Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1972, Blaðsíða 8
8 TIMINN Þriðjudagur 7. marz 1972. MEGINSTEFNAN I TEKJU- STOFNAFRUMVARPINU í SAMRÆMIVIÐ FYRRIÓSK- IR SVEITARFÉLAGANNA EB-Reykjavik. Miklar umræður urðu á fundi i borgarstjórn s.l. fimmtudag um stjórnarfrum varpið um tek- justofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Tilefni um- ræðnanna var tiliaga frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins^ þar sem fram kemur hörð gagn- rýni á efni frumvarpsins og vinnubrögð við afgreiöslu þess i þinginu. Var þessi tillaga að lokum samþykkt með atkvæðum ailra borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, Björgvins Guömundssonar. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, lögðu hins vegar fram svohljóöandi breytingartillögu viö tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins: „Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins orðist svo: 1. Borgarstjórn Reykjavfkur leggur áherzlu á, að sjálfstæði sveitarfélaganna er einn af horn- steinum lýðræðis I landinu. Sjálfsákvörðunarréttur þeirra um málefni fbúa sinna stuðlar að dreifingu valdsins I þjóðfélaginu og er i heild liklegur til að leiða til aukinnar velferöar og hagsældar Ibúa landsins. 2. Borgarstjórn lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú er til meöferöar á Alþingi, og felur f sér ýmsar þær megin- breytingar varðandi samskipti rikisins og sveitarfélaganna, sem bæði borgarstjórn Reykjavíkur og Samband fslenzkra sveitar- félaga hafa óskað eftir á undan- förnum árum að geröar yrðu. — t þvi sambandi minnir borgar- stjórn á samþykkt sfna frá 19. desember 1968 um þetta mál, en hún er svohljóðandi: „Borgarstjórn telur það fyrir- komulag i skattamálum óheppi- legt, að rikið og sveitarfélögin skattleggi sömu tekjustofna eins og nú á sér stað, bæði að þvf er varöar skatta á tekjur og eignir. Þvi beinir borgarstjórn þeim til- mælum til stjórnar Sambands islenzkra sveitarfélaga, að hún leiti eftir þvi við Alþingi, aö þessi mál verði sem fyrst tekin til endurskoöunar með það fyrir augum, að gleggri mörk en nú eru, verði sett milli skattlagningar rikisins annars vegar og sveitar- félaganna hins vegar” 3. Borgarstjórnin tekur undir þá samþykkt, sem gerð var á ný- afstöðnum fundi fulltrúaráðs Sambands islenzkra sveitar- félaga, en þar segir i upphafi Kristján Benediktsson álitsgerðar um tekjustofnafrum- varpið: „Fulltrúaráð Sambands islenzkra sveitarfélaga telur, að með frumvarpi þvi til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, séu i höfuð- atriðum stigin þýðingarmikil spor i rétta átt. Frumvarpið felur i sér mikilvæga einföldun á sam- skiptum rfkis og sveitarfélaga, skattakerfið sem heild er gert einfaldara og virkara, tekju- stofnar sveitarfélaga eru ekki eins háðir hagsveiflum og verið hefur og ríkið tekur að mestu að sér hina félagslegu þætti skatt- álagningarinnar” 4. Borgarstjórnin telur hins vegar, að æskilegt hefði verið, að afgreiösla frumvarpsins um tek- justofna sveitarfélaga hefði gengið fljótar fyrir sig hjá Alþingi. Dráttur á afgreiðslu þess hefur veriö til nokkurs óhagræðis fyrir sveitarfélögin, einkum þau, sem hafa með höndum umtals- verðar verklegar framkvæmdir, svo sem Reykjavikurborg. Væntir borgarstjórn, að endanleg afgreiðsla þessa máls dragist ekki lengi úr þessu og treystir Alþingi og ríkisstjórn til að vinna aö þvi aö svo verði, þannig, að unnt reynist fyrir sveitarfélögin að ganga frá fjárhagsáætlunum sinum hið fyrsta. 5. t sambandi við afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu um tekju- stofna sveitarfélaga, leggur borgarstjórnin á það rika áherzlu og treystir þvi, að Reykjavlkur- borg veröi ekki sniðinn of þröngur stakkur til tekjuöflunar miðað við þau lög, sem nú gilda, en i þvi sambandi verði þó að sjálfssögðu tekiö tillit til þeirra útgjalda- lækkunar, sem verða kann hjá borginni og stafar af breytingu á núverandi verkaskiptingu milli rikisvaldsins og sveitar- félaganna. Treystir borgarstjórnin þvi, að Alþingi og rikisstjórnin standi hér eftir sem hingað til vörð um sjálfstæði og sjálfsakvörðunar- rétt sveitarfélaganna og tryggi þeim næga tekjustofna til að framkvæma þau verkefni, sem þeim er hverju sinni ætlað að leysa” Þessa tillögu felldu borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins og boragarfulltrúi