Everton 0 Manch. City — Arsenal X\ L 0 Newcastle — Leicester \X\- 0 Tottenham — Manch. Utd. |P*| ■ 0 W.B.A. — Nottingham ! i í* 0 Birmingham — Norwich H ’ o Middlesboro — Burnley i : c Portsmouth — Carlisle i : 0 Sheffield Wed. — Preston j | | ’■ 0 Hvað segir unga fólkið ? Margt ungt og efnilegt fþrótta- fólk kom fram á Meistaramóti ts- lands i frjálsuin iþróttum innan- liúss um helgina. Þetta var fólk af báðum kynjum og viða af land- inu. iþróttasiöan ræddi stuttlega við nokkra af þeim efnilegu, 13 ára stúlku frá Skagafiröi, ungan pilt úr Borgarfirði og fulltrúa beggja kynja frá Reykjavikur- félagi, Laru Sveinsdóttur Ar- manni, sem setti tvö tslandsmet og Agúst Asgeirsson ÍR, sem sigraði i tveimur greinum á mót- inu. Lára Sveinsdóttir, Ármanni: „Ég er ósköp ánægð með ár’angurinn á mótinu. Æfingarnar hafa gengið vel i vetur og mér finnst ég sterk- ari en áður. Aðspurð um,hvort h- ún byggist við að ná Olympiulág- markinu i sumar, svaraði Lára þvi til, að það yrði erfitt og hún væri nú frekar svartsýn á,að það tækist. Þess skal getið, að hún svaraði þeirri spurningu áður en hún stökk 1.63 m á mótinu. Þess skal getið, að Olympiulágmarkið er 1.66 m. og Lára átti ágæta til- raun við þá hæð á sunnudag. Sigurlina Gisladóttir, UMSS: Það er nú ekki mikill áhugi á frjálsum iþróttum hjá okkur, en kennarinn okkar, Ingimundur Ingimundar- son er ágætur. Það æfa svona 15- 20. Ég byrjaði ekki aðæfa fyrr en i haust og það er gaman þegar vel gengur. Agúst Asgeirsson, ÍR: Ég hefi æft mjög vel i vetur, miklu betur en árið áður, enda finnst mér ég vera miklu sterkari nú. Ég byggi æfingar minar ekki þannig upp, að góður árangur komi á þessu móti. Aftur á móti vonast ég til aö bæta árangur minn töluvert i sumar, en bezt er að gefa ekki upp neinar sérstakar tölur. Július Hjörieifsson, UMSR: Ég dvel nú aðallega hér I Reykjavik að æfa. Aðstaðan i minu byggðar- lagi er alls ekki nógu góð. Ég hefi æft vel i vetur og vonandi kemur árangurinn einhverntima og ef það verður ekki i sumar, þá ein- hverntima seinna. Maður lifir stöðugt i voninni, en henni má enginn iþróttamaður glata. Ö.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.