Albýöuflokksins. Aðstöðugjöldin verði miðuð við 65% Þá báru Adda Bára Sigfúsdóttir (AB) og Kristján Benediktsson F) fram eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavfkur bendir Alþingi á, að sjálfs- ákvörðunarréttur sveitarfélaga til tekjuöflunar yrði betur tryggöur, en frumvarpið um tek- justofna sveitarfélaga gerir ráð fyrir, ef heimild sú, sem þar er gefin til þess að innheimta að- stöðugjald, yrði miðuð við hun- draðshluta af þeirri heimild, sem verið hefur i lögum, i staö hun- draðshluta af þvi álagningarhlut- falli, sem notað var I hverju sveitarfélagi fyrir sig, I fyrra. Borgarstjórn skorar á Alþingi, að gera þá breytingu á frum- varpinu.aö heimild til þess að inn- heimta aðstöðugjöld verði miðuð við 65% af þeirri upphæö sem hefur verið i lögum.” Vegna þessarar tillögu bættu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eftirfarandi viö tillögu sina: „Bendir borgarstjórn á eftir- farandi: a) Sveitarfélögin fái forgang að beinum tekjusköttum bæði ein- staklinga og ennfremur félaga, þar sem tekjuskattar eru aðal- tekjustofn sveitarfélaga en hlut- fallslega litill þáttur i heildar- tekjum rikisstjóðs, enda leiði það ekki til aukinnar skattbyrði beinna skatta I heild. b) Sveitarfélögin ákveði sjálf innheimtu aðstöðugjalda innan ákveðins hámarks, sem lækkað sé þó frá gildandi lögum með til- visun til lækkaðra fasteigna- skatta, enda sé tillit tekið til þessa við skattlagningu rikisstjóðs á atvinnuvegina” Þessu næst lögöu borgarfull- trúar Sjálfstæöisflokksins fram svohljóöandi frávisunartillögu:' „Með tilvisun til þess að fyrir borgarstjórn liggur tillaga að ályktun sama efnis og felst i tillögu borgarfulltrúa öldu Báru Sigfúsdóttur og Kristjáns Benediktssonar, telur borgar- stjórn þá tillögu óþarfa og sér ekki ásæðu til frekari ályktunar” Þessi tillaga var siðan samþykkt að viðhöfðu nafnakalli. Voru allir borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins að sjálfsögðu meðmæltir henni, en fulltrúar minnihlutaflokkanna á móti nema Steinunn Finnbogadóttir (SFV), er sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Stóryröi t tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæöisflokksins um tekjustofna- frumvarp rikisstjórnarinnar, gætir afar mikillar svartsýni um framkvæmd stefnunnar, sem i þvi felst. Segir m.a. i tillögunni, að borgarstjórn lýsi áhyggjum sinum yfir þvi, að i samskiptum rikisvaldsins og sveitarfélaganna undanfarna mánuði hafi „sveitarfélögunum verið sýnt mikiö tillitsleysi, og ef svo fer fram sem horfir, er ekki annað sýnt en sjálfstæði sveitar- félaganna sé i hættu” Þá kemur fram i tillögunni hörð gagnrýni á þeim drætti, sem orðið hefur á afgreiðslu fraumvarpsins i þinginu. Segir i tillögunni, að sýnt þyki, að afgreiðsla frum- varpsins muni enn dragast i nokkrar vikur. Telji borgarftjórn slik vinnubrögð óviðunandi, „enda óþörf, ef vel hefði verið að málum staðið i upphafi” eins og segir i tillögunni. Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri, gerði grein fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, en Kristján Benediktsson (F) fyrir tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Auk þess tóku þátt i umræðunum, Sigurjón Pétursson (AB), Steinunn Finnbogasóttir (SVF), Björgvin Guðmundsson (A), Birgir tsleifur Gunnarsson (S), Kristján J. Gunnarsson (S), Ólafur B. Thors (S) og Adda Bára Sigfúsdóttir (AB). Þvi miður er ekki unnt vegna rúmleysis að rekja umræðurnar, sem fram fóru i borgarstjórninni um þetta mál. Ræður borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru mjög i sama anda og tillaga þeirra, sem sýnis-horn eru tekin úr hér að framan. Voru þeir augljóslega i miklum striðsham og spöruðu hvorki stór- yrði né fullyrðingar. Beindist gagnrýni þeirra einkum að eftir- farandi atriðum: 1. Frumvarpið um tekjustofna þrengir mjög svigrúm sveitar- félaganna til tekjuöflunar, sér- staklega þó Reykjavikurborgar, og rýrir sjálfstæði þeirra. 2. Verkefni eru tekin frá sveitarfélögunum og flutt yfir til rikisins, slikt dregur úr áhrifum og umsvifum sveitarfélaganna. 3. Viö undirbúning frumvarps- ins var gengið fram hjá Sam- bandi isl. sveitarfélaga og sveit- arfélögin hunzuð. 4. Frumvarpið flausturslegt og ekki nægar athuganir og rann- sóknir að baki ýmissa breytinga sem framkvæma á. 5. Málið búið að dragast óeðli- lega lengi i þinginu til mikils tjóns fyrir sveitarfélögin. Töldu þeir einnig^að afgreiðsla þess mundi dragast nokkrar vikur ennþá. Eins og sagt er hér að framan fluttu borgarfulitrúar rikis- stjórnarflokkanna breytingartil- lögur við tillögur Sjálfstæðis- manna. Framsögu fyrir þeirri til- lögu hafði Kristján Benediktsson og svaraði hann jafnframt ým- sum af fullyrðingum, sem fram höfðu komið i ræðu borgarstjóra og annarra talsmanna meiri- hlutans. Hann gat þess i upphafi, að ávallt væri nokkur viðburður þegar Sjálfstæðismenn flyttu til- lögu i borgarstjórn. Hvort sem það væri nú tilviljun eða ekki, bæri slikt helzt við, þegar hlaupár væru. Þessi tillaga þeirra núna væri þvi eins konar hlaupárstil- laga. Augljóst væri, að borgar- fulltrúar meirihlutans sæktu þetta mál meira af kappi en for- sjá og bæri tillaga þeirra og mál- flutningur allur þess glöggt vitni. Með þessari tillögu væri verið að gera tilraun til að koma höggi á rikisstjórnina og gera störf henn- ar tortryggileg i augum Reykvik- inga. Kristján sagðist ekki sammála öllum atriðum tekjustofnafrum- varpsins. Heildarstefna væri þó rétt og I samræmi við óskir sveitarfélaganna um gleggri verkaskiptingu milli þeirra og rikisins. Bæði borgarstjórn Reyk- , javíkur og þing Samband isl. sveitarfélaga höfðu á undan- förnum árum samþykkt ályktanir um, að lögum um tekjustofna Framhald á bls. 19 Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar í borgarstjórn: HEILDARUMFERÐARKÖNN- UN TIL AD AUKA YFIRSÝN YFIR UMFERDARÞUNGA ■ á ýmsum umferðaræðum og gatnamótum borgarinnar EB—Reykjavik. A fundi I borgarstjórn Itcykja- vikur slöastliöinn fimmtu- dag.flutti Guömundur G. Þórarinsson (F) tillögu þess efnis, aö borgarstjórn feli borgarverk- fræöingi og yfirverkfræöingi um- feröardeilda aö athúga, hvort ekki sé timabært aö fram fari i borginni heildarumferöarkönnun til þess aö auka yfirsýn yfir um- feröarþunga á hinum úmsu um- feröaræöum og gatnamótum borgarinnar og þróun umferöar og auövelda forspar, er nauö- synlegar veröa, meöal annars vegna framkvæmda viö umferö- armannvirki á næstu árum o.fl. Segir i tillögunni.að i þvi sam- bandi sé eftirfarandi vert að hafa i huga: 1. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavikur er ráðgert að leggja að gamli borgarhlutanum nokkr ar breiðgötur. Má i þvi sambandi nefna breiðgötur utan á núver- andi Skúlagötu. Ráðgert er að leggja Suðurgötu gegnum Grjóta- þorp. Ráðgert er að breikka Grettisgötu og tengja hana mið- borginni. Lækjargötu er ráðgert að breikka, auk þess sem þegar hefur verið gert, og mætti þannig lengi telja. Tölur umferðarkönnunar gaétu orðið ómetanlegar við hönnun þessara og annarra brauta og umferðarmannvirkja á gatna- mótum hraðbrauta, ekki sizt við timaröð framkvæmda, þannig að tryggja mætti sem bezt nýtingu fjármagns. 2. Gæta þarf samræmis milli ytra óg innra kerfis umferöar I gamla borgarhlutanum, þ.e. aö breiðgötur hraðbrautanna að gamla borgarhlutanum ofbjóði ekki afkastagetu tengi- og safn- brauta og bilastæða. 3. Hanna þarf umferðarmann- virki á aökomuleiðum og gatna- Guömundur G. Þórarins. mótum við nýja miðbæjarsvæöið. Skipulag ákveður fjölda bila- stæða pr. ferm. I nýbyggingum og er þvi liklegt, að fjöldi bilastæða verði ákvarðandi fyrir nýtingar- hlutfall svæðisins, þar eð bila- stæöafjöldi ákvaröast aftur af af- kastagetu gatnamóta og hrað- brauta umhverfis svæðið. 4. Móta þarf heildarstefnu i um- ferðarmálum að svo miklu leyti, sem það er unnt. En viða erlendis er þess freistað að gera almennings- vagnakerfi meira aðlaðandi, þannig aö þau virkilega verði val- kostur gegn einkabifreiðinni. Með þvi er reynt að hindra, aö miöborgirnar verði einungis bila- borgir og kafni i umferð. Borgarstjórn felur borgarverk- fræðingi og yfirverkfræðingi um- ferðardeildar að semja greinar- gerð um ávinning, sem hafa mætti af slfkri umferðarkönnun, . en þar kæmi m.a. fram, hversu viötæk hún þyrfti að vera og hve mikinn kostnað mætti ætla að hún hefði i för með sér, leggur Guðmundur G. Þórarinsson að lokum til. Gisli Halldórsson tók til máls um þetta efni af hálfu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins og lagði hann til.að þessari tillögu yrði visað til skipulagsnefndar Reyk- javlkurborgar. Var það sam- þykkt með 8 atkvæðum gegn 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.